Fleiri fréttir

Förum varlega með Pato

Luiz Felipe Scolari, fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu, segir að ungstirninu Alexandre Pato hjá AC Milan sé hampað full mikið og of snemma. Hann hefur áhyggjur af því að athyglin sem Brasilíumaðurinn fær geti haft slæm áhrif á feril hans.

10 lélegustu liðin í sögu úrvalsdeildarinnar

Derby County varð á dögunum fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að falla í marsmánuði. Liðið getur enn forðað sér frá því að setja met yfir fæst stig fengin á einni leiktíð, en það bjargar liðinu ekki frá því að lenda inn á topp 10 yfir lélegustu liðin frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992.

Góða löggan og vonda löggan

Tony Adams, aðstoðarstjóri Harry Redknapp hjá Portsmouth, segir að þeir félagar bregði sér í hlutverk góðu og vondu löggunnar í búningsklefanum hjá liðinu.

Chelsea er svipur hjá sjón án Mourinho

Framherjinn Mateja Kezman hjá Fenerbahce í Tyrklandi segir að Chelsea sé alls ekki sama liðið og það var undir stjórn Jose Mourinho. Kezman og félagar lögðu Chelsea 2-1 í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni.

Beckham í stuði

Enski landsliðsmaðurinn David Beckham skoraði sitt fyrsta mark fyrir LA Galaxy á leiktíðinni í nótt þegar liðið lagði San Jose 2-0 í MLS deildinni í nótt og lagði upp síðara mark liðsins.

Ferrari með yfirburði

Ferrari bílarnir voru í nokkrum sérflokki á fyrstu æfingunum fyrir Barein kappaksturinn í Formúlu 1. Brasilíumaðurinn Felipe Massa var á meðal fyrstu manna út á brautina og náði bestum tíma allra og félagi hans Kimi Raikkönen kom næstur. Lewis Hamilton á McLaren náði þriðja besta tímanum.

NBA í nótt: Hughes góður gegn gömlu félögunum

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago vann nokkuð óvæntan útisigur á Cleveland 101-98 þar sem Larry Hughes var fyrrum félögum sínum erfiður og skoraði 25 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Chicago en LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland.

Brown er farið að leiðast

Larry Brown segir að sér sé farið að leiðast þófið á skrifstofunni hjá Philadelphia 76ers og segist vilja snúa sér aftur að þjálfun á næsta keppnistímabili. Til greina komi að þjálfa í NBA eða í háskólaboltanum.

Fram með fimm stiga forystu

Framstúlkur náðu í kvöld fimm stiga forystu á toppi N1 deildar kvenna þegar þær unnu öruggan 31-20 sigur á Fylki. Fram hefur 37 stig í efsta sæti deildarinnar, Valur 32 í öðru og leik til góða og Stjarnan hefur 31 stig og á tvo leiki til góða á Fram.

Jafnt hjá Bayern og Getafe

Fjórir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en hér var um fyrri viðureignir liðanna að ræða. Þýska liðið Bayern Munchen mátti sætta sig við 1-1 jafntefli heima gegn spænska liðnu Getafe.

Ég tek þetta á mig

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var afar óhress með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar þeir létu ÍR-inga flengja sig á heimavelli og féllu úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í körfubolta.

Grindavík í undanúrslitin

Grindvíkingar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar þegar þeir lögðu Skallagrím 93-78.

ÍR í undanúrslit eftir stórsigur á meisturunum

ÍR gerði sér lítið fyrir og sendi Íslandsmeistara KR í sumarfrí í Iceland Express deildinni í kvöld. ÍR vann sannfærandi 93-74 sigur í vesturbænum þar sem liðið var með frumkvæðið frá fyrstu mínútu.

Birgir á tveimur undir pari í Portúgal

Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Estoril Open mótinu í Portúgal í dag þegar hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða tveimur undir pari.

Arsenal hefur sett sig í samband við Diego

Umbolsmaður og faðir brasilíska miðjumannsins Diego hjá Werder Bremen segir að Arsenal sé eitt þeirra félaga sem hafi sett sig í samband með hugsanleg kaup í huga.

King er úr leik hjá Tottenham

Varnarmaðurinn Ledley King hjá Tottenham getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni og ákveðið hefur verið að hvíla hann þar sem hann hefur enn ekki náð sér af erfiðum hnémeiðslum.

Eiríkur lofar ÍR-sigri í kvöld

Reynsluboltinn Eiríkur Önundarson segir ekkert annað en sigur koma til greina hjá ÍR í kvöld þegar liðið sækir KR heim í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta.

Krísufundur vegna Mosley

Max Mosley hefur farið fram á sérstakan krísufund hjá Alþjóða Akstursíþróttasambandinu í kjölfar alvarlegra ásakana sem hann hefur verið borinn í fjölmiðlum að undanförnu.

Chelsea býður á völlinn

Forsvarsmenn Chelsea ætla að borga farið og miðana fyrir stuðningsmenn félagsins sem ætla á leik liðsins við Everton þann 17. apríl.

Er þetta ljótasti Range Rover í heimi?

Stephen Ireland, miðjumaður Manchester City, festi nýverið kaup á Range Rover Sport jeppa. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Ireland ákvað að splæsa forláta andlitslyftingu á jeppann. Afraksturinn má sjá á meðfylgjandi mynd. Er þetta ljótasti Range Rover jeppi í heimi?

Mascherano fær tveggja leikja bann til viðbótar

Javier Mascherano hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann til viðbótar við eins leiks bannið sem hann fékk fyrir að fá tvö gul spjöld í leik Liverpool og Manchester United fyrir tveimur vikum.

F1-lið fordæma Mosley

Fjórir bílaframleiðendur sem eiga keppnislið í Formúlu 1-mótaröðinni hafa fordæmt hegðun Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins.

Vidic í myndatöku öðru sinni

Nemanja Vidic, leikmaður Manchester United, mun í dag fara í myndatöku á vinstra hné öðru sinni eftir að hann meiddist í leik gegn Roma á þriðjudagskvöldið.

NBA í nótt: Óvænt endurkoma Dirk og Dallas vann

Dallas vann í nótt sigur á Golden State í afar þýðingarmiklum leik, 111-86. Dirk Nowitzky lék óvænt með Dallas í nótt en hann hafði misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla.

Íslandsmeistararnir í vondum málum

Íslandsmeistarar KR eru í frekar vondum málum þegar flautað hefur verið til leikhlés í oddaleik þeirra gegn ÍR í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. ÍR hefur forystu í hálfleik 46-29. Þá hefur Grindavík yfir 45-31 gegn Skallagrími í oddaleik liðanna í Grindavík.

Meistaradeildin: Góð úrslit fyrir Liverpool

Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi.

Benitez er sáttur

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist vel geta unað við 1-1 jafnteflið gegn Arsenal á Emirates í Meistaradeildinni í kvöld. Hans mönnum nægir nú 0-0 jafntefli á heimavelli til að komast í undanúrslitin.

Wenger: Við áttum að vinna þennan leik

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum ekki sáttur með að þurfa að sætta sig við 1-1 jafntefli í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld.

Grant: Vonbrigði að tapa

Avram Grant stjóri Chelsea segist vera vonsvikinn að hafa tapað 2-1 fyrir Fenerbache í Meistaradeildinni í kvöld en er þó ekki svartsýnn á framhaldið.

Kuyt: Þetta var ekki vítaspyrna

Hollendingurinn Dirk Kuyt vill ekki meina að hann hafi brotið á Alex Hleb í síðari hálfleik viðureignar Arsenal og Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Mörgum þótti Arsenal hafa átt að fá víti þegar Kuyt virtist toga Hleb niður í teignum.

FSu í Iceland Express deildina

Lið FSu tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir 67-63 sigur á Val í oddaleik í Iðunni á Selfossi. Troðfullt var út úr dyrum á Selfossi í kvöld og gríðarleg stemming á pöllunum.

Alexander með sjö mörk í sigri Flensburg

Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Flensburg þegar það vann öruggan 36-27 sigur á Nordhorn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Valsvöllur ekki tilbúinn

Nýr völlur Íslandsmeistarar Vals verður ekki tilbúinn þegar Landbankadeildin hefst en Þróttur spilar heimaleiki sína á Valbjarnarvelli. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Real Madrid í fjárhagserfiðleikum?

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Real Madrid, ríkasta félagslið heims, ætti við fjárhagserfiðleika að etja. El Mundo Deportivo hélt því þannig fram að félagið hefði tekið 3,5 milljarða króna lán til að standa straum af daglegum rekstrarkostnaði.

Nýr forseti hjá New York Knicks

Donnie Walsh, fyrrum yfirmaður Indiana Pacers, var í dag ráðinn forseti New York Knicks í NBA deildinni. Hann tekur þar með við starfi Isiah Thomas, en sá síðarnefndi mun halda starfi sínu sem þjálfari liðsins eitthvað lengur.

Gasol væntanlega með Lakers í nótt

Spánverjinn Pau Gasol verður væntanlega í byrjunarliði LA Lakers í kvöld þegar liðið tekur á móti Portland Trailblazers í NBA deildinni. Gasol hefur misst af síðustu níu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla og hefur það tapað fjórum þeirra.

Ronaldo sá besti í heimi

Bernd Schuster, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að Cristiano Ronaldo sé besti knattspyrnumaður heimsins í dag.

Patrekur tekur við Stjörnunni

Patrekur Jóhannesson mun taka við þjálfun Stjörnunnar í sumar þegar að Kristján Halldórsson lætur af störfum.

Ronaldo man lítið eftir markinu

Cristiano Ronaldo man lítið eftir markinu sem hann skoraði í 2-0 sigri Manchester United á Roma í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Alfreð hættir með Gróttu

Alfreð Örn Finnsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Gróttu sem leikur í N1-deild kvenna. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum.

Ferguson og Queiroz kærðir

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Carlos Queiroz, aðstoðarmaður hans, hafa verið kærðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem þeir létu falla eftir að United tapaði fyrir Portsmouth í ensku bikarkeppninni.

Birgir Leifur hefur leik á áttunda teig

Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda á opna Estoril-mótinu í Portúgal sem hefst á morgun en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi.

Sjá næstu 50 fréttir