Enski boltinn

Viðar lagði upp sigurmark Sainty

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar fagnar marki með Valerenga.
Viðar fagnar marki með Valerenga. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson lagði upp sigurmark Jiangsu Guoxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sainty vann 1-0 sigur á botnliði Shanghai Shenxin, en eina mark leiksins kom eftir 69. mínútna leik. Það skoraði Sergio Ariel Escudero eftir stoðsendingu frá Viðari.

Viðar og Sölvi Geir Ottesen spiluðu báðir allan leikinn fyrir Sainty, en Viðar og Sölvi fengu báðir fín færi til að skora. Viðar skaut í stöngina, en skalli Sölva var varinn.

Sainty er eftir sigurinn í fimmta sætinu með 14 stig eftir átta leiki. Shanghai Shenxin er á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×