Fleiri fréttir

Frakkar enduðu sigurgöngu Rússa og mæta Spánverjum í úrslitaleiknum

Frakkar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrsta sinn eftir átta stiga sigur á Rússum í kvöld, 79-71, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Rússar spila á undan um bronsið við Makedóníumenn. Rússar voru búnir að vinna alla níu leiki sína á mótinu fyrir leikinn í kvöld.

Guardiola: Ég mun aldrei lofa því að Barcelona vinni titla

Það eru flestir tilbúnir að leggja mikið undir að Barcelona vinni stóru titlana á þessu tímabili en þjálfarinn Pep Guardiola vill þó ekki lofa neinu. Barcelona hefur unnið 12 af 15 titlum í boði síðan að þessi fertugi Spánverji tók við Barcelona-liðinu haustið 2008.

NBA-dómararnir búnir að semja

NBA-deildin og dómarar deildarinnar komu sér saman um nýjan fimm ára samning í nótt en það á síðan enn eftir að koma í ljós hvort dómararnir fái að dæma einhverja leiki í vetur því verkfall í NBA er enn í fullum gangi.

Zagreb-maðurinn Leko: Ég ætlaði aldrei að meiða Cristiano Ronaldo

Jerko Leko, leikmaður Dinamo Zagreb, segir ekkert til í því að hann hafi ætlað sér að meiða Cristiano Ronaldo í leik Dinamo Zagreb og Real Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Það þurfti að sauma nokkur spor í hægri ökkla Ronaldo eftir tæklingu Leko en Real Madrid vann leikinn 1-0.

Platini: Fótboltinn er í lífshættu

Michel Platini, forseti UEFA, óttast um framtíð fótboltans þar sem hvert spillingarmálið á fætur öðru hefur litið dagsins ljós að undanförnu og bíræfnir peningamenn virðast vera að hagræða úrslitum leikja út um allan heim.

Makedónar réðu ekkert við Navarro - Spánverjar í úrslitin á EM í körfu

Evrópumeistarar Spánverja eru komnir í úrslitaleikinn á þriðja Evrópumótinu í röð eftir tólf stiga sigur á Makedóníu, 92-80, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Spánverjar lentu í vandræðum í þessum leik á móti spútnikliði Makedóníu en fyrirliðinn Juan Carlos Navarro átti stórleik og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Spánverja.

Tinna gerist atvinnumaður - reynir við úrtökumótið í janúar

Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Laugardaginn 24. september mun Golfklúbburinn Keilir halda sérstakt styrktarmót fyrir Tinnu til að undirbúa þátttöku hennar í úrtökumóti fyrir mótaröðina, sem fram fer á La Manga á Spáni í janúar.

Pepsimörkin: Tryggvi Guðmundsson jafnaði markametið - myndband

Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV jafnaði markamet Inga Björn Albertssonar í gær þegar hann skoraði sitt 126. marka í efstu deild. Tryggvi skoraði annað mark ÍBV í 3-2 tapleik gegn Stjörnunni. Í myndbandinu má sjá öll mörkin hjá Tryggva á þessu tímabili en hann hefur skorað 9 mörk í 16 leikjum.

Leonardo vill fá Beckham til Parísar

Brasilíumaðurinn Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain, segist gjarnan vilja fá David Beckham til liðs við félagið.

Pepsimörkin: Öll mörkin úr 19. umferð

Öll mörkin og tilþrifin úr 19. umferð Pepsideildar karla voru sýnd í þættinum Pepsimörkin í gær á Stöð 2 sport. Hljómsveitin Genesis lagði til tónlistina í þetta myndband. Það er skammt stórra högga á milli í Pepsi-deildinni en næsta umferð fer fram á sunnudaginn og þar vekur leikur ÍBV og KR mesta athygli.

Tryggvi: Ég var ekki til sóma

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um "tilfinningarík“ fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi.

Peppi Pepsíkarl er alltaf tengdur við súrefni

Peppi Pepsíkall hefur látið að sér kveða á leikjum í Pepsideildinni í fótbolta í sumar en hann lék stórt hlutverk á blaðamannafundi í gær þar sem Ölgerðin og Sport Five skrifuðu undir samstarfssamning. Úrvalsdeild karla og kvenna mun bera nafnið Pepsideildin fram til ársins 2015 en samstarf þessara aðila hefur staðið yfir frá vorinu 2009.

Enn einn stórlaxinn úr Nessvæðinu

Þetta gæti sem hægast verið stærsti lax sumarsins og kunnugir eru á einu máli um að hann þessi hefði verið um eða yfir 30 pund þegar hann gekk spengilegur í Laxá í Aðaldal snemma sumars. En í morgun var hann 106 cm og veginn 27 pund.

Dalglish hefur ekki áhyggjur af Gerrard

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segist ekki hafa áhyggjur af því að Steven Gerrard verði ekki sami leikmaðurinn og áður eftir að hann snýr til baka eftir meiðsli.

Bara einn sigur hjá KR í síðustu fjórum heimaleikjum - myndir

KR-ingar komust aftur upp í efsta sæti Pepsi-deildar karla í gær þrátt fyrir að ná aðeins jafntefli á móti Grindavík á KR-vellinum. KR-ingar hafa aðeins náð að vinna einn af síðustu fjórum heimaleikjum sínum og það má segja að með því hafi þeir haldið mikilli spennu í titilbaráttunni.

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Heil umferð fór fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera enda sex leikir í gangi. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í kvöld á einum stað.

Blóðug slagsmál í Argentínu

Argentínumenn eru ekki bara góðir í fótbolta. Þeir eru líka mjög skapheitir og slagsmálin sem brjótast út á fótboltaleikjum þar ytra eru engu lík.

Undanúrslitin klár á EM í körfu - Rússar unnu Serba

Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á Evrópumótinu í körfubolta og tryggðu sér sæti í undanúrslitunum á EM í Litháen með því að vinna tíu stiga sigur á Serbum, 77-67, í átta liða úrslitunum í kvöld. Rússar mæta Frökkum í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast Spánverjar og Makedónar.

Ólafur: Náðum ekki að skapa þá þyngd sem þarf

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði kraft í sóknarleik síns liðs vanta til að ná að taka þrjú stig í Keflavík í kvöld en sætti sig þó við stigið. „Þrjú hefðu yljað en við tökum þessu stigi,“ sagði Ólafur eftir leikinn sem fór 1-1.

Willum: Gæti verið dýrmætt stig

Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur var ánægður með leik síns liðs gegn Breiðabliki í kvöld og þó hann hefði viljað öll stigin tók hann stiginu sem vannst fegins hendi.

Kristján: Allt annað að sjá til liðsins

„Við fengum ansi mörg færi í kvöld og ótrúlegt að við náum bara að koma boltanum einu sinni í netið,“ sagði Kristján Guðmundson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld.

Rúnar: Kjartan má orðið ekki gera neitt

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var vonsvikinn með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í Vesturbænum í kvöld. Hann var ósáttur við gult spjald Kjartans Henry Finnbogasonar sem verður í banni gegn Fylki í 21. umferðinni.

Björgólfur: Maður er bara í sjokki

„Þetta er búið að liggja í loftinu lengi en maður er samt í sjokki,“ sagði Björgólfur Takefusa, leikmaður Víkings, eftir að liðið hafði fallið niður í fyrstu deild.

Óli Baldur: Svona móment koma örsjaldan

"Þetta eru bara svona móment sem koma örsjaldan, nánast aldrei. Ég sneri baki í markið. Það kom hár bolti á mig og það var ekki mikið annað sem ég gat gert," sagði Óli Baldur Bjarnason leikmaður Grindavíkur. Hann tryggði sínum mönnum stig gegn KR í kvöld með sannkölluðu draumamarki.

Tryggvi: Metið skiptir engu máli núna

Tryggvi Guðmundsson jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild í kvöld er hann skoraði seinna mark ÍBV í 3-2 tapinu gegn Stjörnunni. Tryggvi gat ekki fagnað metinu í kvöld enda hundfúll að hafa tapað.

Bjarni: Hissa að sjá Tryggva og Finn á bekknum

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með strákana sína sem eru ólseigir á heimavelli sínum og virðist oft ganga betur gegn sterkari liðunum. Stjarnan vann flottan 3-2 sigur á ÍBV í kvöld.

Páll: Ekki þetta tal, í Guðs bænum!

“Þetta var sætur sigur,” sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir sigurinn gegn Fylki í dag. Þór vann með tveimur mörkum gegn engu.

Jóhann: Barcelona-stíllinn hentar okkur ekki

“Þetta var langþráður sigur, svo sannarlega,” sagði Jóhann Helgi Hannesson, Þórsari, eftir sigurinn á Fylki í kvöld. Jóhann barðist einna manna mest og er maður leiksins fyrir vikið.

Agger: Erum margfalt betri en í fyrra

Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, segir að liðið hafi stórbætt sig frá síðasta tímabili og fagnar því að félagið hafi keypt svo marga leikmenn á árinu.

Sjá næstu 50 fréttir