Fleiri fréttir

Ferguson áfram á skilorði

Enska knattspyrnusambandið mun ekki refsa Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, vegna ummæla hans um Mark Clattenburg dómara eftir leik United og Birmingham.

Campbell á leið til Arsenal á ný

Sol Campbell virðist vera búinn að finna sér nýjan stað til þess að spila fótbolta. Hann verður á kunnuglegum slóðum enda búist við því að hann semji við sitt gamla félag, Arsenal.

Aron Pálmarsson: Finn rosalega til með Loga

Aron Pálmarsson er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með íslenska handboltalandsliðinu en þessi 19 ára strákur er á sínu fyrsta ári með Þýskalandsmeisturum Kiel. Aron gæti þó farið á mótið án fóstbróður síns Loga Geirssonar sem ól hann nánast upp í Kaplakrika á sínum tíma því Logi er í kapphlaupi um að ná sér góðum fyrir EM.

Benjani fær nýtt líf hjá Roberto Mancini

Simbabve-maðurinn Benjani Mwaruwari hefur nýtt langþráð tækifæri vel í síðustu leikjum Manchester City en hann var gleymdur og grafinn af flestum þegar hann var út í kuldanum hjá Mark Hughes.

Landsliðið mætir til Austurríkis á miðnætti á sunnudagskvöldið

Íslenska handboltalandsliðið hefur nú aðeins viku til stefnu fram að EM í handbolta í Austurríki sem hefst á leik við Serba þriðjudaginn 19. janúar. Íslenska liðið mætir Portúgölum í Höllinni á morgun og þar gefst Íslendingum tækifæri að kveðja Strákana okkar með stæl.

Schumacher æfir á Spáni

Michael Schumacher sprettri úr spori á GP 2 keppnisbíl í dag á Jerez brautinni á Spáni og verður þar tvo daga í viðbót.

Ferrari menn í skíðaveislu

Starfsemnn Formúlu 1 liðs Ferrari er í árlegri skíðaveislu í Madonna di Campiglio á Ítalíu og Fernando Alonso og Felipe Massa, ökumenn liðsins spreyta sig í skíðamennsku.

Everton ekki búið að gefa upp vonina um nýjan leikvang

Forráðamenn Everton hafa átt jákvæðar viðræður við borgarstjórn Liverpool um nýjan leikvang félagsins innan borgarmarkanna. Tillögu Everton um nýjan völl við Kirby var hafnað á síðasta ári en nú er komið annað hljóð í viðræðurnar.

Joanna Skiba kemur aftur til Grindavíkur

Grindavíkurkonur hafa bætt við sig erlendum leikmanni en bandaríski leikstjórnandinn Joanna Skiba sem er með pólskt vegabréf mun snúa aftur til Grindavíkur þar sem hún lék veturinn 2007-08. Þetta kom fyrst fram á karfan.is.

Aron Einar: Ekki leiðinlegt að taka bæði Emma og Hemma

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry taka í kvöld á móti öðru Íslendingaliði í ensku bikarkeppninni þegar Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth koma í heimsókn. Þetta er endurtekinn leikur þar sem fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn í kvöld verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendinginn klukkan 19.35.

Gianluca Vialli hefur ekki áhuga á að þjálfa Juventus

Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður Juventus, hefur gefið það út að hann hafi ekki áhuga á að þjálfa Juventus fari svo sem allt stefnir í að Ciro Ferrara verði rekinn í kjölfar skellsins á móti AC Milan um helgina. Ástæðan er að hann og Ferrara eru miklir félagar.

Endar Chris Bosh tímabilið í búningi Lakers?

Samingur Chris Bosh við Toronto Raptors rennur út í sumar og er hann einn af feitustu bitunum á markaðnum í NBA-deildinni en bæði LeBron James og Dwyane Wade eru einnig með lausa samninga í sumar. Bosh hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera áfram hjá Toronto.

Engin pressa á Adebayor að koma strax til baka

Emmanuel Adebayor, fyrirliði Tógó, fær eins mikinn tíma og hann þarf til að jafna sig á skotárásinni sem rúta landsliðs hans varð fyrir á föstudaginn. Þátttöku Tógó í Afríkukeppninni er lokið en Manchester City er ekki að pressa á að Adebayor komi strax til baka.

Hicks lofar stórum leikmannakaupum hjá Liverpool í sumar

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, er að reyna að bæta tjónið sem sonur hans olli með því að senda móðgandi blótsyrði í svari á tölvupósti frá stuðningsmanni Liverpool. Tölvupósturinn komst í fjölmiðla og vakti upp sterk viðbrögð frá Liverpool-fólki.

Edwin Van der Sar farinn að æfa á nýjan leik

Edwin van der Sar er farinn af stað á ný eftir að eiginkona hans fékk heilablóðfall í síðasta mánuði. Hollenski markvörðurinn mætti á sína fyrstu æfingu í gær en hann hefur ekki spilað fyrr en hann meiddist á hné í leik á móti Everton 21. nóvember.

Boston tapaði í þriðja sinn fyrir Atlanta á tímabilinu

Boston Celtics gengur afar illa með Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í vetur því liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hawks í nótt. Boston hefur aðeins tapað samtals tíu leikjum á tímabilinu og því hafa 3 af 10 töpum liðsins komið á móti Atlanta. Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt.

FH fær skoskan miðjumann til reynslu

Skoski miðjumaðurinn Kevin Nicol kemur til Íslands á laugardag og verður til reynslu hjá Íslandsmeisturum FH í næstu viku. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu FH, fhingar.net.

Mancini: Óþarfi að gefa þeim mark

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld en ósáttur við markið sem liðið fékk á sig. Þetta var fyrsta markið sem City fær á sig síðan Mancini tók við liðinu.

Tevez afgreiddi Blackburn

Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Blackburn, 4-1.

Denilson man ekkert eftir því sem gerðist

Denilson stefnir að því að ná leik Arsenal á móti Bolton á sunnudaginn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í 2-2 jafntefli liðsins á móti Everton um helgina.

Leikmanni Serba meinuð þátttaka á EM

Forráðamenn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hafa meinað leikmanni serbneska landsliðsins að taka þátt í EM í Austurríki sem hefst í næstu viku.

Sigurbergur á leið til Flensburg?

Fram kom í kvöldfréttum Rúv að þýska stórliðið Flensburg vildi semja við Haukamanninn Sigurberg Sveinsson og fá hann til félagsins sem fyrst.

Dwight Yorke vill verða stjóri Aston Villa í framtíðinni

Dwight Yorke hefur sett stefnuna á það að snúa aftur á Villa Park og taka við stjórastöðu Aston Villa í framtíðinni en þessi fyrrum knattspyrnukappi er sækir nú þjálfaranámskeið til að undirbúa sig fyrir nýjan starfsvettvang.

Wilbek: Ekki komnir í EM-formið enn

Ulrik Wilbek landsliðsþjálfari Dana var ekki algerlega sáttir við frammistöðu sinna manna á æfingamótinu í Danmörku um helgina.

Hólmar Örn: Það verður gott að hafa Bjarna þarna

Hólmar Örn Eyjólfsson er í viðtali á heimasíðu West Ham í framhaldi af því að hann er að fara á lánssamningi til belgíska liðsins KSV Roeselare út þetta tímabil. Þetta er annar lánssamingur Hólmars á tímabilinu en hann spilaði fjóra leiki með Cheltenham Town í október.

DJ Ötzi syngur EM-lagið í Austurríki

Það er enginn annar en tónlistarmaðurinn DJ Ötzi sem flytur hið opinbera lag Evrópumeistaramótsins í handbolta sem hefst í Austurríki í næstu viku.

Vippa Pienaar á móti Arsenal: Fallegasta markið hans á ferlinum

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar var ánægður með markið sitt fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Steven Pienaar slapp þá einn í gegn og vippaði boltanum af mikilli yfirvegun yfir Manuel Almunia í marki Arsenal. Pienaar kom Everton í 2-1 en Arsenal náði að tryggja sér stig í lokin.

Danir unnu síðasta æfingaleikinn fyrir EM

Danska landsliðið vann í gær sigur á Tékklandi, 29-24, í síðasta æfingaleik liðsins fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Austurríki eftir eina viku.

Malaví skellti HM-liði Alsíringa með stæl

Afríkukeppnin í fótbolta er komin í gang og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leik dagsins þegar Malaví vann 3-0 sigur á Alsír. Alsírngar eru á leiðinni á HM í Suður-Afríku í sumar þar sem þeir eru í riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Slóveníu.

Nick Bradford kominn með leikheimild - verður með í kvöld

Nick Bradford hefur fengið leikheimild hjá KKÍ og verður því með Njarðvíkingum í kvöld þegar þeir taka á móti ÍR-ingum í Iceland Express deild karla. Nick Bradford verður þá fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að spila með Suðurnesjaliðunum Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

Sonur annars eiganda Liverpool er hættur hjá félaginu

Svar Tom Hicks yngri við tölvupósti frá stuðningsmanni Liverpool ætlar að hafa miklar afleiðingar fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Hicks yngri er nú hættur í stjórn félagsins og sem og er hann hættur í stjórn hjá móðurfyrirtækinu Kop Holdings.

Brand: Íslendingar refsuðu okkur fyrir mistökin

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segist ekki hafa miklar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir að að þeir hafi tapað tvisvar fyrir Íslandi í æfingaleikjum um helgina.

ÍR-ingar bæta við sig bandarískum leikstjórnanda

ÍR-ingar gafa ákveðið að styrkja liðið sitt með bandarískum leikstjórnenda. Mike Jefferson hefur gert samnig við liðið og mun klára með þeim tímabilið í Iceland Express deildinni.

Salan á Ronaldo bjargaði United frá 31,8 milljóna tapi

Manchester United getur þakkað risasölunni á Portúgalanum Cristiano Ronaldo fyrir að félagið skilaði 48,2 milljóna punda hagnaði á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður United var því upp á 9,7 milljarða íslenskra króna.

Sjá næstu 50 fréttir