Fleiri fréttir Snoop Doog tók lagið í búningi QPR Lið Heiðars Helgusonar, Queens Park Rangers, er að verða ansi heitt hjá stjörnunum og sá síðasta til að sýna liðinu stuðning er bandaríski rapparinn Snoop Dogg. 18.5.2011 23:15 Gerrard og frú eiga von á barni Alex Gerrard, eiginkona Steven Gerrard, hefur staðfest að þau hjónin eigi von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau tvær stelpur sem eru sjö og fimm ára. 18.5.2011 22:30 Jóhannes Karl og félagar í úrslitaleikinn eftir mikla dramatík Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield Town tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku b-deildinni eftir dramatískan sigur í vítakeppni í seinni undanúrslitaleiknum á móti Bournemouth í kvöld. Huddersfield mætir annaðhvort Peterborough United eða Milton Keynes Dons í úrslitaleiknum sem fer fram á Old Trafford í Manchester. 18.5.2011 21:49 NBA-spekingar bíða eftir svörum frá LeBron og Dwyane Wade í kvöld LeBron James og Dwyane Wade fóru mikinn þegar Miami Heat sló Boston Celtics út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en þeir lentu báðir á vegg í fyrsta leiknum á móti Chicago Bulls í úrslitum Austurdeildarinnar. Það bíða því margir spenntir að sjá hvernig þessir tveir frábæru leikmenn ætli að svara þessu í öðrum leiknum í Chicago í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan hálf eitt. 18.5.2011 21:45 Holloway: Enska úrvalsdeildin vill losna við okkur Ian Holloway, stjóri Blackpool, segir að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar myndi fagna því ef að Blackpool-liðið falli úr deildinni þegar lokaumferðin fer fram á sunnudaginn kemur. Blackpool bíður mjög erfitt verkefni að reyna ná stigi af Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford. 18.5.2011 21:00 Fanndís í byrjunarliðinu á móti Búlgaríu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyri leikinn á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2013. 18.5.2011 20:45 Falcao tryggði Porto sigur í Evrópudeildinni Kólumbíumaðurinn Falcao kórónaði sögulegt tímabil sitt í Evrópudeildinni með því að tryggja Porto-liðinu Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleiknum á móti Braga í Dublin í kvöld. Falcao skoraði eina mark leiksins mínútu fyrir hálfleik en þetta var 17. mark hans í 14 leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. 18.5.2011 20:38 Maradona drullar yfir Batista fyrir að velja Tevez ekki í landsliðið Diego Maradona, fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu, lét eftirmann sinn, Sergio Batista, heyra það í sjónvarpsþætti í Argentínu í gær. Maradona er mjög ósáttur með það að Batista valdi ekki Carlos Tevez í landsliðshop sinn fyrir Suður-Ameríkukeppnina sem fer fram í Argentínu í sumar. 18.5.2011 20:00 Neville vill að Scholes haldi áfram Gary Neville þekkti sinn vitjunartíma í boltanum og lagði skóna á hilluna í upphafi ársins. Hann vill ekki sjá félaga sinn Paul Scholes gera slíkt hið sama. 18.5.2011 19:30 Di Canio segist vera á leið til Englands Ítalinn Paolo Di Canio hefur lýst því yfir að hann sé afar áhugasamur um að stýra liði á Englandi. Hann vonast til þess að landa starfi fljótlega. 18.5.2011 18:45 Nani: Ég á Ferguson allt að þakka Portúgalinn Nani er heldur betur ánægður með stjórann sinn hjá Man. Utd, Sir Alex Ferguson. Nani segist eiga Ferguson mikið að þakka og hann eigi stærstan þátt í því hversu langt hann hafi náð. 18.5.2011 18:00 Arsenal og Spurs hafa áhuga á Given Markvörðurinn Shay Given reyndi í allan vetur að komast frá Man. City en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann ætlar þó að komast frá félaginu í sumar. 18.5.2011 17:45 Pirlo á förum frá Milan - Inzaghi framlengir Miðjumaðurinn sterki, Andrea Pirlo, hefur ákveðið að yfirgefa AC Milan eftir tíu ára dvöl hjá félaginu. Samningur hans rennur út í sumar og hann fer því án greiðslu. 18.5.2011 17:00 Uppselt á Parken Það er nú endanlega orðið ljóst að heimsmet verður sett á Parken um helgina þegar Íslendingaliðið AG Köbenhavn getur tryggt sér sigur í danska handboltanum. 18.5.2011 16:15 Góð uppskrift að bleikju Okkur datt í hug að skjóta að ykkur eins og einni uppskrift sem okkur barst á tölvupóst í dag. Þessi á víst að vera afskaplega góð og hentar bæði lax og silung. 18.5.2011 16:01 Sturridge gæti yfirgefið Chelsea Daniel Sturridge hefur varað Chelsea við því að ef félagið ætli sér ekki að nota hann af einhverju viti þá muni hann yfirgefa það. 18.5.2011 15:30 Annasamur tími framundan hjá nýliðanum Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. 18.5.2011 15:10 Cleveland fær fyrsta valréttinn í háskólavali NBA Cleveland Cavaliers fær fyrsta valrétt í háskólavalinu í NBA deildinni í körfubolta í sumar en dregið var um röðina í valinu í gær. Cleveland fékk fyrsta valrétt síðast árið 2003 þegar liðið valdi LeBron James en hann breytti gangi mála hjá liðinu svo um munaði. Félagið stendur vel að vígi í valinu í ár því Cleveland á einnig fjórða valrétt. 18.5.2011 14:45 Verður laxinn snemma á ferðinni í ár? Alltaf gaman að því þegar menn fara að velta fyrir sér horfum komandi sumars í veiðinni. Menn hafa ýmsar kenningar í þessum efnum. Margir eru til að mynda þeirrar skoðunar að laxinn verði seint á ferðinni þetta árið vegna þess hversu seint hefur vorað þetta árið. Það eru þó ekki allir á því. 18.5.2011 14:17 Jordan sagðist elska Oprah Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan mætti óvænt í kveðjuþátt sjónvarpskonunnar Oprah Winfrey sem fram fór í United Center, heimavelli Chicago Bulls. 18.5.2011 14:00 Heidfeld telur Renault geta keppt við toppliðin Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld hjá Renault telur að ef lið sitt nær betri árangri í tímatökum, þá geti það keppt við liðin sem eru ofar að stigum, en það eru Red Bull, McLaren og Ferrari. Heidfeld varð sjöundi í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Hann er með 21 stig í stigakeppni ökumanna eins og liðsfélaginn Vitaly Petrov, en sex ökumenn eru með fleiri stig. Þeir Renault félagar keppa á Spáni um helgina. 18.5.2011 13:45 Nýr kafli í sögu Barcelona - auglýsing framan á búningnum Spánarmeistaralið Barcelona í fótbolta mun skrifa nýjan kafla í sögu félagsins á næstu leiktíð en auglýsing verður framan á keppnisbúning liðsins í fyrsta sinn. Barcelona kynnti í dag keppnisbúninga næstu leiktíðar og hefur búningurinn tekið miklum breytingum. 18.5.2011 13:15 Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. 18.5.2011 12:22 Þrír leikmenn AC Milan framlengja Undirbúningur Ítalíumeistara AC Milan fyrir næsta tímabil gengur vel. Félagið er þegar búið að kaupa Philippe Mexes og þrír núverandi leikmenn félagsins hafa nú framlengt samningi sínum við félagið. 18.5.2011 12:00 Kaká hefur ekki áhuga á að fara til Chelsea Brasilíumaðurinn Kaká segist ekki hafa neinn áhuga á því að yfirgefa Real Madrid og er ekkert að hugsa um lið á Ítalíu og Englandi. 18.5.2011 11:30 Young ákveður framtíð sína í sumar Ashley Young, leikmaður Aston Villa, hefur ekki enn ákveðið framtíð sína og mun hann setjast niður með forráðamönnum Villa eftir tímabilið. Young hefur verið orðaður við fjölda félaga síðustu mánuði. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Villa. 18.5.2011 10:45 Pepsimörkin: Undirbúningur dómara fyrir leik Í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport s.l. mánudag ræddi Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður við dómaratríóið sem dæmdi leik KR og Keflavíkur í 2. umferð Íslandsmóts karla í fótbolta. Gunnar Jarl Jónsson, Áskell Þór Gíslason og Smári Stefánsson fóru yfir ýmsa hluti með Guðjóni. Aðstoðardómararnir sögðu við Guðjón að þeir heyri lítið af því sem sagt er við þá á hliðarlínunni. 18.5.2011 10:15 Defoe gefst ekki upp þrátt fyrir erfitt ár Jermain Defoe, framherji Tottenham, viðurkennir að tímabilið hafi verið mjög erfitt fyrir sig persónulega enda fékk hann að minna að spila í vetur en hann er vanur. 18.5.2011 09:30 Ekki veiðihelgi framundan? Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri. 18.5.2011 09:26 Nowitzki sá um Oklahoma Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var algjörlega óstöðvandi í nótt og skoraði 48 stig í 121-112 sigri Dallas Mavericks á Oklahoma City Thunder. Dallas er þar með komið í 1-0 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. 18.5.2011 09:06 Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar Það styttist biðin eftir fyrsta tölublaði Sportveiðiblaðsins. Blaðið hefur aldrei verið eins glæsilegt og nú, heilar 148 blaðsíður stútfullar af áhugaverðu efni. Sportveiðiblaðið ætti því að fara að detta inn um póstlúguna hjá áskrifendum í lok næstu viku næstu viku. 18.5.2011 12:28 United-menn búnir að taka niður City-borðann á Old Trafford Stuðningmenn Manchester United hafa lengi strítt nágrönnum sínum í Manchester City á titlaleysinu og frægasta dæmið um þá stríðni var borði sem hékk uppi á Old Trafford og á stóð hversu lengi City-menn voru búnir að bíða eftir titli. 17.5.2011 23:30 Tiger ætlar að ná US Open Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu. 17.5.2011 22:45 Mancini: Tevez verður áfram hjá Manchester City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gaf það út eftir 3-0 sigur liðsins á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að Carlos Tevez verði áfram hjá félaginu. Tevez fór á kostum í kvöld og skoraði tvö stórglæsileg mörk í leiknum. 17.5.2011 22:06 Metáhorf á leik Chicago og Miami Þó svo LA Lakers og Boston Celtics séu farin í sumarfrí er langur vegur frá því að fólk sé hætt að fylgjast með úrslitakeppni NBA-deildarinnar. 17.5.2011 22:00 Reading mætir Swansea á Wembley Reading er komið alla leið í úrslitaleikinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 útisigur á Cardiff í kvöld í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni ensku b-deildarinnar. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á heimavelli Reading. 17.5.2011 20:44 Vilja hann ekki sem leikmann en bjóða honum framtíð í þjálfun Þjóðverjinn Torsten Frings hefur átt flottan feril með Werder Bremen en nú líta forráðamenn félagsins á sem svo að þessi 34 ára gamli miðjumaður ætti að fara að einbeita sér að framtíð sinni í þjálfun. 17.5.2011 19:45 Reglubreyting FIA gæti breytt gangi mála í Formúlu 1 FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi 17.5.2011 19:26 Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018 Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. 17.5.2011 19:15 Bryndís búin að semja við KR - áfall fyrir Keflavík Kvennalið KR fékk mikinn liðstyrk í dag þegar landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir skrifaði undir samning við KR-liðið. Bryndís átti frábært tímabil í vetur og var lykilmaður í þreföldum sigri Keflavíkurliðsins. 17.5.2011 19:00 Man. City tók 3. sætið af Arsenal með öruggum heimasigri á Stoke Manchester City fylgdi eftir bikarmeistaratitli helgarinnar með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri tók City-liðið þriðja sætið af Arsenal. Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni en aðeins þrjú efstu liðin sleppa við að fara í forkeppnina. 17.5.2011 18:30 Barrichello vongóður um framfaraskref Williams liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá mótum ársins, en reynsluboltinn Rubens Barrichello sem ekur með liðinu ásamt nýliðanum Pastor Maldonado vonast eftir að Williams bíllinn verði betri á Katalóniu brautinni á Spáni um næstu helgi, en í fyrstu fjórum mótum ársins. 17.5.2011 18:23 Félagar Eggerts teknir með kókaín Tveir félagar Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá skoska liðinu Hearts hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa haft kókaín í fórum sínum. 17.5.2011 17:45 Japan hætti við þátttöku í annað skiptið á sex vikum Það er áfram óvissa með þátttakendur í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í sumar eftir að Japanir drógu lið sitt úr keppni í annað skiptið á sex vikum. 17.5.2011 17:00 Sauber með endurbættan bíl á Spáni Sauber liðið frá Sviss mætir með verulega endurbættan bíl í Formúlu 1 mótið á Spáni um næstu helgi. Keppt verður á Katalóníu brautinni sem er nærri Barcleona. Sauber hefur náð í átta stig í fyrstu fjórum mótunum og Kamui Kobayashi náði þeim árangri að ná í stig í síðasta móti þó hann ræsti af stað úr síðsta sæti, eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni. 17.5.2011 16:26 Sjá næstu 50 fréttir
Snoop Doog tók lagið í búningi QPR Lið Heiðars Helgusonar, Queens Park Rangers, er að verða ansi heitt hjá stjörnunum og sá síðasta til að sýna liðinu stuðning er bandaríski rapparinn Snoop Dogg. 18.5.2011 23:15
Gerrard og frú eiga von á barni Alex Gerrard, eiginkona Steven Gerrard, hefur staðfest að þau hjónin eigi von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau tvær stelpur sem eru sjö og fimm ára. 18.5.2011 22:30
Jóhannes Karl og félagar í úrslitaleikinn eftir mikla dramatík Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield Town tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku b-deildinni eftir dramatískan sigur í vítakeppni í seinni undanúrslitaleiknum á móti Bournemouth í kvöld. Huddersfield mætir annaðhvort Peterborough United eða Milton Keynes Dons í úrslitaleiknum sem fer fram á Old Trafford í Manchester. 18.5.2011 21:49
NBA-spekingar bíða eftir svörum frá LeBron og Dwyane Wade í kvöld LeBron James og Dwyane Wade fóru mikinn þegar Miami Heat sló Boston Celtics út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en þeir lentu báðir á vegg í fyrsta leiknum á móti Chicago Bulls í úrslitum Austurdeildarinnar. Það bíða því margir spenntir að sjá hvernig þessir tveir frábæru leikmenn ætli að svara þessu í öðrum leiknum í Chicago í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan hálf eitt. 18.5.2011 21:45
Holloway: Enska úrvalsdeildin vill losna við okkur Ian Holloway, stjóri Blackpool, segir að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar myndi fagna því ef að Blackpool-liðið falli úr deildinni þegar lokaumferðin fer fram á sunnudaginn kemur. Blackpool bíður mjög erfitt verkefni að reyna ná stigi af Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford. 18.5.2011 21:00
Fanndís í byrjunarliðinu á móti Búlgaríu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyri leikinn á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er fyrsti leikur íslensku stelpnanna í undankeppni EM 2013. 18.5.2011 20:45
Falcao tryggði Porto sigur í Evrópudeildinni Kólumbíumaðurinn Falcao kórónaði sögulegt tímabil sitt í Evrópudeildinni með því að tryggja Porto-liðinu Evrópumeistaratitilinn í úrslitaleiknum á móti Braga í Dublin í kvöld. Falcao skoraði eina mark leiksins mínútu fyrir hálfleik en þetta var 17. mark hans í 14 leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. 18.5.2011 20:38
Maradona drullar yfir Batista fyrir að velja Tevez ekki í landsliðið Diego Maradona, fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu, lét eftirmann sinn, Sergio Batista, heyra það í sjónvarpsþætti í Argentínu í gær. Maradona er mjög ósáttur með það að Batista valdi ekki Carlos Tevez í landsliðshop sinn fyrir Suður-Ameríkukeppnina sem fer fram í Argentínu í sumar. 18.5.2011 20:00
Neville vill að Scholes haldi áfram Gary Neville þekkti sinn vitjunartíma í boltanum og lagði skóna á hilluna í upphafi ársins. Hann vill ekki sjá félaga sinn Paul Scholes gera slíkt hið sama. 18.5.2011 19:30
Di Canio segist vera á leið til Englands Ítalinn Paolo Di Canio hefur lýst því yfir að hann sé afar áhugasamur um að stýra liði á Englandi. Hann vonast til þess að landa starfi fljótlega. 18.5.2011 18:45
Nani: Ég á Ferguson allt að þakka Portúgalinn Nani er heldur betur ánægður með stjórann sinn hjá Man. Utd, Sir Alex Ferguson. Nani segist eiga Ferguson mikið að þakka og hann eigi stærstan þátt í því hversu langt hann hafi náð. 18.5.2011 18:00
Arsenal og Spurs hafa áhuga á Given Markvörðurinn Shay Given reyndi í allan vetur að komast frá Man. City en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann ætlar þó að komast frá félaginu í sumar. 18.5.2011 17:45
Pirlo á förum frá Milan - Inzaghi framlengir Miðjumaðurinn sterki, Andrea Pirlo, hefur ákveðið að yfirgefa AC Milan eftir tíu ára dvöl hjá félaginu. Samningur hans rennur út í sumar og hann fer því án greiðslu. 18.5.2011 17:00
Uppselt á Parken Það er nú endanlega orðið ljóst að heimsmet verður sett á Parken um helgina þegar Íslendingaliðið AG Köbenhavn getur tryggt sér sigur í danska handboltanum. 18.5.2011 16:15
Góð uppskrift að bleikju Okkur datt í hug að skjóta að ykkur eins og einni uppskrift sem okkur barst á tölvupóst í dag. Þessi á víst að vera afskaplega góð og hentar bæði lax og silung. 18.5.2011 16:01
Sturridge gæti yfirgefið Chelsea Daniel Sturridge hefur varað Chelsea við því að ef félagið ætli sér ekki að nota hann af einhverju viti þá muni hann yfirgefa það. 18.5.2011 15:30
Annasamur tími framundan hjá nýliðanum Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. 18.5.2011 15:10
Cleveland fær fyrsta valréttinn í háskólavali NBA Cleveland Cavaliers fær fyrsta valrétt í háskólavalinu í NBA deildinni í körfubolta í sumar en dregið var um röðina í valinu í gær. Cleveland fékk fyrsta valrétt síðast árið 2003 þegar liðið valdi LeBron James en hann breytti gangi mála hjá liðinu svo um munaði. Félagið stendur vel að vígi í valinu í ár því Cleveland á einnig fjórða valrétt. 18.5.2011 14:45
Verður laxinn snemma á ferðinni í ár? Alltaf gaman að því þegar menn fara að velta fyrir sér horfum komandi sumars í veiðinni. Menn hafa ýmsar kenningar í þessum efnum. Margir eru til að mynda þeirrar skoðunar að laxinn verði seint á ferðinni þetta árið vegna þess hversu seint hefur vorað þetta árið. Það eru þó ekki allir á því. 18.5.2011 14:17
Jordan sagðist elska Oprah Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan mætti óvænt í kveðjuþátt sjónvarpskonunnar Oprah Winfrey sem fram fór í United Center, heimavelli Chicago Bulls. 18.5.2011 14:00
Heidfeld telur Renault geta keppt við toppliðin Formúlu 1 ökumaðurinn Nick Heidfeld hjá Renault telur að ef lið sitt nær betri árangri í tímatökum, þá geti það keppt við liðin sem eru ofar að stigum, en það eru Red Bull, McLaren og Ferrari. Heidfeld varð sjöundi í síðustu keppni, sem var í Tyrklandi. Hann er með 21 stig í stigakeppni ökumanna eins og liðsfélaginn Vitaly Petrov, en sex ökumenn eru með fleiri stig. Þeir Renault félagar keppa á Spáni um helgina. 18.5.2011 13:45
Nýr kafli í sögu Barcelona - auglýsing framan á búningnum Spánarmeistaralið Barcelona í fótbolta mun skrifa nýjan kafla í sögu félagsins á næstu leiktíð en auglýsing verður framan á keppnisbúning liðsins í fyrsta sinn. Barcelona kynnti í dag keppnisbúninga næstu leiktíðar og hefur búningurinn tekið miklum breytingum. 18.5.2011 13:15
Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. 18.5.2011 12:22
Þrír leikmenn AC Milan framlengja Undirbúningur Ítalíumeistara AC Milan fyrir næsta tímabil gengur vel. Félagið er þegar búið að kaupa Philippe Mexes og þrír núverandi leikmenn félagsins hafa nú framlengt samningi sínum við félagið. 18.5.2011 12:00
Kaká hefur ekki áhuga á að fara til Chelsea Brasilíumaðurinn Kaká segist ekki hafa neinn áhuga á því að yfirgefa Real Madrid og er ekkert að hugsa um lið á Ítalíu og Englandi. 18.5.2011 11:30
Young ákveður framtíð sína í sumar Ashley Young, leikmaður Aston Villa, hefur ekki enn ákveðið framtíð sína og mun hann setjast niður með forráðamönnum Villa eftir tímabilið. Young hefur verið orðaður við fjölda félaga síðustu mánuði. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Villa. 18.5.2011 10:45
Pepsimörkin: Undirbúningur dómara fyrir leik Í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport s.l. mánudag ræddi Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður við dómaratríóið sem dæmdi leik KR og Keflavíkur í 2. umferð Íslandsmóts karla í fótbolta. Gunnar Jarl Jónsson, Áskell Þór Gíslason og Smári Stefánsson fóru yfir ýmsa hluti með Guðjóni. Aðstoðardómararnir sögðu við Guðjón að þeir heyri lítið af því sem sagt er við þá á hliðarlínunni. 18.5.2011 10:15
Defoe gefst ekki upp þrátt fyrir erfitt ár Jermain Defoe, framherji Tottenham, viðurkennir að tímabilið hafi verið mjög erfitt fyrir sig persónulega enda fékk hann að minna að spila í vetur en hann er vanur. 18.5.2011 09:30
Ekki veiðihelgi framundan? Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri. 18.5.2011 09:26
Nowitzki sá um Oklahoma Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var algjörlega óstöðvandi í nótt og skoraði 48 stig í 121-112 sigri Dallas Mavericks á Oklahoma City Thunder. Dallas er þar með komið í 1-0 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. 18.5.2011 09:06
Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar Það styttist biðin eftir fyrsta tölublaði Sportveiðiblaðsins. Blaðið hefur aldrei verið eins glæsilegt og nú, heilar 148 blaðsíður stútfullar af áhugaverðu efni. Sportveiðiblaðið ætti því að fara að detta inn um póstlúguna hjá áskrifendum í lok næstu viku næstu viku. 18.5.2011 12:28
United-menn búnir að taka niður City-borðann á Old Trafford Stuðningmenn Manchester United hafa lengi strítt nágrönnum sínum í Manchester City á titlaleysinu og frægasta dæmið um þá stríðni var borði sem hékk uppi á Old Trafford og á stóð hversu lengi City-menn voru búnir að bíða eftir titli. 17.5.2011 23:30
Tiger ætlar að ná US Open Tiger Woods varð að draga sig úr keppni á Players-meistaramótinu um síðustu helgi en hann segir útlitið betra en á horfðist. Honum tókst aðeins að leika 9 holur á mótinu. 17.5.2011 22:45
Mancini: Tevez verður áfram hjá Manchester City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gaf það út eftir 3-0 sigur liðsins á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að Carlos Tevez verði áfram hjá félaginu. Tevez fór á kostum í kvöld og skoraði tvö stórglæsileg mörk í leiknum. 17.5.2011 22:06
Metáhorf á leik Chicago og Miami Þó svo LA Lakers og Boston Celtics séu farin í sumarfrí er langur vegur frá því að fólk sé hætt að fylgjast með úrslitakeppni NBA-deildarinnar. 17.5.2011 22:00
Reading mætir Swansea á Wembley Reading er komið alla leið í úrslitaleikinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 útisigur á Cardiff í kvöld í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni ensku b-deildarinnar. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á heimavelli Reading. 17.5.2011 20:44
Vilja hann ekki sem leikmann en bjóða honum framtíð í þjálfun Þjóðverjinn Torsten Frings hefur átt flottan feril með Werder Bremen en nú líta forráðamenn félagsins á sem svo að þessi 34 ára gamli miðjumaður ætti að fara að einbeita sér að framtíð sinni í þjálfun. 17.5.2011 19:45
Reglubreyting FIA gæti breytt gangi mála í Formúlu 1 FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi 17.5.2011 19:26
Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018 Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. 17.5.2011 19:15
Bryndís búin að semja við KR - áfall fyrir Keflavík Kvennalið KR fékk mikinn liðstyrk í dag þegar landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir skrifaði undir samning við KR-liðið. Bryndís átti frábært tímabil í vetur og var lykilmaður í þreföldum sigri Keflavíkurliðsins. 17.5.2011 19:00
Man. City tók 3. sætið af Arsenal með öruggum heimasigri á Stoke Manchester City fylgdi eftir bikarmeistaratitli helgarinnar með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en með þessum sigri tók City-liðið þriðja sætið af Arsenal. Fjögur efstu sætin skila sæti í Meistaradeildinni en aðeins þrjú efstu liðin sleppa við að fara í forkeppnina. 17.5.2011 18:30
Barrichello vongóður um framfaraskref Williams liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá mótum ársins, en reynsluboltinn Rubens Barrichello sem ekur með liðinu ásamt nýliðanum Pastor Maldonado vonast eftir að Williams bíllinn verði betri á Katalóniu brautinni á Spáni um næstu helgi, en í fyrstu fjórum mótum ársins. 17.5.2011 18:23
Félagar Eggerts teknir með kókaín Tveir félagar Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá skoska liðinu Hearts hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa haft kókaín í fórum sínum. 17.5.2011 17:45
Japan hætti við þátttöku í annað skiptið á sex vikum Það er áfram óvissa með þátttakendur í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í sumar eftir að Japanir drógu lið sitt úr keppni í annað skiptið á sex vikum. 17.5.2011 17:00
Sauber með endurbættan bíl á Spáni Sauber liðið frá Sviss mætir með verulega endurbættan bíl í Formúlu 1 mótið á Spáni um næstu helgi. Keppt verður á Katalóníu brautinni sem er nærri Barcleona. Sauber hefur náð í átta stig í fyrstu fjórum mótunum og Kamui Kobayashi náði þeim árangri að ná í stig í síðasta móti þó hann ræsti af stað úr síðsta sæti, eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni. 17.5.2011 16:26