Handbolti

Logi skoraði tíu mörk fyrir Lemgo

Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Logi í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur
Logi Geirsson fór mikinn í sigri Lemgo á Grosswallstadt, 36-29, þar sem hann var markahæstur og skoraði tíu mörk.

Staðan í hálfleik var 19-15, Lemgo í vil, en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig. Grosswallstadt er í ellefta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Gummersbach gerði óvænt jafntefli við Essen sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar en Gummersbach í því sjötta. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk gegn sínu gamla félagi en Róbert Gunnarsson þrjú. Sverre Andreas Jakobsson lék í vörninni hjá Gummersbach.

Flensburg hélt pressunni á toppliði Kiel með sigri á Hamburg sem er í þriðja sæti deildarinnar, 39-28. Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Flensburg og Einar Hólmgeirsson eitt.

Flensburg er eftir sigurinn með 39 stig en Kiel er með 40 á toppi deildarinnar Hamburg er með 36 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×