Fleiri fréttir

Buffon ætlar að hætta þegar hann kemst ekki lengur í landsliðið

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, segir að framtíð hans með ítalska landsliðinu ráði algjörlega framtíð hans í fótboltanum. Buffon sem er 32 ára gamall, ætlar að leggja skóna á hilluna þegar hann verður ekki lengur valinn í landsliðið.

Frost og snjór í Flórens í kvöld - áhorfendum ráðlagt að klæða sig vel

Forráðamenn Fiorentina geta andað aðeins léttar því nú er ljóst að seinni leikur liðsins og Bayern Munchen í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar mun fara fram í kvöld. Óttast var að það gæti þurft að fresta leiknum vegna mikils fannfergis en minni snjókoma verður en spáð var í fyrstu.

Wayne Rooney verður með á móti AC Milan

Wayne Rooney er orðinn góður af hnémeiðslum þeim sem hafa hrjáð hann og verður því klár í slaginn þegar Manchester United tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

Bryndís í miklum stigaham í leikjunum á móti Snæfelli

Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var nánast óstövandi í sigurleikjunum tveimur á móti Snæfelli í sex liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum ekki síst þökk sé þess að Bryndís skoraði 34,5 stig að meðaltali í þeim.

Bendtner hefur stuðning stjórans eftir klúðurleikinn mikla

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, stendur fast við danska framherjans Nicklas Bendtner þrátt fyrir ótrúlegt færaklúður hans í leiknum á móti Burnley um helgina. Bendtner verður væntanlega í byrjunarliði Arsenal á móti Portó í Meistaradeildinni í kvöld.

Frakkaleikirnir fara ekki fram í Egilshöllinni

Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill.

Arnór, Aron og Alfreð mætast í Meistaradeildinni

Íslendingaliðin FCK Handbold frá Danmörku og THW Kiel frá Þýskalandi drógust saman í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag en dregið var í höfuðstöðum evrópska handboltasambandsins.

Enginn Guus Hiddink eða Sven Goran Eriksson

Franski þjálfarinn Philippe Troussier mun væntanlega taka við landsliði Fílabeinsstrandarinnar eftir að forráðamönnum knattspyrnusambands landsins tókst ekki að semja við háklassa þjálfara á borð við Guus Hiddink eða Sven Goran Eriksson.

David Beckham er handviss um að Rooney spili á móti AC Milan

David Beckham, miðjumaður AC Milan og fyrrum leikmaður Manchester United, mætir á morgun á Old Trafford í fyrsta sinn í sjö ár þegar United tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mourinho á leið í lengra bann - skipti sér af leik Inter um helgina

Jose Mourinho, þjálfari Inter, gæti verið á leiðinni í lengra bann frá ítölsku úrvalsdeildinni eftir að upp komst að Portúgalinn hafi verið að koma taktískum skilaboðum til aðstoðarmanna sinna í leik Inter um helgina þegar hann átti að vera í leikbanni.

John Terry: Alex heldur mér og Carvalho á tánum

John Terry, fyrirliði Chelsea, var ánægður með frammistöðu félaga síns í miðri Chelsea-vörninni, Alex, í 2-0 sigri á Stoke City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Brasilíumaðurinn Alex var kosinn besti maður vallarins í leiknum.

Wenger: Útivallarmarkið skiptir okkur öllu máli

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn fyrir seinni leikinn á móti Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og það er ekki síst vegna marksins hans Sol Campbell í fyrri leiknum.

Fabregas: Ég vildi spila leikinn í kvöld

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, vildi spila í gegnum sársaukann þegar Arsenal mætir Porto í Meistaradeildinni í kvöld en ákvað síðan að hlusta á lækna liðsins.

Helena ekki bara deildarmeistari heldur líka leikmaður ársins

Helena Sverrisdóttir var í nótt valinn besti leikmaður Mountain West deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum og komst auk þess í lið ársins annað árið í röð. Einn liðsfélagi hennar í TCU var einnig í liði ársins og þjálfari hennar, Jeff Mittie, var kosinn þjálfari ársins.

NBA: Dallas Mavericks vann sinn tólfta sigurleik í röð

Dallas Mavericks vann í nótt sinn tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 125-112 sigur á Minnesota Timberwolves. Cleveland Cavaliers vann tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs þrátt fyrir að leika án stórstjörnunnar LeBron James.

Grétar og Hermann byrja báðir

Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefjast báðir klukkan 20. Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton sem heimsækir Sunderland og Hermann Hreiðarsson í byrjunarliði botnliðs Portsmouth sem tekur á móti Birmingham.

Benítez: Áttum ekkert skilið

Wigan hafði ekki unnið sjö deildarleiki í röð þegar kom að leiknum gegn Liverpool. Wigan vann 1-0. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, telur úrslitin hafa verið sanngjörn.

Henning: Frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi

Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum.

Wigan vann Liverpool í fyrsta sinn

Wigan vann Liverpool á DW vellinum í kvöld 1-0 en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Wigan nær að vinna Liverpool. Liðið komst upp í 14. sæti deildarinnar.

Þarf að draga um leikdaga

Í dag funduðu í Kaupmannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomulagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur.

Wenger mjög hrifinn af Park

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vera mjög hrifinn af Kóreumanninum Park Ji-Sung sem spilar með Manchester United.

Ronaldinho: Verður frábær leikur

„Þetta verður erfiður leikur en ekkert er ómögulegt. Við getum alveg komist áfram," segir Ronaldinho fyrir síðari leik Manchester United og AC Milan á miðvikudag. United vann fyrri leikinn á Ítalíu 3-2.

Ekkert athugavert við dómgæsluna í Framleiknum í Slóvakíu

Kæra Framara vegna fram slóvensku dómurunum Darko Repensiek og Janko Pozenznik vegna dómgæslu þeirra í viðureignum Fram og Tatran Presov í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla í október hefur verið tekin fyrir og þótti ekkert athugavert við frammistöðu dómara leiksins.

Pato með gegn Man Utd

Brasilíumaðurinn Pato æfði með AC Milan í morgun og verður í hópnum á miðvikudaginn þegar liðið leikur gegn Manchester United á Old Trafford.

Þjóðirnar ekki sammála - UEFA degur um leikdaga í næstu viku

Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2010, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Mars er enginn venjulegur mánuður hjá Fulham-liðinu

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er að fara í gegn svakalega leikjadagskrá á næstunni því á þrettán dögum mætir liðið tvisvar sinnum Juventus í Evrópudeildinni og spilar við Manchester City og Manchester United áður en liðið mætir Tottenham í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Massa: Ný lið hættuleg á brautinni

Felipe Massa telur að nýju lið í Formúlu 1 séu það hægfæra að hætt geti skapast í brautinni við framúrakstur þeirra öflugri.

Adriano fallinn á ný - kærustuvandamál kveikjan

Brasilíumanninum Adriano ætlar ekki að takast að losna frá Bakkusi. Framkvæmdastjóri brasilíska liðsins Flamengo sagði í viðtali við brasilíska útvarpsstöð að Adriano væri í leyfi frá liðinu þar sem að hann væri farinn að drekka á ný eftir að hafa orðið fyrir persónulegu áfalli.

Haukur Helgi búinn að ákveða að fara í Maryland

Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að spila með einum af betri háskólaliðum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin því hann hefur gert munnlegt samkomulag við Maryland-skólann. Það verður gengið verður frá öllum formlegum pappírsmálum í apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Theo Walcott: Gagnrýnin hefur engin áhrif á mig

Theo Walcott sóknarmaður Arsenal og enska landsliðsins svaraði gangrýninni frá því í síðustu viku með því að skora flott mark og eiga mjög góðan leik í 3-1 sigri á Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Skilaboð David Nugent til Wenger: Þetta er ekki kerlingabolti

David Nugent, framherji Burnley, skoraði mark sinna manna á móti Arsenal í gær og gagnrýndi síðan "vælið" í Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir leik. Arsenal-menn eru enn í sárum eftir að Aaron Ramsey fótbrotnaði í leik á móti Stoke á dögunum.

Sven-Göran Eriksson að tala við Fílabeinsstrandarmenn

Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar er enn að leita sér að þjálfara til þess að stýra liðinu á HM í Suður-Afríku sumar. Bosníumaðurinn Vahid Halilhodzic var rekinn í febrúar eftir slaka frammistöðu liðsins í Afríkukeppninni og margir virtir þjálfarar hafa verið orðaðir við stöðuna.

Terry: Fagnaðarlátin voru til heiðurs stuðningsmönnum Chelsea

John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði sérstakan fögnuð sinn eftir mark sitt í bikarleiknum á móti Stoke í gær, hafi verið til heiðurs stuðningsmönnuð Chelsea sem hafa staðið vel við bakið á sínum manni í gegnum erfiða tíma að undanförnu.

Sjá næstu 50 fréttir