Fleiri fréttir Haukur Ingi verður aðstoðarþjálfari hjá Fylki í Pepsideildinni Haukur Ingi Guðnason verður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki í Pepsideild karla í fótbolta. Greint er frá ráðningu Hauks Inga á heimasíðu Fylkis. Samningur Hauks Inga við Fylki er til þriggja ára en hann lék með Grindvíkingum á síðustu leiktíð. Haukur þekkir vel til hjá Fylki en hann lék með liðinu á árunum 2003-2008. 18.10.2011 16:04 Torres má spila á móti Genk á morgun Spánverjinn Fernando Torres má spila með Chelsea á móti Genk í Meistaradeildinni á morgun en hann hefur verið í leikbanni í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sitt á móti Swansea City. 18.10.2011 16:00 Engar samningaviðræður í gangi milli Grétars Rafns og Bolton Blaðamaður Bolton News veltir því fyrir sér hvort að íslenski landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson sé á förum frá félaginu. Grétar Rafn var ekki í hópnum um helgina þegar Bolton endaði sex leikja taphrinu með 3-1 sigri á Wigan. 18.10.2011 15:30 Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81. 18.10.2011 14:45 Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt hefur sitt eigið líf Ólafur Stefánsson hefur ekki enn náð að spila sinn fyrsta leik fyrir danska liðið AG Kaupamannahöfn eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu. Ólafur er allur að koma til og hefur sett stefnuna á ná að spila sinn fyrsta leik þegar AG tekur á móti Montpellier í Meistaradeildinni um helgina. 18.10.2011 14:15 Vermaelen búinn að framlengja við Arsenal Belgíski landsliðsfyrirliðinn Thomas Vermaelen hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal en þessi 25 ára miðvörður kom til liðsins frá Ajax fyrir tímabilið 2009-10. 18.10.2011 13:30 Yfir fimmtíu prósent leikmanna á HM undir 17 ára féllu á lyfjaprófi FIFA ætlar ekki að refsa þeim leikmönnum sem féllu á lyfjaprófi á HM 17 ára landsliða sem fram fór í Mexíkó í sumar. Sambandið álítur að um heilsufarlegt vandamál í Mexíkó hafi verið að ræða en efnið clenbuterol fannst hjá meira en fimmtíu prósent leikmanna sem fóru í lyfjapróf á mótinu. 18.10.2011 13:00 Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld. 18.10.2011 12:15 Sir Alex: Væri eins og sjálfsmorð fyrir restina af félögunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var í gær spurður út í þær hugmyndir erlendu eigenda liða ensku úrvalsdeildarinnar að loka ensku úrvalsdeildinni og leggja niður fallbaráttuna í deildinni. 18.10.2011 11:30 Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar. 18.10.2011 10:45 Beckham gæti leikið fótbolta í fjögur ár til viðbótar David Beckham segir í viðtali við enska dagblaðið Telegraph að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hve mörg lið hafi sýnt honum áhuga. Beckham er 36 ára gamall og samningur hans við LA Galaxy í Bandaríkjunum rennur út í nóvember á þessu ári. Beckham segir að hann hafi áhuga á að leika fótbolta áfram sem atvinnumaður í fjögur ár til viðbótar. 18.10.2011 10:15 Sky Sports finnur engar myndir sem styðja ásakanir Patrice Evra Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Frakkinn Patrice Evra ætli ekki að draga til baka ásakanir sínar á hendur Úrúgvæmanninum Luis Suárez. Evra sagði Suárez hafa verið með kynþáttafordóma í garð hans á meðan leik Liverpool og United stóð um helgina. 18.10.2011 09:45 Góð veiði á svæðum SVFK Það eru fleiri svæði að gefa góða veiði þessa dagana hjá SVFK. Það berast reglulega fréttir af stórfiskum fyrir austann og ein af þeim ám sem hefur verið í góðum gír eru Fossálarnir. Hér er önnur frétt frá SVFK og það er nokkuð víst að menn þurfa greinilega að skoða þessi svæði fyrir næsta tímabil og hafa þá hraðar hendur því mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum á þessi svæði. Hér er frétt af SVFK: 18.10.2011 09:37 Stórfiskar í Geirlandsá Það hefur verið góður gangur víða á sjóbirtingsslóðum fyrir austann síðustu daga. Stangveiðifélag keflavíkur hefur marga ánna þar á sínum snærum og tröllin hafa verið að koma upp þar þegar veðrið hefur gengið niður. Hér er frétt frá SVFK: 18.10.2011 09:32 Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. 18.10.2011 09:29 FH var næstum því búið að fá Rhein-Neckar Löwen - mætir frönsku liði Íslandsmeistarar FH-inga drógust á móti franska liðinu Saint Raphael Var Handball þegar dregið var í þriðju umferð EHF-bikarsins í morgun. FH komst áfram í 3. umferðina með því að slá út belgíska liðið Initia Hasselt um helgina. Saint Raphael Var Handball sat hjá í 2. umferðinni. 18.10.2011 09:23 Wenger: Hálfur leikmannahópurinn vildi fara í sumar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekkert lengur að fela það sem gekk á innan herbúða félagsins í sumar. Sumarið endaði á því að tveir bestu leikmenn liðsins, Cecs Fabregas og Samir Nasri, voru seldir og tímabilið byrjaði síðan skelfilega. 18.10.2011 09:15 Rooney spilar leikinn í Rúmeníu í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gaf það út á blaðamannafundi að Wayne Rooney verði í byrjunarliðinu í leiknum á móti rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld. 18.10.2011 09:00 Ágúst: Við eigum möguleika Íslenska landsliðið hefur á fimmtudaginn leik í undankeppni EM 2012 en þá mæta stelpurnar sterku liði Spánar ytra. Ísland leikur svo gegn Úkraínu á sunnudaginn en þar að auki er Sviss í sama riðli. Tvö lið komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Hollandi í desember á næsta ári. 18.10.2011 08:00 Mancini: Leikurinn gegn Villarreal stærri en sá á móti United Manchester-liðin þurfa bæði á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld eftir slæm úrslit í síðustu umferð. Manchester United heimsækir rúmensku meistarana í Otelul Galati en Manchester City tekur á móti Villarreal. 18.10.2011 07:00 Arnór: Ekki útilokað að Eiður spili aftur á tímabilinu Eiður Smári Guðjohnsen er á batavegi eftir vel heppnaða aðgerð á sunnudaginn. Hann tvífótbrotnaði í leik með liði sínu, AEK, í Grikklandi á laugardagskvöldið og verður frá næstu mánuðina. 18.10.2011 06:00 Í beinni: Manchester City - Villarreal Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Manchester City og Villarreal í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. 18.10.2011 18:15 Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 18.10.2011 18:00 Stuðningsmaður Köln: Lofar erótískum dansi komist liðið í Evrópukeppni Leikmenn Köln eru á góðu skriði í þýsku úrvalsdeildinni en eftir 2-0 sigur á Hannover um helgina er liðið komið upp í 10. sæti. Köln er nú aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti og takist liðinu að tryggja sér það er von á góðu í liðspartýinu í mótslok. 17.10.2011 23:30 Pele: Ég mun senda Messi heimildarmynd um ferillinn minn Pele er á ferðalagi í Japan þar sem hann heimsækir fórnarlömb jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í mars síðast liðinum. Þar var þessi goðsögn spurður út í viðtal við Lionel Messi, leikmanns Barcelona, þar sem að argentínski snillingurinn sagðist aldrei hafa séð Pele spila. 17.10.2011 22:45 Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17.10.2011 21:55 Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17.10.2011 21:47 Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17.10.2011 21:41 Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. 17.10.2011 21:20 Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17.10.2011 21:18 Snæfell vann KR - Sigrar hjá Njarðvík og Stjörnunni Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar helst góður sigur Snæfellinga á Íslandsmeisturum KR á heimavelli, 116-100. 17.10.2011 20:50 Baldur samdi við KR til 2014 Baldur Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara KR og er hann nú samningsbundinn félaginu til 2014. 17.10.2011 20:06 Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 17.10.2011 19:45 Fyrsta tap FCK á tímabilinu FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld heldur óvænt sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti AC Horsens á útivelli. Heimamenn unnu að lokum 2-0 sigur. 17.10.2011 19:31 Halmstad tapaði síðasta heimaleiknum Jónas Guðni Sævarsson lék allan leikinn með Halmstad sem tapaði í kvöld fyrir Djurgården, 3-1, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17.10.2011 19:18 Mikilvægur sigur hjá Haraldi Frey og félögum Start vann í kvöld 3-1 sigur á Brann eftir að hafa lent marki undir. Start fékk þar með þrjú afar dýrmæt stig í fallbaráttu deildarinnar en liðið er þó enn í fallsæti þegar lítið er eftir af tímabilinu. 17.10.2011 19:10 Klose ætlar sér að bæta metið hans Ronaldo á HM 2014 Miroslav Klose, framherji þýska landsliðsins, sagði í dag að hann væri búinn að setja stefnuna á að bæta markamet HM þegar keppnin fer fram í Brasilíu eftir tæp þrjú ár. 17.10.2011 18:15 Mancini vill vera mörg ár til viðbótar hjá City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett stefnuna á því að sitja í stjórastólnum hjá City í mörg ár til viðbótar. City hefur aldrei byrjað tímabil betur en í ár en liðið er á toppi ensku deildarinnar með 7 sigra og 1 jafntefli í átta leikjum. 17.10.2011 17:30 Eiður Smári: Kem sterkur til baka Eiður Smári Guðjohnsen er staðráðinn í að spila á ný eftir að hann tvífótbrotnaði í leik með liði sínu, AEK Aþenu í Grikklandi, nú um helgina. 17.10.2011 16:45 Ólafur gerir þriggja ára samning við Hauka Ólafur Jóhannesson hefur gert þriggja ára samning við Hauka um að taka við meistaraflokksliði félagsins. Ólafur hefur verið landsliðsþjálfari undanfarin fjögur ár en þar á undan þjálfaði hann FH í fimm ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú rétt áðan. 17.10.2011 16:10 Helena með tíu stig í 91 stigs sigri Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á SK Moris Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels vann leikinn 120-29 eða með 91 stigs mun. 17.10.2011 16:00 Horner segir Red Bull liðið hafa bætt sig á öllum sviðum Red Bul liðiðl fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum. 17.10.2011 14:45 Útlensku eigendurnir vilja leggja niður fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni Stjórnarmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur lekið því út að margir af erlendu eigendunum í ensku úrvalsdeildinni vilji leggja niður fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni. Þeir vilji svipað kerfi og er í gangi í bandarísku atvinnumannadeildunum. 17.10.2011 14:15 Áhorfendum fækkaði - flestir mættu á KR-völlinn en fæstir í Garðabæ KSÍ hefur gefið út áhorfendatölur frá liðnu tímabili í Pepsi-deild karla. Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132. Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru aðeins færri áhorfendur heldur en á síðasta tímabili þegar 1.205 áhorfendur mættu á völlinn að meðaltali en fleiri en árin 2009 og 2008, þegar tólf félög léku í fyrsta skiptið í efstu deild. 17.10.2011 13:30 Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri. 17.10.2011 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Haukur Ingi verður aðstoðarþjálfari hjá Fylki í Pepsideildinni Haukur Ingi Guðnason verður aðstoðarþjálfari Ásmundar Arnarssonar hjá Fylki í Pepsideild karla í fótbolta. Greint er frá ráðningu Hauks Inga á heimasíðu Fylkis. Samningur Hauks Inga við Fylki er til þriggja ára en hann lék með Grindvíkingum á síðustu leiktíð. Haukur þekkir vel til hjá Fylki en hann lék með liðinu á árunum 2003-2008. 18.10.2011 16:04
Torres má spila á móti Genk á morgun Spánverjinn Fernando Torres má spila með Chelsea á móti Genk í Meistaradeildinni á morgun en hann hefur verið í leikbanni í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni eftir rauða spjaldið sitt á móti Swansea City. 18.10.2011 16:00
Engar samningaviðræður í gangi milli Grétars Rafns og Bolton Blaðamaður Bolton News veltir því fyrir sér hvort að íslenski landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson sé á förum frá félaginu. Grétar Rafn var ekki í hópnum um helgina þegar Bolton endaði sex leikja taphrinu með 3-1 sigri á Wigan. 18.10.2011 15:30
Karfan.is valdi Guðjón Lárusson bestan í fyrstu umferðinni Karfan.is ætlar að velja besta leikmann hverrar umferðar í Iceland Express deild karla og Stjörnumaðurinn Guðjón Lárusson er Gatorade-leikmaður fyrstu umferðarinnar. Guðjón lék þá afar vel í í fjarveru Jovans Zdravevski þegar Stjarnan vann 14 stiga sigur á Tindastól á Króknum, 105-81. 18.10.2011 14:45
Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt hefur sitt eigið líf Ólafur Stefánsson hefur ekki enn náð að spila sinn fyrsta leik fyrir danska liðið AG Kaupamannahöfn eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu. Ólafur er allur að koma til og hefur sett stefnuna á ná að spila sinn fyrsta leik þegar AG tekur á móti Montpellier í Meistaradeildinni um helgina. 18.10.2011 14:15
Vermaelen búinn að framlengja við Arsenal Belgíski landsliðsfyrirliðinn Thomas Vermaelen hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal en þessi 25 ára miðvörður kom til liðsins frá Ajax fyrir tímabilið 2009-10. 18.10.2011 13:30
Yfir fimmtíu prósent leikmanna á HM undir 17 ára féllu á lyfjaprófi FIFA ætlar ekki að refsa þeim leikmönnum sem féllu á lyfjaprófi á HM 17 ára landsliða sem fram fór í Mexíkó í sumar. Sambandið álítur að um heilsufarlegt vandamál í Mexíkó hafi verið að ræða en efnið clenbuterol fannst hjá meira en fimmtíu prósent leikmanna sem fóru í lyfjapróf á mótinu. 18.10.2011 13:00
Mancini: Manchester City getur unnið riðilinn Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar liði sínu ekki bara að komast áfram í Meistaradeildinni þrátt fyrir slaka byrjun því ítalski stjórinn hefur sett stefnuna á það að vinna riðilinn. City mætir spænska liðinu Villarreal á heimavelli í kvöld. 18.10.2011 12:15
Sir Alex: Væri eins og sjálfsmorð fyrir restina af félögunum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var í gær spurður út í þær hugmyndir erlendu eigenda liða ensku úrvalsdeildarinnar að loka ensku úrvalsdeildinni og leggja niður fallbaráttuna í deildinni. 18.10.2011 11:30
Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar. 18.10.2011 10:45
Beckham gæti leikið fótbolta í fjögur ár til viðbótar David Beckham segir í viðtali við enska dagblaðið Telegraph að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hve mörg lið hafi sýnt honum áhuga. Beckham er 36 ára gamall og samningur hans við LA Galaxy í Bandaríkjunum rennur út í nóvember á þessu ári. Beckham segir að hann hafi áhuga á að leika fótbolta áfram sem atvinnumaður í fjögur ár til viðbótar. 18.10.2011 10:15
Sky Sports finnur engar myndir sem styðja ásakanir Patrice Evra Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Frakkinn Patrice Evra ætli ekki að draga til baka ásakanir sínar á hendur Úrúgvæmanninum Luis Suárez. Evra sagði Suárez hafa verið með kynþáttafordóma í garð hans á meðan leik Liverpool og United stóð um helgina. 18.10.2011 09:45
Góð veiði á svæðum SVFK Það eru fleiri svæði að gefa góða veiði þessa dagana hjá SVFK. Það berast reglulega fréttir af stórfiskum fyrir austann og ein af þeim ám sem hefur verið í góðum gír eru Fossálarnir. Hér er önnur frétt frá SVFK og það er nokkuð víst að menn þurfa greinilega að skoða þessi svæði fyrir næsta tímabil og hafa þá hraðar hendur því mikil eftirspurn hefur verið eftir leyfum á þessi svæði. Hér er frétt af SVFK: 18.10.2011 09:37
Stórfiskar í Geirlandsá Það hefur verið góður gangur víða á sjóbirtingsslóðum fyrir austann síðustu daga. Stangveiðifélag keflavíkur hefur marga ánna þar á sínum snærum og tröllin hafa verið að koma upp þar þegar veðrið hefur gengið niður. Hér er frétt frá SVFK: 18.10.2011 09:32
Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. 18.10.2011 09:29
FH var næstum því búið að fá Rhein-Neckar Löwen - mætir frönsku liði Íslandsmeistarar FH-inga drógust á móti franska liðinu Saint Raphael Var Handball þegar dregið var í þriðju umferð EHF-bikarsins í morgun. FH komst áfram í 3. umferðina með því að slá út belgíska liðið Initia Hasselt um helgina. Saint Raphael Var Handball sat hjá í 2. umferðinni. 18.10.2011 09:23
Wenger: Hálfur leikmannahópurinn vildi fara í sumar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekkert lengur að fela það sem gekk á innan herbúða félagsins í sumar. Sumarið endaði á því að tveir bestu leikmenn liðsins, Cecs Fabregas og Samir Nasri, voru seldir og tímabilið byrjaði síðan skelfilega. 18.10.2011 09:15
Rooney spilar leikinn í Rúmeníu í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gaf það út á blaðamannafundi að Wayne Rooney verði í byrjunarliðinu í leiknum á móti rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld. 18.10.2011 09:00
Ágúst: Við eigum möguleika Íslenska landsliðið hefur á fimmtudaginn leik í undankeppni EM 2012 en þá mæta stelpurnar sterku liði Spánar ytra. Ísland leikur svo gegn Úkraínu á sunnudaginn en þar að auki er Sviss í sama riðli. Tvö lið komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Hollandi í desember á næsta ári. 18.10.2011 08:00
Mancini: Leikurinn gegn Villarreal stærri en sá á móti United Manchester-liðin þurfa bæði á sigri að halda í Meistaradeildinni í kvöld eftir slæm úrslit í síðustu umferð. Manchester United heimsækir rúmensku meistarana í Otelul Galati en Manchester City tekur á móti Villarreal. 18.10.2011 07:00
Arnór: Ekki útilokað að Eiður spili aftur á tímabilinu Eiður Smári Guðjohnsen er á batavegi eftir vel heppnaða aðgerð á sunnudaginn. Hann tvífótbrotnaði í leik með liði sínu, AEK, í Grikklandi á laugardagskvöldið og verður frá næstu mánuðina. 18.10.2011 06:00
Í beinni: Manchester City - Villarreal Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Manchester City og Villarreal í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. 18.10.2011 18:15
Miðstöð Boltavaktarinnar - allir leikirnir á einum stað Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og býður íþróttavefur Vísis lesendum sínum upp á að fylgjast með þeim öllum samtímis. 18.10.2011 18:00
Stuðningsmaður Köln: Lofar erótískum dansi komist liðið í Evrópukeppni Leikmenn Köln eru á góðu skriði í þýsku úrvalsdeildinni en eftir 2-0 sigur á Hannover um helgina er liðið komið upp í 10. sæti. Köln er nú aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti og takist liðinu að tryggja sér það er von á góðu í liðspartýinu í mótslok. 17.10.2011 23:30
Pele: Ég mun senda Messi heimildarmynd um ferillinn minn Pele er á ferðalagi í Japan þar sem hann heimsækir fórnarlömb jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í mars síðast liðinum. Þar var þessi goðsögn spurður út í viðtal við Lionel Messi, leikmanns Barcelona, þar sem að argentínski snillingurinn sagðist aldrei hafa séð Pele spila. 17.10.2011 22:45
Elvar Már: Skotin voru að detta í dag “Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld. 17.10.2011 21:55
Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í “Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað,” sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. 17.10.2011 21:47
Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum “Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld. 17.10.2011 21:41
Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins. 17.10.2011 21:20
Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið “Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld. 17.10.2011 21:18
Snæfell vann KR - Sigrar hjá Njarðvík og Stjörnunni Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar helst góður sigur Snæfellinga á Íslandsmeisturum KR á heimavelli, 116-100. 17.10.2011 20:50
Baldur samdi við KR til 2014 Baldur Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara KR og er hann nú samningsbundinn félaginu til 2014. 17.10.2011 20:06
Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 17.10.2011 19:45
Fyrsta tap FCK á tímabilinu FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld heldur óvænt sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti AC Horsens á útivelli. Heimamenn unnu að lokum 2-0 sigur. 17.10.2011 19:31
Halmstad tapaði síðasta heimaleiknum Jónas Guðni Sævarsson lék allan leikinn með Halmstad sem tapaði í kvöld fyrir Djurgården, 3-1, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17.10.2011 19:18
Mikilvægur sigur hjá Haraldi Frey og félögum Start vann í kvöld 3-1 sigur á Brann eftir að hafa lent marki undir. Start fékk þar með þrjú afar dýrmæt stig í fallbaráttu deildarinnar en liðið er þó enn í fallsæti þegar lítið er eftir af tímabilinu. 17.10.2011 19:10
Klose ætlar sér að bæta metið hans Ronaldo á HM 2014 Miroslav Klose, framherji þýska landsliðsins, sagði í dag að hann væri búinn að setja stefnuna á að bæta markamet HM þegar keppnin fer fram í Brasilíu eftir tæp þrjú ár. 17.10.2011 18:15
Mancini vill vera mörg ár til viðbótar hjá City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett stefnuna á því að sitja í stjórastólnum hjá City í mörg ár til viðbótar. City hefur aldrei byrjað tímabil betur en í ár en liðið er á toppi ensku deildarinnar með 7 sigra og 1 jafntefli í átta leikjum. 17.10.2011 17:30
Eiður Smári: Kem sterkur til baka Eiður Smári Guðjohnsen er staðráðinn í að spila á ný eftir að hann tvífótbrotnaði í leik með liði sínu, AEK Aþenu í Grikklandi, nú um helgina. 17.10.2011 16:45
Ólafur gerir þriggja ára samning við Hauka Ólafur Jóhannesson hefur gert þriggja ára samning við Hauka um að taka við meistaraflokksliði félagsins. Ólafur hefur verið landsliðsþjálfari undanfarin fjögur ár en þar á undan þjálfaði hann FH í fimm ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú rétt áðan. 17.10.2011 16:10
Helena með tíu stig í 91 stigs sigri Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á SK Moris Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels vann leikinn 120-29 eða með 91 stigs mun. 17.10.2011 16:00
Horner segir Red Bull liðið hafa bætt sig á öllum sviðum Red Bul liðiðl fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum. 17.10.2011 14:45
Útlensku eigendurnir vilja leggja niður fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni Stjórnarmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur lekið því út að margir af erlendu eigendunum í ensku úrvalsdeildinni vilji leggja niður fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni. Þeir vilji svipað kerfi og er í gangi í bandarísku atvinnumannadeildunum. 17.10.2011 14:15
Áhorfendum fækkaði - flestir mættu á KR-völlinn en fæstir í Garðabæ KSÍ hefur gefið út áhorfendatölur frá liðnu tímabili í Pepsi-deild karla. Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132. Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru aðeins færri áhorfendur heldur en á síðasta tímabili þegar 1.205 áhorfendur mættu á völlinn að meðaltali en fleiri en árin 2009 og 2008, þegar tólf félög léku í fyrsta skiptið í efstu deild. 17.10.2011 13:30
Þórsarar voru búnir að bíða lengi eftir þessum sigri Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans í Þór úr Þorlákshöfn unnu óvæntan níu stiga sigur á ÍR, 101-92, í Seljaskólanum í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi en það er óhætt að segja að Þórsarar hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessum útisigri. 17.10.2011 13:00