Enski boltinn

Brentford og Ipswich í umspilið á markatölu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Ipswich gátu leyft sér að fagna.
Leikmenn Ipswich gátu leyft sér að fagna.
Allir fjórir Íslendingarnir í ensku B-deildinni í knattspyrnu voru í byrjunarliði sinna liða í lokaumferð deildarinnar. Allir nema Eiður Smári Guðjohnsen spiluðu allan leikinn.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk að líta gula spjaldið í 2-1 sigri Cardiff á Nottingham Forest. Cardiff endar í ellefta sæti deildarinnar.

Charlton tapaði 0-3 á heimavelli gegn nýliðum ensku úrvalsdeildarinnar, Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson var þar í eldlínunni, en Charlton endar um miðja deild eða í tólfta sæti.

Kári Árnason og félagar enduðu í 21. sæti eftir markalaust jafntefli gegn Leeds á útivelli. Kári spilaði allan leikinn á miðjunni, en þeir tryggðu sæti sitt í deildinni með sigri í síðasta leik.

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði í 69. mínútur fyrir Bolton sem tapaði 1-0 gegn Birmingham á heimavelli. Bolton endar í átjánda sæti deildarinnar.

Leikur Blackpool og Huddersfield var flautaður af, en stuðningsmenn Blackpool réðust inn á völlinn og  stöðvuðu leikinn.

Norwich, Middlesbrough, Brentford og Ipswich eru á leiðinni í umspilið um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni, en Millwall, Wigan og Blackpool falla niður um deild.

Brentford, Ipswich og Wolves enduðu öll með 78 stig en Brentford og Ipswich voru með betri markatölu og fara því í umspilið.

Öll úrslit dagsins:

Blackburn - Ipswich 3-2

Bolton - Birmingham 0-1

Brentford - Wigan 3-0

Charlton - Bournemouth 0-3

Derby - Reading 0-3

Leeds - Rotherham 0-0

Middlesbrough - Brighton 0-0

Norwich - Fulham 4-2

Nottingham Forest - Cardiff 1-2

Wolves - Millwall 4-2

Watford - Sheffield Wednesday 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×