Fleiri fréttir Keflvíkingar yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign dagsins í Landsbankadeild karla þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti Keflvíkingum. Það eru gestirnir sem leiða í hálfleik með marki Hólmars Rúnarssonar á 23. mínútu, en áður hafði Kjartan Sturluson í marki Vals varið slaka vítaspyrnu frá Þórarni Kristjánssyni. 19.7.2008 14:48 Jafntefli hjá Val og Keflavík Síðari umferð Landsbankadeildarinnar hófst í dag með leik Vals og Keflavíkur. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1. 19.7.2008 12:30 Toppliðin áfram í bikarnum Fátt var um óvænt úrslit í kvöld þegar 8-liða úrslitin í Visabikar kvenna fóru fram. Valur, Breiðablik, KR og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigrum í kvöld. 18.7.2008 21:47 Eins marks tap fyrir Spánverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld 35-34 fyrir Spánverjum í fyrri æfingaleik þjóðanna fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik var jöfn 16-16 en leikið var í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. 18.7.2008 21:16 Dave Kitson til Stoke Stoke hefur keypt Dave Kitson fyrir 5,5 milljónir punda frá Reading. Þessi 28 ára sóknarmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við nýliðana í úrvalsdeildinni. 18.7.2008 20:30 Keane og Berbatov vilja fara - Tottenham leggur fram kvörtun Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, viðurkennir að bæði Robbie Keane og Dimitar Berbatov hafi farið fram á sölu frá félaginu. Hann hefur lagt inn formlega kvörtun til úrvalsdeildarinnar vegna ummæla knattspyrnustjóra Liverpool og Manchester United. 18.7.2008 20:23 Deco biður Lampard um að fara ekki Deco hefur biðlað til Frank Lampard að vera áfram hjá Chelsea og hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina. Lampard er orðaður við ítalska liðið Inter og hefur forseti félagsins, Massimo Moratti, sagt að Lampard vilji ganga til liðs við Ítalíumeistarana. 18.7.2008 19:30 Unnu með marki eins og Bjarni skoraði gegn Keflavík Vetra Vilnius frá Litháen vann norska liðið Viking Stavanger 1-0 í fyrri viðureign þessara liða í Evrópukeppninni í gær. Eina mark leiksins er heldur betur umdeilt. 18.7.2008 17:16 Viðar kominn heim í Fram Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er aftur genginn í raðir Fram og hefur samið við félagið út tímabilið. Viðar fékk sig lausan frá Fylki fyrir skömmu en í fyrra lék hann með Víkingi. 18.7.2008 17:09 Evra ákærður eftir átökin á Stamford Bridge Franski varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Manchester United hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun af enska knattspyrnusambandinu eftir áflog sem brutust út eftir leik Chelsea og Manchester United þann 26. apríl sl. 18.7.2008 16:03 Norman í forystu á opna breska Ástralski kylfingurinn Greg Norman er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi eftir að hafa leikið annan hring sinn á 70 höggum eða pari í dag. Hann lék einnig á pari í gær og er því í forystu, en enn eiga margir kylfingar eftir að ljúka keppni og því getur staða efstu manna átt eftir að breytast. 18.7.2008 15:36 Carson semur við WBA Markvörðurinn Scott Carson hefur gengið frá þriggja ára samningi við enska úrvalsdeildarfélagið WBA og fær Liverpool um 3,25 milljónir punda fyrir hann. Carson er sjöundi leikmaðurinn sem gengur í raðir nýliðanna í sumar. 18.7.2008 14:46 Ferguson: Ronaldo spilar með United næsta vetur Sir Alex Ferguson virðist nú hafa tekið af allan vafa með framtíð Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Knattspyrnustjórinn fullyrti í samtali við BBC nú rétt áðan að leikmaðurinn yrði hjá félaginu á næstu leiktíð. 18.7.2008 14:23 Ísland mætir Spánverjum í kvöld Íslenska landsliðið í handbolta er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana í Peking. Í kvöld mætir liðið sterku liði Spánverja í fyrri æfingaleik liðanna í Vodafonehöllinni og hefst hann klukkan 19:30. Aðgangur er ókeypis. 18.7.2008 13:52 Giuly semur við PSG Vængmaðurinn Ludovic Giuly hefur gert þriggja ára samning við PSG í Frakklandi eftir eitt ár hjá Roma á Ítalíu. Giuly var lykilmaður í velgengni Barcelona árið 2006 en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá kappanum. Hann var aðeins 17 sinnum í byrjunarliði Roma á síðustu leiktíð. 18.7.2008 13:41 Nadal kveikti í Hamilton Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren segir að sigur spænska tennisleikarans Rafael Nadal í sögulegum úrslitaleik á Wimbledon á dögunum hafi verið sér hvatning í titilslagnum í Formúlu 1. 18.7.2008 13:30 Ronaldo kemur Stjórn Real Madrid kom saman í síðasta skipti fyrir sumarfrí í gærkvöld. Spænskir fjölmiðlar hafa áhugaverða hluti eftir forseta félagsins, Ramon Calderon. 18.7.2008 12:26 Hamilton fljótastur í Þýskalandi Lewis Hamilton hjá McLaren náði besta tímanum á fyrstu æfingunum fyrir Þýskalandskappaksturinn á Hockenheim í morgun. Hamilton ók hringinn á 1 mínútu og 15,537 sekúndum og var 0,129 sekúndum á undan félaga sínum Heikki Kovalainen í rigningunni. 18.7.2008 11:57 Williams framlengir við Utah Jazz Leikstjórnandinn Deron Williams hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz í NBA deildinni um þrjú ár með möguleika á fjórða árinu. 18.7.2008 10:44 Gerðu Ferguson bara reiðan Sápuóperunni í kring um Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er hvergi nærri lokið og nú hefur Roy Keane blandað sér í hana með áhugaverðum ummælum. 18.7.2008 10:32 Ronaldinho gerði þriggja ára samning Ronaldinho hefur nú formlega verið kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður AC Milan á Ítalíu. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið og á myndinni með fréttinni má sjá kappann í búningi Milan. 18.7.2008 10:26 Ferguson staðfestir tilboð í Berbatov Sir Alex Ferguson staðfesti í dag að Manchester United hefði gert kauptilboð í framherjann Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Ekki hefur verið gefið upp hve hátt það var en fregnir herma að það hafi verið undir 25 milljónum punda - sem er sögð upphæðin sem Tottenham vill fyrir Búlgarann. 18.7.2008 10:11 Greg Norman var maður dagsins Hinn 53 ára gamli Greg Norman var maður dagsins á opna breska meistaramótinu í golfi í gær þegar hann lék fyrsta hringinn á pari við erfiðar aðstæður. Norman er aðeins höggi á eftir þremur efstu kylfingunum á mótinu. 18.7.2008 10:02 Selfyssingar unnu Víkinga Heil umferð var leikin í 1. deildinni í kvöld en þá hófst seinni helmingur mótsins. Selfyssingar unnu Víking Reykjavík á heimavelli sínum og söxuðu á forystu Eyjamanna sem gerðu jafntefli við Leikni. 17.7.2008 21:55 Peter Reid þjálfar Tæland Enski knattspyrnustjórinn Peter Reid er tekinn við landsliði Tælands en hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára. 17.7.2008 21:45 FH vann eftir að hafa lent tveimur mörkum undir FH vann í kvöld 3-2 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli en þetta var fyrri viðureign þessara liða. 17.7.2008 20:59 Buffon: AC Milan líklegast Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, segir að AC Milan sé sigurstranglegasta liðið fyrir komandi tímabil á Ítalíu. AC Milan hafnaði í fimmta sæti síðasta tímabil en liðið gekk frá kaupum á Ronaldinho í gær. 17.7.2008 20:00 Gilberto farinn til Panathinaikos Arsenal hefur staðfest að Gilberto Silva sé kominn til Panathinaikos. Gilberto missti sæti sitt til Mathieu Flamini á síðasta tímabili. 17.7.2008 18:45 Skagamenn töpuðu með þriggja marka mun ÍA tapaði fyrir finnska liðinu FC Honka í fyrri leik liðanna í UEFA bikarnum í dag. Honka vann leikinn 3-0. Liðið var komið með tveggja marka forystu eftir hálftíma leik og innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. 17.7.2008 17:35 Af hverju að spila fyrir 6000 áhorfendur? Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að félagið hafi neitað 12 milljón punda tilboði Monaco í króatíska landsliðsmanninn Niko Kranjcar. Hinn 23 ára gamli miðjumaður hefur verið orðaður við nokkur félög í Evrópu í sumar, en virðist ánægður í herbúðum Portsmouth. 17.7.2008 16:18 Lampard er milli steins og sleggju Massimo Moratti, forseti Inter Milan, segir að Frank Lampard hjá Chelsea viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga varðandi það hvort hann á að halda áfram hjá Chelsea eða breyta til og fara til Inter. 17.7.2008 15:57 Ferguson vonast til að landa einum sterkum leikmanni Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir félagið hafa gert kauptilboð í leikmann sem muni styrkja liðið til muna. Annars ætlar hann að mestu að byggja lið sitt á sömu mönnum og tryggðu United frábæran árangur á síðustu leiktíð. 17.7.2008 15:39 Fyrsti leikur Yao Ming í hálft ár Kínverski risinn Yao Ming lék í nótt sinn fyrsta leik í hálft ár þegar hann spilaði nokkrar mínútur í æfingaleik Kínverja gegn Serbum í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. 17.7.2008 15:30 Everton hafnaði tilboði Wigan í Johnson Sky fréttastofan greindi frá því í dag að Everton hefði neitað 9 milljón punda tilboði Wigan í framherjann Andy Johnson í dag. Johnson hefur skorað 17 mörk í þeim 53 leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði Everton síðan hann kom frá Crystal Palace árið 2006. 17.7.2008 15:02 Ramos útilokar ekki brottför Keane og Berbatov Juande Ramos, stjóri Tottenham, hefur nú tjáð sig um þrálátan orðróm þess efnis að þeir Robbie Keane og Dimitar Berbatov séu á leið frá félaginu. 17.7.2008 14:47 Cahill missir af fyrstu leikjum Everton Miðjumaðurinn Tim Cahill mun missa af fyrstu leikjum Everton á leiktíðinni þar sem hann er enn að jafna sig eftir ristarbrot. Sömu sögu er að segja af framherjanum James Vaughan, en hann verður ekki klár þegar flautað verður til leiks í næsta mánuði. 17.7.2008 14:45 Stoke hætt við að kaupa Carson Stoke City hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um markvörðinn Scott Carson hjá Liverpool, sem á dögunum samþykkti 3,5 milljón punda kauptilboð nýliðanna í landsliðsmarkvörðinn. 17.7.2008 14:42 Hlakka til að spila með Keflavík aftur Miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson hjá Gais í Svíþjóð er á leið heim til Keflavíkur eftir rúman áratug í atvinnumennsku erlendis. Vísir náði tali af Jóhanni í dag og spurði hann hvernig honum litist á að koma heim á ný. 17.7.2008 13:56 Aimar semur við Benfica Argentínski landsliðsmaðurinn Pablo Aimar gekk í dag frá samningi við portúgalska félagið Benfica, en hann var áður á mála hjá Real Zaragoza sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni í sumar. 17.7.2008 12:30 Lætur Seedorf tíuna af hendi? Koma Brasilíumannsins Ronaldinho til AC Milan hefur eðlilega vakið mikla athygli á Ítalíu. Forvitni vekur hvort brasilíski töframaðurinn muni fá treyju númer 10 hjá Milan, en það verður að teljast nauðsynlegt í ljósi þess að fyrirtækið sem sér um ímynd hans heitir R10. 17.7.2008 11:45 Liverpool semur við Ungverja Liverpool gekk í dag frá samningi við fjórða Ungverjann á skömmum tíma þegar það fékk hinn 17 ára gamla Zsolt Poloskei frá MTK Budapest á eins árs lánssamning. 17.7.2008 11:39 Robinho orðaður við Barcelona Umboðsmaður brasilíska ungstirnisins Robinho hjá Real Madrid segir að Barcelona, Chelsea og Manchester United hafi öll áhuga á að fá hann í sínar raðir í sumar. 17.7.2008 11:34 Eto´o er í Úsbekistan Ein óvæntasta fréttin í knattspyrnuheiminum í vikunni var án efa yfirlýsingin frá meistaraliði Kuruvchi í Úsbekistan, þar sem því var haldið fram að félagið hefði náð samkomulagi við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona um að leika með liðinu. 17.7.2008 11:03 Kaka fagnar komu landa síns til Milan Miðjumaðurinn Kaka fagnaði komu landa síns Ronaldinho til AC Milan í gær og segir hann geta hjálpað liðinu að vinna titla. 17.7.2008 10:31 Portland vildi fá Jón Arnór Lið Portland Trailblazers í NBA deildinni setti sig í samband við landsliðsmanninn Jón Arnór Stefánsson og vildi fá hann í hóp sinn fyrir sumardeildirnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum karfan.is í dag. 17.7.2008 10:26 Sjá næstu 50 fréttir
Keflvíkingar yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign dagsins í Landsbankadeild karla þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti Keflvíkingum. Það eru gestirnir sem leiða í hálfleik með marki Hólmars Rúnarssonar á 23. mínútu, en áður hafði Kjartan Sturluson í marki Vals varið slaka vítaspyrnu frá Þórarni Kristjánssyni. 19.7.2008 14:48
Jafntefli hjá Val og Keflavík Síðari umferð Landsbankadeildarinnar hófst í dag með leik Vals og Keflavíkur. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1. 19.7.2008 12:30
Toppliðin áfram í bikarnum Fátt var um óvænt úrslit í kvöld þegar 8-liða úrslitin í Visabikar kvenna fóru fram. Valur, Breiðablik, KR og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigrum í kvöld. 18.7.2008 21:47
Eins marks tap fyrir Spánverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í kvöld 35-34 fyrir Spánverjum í fyrri æfingaleik þjóðanna fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik var jöfn 16-16 en leikið var í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. 18.7.2008 21:16
Dave Kitson til Stoke Stoke hefur keypt Dave Kitson fyrir 5,5 milljónir punda frá Reading. Þessi 28 ára sóknarmaður hefur skrifað undir þriggja ára samning við nýliðana í úrvalsdeildinni. 18.7.2008 20:30
Keane og Berbatov vilja fara - Tottenham leggur fram kvörtun Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, viðurkennir að bæði Robbie Keane og Dimitar Berbatov hafi farið fram á sölu frá félaginu. Hann hefur lagt inn formlega kvörtun til úrvalsdeildarinnar vegna ummæla knattspyrnustjóra Liverpool og Manchester United. 18.7.2008 20:23
Deco biður Lampard um að fara ekki Deco hefur biðlað til Frank Lampard að vera áfram hjá Chelsea og hjálpa liðinu að vinna Meistaradeildina. Lampard er orðaður við ítalska liðið Inter og hefur forseti félagsins, Massimo Moratti, sagt að Lampard vilji ganga til liðs við Ítalíumeistarana. 18.7.2008 19:30
Unnu með marki eins og Bjarni skoraði gegn Keflavík Vetra Vilnius frá Litháen vann norska liðið Viking Stavanger 1-0 í fyrri viðureign þessara liða í Evrópukeppninni í gær. Eina mark leiksins er heldur betur umdeilt. 18.7.2008 17:16
Viðar kominn heim í Fram Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er aftur genginn í raðir Fram og hefur samið við félagið út tímabilið. Viðar fékk sig lausan frá Fylki fyrir skömmu en í fyrra lék hann með Víkingi. 18.7.2008 17:09
Evra ákærður eftir átökin á Stamford Bridge Franski varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Manchester United hefur verið ákærður fyrir ósæmilega hegðun af enska knattspyrnusambandinu eftir áflog sem brutust út eftir leik Chelsea og Manchester United þann 26. apríl sl. 18.7.2008 16:03
Norman í forystu á opna breska Ástralski kylfingurinn Greg Norman er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi eftir að hafa leikið annan hring sinn á 70 höggum eða pari í dag. Hann lék einnig á pari í gær og er því í forystu, en enn eiga margir kylfingar eftir að ljúka keppni og því getur staða efstu manna átt eftir að breytast. 18.7.2008 15:36
Carson semur við WBA Markvörðurinn Scott Carson hefur gengið frá þriggja ára samningi við enska úrvalsdeildarfélagið WBA og fær Liverpool um 3,25 milljónir punda fyrir hann. Carson er sjöundi leikmaðurinn sem gengur í raðir nýliðanna í sumar. 18.7.2008 14:46
Ferguson: Ronaldo spilar með United næsta vetur Sir Alex Ferguson virðist nú hafa tekið af allan vafa með framtíð Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Knattspyrnustjórinn fullyrti í samtali við BBC nú rétt áðan að leikmaðurinn yrði hjá félaginu á næstu leiktíð. 18.7.2008 14:23
Ísland mætir Spánverjum í kvöld Íslenska landsliðið í handbolta er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana í Peking. Í kvöld mætir liðið sterku liði Spánverja í fyrri æfingaleik liðanna í Vodafonehöllinni og hefst hann klukkan 19:30. Aðgangur er ókeypis. 18.7.2008 13:52
Giuly semur við PSG Vængmaðurinn Ludovic Giuly hefur gert þriggja ára samning við PSG í Frakklandi eftir eitt ár hjá Roma á Ítalíu. Giuly var lykilmaður í velgengni Barcelona árið 2006 en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá kappanum. Hann var aðeins 17 sinnum í byrjunarliði Roma á síðustu leiktíð. 18.7.2008 13:41
Nadal kveikti í Hamilton Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren segir að sigur spænska tennisleikarans Rafael Nadal í sögulegum úrslitaleik á Wimbledon á dögunum hafi verið sér hvatning í titilslagnum í Formúlu 1. 18.7.2008 13:30
Ronaldo kemur Stjórn Real Madrid kom saman í síðasta skipti fyrir sumarfrí í gærkvöld. Spænskir fjölmiðlar hafa áhugaverða hluti eftir forseta félagsins, Ramon Calderon. 18.7.2008 12:26
Hamilton fljótastur í Þýskalandi Lewis Hamilton hjá McLaren náði besta tímanum á fyrstu æfingunum fyrir Þýskalandskappaksturinn á Hockenheim í morgun. Hamilton ók hringinn á 1 mínútu og 15,537 sekúndum og var 0,129 sekúndum á undan félaga sínum Heikki Kovalainen í rigningunni. 18.7.2008 11:57
Williams framlengir við Utah Jazz Leikstjórnandinn Deron Williams hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz í NBA deildinni um þrjú ár með möguleika á fjórða árinu. 18.7.2008 10:44
Gerðu Ferguson bara reiðan Sápuóperunni í kring um Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er hvergi nærri lokið og nú hefur Roy Keane blandað sér í hana með áhugaverðum ummælum. 18.7.2008 10:32
Ronaldinho gerði þriggja ára samning Ronaldinho hefur nú formlega verið kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður AC Milan á Ítalíu. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið og á myndinni með fréttinni má sjá kappann í búningi Milan. 18.7.2008 10:26
Ferguson staðfestir tilboð í Berbatov Sir Alex Ferguson staðfesti í dag að Manchester United hefði gert kauptilboð í framherjann Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Ekki hefur verið gefið upp hve hátt það var en fregnir herma að það hafi verið undir 25 milljónum punda - sem er sögð upphæðin sem Tottenham vill fyrir Búlgarann. 18.7.2008 10:11
Greg Norman var maður dagsins Hinn 53 ára gamli Greg Norman var maður dagsins á opna breska meistaramótinu í golfi í gær þegar hann lék fyrsta hringinn á pari við erfiðar aðstæður. Norman er aðeins höggi á eftir þremur efstu kylfingunum á mótinu. 18.7.2008 10:02
Selfyssingar unnu Víkinga Heil umferð var leikin í 1. deildinni í kvöld en þá hófst seinni helmingur mótsins. Selfyssingar unnu Víking Reykjavík á heimavelli sínum og söxuðu á forystu Eyjamanna sem gerðu jafntefli við Leikni. 17.7.2008 21:55
Peter Reid þjálfar Tæland Enski knattspyrnustjórinn Peter Reid er tekinn við landsliði Tælands en hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára. 17.7.2008 21:45
FH vann eftir að hafa lent tveimur mörkum undir FH vann í kvöld 3-2 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli en þetta var fyrri viðureign þessara liða. 17.7.2008 20:59
Buffon: AC Milan líklegast Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, segir að AC Milan sé sigurstranglegasta liðið fyrir komandi tímabil á Ítalíu. AC Milan hafnaði í fimmta sæti síðasta tímabil en liðið gekk frá kaupum á Ronaldinho í gær. 17.7.2008 20:00
Gilberto farinn til Panathinaikos Arsenal hefur staðfest að Gilberto Silva sé kominn til Panathinaikos. Gilberto missti sæti sitt til Mathieu Flamini á síðasta tímabili. 17.7.2008 18:45
Skagamenn töpuðu með þriggja marka mun ÍA tapaði fyrir finnska liðinu FC Honka í fyrri leik liðanna í UEFA bikarnum í dag. Honka vann leikinn 3-0. Liðið var komið með tveggja marka forystu eftir hálftíma leik og innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu snemma í seinni hálfleik. 17.7.2008 17:35
Af hverju að spila fyrir 6000 áhorfendur? Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að félagið hafi neitað 12 milljón punda tilboði Monaco í króatíska landsliðsmanninn Niko Kranjcar. Hinn 23 ára gamli miðjumaður hefur verið orðaður við nokkur félög í Evrópu í sumar, en virðist ánægður í herbúðum Portsmouth. 17.7.2008 16:18
Lampard er milli steins og sleggju Massimo Moratti, forseti Inter Milan, segir að Frank Lampard hjá Chelsea viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga varðandi það hvort hann á að halda áfram hjá Chelsea eða breyta til og fara til Inter. 17.7.2008 15:57
Ferguson vonast til að landa einum sterkum leikmanni Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir félagið hafa gert kauptilboð í leikmann sem muni styrkja liðið til muna. Annars ætlar hann að mestu að byggja lið sitt á sömu mönnum og tryggðu United frábæran árangur á síðustu leiktíð. 17.7.2008 15:39
Fyrsti leikur Yao Ming í hálft ár Kínverski risinn Yao Ming lék í nótt sinn fyrsta leik í hálft ár þegar hann spilaði nokkrar mínútur í æfingaleik Kínverja gegn Serbum í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. 17.7.2008 15:30
Everton hafnaði tilboði Wigan í Johnson Sky fréttastofan greindi frá því í dag að Everton hefði neitað 9 milljón punda tilboði Wigan í framherjann Andy Johnson í dag. Johnson hefur skorað 17 mörk í þeim 53 leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliði Everton síðan hann kom frá Crystal Palace árið 2006. 17.7.2008 15:02
Ramos útilokar ekki brottför Keane og Berbatov Juande Ramos, stjóri Tottenham, hefur nú tjáð sig um þrálátan orðróm þess efnis að þeir Robbie Keane og Dimitar Berbatov séu á leið frá félaginu. 17.7.2008 14:47
Cahill missir af fyrstu leikjum Everton Miðjumaðurinn Tim Cahill mun missa af fyrstu leikjum Everton á leiktíðinni þar sem hann er enn að jafna sig eftir ristarbrot. Sömu sögu er að segja af framherjanum James Vaughan, en hann verður ekki klár þegar flautað verður til leiks í næsta mánuði. 17.7.2008 14:45
Stoke hætt við að kaupa Carson Stoke City hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um markvörðinn Scott Carson hjá Liverpool, sem á dögunum samþykkti 3,5 milljón punda kauptilboð nýliðanna í landsliðsmarkvörðinn. 17.7.2008 14:42
Hlakka til að spila með Keflavík aftur Miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson hjá Gais í Svíþjóð er á leið heim til Keflavíkur eftir rúman áratug í atvinnumennsku erlendis. Vísir náði tali af Jóhanni í dag og spurði hann hvernig honum litist á að koma heim á ný. 17.7.2008 13:56
Aimar semur við Benfica Argentínski landsliðsmaðurinn Pablo Aimar gekk í dag frá samningi við portúgalska félagið Benfica, en hann var áður á mála hjá Real Zaragoza sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni í sumar. 17.7.2008 12:30
Lætur Seedorf tíuna af hendi? Koma Brasilíumannsins Ronaldinho til AC Milan hefur eðlilega vakið mikla athygli á Ítalíu. Forvitni vekur hvort brasilíski töframaðurinn muni fá treyju númer 10 hjá Milan, en það verður að teljast nauðsynlegt í ljósi þess að fyrirtækið sem sér um ímynd hans heitir R10. 17.7.2008 11:45
Liverpool semur við Ungverja Liverpool gekk í dag frá samningi við fjórða Ungverjann á skömmum tíma þegar það fékk hinn 17 ára gamla Zsolt Poloskei frá MTK Budapest á eins árs lánssamning. 17.7.2008 11:39
Robinho orðaður við Barcelona Umboðsmaður brasilíska ungstirnisins Robinho hjá Real Madrid segir að Barcelona, Chelsea og Manchester United hafi öll áhuga á að fá hann í sínar raðir í sumar. 17.7.2008 11:34
Eto´o er í Úsbekistan Ein óvæntasta fréttin í knattspyrnuheiminum í vikunni var án efa yfirlýsingin frá meistaraliði Kuruvchi í Úsbekistan, þar sem því var haldið fram að félagið hefði náð samkomulagi við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona um að leika með liðinu. 17.7.2008 11:03
Kaka fagnar komu landa síns til Milan Miðjumaðurinn Kaka fagnaði komu landa síns Ronaldinho til AC Milan í gær og segir hann geta hjálpað liðinu að vinna titla. 17.7.2008 10:31
Portland vildi fá Jón Arnór Lið Portland Trailblazers í NBA deildinni setti sig í samband við landsliðsmanninn Jón Arnór Stefánsson og vildi fá hann í hóp sinn fyrir sumardeildirnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum karfan.is í dag. 17.7.2008 10:26