Fleiri fréttir

Matthías með mikilvægt mark í sigri Start

Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt af þremur mörkum Start í sigri á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Daníel Leó Grétarsson og Aron Elí Þrándarson spiluðu ekkert í sigri Álasund í sömu deild.

Sara Björk skoraði í stórsigri

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt af fimm mörkum FC Rosengård í stórsigri á Pitea í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 5-2 sigur sænsku meistarana.

Dramatískur sigur Vestsjælland

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Vestsjælland sem vann dramatískan sigur á Nordsjælland í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Williamson neitar fyrir ásakanir Carver

Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær.

Tvöfaldur háskólameistari tekur við Oklahoma

Billy Donovan hefur verið ráðinn þjálfari Oklahoma City í NBA-körfuboltanum, en þessi 49 ára gamli þjálfari hefur undanfarin ár þjálfað Florida í háskólaboltanum.

Annað tap Unicaja í röð

Unicaja Malaga tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið beið í lægri hlut fyrir Cai Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 90-86.

Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik.

Van Gaal: Tímabilið vonbrigði hjá Di Maria

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að tímabilið hjá Angel di Maria séu mikil vonbrigði; vonbrigði fyrir sig og eiinnig fyrir Argentínumanninn sjálfan.

Nýtt andrúmsloft í íslenskum fótbolta

Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, segir að það hafi líklega aldrei verið eins mikil pressa á stærstu liðunum fyrir komandi tímabil og að það sé að skapast nýtt andrúmsloft í íslenskum fótbolta.

Auðvelt hjá Guðmundi og lærisveinum

Danmörk átti í engum vandræðum með Hvíta-Rússland í undankeppni EM 2016 í handknattleik, en sigurinn var aldrei í teljandi hætti hjá Danmörku fyrir framan tæplega fimm þúsund manns.

Ronaldo með 29. þrennuna í sigri Real

Real Madrid vann Sevilla í fimm marka leik í spænska boltanum í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Madrídinga sem minnkuðu forskot Barcelona á toppnum.

Helena í Hauka?

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik á í viðræðum við uppeldisklúbb sinn Hauka, en þetta staðfesti Helena í samtali við vef Morgunblaðsins fyrr í dag.

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð í dag ítalskur meistari eftir sigur 1-0 á Sampdoria, en þetta var 24. sigur Juventus í 34 leikjum á tímabilinu.

Enn heldur Guðbjörg hreinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt enn og aftur hreinu í dag þegar hún stóð í marki Lilleström sem bar sigurorð af Avaldsnes, 1-0, í Íslendingarslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Montero og Ki sáu um Stoke

Swansea vann 2-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jefferson Montero og Sung-Yeung Ki voru á skotskónum.

Gerrard úr skúrk í hetju | Sjáðu mörkin

Steven Gerrard tryggði Liverpool sigur á QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Gerrard með skalla á 88. mínútu, en skömmu áður hafði hann klúðrað vítaspyrnu.

Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni

16 kylfingar eru eftir á TPC Harding Park vellinum en mörg stór nöfn duttu úr leik í gær. Miguel Angel Jimenez stal þó sviðsljósinu en hann hnakkreifst við kylfusvein mótspilara síns í beinni sjónvarpsútsendingu.

Brentford og Ipswich í umspilið á markatölu

Allir fjórir Íslendingarnir í ensku B-deildinni í knattspyrnu voru í byrjunarliði sinna liða í lokaumferð deildarinnar. Allir nema Eiður Smári Guðjohnsen spiluðu allan leikinn.

Eiginkona Rio látin

Rebecca Ellison, eiginkona Rio Ferdinand, er látin, en það var Rio sjálfur sem greindi frá þessi í yfirlýsingu. Rebecca hafði barist við krabbamein.

Sjá næstu 50 fréttir