Fleiri fréttir

Gerrard bestur hjá íþróttafréttamönnum

Íþróttafréttamenn á Englandi hafa valið Steven Gerrard sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann sló þar með Ryan Giggs og Wayne Rooney við en þeir voru næstir í kjörinu.

Spennan magnast enn frekar í Þýskalandi

Wolfsburg, Bayern Munchen og Hertha Berlin unnu öll leiki sína í þýsku bundesligunni í fótbolta í kvöld og spennan magnast því enn frekar í baráttunni um þýska meistaratitilinn.

Burnley tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 2-0 sigur Reading á útivelli. Burnley mætir Sheffield United í úrslitaleiknum.

Stelpurnar mæta Svíum aftur í úrslitakeppni EM

Íslenska stúlknalandsliðið lenti í riðli með Englandi, Noregi og Svíþjóð þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni EM hjá 19 ára landsliðum kvenna í Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Brynjar Björn byrjar en Jóhannes Karl er á bekknum

Stjórar Reading og Burnley hafa tilkynnt byrjunarliðin sín en liðið mætast í úrslitakeppni ensku b-deildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Reading, Madejski Stadium, en Burnley vann fyrri leikinn 1-0.

Tveir lykilleikmenn ekki með kvennalandsliðinu

Tveir af bestu bakvörðum landsins í kvennakörfunni, Hildur Sigurðardóttir í KR og Pálína Gunnlaugsdóttir í Keflavík, verða ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Þetta kom fram á karfan.is.

Betis-menn fordæma eggjakast

Forráðamenn Real Betis á Spáni hafa fordæmt hegðun stuðningsmanna liðsins í gær þegar þeir köstuðu eggjum að leikmönnum liðsins eftir æfingu í gær.

Straka tekur við Tékkum

Fyrrum landsliðsmaðurinn Frantisek Straka hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Tékka í knattspyrnu. Hann tekur við af Petr Strada sem rekinn var í síðasta mánuði eftir slakt gengi Tékka í undankeppni HM.

Granger tók mestum framförum í NBA

Framherjinn Danny Granger hjá Indiana Pacers í NBA deildinni var í dag sæmdur verðlaunum fyrir að sýna mestar framfarir allra leikmanna í vetur.

Frábær aðsókn á leiki í neðri deildum Englands

Aðsókn á knattspyrnuleiki utan úrvalsdeildar á Englandi hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og þrátt fyrir kreppuna hefur aðsóknin í neðri deildunum verið sú mesta í hálfa öld.

King grét og meig á sig í fangelsinu

Varnarmaðurinn Ledley King hjá Tottenham, grét eins og barn þegar hann var lokaður inni í fangelsi vegna meintrar líkamsárásar um helgina.

Ferrari hættir ef FIA gefur sig ekki

Stjórn Ferrari kom saman í dag og ræddi reglubreytingar sem FIA hyggst taka í notkun á næsta ári sem takmarkar mjög möguleika liða til að þróa bíla sína og verja því fjármagni sem bílaframleiðendur vilja kosta til.

Alves er fótbrotinn

Brasilíski framherjinn Alfonso Alves spilar ekki meira með liði Middlesbrough á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fótbrotnað í viðskiptum við Nicky Butt hjá Newcastle í leik liðanna í gærkvöld.

Yorke til Ronaldo: Ekki ögra Sir Alex

Fyrrum Manchester United-maðurinn Dwight Yorke hefur gefið Cristiano Ronaldo gott heilræði. Reyndu ekki að ögra Sir Alex Ferguson - þú munt aldrei hafa betur.

Paul Mcshane spilar eftir allt saman með Fram

Framarar fengu góðan liðstyrk í dag þegar Paul Mcshane ákvað að spila með liðinu en hann hafði áður tilkynnt að hann ætlaði að vera í Skotlandi í sumar.

Aron til Danmerkur á morgun

Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, heldur til Danmerkur á morgun þar sem hann mun skoða aðstæður hjá dönsku úrvalsdeildarfélagi.

Körfuboltabúðir á Ísafirði í júní

KFÍ á Ísafirði mun í sumar standa fyrir æfingabúðum fyrir yngri flokka í körfubolta á Ísafirði. Búðirnar verða í íþróttahúsinu Jakanum dagana 7. til 14. júní og þar verða þekktir sebneskir þjálfarar að leiðbeina krökkunum.

Haukar næla í efnilega Selfyssing

Hægri hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka í handknattleik.

Hreggviður: Erfitt að missa Ómar

Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, segist sjá eftir félaga sínum Ómari Sævarssyni sem í gær ákvað að ganga í raðir Grindavíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta.

Redknapp ætlar ekki að kaupa Cisse

Harry Redknapp stjóri Tottenham vísar því á bug að félagið sé á höttunum eftir franska framherjanum Djibril Cisse eins og fram hefur komið í breskum fjölmiðlum.

Boston-Orlando í beinni á miðnætti

Fimmti leikur Boston Celtics og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti í nótt.

Ronaldo falur fyrir 13,7 milljarða?

Spænska blaðið El Pais greinir frá því í dag að Manchester United hafi skrifað undir viljayfirlýsingu í fyrra um að selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid í sumar ef spænska félagið er tilbúið að borga 13,7 milljarða fyrir hann.

Arshavin hissa á Wenger

Rússinn Andrey Arshavin segist enn vera steinhissa á því að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé að láta hann spila á miðjunni hjá félaginu. Arshavin segist hafa átt von á því að verða settur í fremstu víglínu.

Iniesta bjartsýnn á að ná úrslitaleiknum

Hinn magnaði miðjumaður Barcelona, Andres Iniesta, býst við því að vera klár í slaginn er Barcelona mætir Man. Utd í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 27. maí næstkomandi.

Casillas þreyttur á talinu um Ronaldo

Markvörðurinn Iker Casillas hjá Real Madrid hefur hvatt félag sitt til þess að hætta að einbeita sér svona mikið að því að kaupa Cristiano Ronaldo og eyða frekar tíma sínum í að byggja upp unga stráka hjá félaginu.

Redknapp: Of mikil drykkja í enska boltanum

Harry Redknapp, stjóri Spurs, var ekki par hrifinn af uppákomu helgarinnar þegar fyrirliði liðsins, Ledley King, var handtekinn vegna slagsmála fyrir utan bar þar sem hann var að skemmta sér.

McLaren lítur á björtu hliðarnar

Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir að lið sitt verði öflugra í Mónakó um aðra helgi, en reyndist rauninn í Barcelona á sunnudaginn. Hvorugur ökumanna liðsins komst á verðlaunapall, Lewis Hamilton varð tíundi og Heikki Kovalainen féll úr leik vegna bilunnar.

Mascherano ekki á förum frá Liverpool

Argentínumaðurinn Javier Mascherano segist ekki vera á förum frá Liverpool en hann sagðist í viðtali á dögunum ekki vera viss um framtíð sína hjá félaginu.

Nowitzki hélt lífi í Dallas

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sá til þess að Dallas er enn á lífi í úrslitakeppni NBA. Hann skoraði 44 stig í 117-119 sigri á Denver. Staðan í rimmunni er því 3-1 fyrir Denver.

Sigurganga Cleveland heldur áfram - komnir í úrslit Austurdeildar

Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með 84-74 sigri á Atlanta Hawks í nótt. Cleveland hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alla með tíu stigum eða meira.

Gareth Southgate: Þetta er ekki búið

Staða Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni versnaði mikið í kvöld þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Newcastle í fallslagnum milli nágrannaliðanna. Eftir tapið er Middlesbrough þremur stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus

„Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld.

Hólmar: Kominn tími á mark frá mér

„Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld.

Sheffield United er komið á Wembley

Sheffield United tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á Wembley. Sheffield United mætir þar annaðhvort Íslendingaliðunum Burnley eða Reading sem mætast í seinni leik sínum á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir