Fleiri fréttir

Spænsku blöðin fara hamförum í umfjöllun sinni um klúður Real Madrid
Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Landon Donovan spilar sinn síðasta leik með Everton um helgina
Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan leikur sinn síðasta leik fyrir Everton um helgina en þetta er nú orðið endanlega ljóst. Síðasti leikur Donovan verður á móti Birmingham City á St. Andrews í Birmingham á laugardaginn.

Beckham vissi ekki að hann hefði sett upp mótmæla-trefilinn
Það vakti athygli í leikslok á leik Manchester United og AC Milan í Meistaradeildinni í gær þegar David Beckham setti upp gula og græna trefilinn sem stuðningsmenn United hafa gert að táknrænum mótmælum gegn Malcolm Glazer, aðaleiganda liðsins.

HM í sumar: Þetta eru lykilmennirnir
Þann 11. júní í sumar verður flautað til leiks á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Búast má við skemmtilegum tilþrifum frá fjölmörgum stórstjörnum mótsins.

Risaslagur framundan um titilinn
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að hörkuslagur verði um meistaratitilinn í Formúlu 1.

Grétar Rafn í viðtali á Sky: Verðum að taka ábyrgð
Grétar Rafn Steinsson er í viðtali á Sky Sport fyrir leik Bolton á móti Wigan um helgina en leikurinn er einn af þeim mikilvægari í harði fallbaráttu deildarinnar. Grétar Rafn varar við bakslagi hjá Bolton-liðinu eftir stórt tap á móti Sunderland í vikunni.

Tippar á það að Wayne Rooney brjóti 40 marka múrinn
Wayne Rooney skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Manchester United á AC Milan í Meistaradeildinni í gær og er þar með búinn að skora 30 mörk á tímabilinu.

Guus Hiddink búinn að samþykkja að þjálfa Fílabeinsströndina á HM
Guus Hiddink, fyrrum landsliðsþjálfari Rússa og verðandi landsliðsþjálfari Tyrkja, hefur samþykkt að stýra liði Fílabeinsstrandarinn á HM í Suður-Afríku í sumar samkvæmt frétt hjá hollenskri fréttastofu í morgun.

Petr Cech á undan áætlun - stefnir á Blackburn-leikinn eftir 9 daga
Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, er á góðri leið með að koma fyrr til baka úr meiðslum en áætlað var í fyrstu. Cech var borinn útaf í fyrri leik Chelsea og Inter Milan í Meistaradeildinni og mun örugglega missa af seinni leiknum í næstu viku.

Real Madrid úr leik í 16 liða úrslitum sjötta árið í röð - leikirnir
Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir hið mikla áfall sem ríkasta félag heims varð fyrir á heimavelli í gær. Franska liðið Lyon sló þá Real Madrid út úr sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og því fær Real Madrid ekki að spila úrslitaleikinn á sínum eigin heimavelli; Santiago Bernabéu.

NBA: Sigurganga Dallas heldur áfram - Boston tapaði
Dallas Mavericks vann í nótt sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið vann 96-87 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Dallas byrjaði illa og lenti mest 18 stigum undir en kom til baka og tryggði sér sigur á lélegasta liði deildarinnar.

Guti: Spiluðum ekki sem liðsheild
Stórstjörnulið Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa tapað samanlagt 2-1 gegn Lyon. Liðinu hefur ekki tekist að komast í átta liða úrslit keppninnar síðan 2004.

Sir Alex: Sama hverjum við mætum
Eftir mörkin tvö frá Wayne Rooney í kvöld hefur hann gert 30 á þessu tímabili. Manchester United slátraði AC Milan 4-0.

Beckham: Rooney er einn sá besti, ef ekki sá besti
„Hann er einstakur," sagði David Beckham um Wayne Rooney eftir að sá síðarnefndi skoraði tvívegis í 4-0 sigri Manchester United á AC Milan í kvöld.

Robbie Savage fór í markið hjá Derby
Robbie Savage þurfti að fara í markið hjá Derby í kvöld þegar liðið steinlá gegn Íslendingaliðinu Reading í ensku 1. deildinni 4-1.

Jafnt hjá Burnley og Stoke
Einn enskur úrvalsdeildarleikur fór fram í skugga Meistaradeildarinnar í kvöld. Burnley og Stoke City gerðu þar jafntefli 1-1.

Marion Jones í WNBA
Hin fallna frjálsíþróttastjarna, Marion Jones, er ekki af baki dottin og hefur nú komist á samning hjá Tulsa Shock í WNBA-deildinni.

Clippers búið að henda Dunleavy á götuna
Mike Dunleavy hefur verið rekinn sem framkvæmdastjóri Los Angeles Clippers í NBA-deildinni og hann hefur ekki enn hugmynd um hvað gerðist og af hverju hann var rekinn.

Carew þarf að velja milli fótboltans og skemmtanalífsins
Dwight Yorke segir í viðtali við Birmingham Mail að John Carew, sóknarmaður Aston Villa, þurfi að leggja glaumgosalífernið til hliðar ef hann ætlar að slá í gegn á Villa Park.

Rooney í ham en Real Madrid úr leik
Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum.

Hanskarnir hans Jens Lehmann upp á hillu í vor
Þýski markvörðurinn Jens Lehmann, núverandi markvörður Stuttgart og fyrrum markvörður Arsenal, segist vera á sínu síðasta tímabili í þýska boltanum en þessi 40 ára markvörður segist ekki vilja lengur standa í vegi fyrir ungu markvörðum Stuttgart-liðsins.

Massa: Mjög einbeittur fyrir tímabilið
Felipe Massa segist mjög áræðinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst um helgina.

Ballack lækkar mikið í launum í nýju samningstilboði Chelsea
Chelsea hefur boðið þýska landsliðsmanninum Michael Ballack nýjan eins árs samning en Ballack lækkar þar mikið í launum.

Vilja ekki sjá Stubbahús Neville
Um 300 hundruð nágrannar Gary Neville eru brjálaðir út í bakvörð Man. Utd sem hefur í hyggju að byggja umhverfisvænt, neðanjarðarhús í ætt við húsið sem Stubbarnir, eða Teletubbies, búa í.

Nistelrooy vill vera áfram í Þýskalandi
Hollenski framherjinn, Ruud Van Nistelrooy, er afar ánægður í herbúðum þýska félagsins HSV og er til í að skuldbinda sig félaginu til næstu ára.

Alfreð til Noregs
Handknattleiksþjálfarinn Alfreð Örn Finnsson tekur við norska handknattleiksliðinu Volda næsta sumar.

Seedorf: Þetta verður eins og úrslitaleikur í Meistaradeildinni
Hollendingurinn Clarence Seedorf í liði AC Milan lítur á seinni leik Manchester United og AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eins og það sé um úrslitaleik að ræða.

Macheda kemur aftur inn í lið United innan tveggja vikna
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Ítalinn Federico Macheda sé að verða leikfær á ný eftir langvinn og leiðinleg kálfameiðsli. Macheda hefur aðeins spilað fimm leiki á þessu tímabili.

Sveinbjörn í tveggja leikja bann
Aganefnd HSÍ dæmdi í gær markvörð HK, Sveinbjörn Pétursson, í tveggja leikja vegna óíþróttamannslegrar framkomu í leik Stjörnunnar og HK.

Nesta tæpur fyrir leikinn gegn Man. Utd í kvöld
Varnarmaðurinn Alessandro Nesta er í kapphlaupi að ná leiknum mikilvæga gegn Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld.

Fjórða sigurkarfa Kobe Bryant á árinu 2010 - myndband
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers enn einn sigurinn í nótt þegar hann skoraði sigurkörfuna í 109-107 sigri á Toronto Raptors. Þetta var sjötta sigurkarfa Kobe á tímabilinu þar af sú fjórða á árinu 2010.

Ný aðferð til að taka víti dæmd ólögleg í Japan
Japanska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað að tveir leikmenn japanska liðsins Hiroshima Sanfrecce, Tomoaki Makino og Hisato Sato, hafi brotið reglurnar þegar þeir tóku saman víti og komu bæði mótherjunum og dómaranum á óvart í deildarleik á dögunum.

Alex Ferguson býst ekki við Beckham í byrjunarliðinu
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ekki trú á því að hans gamli lærisveinn, David Beckham, fái að byrja inn á þegar United og AC Milan mætast á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Guardiola og Zlatan báðir dæmdir í eins leiks bann
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona og sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic verða fjarri góðu gamni þegar Barcelona tekur á móti Valencia í spænsku deildinni um helgina.

Jakob fyrstur til að skora hundrað þrista á tímabilinu
Jakob Örn Sigurðarson er frábær þriggja stiga skytta og hann hefur heldur betur sannað það með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Jakob varð á dögunum fyrsti leikmaður sænsku deildarinnar til þess að brjóta hundrað þrista múrinn í vetur.

The Sun bað Nicklas Bendtner afsökunar í blaði sínu í dag
Nicklas Bendtner varð í gær fyrsti Daninn og aðeins annar leikmaður Arsenal til að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar liðið vann 5-0 sigur á Porto í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum.

Cristiano Ronaldo: Ætlum að sýna þeim að við erum Real Madrid
Portúgalinn Cristiano Ronaldo er sigurviss fyrir seinni leik Real Madrid og franska liðsins Lyon í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn 1-0 í Frakklandi.

NBA: Sigurkarfa Kobe Bryant endaði þriggja leikja taprinu Laker
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers 109-107 sigur á Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins 1,9 sekúndum fyrir leikslok. Toronto-liðið var yfir stærsta hluta leiksins en Lakers-menn komu sterkir inn í fjórða leikhluta með Bryant í fararbroddi.

Sheringham: Beckham á nóg eftir
Teddy Sheringham telur að David Beckham geti vel spilað á þessum styrkleika næstu tvö til þrjú ár. Beckham verður 35 ára í maí en hann lék á sínum tíma með Sheringham hjá Manchester United.

Wenger: Vill enskt lið í næstu umferð
„Þetta var ekki fullkomið en mjög góð frammistaða, sterk frammistaða," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir að hans menn slátruðu Porto 5-0 í Meistaradeildinni.

Bendtner: Hugsaði ekkert um laugardaginn
Nicklas Bendtner skoraði sína fyrstu þrennu þegar Arsenal slátraði Porto 5-0 í Meistaradeildinni. Bendtner klúðraði fjölmörgum dauðafærum síðasta laugardag þegar Arsenal mætti Burnley í úrvalsdeildinni.

Sebastien Frey: Er bæði sár og reiður
Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, sagðist vera bæði sár og reiður eftir að ítalska liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni.

Framkonur unnu öruggan sigur á Fylki
Einn leikur var í N1-deild kvenna í kvöld. Fram vann Fylki 31-26 en staðan í hálfleik var 17-10 fyrir Fram.

Sunderland skellti Bolton - Portsmouth tapaði
Darren Bent skoraði þrennu fyrir Sunderland sem vann langþráðan sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Grétar Rafn Steinsson lék allan lekinn fyrir Bolton.

Rafn Andri tryggði Blikum sigur á HK
Einn leikur var í Lengjubikarnum í kvöld. Breiðablik vann 3-2 sigur á HK í Kópavogsslag sem fram fór í Kórnum.