Fleiri fréttir

Þrjú mörk og þrjú stig í Astana

Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt.

Grótta deildarmeistari

Grótta varð deildarmeistari í Olís-deild kvenna með sigri á KA/Þór norðan heiða í dag, en heil umferð fór fram í deildinni í dag. Valsstúlkur unnu einnig góðan sigur á Haukum.

Rosengård úr leik þrátt fyrir mark Söru

Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum fyrir FC Rosengård sem datt út fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í dag, en lokatölur urðu 3-3. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því Rosengård úr leik á útivallarmörkum.

Aron og lærisveinar ekki í úrslit

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding töpuðu fyrir Skjern í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar. Lokatölur urðu 26-23, en Kolding var þó yfir í hálfleik.

Twitter logar eftir mark Eiðs

Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað.

Markaleikur í sigri Vals á Þór

Valur fór langleiðina með að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla með 3-2 sigri á Þórsurum í dag. Leikið var í Egilshöll.

Barcelona óstöðvandi

Barcelona vann sextán marka sigur 41-25, á Benidorm í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en landsliðsfyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, skoraði þrjú mörk.

Auðvelt hjá Blikum gegn FH | Jeppe sá um Keflavík

Breiðablik og Stjarnan unnu leiki sína í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Breiðablik lagði Ísladsmeistaraefnin í FH af velli 3-0 og Stjarnan skoraði tvö mörk gegn engu hjá Keflavík.

Sjáðu viðtölin við Gunnar, Ívar og Hauk

Haukar héldu sér inn í einvíginu gegn Keflavík í Dominos-deild karla, en Haukarnir unnu fjórða leik liðanna í gærkvöldi, 100-88. Haukarnir leiddu í hálfleik 47-45.

Jón Daði og Hörður Bjögvin eiga harma að hefna

Tveir leikmenn í íslenska landsliðshópnum á móti Kasakstan eru mættir til landsins í annað skiptið á einu ári því þeir voru einnig með 21 árs landsliðinu þegar liðið spilaði í Astana í fyrra.

Sterling, Baines og Milner meiddust í gær

Raheem Sterling, Leighton Baines og James Milner munu ekki spila með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítalíu á þriðjudag eftir að hafa meiðst í 4-0 sigrinum gegn Litháen í gær. Einnig er óvíst með Danny Welbeck.

Mjölnismenn berjast í kvöld

Mjölnismennirnir Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia berjast allir á bardagakvöldi í Doncaster í kvöld. Egill og Birgir keppa í MMA en Diego í sparkboxi.

Hamilton hraðastur í bleytunni

Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Malasíu. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum

Emil Hallfreðsson mætir ekki alveg eins til leiks í dag og í síðasta landsleik í nóvember. Hann ákvað að minnast föður síns með sérstökum hætti þegar hann fékk sér húðflúr með honum á handlegginn.

Þetta er alveg ný spenna

Eiður Smári Guðjohnsen mun setja nýtt met um leið og hann kemur inn á völlinn á móti Kasakstan í dag.

Draumabyrjun hjá Harry Kane

Landsliðsferill Harry Kane byrjaði með ótrúlegum látum. Það tók hann 80 sekúndur að skora sitt fyrsta landsliðsmark.

Sjá næstu 50 fréttir