Enski boltinn

VIlla og Sunderland með mikilvæga sigra í botnbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aston Villa-menn fagna marki Cleverley.
Aston Villa-menn fagna marki Cleverley. vísir/getty
Aston Villa, Sunderland og West Ham unnu öll góða sigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigrar Sunderland og Villa mikilvægir í botnbaráttunni.

Aston Villa vann góðan sigur á Everton sem hafði verið á miklu skriði undanfarna leiki og ekki tapað í síðustu sex leikjum í úrvalsdeildinni. Benteke var heitur og skoraði tvö mörk.

Villa skaust með sigrinum upp í fjórtánda sætið, en Everton er í því ellefta.

Jordi Gomez sá um Southampton, en hann skoraði bæði mörk Sunderland af vítapunktinum í 2-1 sigri Sunderland. Sunderland er stigi frá öruggu sæti, en þeir eiga leik til góða. Southampton í því sjöunda.

West Ham hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum áður en kom að leiknum geg Burnley í dag.

Aston Villa - Everton 3-2

1-0 Christian Benteke (11.), 2-0 Christian Benteke (45.), 2-1 Romelu Lukaku - víti (60.), 3-1 Tom cleverley (65.), 3-2 Phil Jagielka (90.).

Sunderland - Southampton 2-1

1-0 Jordi Gomez - víti (21.), 1-1 Sadio Mane (22.), 2-1 Jordi Gomez - víti (55.).

West Ham - Burnley 1-0

1-0 Mark Noble - víti (24.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×