Fleiri fréttir

Lakers og Boston töpuðu bæði heima

Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar.

Chelsea þráir að vinna Meistaradeildina

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkenndi í samtali við The Times að það skipti leikmenn Chelsea gríðarlega miklu máli að ná loksins að vinna sigur í Meistaradeildinni.

O´Neill ánægður með sigurinn og Evrópusætið

Sigur Aston Villa á Hull í kvöld tryggði liðinu sæti í UEFA-bikarnum á næstu leiktíð. Sigurinn var einnig kærkominn enda hafði Villa ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum.

María í markið hjá Val

Valsmenn halda áfram að týna til sín leikmenn frá KR. Nú síðast var það markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir en áður hafði Embla Grétarsdóttir komið frá Vesturbæjarliðinu. Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld.

LeBron vann yfirburðasigur á Kobe

Það áttu margir von á því að það yrði hörð barátta á milli LeBron James og Kobe Bryant um nafnbótina leikmaður ársins í NBA-deildinni. Íþróttafréttamenn voru þó ekki á því þar sem James hlaut yfirburðakosningu.

Tryggvi meiddist við að skora fyrra markið

Gamla brýnið Tryggvi Guðmundsson svo gott sem kláraði KR-ingana í Kórnum í gær með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Það seinna kom beint úr aukaspyrnu en í kjölfar marksins haltraði Tryggvi meiddur af velli.

Grétar: Hef enga skýringu á þessu

„Við vorum betri í fyrri hálfleiknum en ef maður hleypir FH inn í leikinn þá verður þetta alltaf hættulegt. Þetta hefur svo sem gerst áður hjá okkur að við séum betri en fáum mark á okkur," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðsson, varnarmaður KR, og hitti naglann á höfuðið.

Syrtir í álinn hjá Hull

Hull City heldur áfram að sogast að fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur algjörlega misst flugið og engu líkara en vængirnir hafi brunnið upp um áramótin.

FH vann meistarakeppni KSÍ

FH er meistari meistaranna í karlaflokki. FH vann öruggan 3-1 sigur á KR í Kórnum í kvöld. Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir FH og Björn Daníel Sverrisson eitt. Jónas Guðni Sævarsson klóraði í bakkann fyrir KR-inga.

Ferdinand og Evra byrja hjá United

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að varnarmennirnir Rio Ferdinand og Patrice Evra verði í byrjunarliði Manchester United í leiknum gegn Arsenal í meistaradeildinni annað kvöld.

Ronaldo skorar lítið á útivelli

Opta heldur vel utan um alla tölfræði sem við kemur ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að 155 mörk hafa verið skoruð með skalla í deildinni í vetur.

Klinsmann orðaður við Hoffenheim

Spútniklið Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni hefur heldur betur komið niður á jörðina eftir áramótin eftir að hafa verið á toppnum fyrir jólafrí.

Wenger er bjartsýnn

Arsene Wenger hefur tröllatrú á sínum mönnum í Arsenal fyrir síðari leikinn gegn Manchester United í meistaradeildinni annað kvöld.

LeBron James bestur

LeBron James verður í kvöld útnefndur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í dag.

Hyypia semur við Leverkusen

Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia hjá Liverpool hefur samþykkt að ganga í raðir Bayern Leverkusen á næstu leiktíð.

Buffon hellti sér yfir félaga sína

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hafi hellt úr skálum reiði sinnar yfir liðsfélaga sína í hálfleik í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við slakt lið Lecce í ítölsku A-deildinni.

Tottenham fær á sig fæst mörk á heimavelli

Brasilíski markvörðurinn Heurelho Gomes hjá Tottenham byrjaði ekki vel hjá liðinu í haust og mátti hlusta á háðsglósur um allt England vegna mistaka sinna og skrautlegra marka sem hann fékk á sig.

Liverpool orðað við Negredo

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið sagður á eftir spænska framherjanum Alvaro Negredo sem hefur slegið í gegn með Almeria í spænsku úrvalsdeildinni í vetur.

Van Persie og Silvestre æfðu með Arsenal

Framherjinn Robin van Persie og varnarmaðurinn Mikael Silvestre æfðu báðir með Arsenal í dag og verða því væntanlega klárir í síðari leikinn gegn Manchester United í meistaradeildinni annað kvöld.

Henry missir af leiknum gegn Chelsea

Thierry Henry verður ekki með Barcelona í leiknum gegn Chelsea í Lundúnum nú á miðvikudaginn en hann verður frá næstu tvær vikurnar vegna meiðsla.

Ecclestone til varnar Ferrari gegn FIA

Bernie Ecclestone hefur komið til varnar Ferrari eftir dæmalausa yfirlýsingu Max Mosley hjá FIA í síðustu viku. Þar gaf forseti FIA það í skyn að Formúla 1 gæti léttilega séð á eftir Ferrari, ef liðið vildi hætta í Formúlu 1.

Pabbi Kaka: Hann fer til Real Madrid

Haft var eftir Bosco Leite, föður og umboðsmanni Brasilíumannsins Kaka hjá AC Milan, að leikmaðurinn muni ganga til liðs við Real Madrid þegar að Florentino Perez tekur við embætti forseta félagsins í sumar.

Ferdinand gat æft

Rio Ferdinand æfði í dag með liði Manchester United og eru það góða fréttir fyrir liðið en United mætir Arsenal í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Fimmta tap Kristianstad

Kristianstad tapaði um helgina sínum fimmta leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

SönderjyskE úr fallsæti

SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti.

Annar sigur hjá GOG

GOG vann sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta nú um helgina.

Guif óvænt í úrslitin

Íslendingaliðið Guif tryggði sér óvænt sæti í úrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Sävehof í oddaleik í undanúrslitum.

Sárasta tap í sögu Real Madrid

Stuðningsmenn Real Madrid eru enn ekki farnir að átta sig á því hvað gerðist í gær þegar lið þeirra var tekið í kennslustund 6-2 af Barcelona á eigin heimavelli.

Gríska liðið Panathinaikos vann Euroleague

Gríska liðið Panathinaikos er besta körfuboltalið Evrópu eftir 73-71 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í úrslitaleik í Berlín í kvöld. Þetta er í fimmta sinn sem Panathinaikos verður Evrópumeistari en CSKA vann Euroleague í fyrra.

Denver vann fyrsta leikinn gegn Dallas

Fyrsti leikurinn í annari umferð úrslitakeppni NBA fór fram í kvöld þar sem Denver bar sigurorð af Dallas á heimavelli sínum 109-95 og náði 1-0 forystu í einvíginu.

Vandræði Juventus halda áfram

Juventus varð í dag að sætta sig við 2-2 jafntefli við botnlið Lecce í ítölsku A-deildinni og hefur fyrir vikið ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum.

Stjarnan Íslandsmeistari - Myndir

Stjörnustúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í handknattleik þriðja árið í röð eftir sigur á Fram í þriðja leik liðanna.

Atlanta í aðra umferð

Atlanta Hawks varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni með auðveldum sigri á Miami Heat í oddaleik liðanna.

Sjá næstu 50 fréttir