Fleiri fréttir

Rosberg vill í toppslaginn með Williams

Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir.

Vancik og Khan í forystu á Johnnie Walker

Heimamaðurinn Shamin Khan og Argentínumaðurinn Daniel Vancik hafa forystu eftir fyrsta hringinn á Johnnie Walker mótinu í golfi sem fram fer á Indlandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Sýnarmenn að tjaldabaki í Barcelona

Starfsmenn Sýnar dvöldu að tjaldabaki í Barcelona á æfingum keppnisliða síðustu daga, en það var liður í margslunginni þáttagerð sem stendur til hjá Sýn vegna Formúlu 1.

Óstundvísi kom Miller á sölulista

Roy Keane, stjóri Sunderland, hefur upplýst að það hafi verið vegna óstundvísi sem hann ákvað að setja landa sinn Liam Miller á sölulista hjá félaginu.

Samningur í augsýn hjá Mascherano

Javier Mascherano hjá Liverpool segir að nú styttist í að hann geti gengið formlega í raðir liðsins þar sem hann er enn á lánssamningi eftir að hafa aldrei náð að festa sig í sessi hjá West Ham.

Alonso: Hamilton getur orðið heimsmeistari

Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili.

Forseti Lyon ósáttur við Ferguson

Jean-Michel Aulas, forseti franska félagsins Lyon, segir Alex Ferguson hjá Manchester United vera að reyna að koma framherjanum magnaða Karim Benzema úr jafnvægi með því að lýsa yfir áhuga á honum í blaðaviðtölum.

Gerrard: Evróputitill yrði ekki næg sárabót

Steven Gerrard segir að þó Liverpool tækist að vinna sigur í Meistaradeildinni í sumar, yrði það ekki næg sárabót fyrir vonbrigðin sem liðið hefur valdið í ensku úrvalsdeildinni.

Rijkaard er ánægður hjá Barcelona

Bróðir þjálfarans Frank Rijkaard hjá Barcelona segir hann ánægðan í herbúðum liðsins og blæs á slúðurfréttir ensku blaðanna um að Rijkaard muni taka við Chelsea ef Avram Grant nær ekki að skila titli eða titlum í hús í vor.

Sigurganga TCU stöðvuð í Utah

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í TCU háskólaliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir efsta liðinu Mountain West deildinni í nótt 68-53 í Salt Lake City. TCU hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn, en lið Utah hefur ekki tapað leik í vetur.

James setti met í tapi Cleveland

Hinn ótrúlegi LeBron James hjá Cleveland Cavaliers varð í nótt yngsti maðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora 10,000 stig á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig í 92-87 tapi fyrir Boston Celtics.

Xavi tryggði Barcelona jafntefli

Xaxi var hetja Barcelona sem gerði 1-1 jafntefli við Valencia í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Richards undir hnífinn

Manchester City staðfesti í kvöld að Micah Richards hefði gengist undir aðgerð á hné og verður frá af þeim sökum næstu vikurnar.

Sjálfsmark tryggði Middlesbrough sigur

Middlesbrough varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sig inn í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar með 1-0 sigri á Sheffield United í framlengdum leik.

Emil lék í tapleik Reggina

Reggina tapaði í kvöld fyrir Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0. Emil Hallfreðsson lék allan leikinn fyrir Reggina.

Keflavík burstaði Hauka

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna þar sem efsta lið deildarinnar, Keflavík, vann stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka.

FCK vann góðan sigur á GOG

Arnór Atlason og félagar í FCK eiga sigur næsta vísan í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að hafa unnið GOG í kvöld, 31-23, á útivelli.

Foster að verða klár í slaginn

Ben Foster, markvörður hjá Manchester United, er allur að koma til eftir að hann skaddaði krossbönd í hné síðastliðið sumar.

Savage ekki staðið undir væntingum

Paul Jewell, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Derby, segir að Robbie Savage hafi ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til liðsins í síðasta mánuði frá Blackburn fyrir 1,5 milljónir punda.

Enginn getur ógnað Tiger

Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum.

Molde á eftir Hannesi

Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Hannes Sigurðsson kunni að verða seldur frá Viking á næstunni og hefur Molde staðfest áhuga sinn á honum.

Keegan fær að kaupa í sumar

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur staðfest að hann muni verða duglegur á leikmannamarkaðnum í sumar. Hann segir þó að markmið sitt hjá félaginu í augnablikinu sé að bjarga Newcastle frá falli.

Eduardo farinn heim af sjúkrahúsi

Knattspyrnumaðurinn Eduardo hjá Arsenal hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og sendur til síns heima eftir að hafa fótbrotnað illa í leik um helgina. Hann var aðeins fjóra daga á sjúkrahúsi og horfir fram á að minnsta kosti níu mánuði frá keppni.

Kók, súkkulaði og majónes

Mikel Arteta hjá Everton hefur nú sagt frá því hvað landar hans í þjálfunarteymi Tottenham voru gáttaðir þegar þeir komust að því hvað var á matseðlinum hjá leikmönnum liðsins áður en Juande Ramos tók við.

Everton sækir um í Intertoto

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur sótt um að fá að vera með í Intertoto keppninni á næsta tímabili ef ske kynni að liðið kæmist ekki í Evrópukeppni í gegn um deildina.

Engin pressa á Alves fyrr en á næsta ári

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segist ætla að fara að ráðum Arsene Wenger þegar kemur að því að slípa framherjann Alfonso Alves inn í leik Boro liðsins.

Crespo langar að spila með Roma

Argentínski framherjinn Hernan Crespo hjá Inter hefur lýst því yfir að hann væri alveg til í að ganga í raðir Roma á næstu leiktíð. Crespo hefur lítið fengið að spila með Inter í vetur.

Hamilton aftur fljótastur á Spáni

McLaren ökumaðurinn Lewis Hamilton var enn og aftur í sérflokki á æfingum í Barcelona þar sem Formúluökuþórarnir undirbúa sig nú fyrir fyrstu keppni ársins sem verður í Ástralíu um miðjan næsta mánuð.

Kaka gæti átt stuttan feril

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segist óttast að Brasilíumaðurinn Kaka gæti þurfti að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum eins og Hollendingurinn Marco Van Basten nema hann fái meiri vernd frá dómurum.

Grant mætti ekki á stjóranámskeiðið

Nokkur óvissa ríkir nú með framtíð Avram Grant í stjórastólnum hjá Chelsea að mati breskra fjölmiðla eftir að hann mætti ekki á þjálfaranámskeið í heimalandi sínu á dögunum.

DIC á eftir hlut Gillett

Dubai International Capital hópurinn sem hefur áhuga á að eignast Liverpool, er nú á höttunum eftir hlut George Gillett í félaginu samkvæmt fréttum frá Englandi. Gillett á helmingshlut í Liverpool en meðeigandi hans Tom Hicks harðneitaði í gær að íhuga að selja sinn hlut.

Ten Cate: Við skiptumst á blótsyrðum

Hollenski þjálfarinn Henk ten Cate hjá Chelsea hefur viðurkennt að hann og John Terry fyrirliði hafi látið blótsyrðunum rigna hvor yfir annan á æfingunni fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn síðasta.

Beckham hefur áhyggjur af 100. leiknum

David Beckham segist gera sér fulla grein fyrir því að það verði ekki auðvelt fyrir sig að ná að spila 100. landsleikinn sinn fyrir Englendinga, en hann hefur mikið að sanna fyrir Fabio Capello ef hann ætlar sér að ná í enska hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum þann 26. mars næstkomandi.

Neville lék 60 mínútur í gær

Fyrirliðinn Gary Neville spilaði klukkutíma með varaliði Manchester United í gærkvöld þegar það tapaði 2-0 varaliði Liverpool. Þetta er nýjasta tilraun hins 33 ára gamla bakvarðar til að snúa aftur úr erfiðum meiðslum.

KR vann Reykjavíkurslaginn

Það var Reykjavíkurslagur í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur og KR mættust í Vodafonehöllinni. KR vann í hörkuleik 70-73 en liðið hafði ellefu stiga forystu í hálfleik.

Stuttgart tapaði fyrir 2. deildarliði

Það er alltaf nóg um óvænt úrslit í þýsku bikarkeppninni. Stuttgart féll úr leik fyrir 2. deildarliðinu Carl Jeiss Jena eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2.

Óvænt tap hjá Stoke

Þrír leikir voru í ensku 1. deildinni í kvöld. Athyglisverðustu úrslitin voru 2-0 sigur Preston á toppliði Stoke City en með sigrinum komst Preston úr fallsæti í deildinni.

Markalaust í Tórínó-slagnum

Einn leikur var í ítölsku A-deildinni í kvöld. Juventus og Tórínó gerðu markalaust jafntefli í grannaslag. Bæði lið áttu skot í tréverkið í leiknum en tókst ekki að finna leiðina yfir línuna góðu.

Yao Ming frá út tímabilið

Ljóst er að kínverski risinn Yao Ming leikur ekki meira með á þessu tímabili í NBA deildinni. Þetta er mikið áfall fyrir lið Houston Rockets sem hefur unnið tólf síðustu leiki sína í deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir