Fleiri fréttir

Leclerc vann í Barein | Ver­stappen þurfti að hætta keppni

Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 af miklum krafti en fyrsti kappakstur ársins fór fram í Barein í dag. Charles Leclerc og Carlos Sainz komu fyrstir í mark en þar á eftir kom Lewis Hamilton hjá Mercedes eftir erfiðan hring. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen lauk ekki keppni.

Man City í undan­úr­slit eftir stór­sigur á Sout­hampton

Manchester City vann 4-1 sigur á Southampton í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Man City er þar með komið í undanúrslit ásamt Chelsea og Crystal Palace. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Liverpool eða Nottingham Forest verði síðasta liðið inn í undanúrslit.

Sandra skoraði 14 í naumum sigri Álaborgar

Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik í liði EH Álaborgar er liðið vann tveggja marka útisigur gegn DHG Óðinsvé í dönsku B-deildinni í handbolta í dag, 32-30.

Vandræði PSG halda áfram

Seinustu vikur hafa ekki verið góðar fyrir franska stórveldið Paris Saint-Germain, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin og félagar unnu stórsigur

Hörður Björgvin Magnússon lék síðari hálfleikinn fyrir CSKA Moskvu er liðið vann 6-1 stórsigur gegn Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Baldvin Þór í fjórtánda sæti á HM

Baldvin Þór Magnússon, hlaupari, keppti rétt í þessu í úrslitum í 3000 metra hlaupi á heimsmeistarmótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Belgrad í Serbíu. Hann komst í úrslit eftir frábært hlaup á föstudaginn en átti erfitt úrslitahlaup og endaði síðastur af þeim sem kláruðu hlaupið.

NBA: Úlfarnir áfram á siglingu

Minnesota Timberwolves hélt áfram góðu gegni sínu í NBA deildinni í nótt þegar að liðið bar sigurorð af ríkjandi meisturum Milwaukee Bucks, 138-119. Þeir Anthony Edwards og Karl Anthony-Towns skoruðu 25 stig hvor fyrir Timberwolves en Khris Middleton skoraði 15 stig fyrir Bucks.

Full­yrða að Rüdiger sé á leið til Juventus

Ítalski fjölmiðillinn La Gazzetta Dello Sport fullyrðir að þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger muni ganga í raðir Juventus í sumar. Þjóðverjinn er í dag leikmaður Chelsea en verður samningslaus er yfirstandandi tímabil rennur sitt skeið.

Leclerc á rá­spól í fyrstu keppni ársins

Charles Leclerc á Ferrari hafði betur gegn Max Verstappen í tímatökunni fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur ársins. Lewis Hamilton var nokkuð sáttur með tímatökuna eftir erfitt undirbúningstímabil þrátt fyrir að vera ekki meðal þriggja fremstu.

Meistararnir með nauman sigur

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman eins marks sigur á Rayo Vallecano í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum

Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. 

Óvæntur Bennacer hetja AC Milan

AC Milan vann nauman eins marks útisigur á Cagliari í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Milan er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Mjög sáttur með frammistöðu sinna manna

Thomas Tuchel var mjög ánægður með sína menn er Chelsea vann 2-0 útisigur á Middlesbrough í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Þjálfarinn var hvað ánægðastur með einbeitingu sinna manna en mikið hefur gengið á hjá Chelsea að undanförnu.

Svekkjandi jafntefli hjá Inter

Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese.

Patrik Sigurður og Samúel Kári í undanúrslit

Íslendinglið Viking í Noregi komst í dag í undanúrslit norsku bikarkeppninnar með 5-0 útisigri á KFUM Oslo. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson leika með Viking.

Dusty stríddi stórliðinu í upphafslotunum

Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mættu stórliðinu Dignitas í seinni leik sínum í undankeppni BLAST Premier mótsins í CS:GO í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotunum, en Dignitas sigldi fram úr og vann góðan sigur, 16-8.

Sjá næstu 50 fréttir