Fleiri fréttir

Eins og önnur fjölskylda fyrir hana

Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Einar, María og Elsa unnu flest gull á skíðalandsmótinu

Alpagreinafólkið Einar Kristinn Kristgeirsson og María Guðmundsdóttir frá Akureyri og skíðagöngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði unnu öll gullverðlaun á Skíðamóti Íslands sem lauk í gær en mótið fór fram á Dalvík og Ólafsfirði.

Enginn Þýskalandskappakstur

Nú hefur kappakstur í Þýskalandi verið formlega þurrkaður út af keppnisdagatali Formúlu 1 í ár.

Fyrsta tap Verona í fimm leikjum

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn þegar Verona beið lægri hlut fyrir Lazio á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-0, Lazio í vil.

Biðin á enda hjá Alfreð

Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Real Sociedad í 3-1 sigri liðsins á Córdoba í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Naumur sigur Kolbeins og félaga

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn þegar Ajax vann 1-0 sigur á Den Haag á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rosengård í góðri stöðu fyrir seinni leikinn

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård gerðu 1-1 jafntefli við Wolfsburg á útivelli í fyrri leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.

Víkingarnir komnir með bakið upp við vegg

Sigurður Þorsteinsson og félagar í sænska körfuboltaliðinu Solna Vikings töpuðu fyrir Borås Basket, 96-84, í átta-liða úrslitum úrslitakeppninnar þar í landi.

Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum

Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns.

Martin tryggði KR stig fyrir norðan

KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrri leik dagsins í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á gervigrasvelli KA-manna.

Malaga tyllti sér á toppinn

Unicaja Malaga, lið Jón Arnórs Stefánssonar, tyllti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með öruggum sigri á Iberostar Tenerife í dag. Lokatölur 71-89, Malaga í vil.

Viðar á skotskónum í Kína

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Jiangsu Guoxin-Sainty þegar liðið steinlá fyrir Shandong Lueng í kínversku ofurdeildinni í dag.

Louis van Gaal vildi ekki taka við Liverpool

Ensk blöð slá því upp í morgun að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United hafi hafnað því að taka við liði Liverpool á sínum tíma en Liverpool og United mætast einbeitt á eftir í stórleik helgarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir