Fleiri fréttir

Fer Steve Nash til New York Knicks?

Steve Nash, sem tvívegis hefur verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur ekki náð því að vinna meistaratitil líkt og fyrrum liðsfélagi hans hjá Dallas – Dirk Nowitzki. Nash hefur leikið með Phoenix Suns undanfarin ár og samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð.

Rory fékk fimm ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni

Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar.

Vatnsdalsá opnaði í morgun

Núna er allt að komast á fullt. Árnar opna hver af annari og það er ekki að sjá annað en það stefni í gott sumar miðað við þessa byrjun. Langá opnar með 13 laxa og það bara á fyrri vaktinni, Kjósin með 9 laxa og það eru fleiri stórar ár að opna næstu daga.

Dynamo Kiev vill fá Niko Kranjcar frá Tottenham

Rússneska liðið Dynamo Kiev hefur áhuga á að fá Króatann Niko Kranjcar frá Tottenham í sumar. Kranjcar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Tottenham á undanförnum mánuðum og hann vill komast frá félaginu.

AC Milan hefur ekki borgað Barcelona krónu fyrir Zlatan Ibrahimovich

Forráðamenn Barcelona eru ekki sáttir við forsvarsmenn AC Milan þar sem að ítalska liðið á enn eftir að greiða eftirstöðvar af kaupverði sænska landsliðsframherjans Zlatans Ibrahimovich. AC Milan skuldar Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar.

Joey Barton orðaður við Arsenal

Það er án efa margt í gangi á bak við tjöldin á leikmannamarkaðinum á Englandi þessa dagana og margar óstaðfestar sögur í gangi. Joey Barton leikmaður Newcstle hefur tjáð sig um stöðu mála hjá Newcastle eftir að Kevin Nolan fór frá félaginu til West Ham. Barton var ekki sáttur og skrifaði að hann sjálfur gæti verið á förum ásamt þeim José Enrique og Jonas Gutierrez. Og það lið sem nefnt hefur verið sem næsti áfangastaður Barton er Arsenal.

Valur tekur á móti ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins

Þrír leikir fara fram í kvöld í 16-liða úrslitum Valitorbikarkeppni karla í fótbolta. Fyrsti leikur kvöldsins hefst kl. 18.00 á Vodafonevellinum á Hlíðarenda þar sem að Valur og ÍBV eigast við. Sá leikur verður í beinni netútvarpslýsingu á visir.is og að sjálfsögðu verður einnig boltavakt frá leiknum.

Rory McIlroy græðir á tá og fingri

Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum.

Chelsea færist nær því að semja við Andre Villas-Boas

Allt bendir til þess að hinn 33 ára gamli Andre Villas-Boas frá Portúgal taki við enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið á undanförnum dögum en Chelsea þarf líklega að greiða allt að 2,5 milljarða kr. til þess að losa Villas-Boas undan samningi hans við Porto í heimalandinu.

Dæmdir úr leik á EM fyrir að reykja í laumi

Það er ekki á hverjum degi sem að íþróttamenn eru dæmdir úr leik í miðri keppni á stórmóti vegna notkunar á ólöglegum efnum. Það gerðist hinsvegar á Evrópumeistaramótinu í keilu sem fram fer í München í Þýskalandi. Þrír keppendur voru dæmdir úr leik eftir að þeir voru staðnir að því að reykja fyrir utan keppnishöllina en keppendurnir komu frá Finnlandi, Slóvakíu og Rúmeníu.

Plankað við ánna

Eftir góða opnun í Laxá í Kjós hélt Jón Þór Júlíusson uppá daginn með góðu planki við ánna.

Nadal hóf titilvörnina á Wimbledon með sigri

Rafael Nadal frá Spáni hóf titilvörnina í gær á Wimbledon stórmótinu í tennis með því að leggja Bandaríkjamanninn Michael Russell í þremur settum í fyrstu umferð. Hinn 25 ára gamli Nadal var nokkuð lengi í gang en hann sigraði 6-4, 6-2 og 6-2. Nadal er efstur á heimslistanum og líklegur til afreka á mótinu.

Laxá í Aðaldal opnar með látum

Það er orðið ansi langt síðan Laxá í Aðaldal tók jafnvel á móti veiðimönnum eins og hún gerði við þessa opnun. Þrír af stærstu löxunum sem komu á land voru 21, 20 og 17 pund! Það sáust laxar víða og menn velta því nú fyrir sér hvort drottningin sé að komast í þann gír sem menn muna eftir frá fornu fari.

Messi með stórleik fyrir Argentínu í 4-0 sigri gegn Albaníu

Lionel Messi skoraði fyrir Argentínu í 4-0 sigri liðsins gegn Albanínu í vináttuleik sem fram fór í Buenos Aires. Þetta var síðasti landsleikur Argentínumanna áður en stórmótið Copa America hefst í byrjun júní. Messi var að venju allt í öllu í liði Argentínu en hann var maðurinn á bak við hin mörk liðsins.

Barcelona vill ekki greiða 35 milljónir punda fyrir Fabregas

Sandro Rosell forseti Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona segir að félagið vilji ekki greiða um 35 milljón pund fyrir Cesc Fabregas leikmann Arsenal – eða 6,5 milljarða kr. Rosell segir hinsvegar að spænski miðjumaðurinn muni gera allt sem hann getur til þess að komast til Barcelona í sumar.

Keflavík skellti Haukum - myndir

Keflavík komst í átta liða úrslit Valitor-bikarkeppninnar í gærkvöld er strákarnir úr Bítlabænum skelltu Haukum á gervigrasinu í Hafnarfirði.

Magnús: Töpum þessu í byrjun

„Við töpum leiknum í upphafi, úrvalsdeildarlið láta ekki svona færi fram hjá sér fara. Þeir refsa okkur grimmilega fyrir arfaslaka byrjun en eftir þessar fyrstu 25 mínútur þá finnst mér við vera síst slakara liðið en það dugar ekki þar sem við skorum færri mörk en þeir og þess vegna erum við úr leik. Ég er sáttur við seinni hálfleikinn og lokin á þeim fyrr en byrjunin var arfaslök,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Hauka eftir 3-1 ósigurinn gegn Keflavík í 16 liða úrslitum Valitor bikarsins í kvöld á heimavelli.

Willum: Bárum virðingu fyrir Haukum

Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur var að vonum ánægður með sigurinn og sætið í átta liða úrslitum Valitor bikarsins með 3-1 sigrinum á Haukum í kvöld og tók undir þau orð að byrjun liðsins í kvöld hafi gert gæfumuninn.

Pétur Markan: Ekkert sanngjarnt í fótbolta

„Ég er nokkuð ánægður með okkar leik í kvöld. Við mættum ákveðnir til leiks í fyrri hálfleik og vorum þá betri aðilinn en Þórsarar voru sterkari í síðari hálfleik eftir að við jöfnuðum og börðust einfaldlega bara meira en við fyrir sigrinum,“ sagði Pétur Georg Markan, leikmaður Víkings, eftir tapið gegn Þór í kvöld.

Marveaux samdi við Newcastle

Sylvain Marveaux hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Hinn 25 ára gamli framherji hafði verið orðaður við Liverpool en ekkert varð af þeim kaupum og Rennes leikmaðurinn endaði því í Newcastle. Marveaux stóðst ekki læknisskoðun hjá Liverpool en Newcastle tekur töluverða áhættu með því að semja við leikmanninn sem hefur verið meiddur frá því í nóvember.

Jack Warner varaforseti FIFA sagði af sér

Jack Warner, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA sagði í dag af sér en hann hefur verið eitt helsta fréttaefnið í fótboltaveröldinni undanfarnar vikur og mánuði. Warner hefur verið sakaður um óheildindi í starfi sínu hvað varðar umsóknarferlið fyrir HM í fótbolta og ýmislegt fleira.

Boltavarp Vísis á leik Hauka og Keflavíkur

Boltavarp Vísis verður á ferðinni í Hafnarfirði í kvöld. Nánar tiltekið á Ásvöllum þar sem leikur Hauka og Keflavíkur í 16-liða úrslitum Valitorsbikars karla fer fram.

Búið að velja landsliðin í golfi

Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur í golfi, er búinn að velja nokkur landslið í golfi fyrir komandi verkefni. Bæði fyrir fullorðinsmót sem og unglingamót.

Tómas Ingi: Auðvitað er þetta sárt

Tómas Ingi Tómasson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs HK. Við starfi hans tekur Ragnar Gíslason sem hefur verið yfirþjálfari yngri flokka hjá HK. Kópavogsliðinu hefur ekki gengið vel undir stjórn Tómasar Inga og situr á botni 1. deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sjö leiki.

Pearce verður líklega áfram þjálfari U21 árs liðs Englands

Enska knattspyrnusambandið hefur enn tröllatrú á þjálfaranum Stuart Pearce þrátt fyrir að U21 árs landslið Englands hafi ekki komist í undanúrslit EM í Danmörku. Pearce stendur til boða að skrifa undir tveggja ára samning við enska knattspyrnusambandið.

Keflavík og Fjölnir í átta liða úrslit

Lærisveinar Willums Þórs Þórssonar hjá Keflavík eru komnir í átta liða úrslit Valitor-bikarsins í knattspyrnu eftir fínan útisigur á Haukum, 1-3, í kvöld.

Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Þórs

Þór frá Akureyri tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu með 3-1 sigri á Víkingi á Akureyri. Eins og venjulega þetta sumarið var nokkuð kalt í veðri á Akureyri þegar Þórsarar tóku á móti Víkingum á Þórsvellinum í kvöld. Heimamenn virðast kunna nokkuð vel við sig í kuldanum því þeir unnu sinn annan sigur í þrem leikjum á Þórsvellinum.

Rory McIlroy í fjórða sæti heimslistans - Tiger í 17. sæti

Rory McIlroy er í fjórða sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í gær og hefur hinn 22 ára gamli Norður-Íri aldrei verið ofar á þessum lista. Luke Donald frá Englandi er enn efstur en hann hefur verið í efsta sætinu undanfarnar þrjár vikur.

Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt!

Laxá í Kjós opnaði í morgun og það eru mörg ár síðan hún hefur opnað jafnvel. Sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. Fleiri laxar sáust en 8 laxar á land á fyrstu vakt er niðurstaðan, sem er frábær opnun.

Bikarmeistaralið FH fer til Madeira í Evrópudeildinni

FH leikur gegn CD Nacional frá Portúgal í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en dregið var í dag. Bikarmeistararnir úr Hafnarfirði fara beint inn í 2. umferð keppninnar og fara leikirnir fram 14. og 21. júlí. CD Nacional er frá portúgölsku eyjunni Madeira en liðið endaði í sjötta sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Porto neitar því að Chelsea sé búið að ráða Villas-Boas

Forráðamenn portúgalska fótboltaliðsins Porto neita því að búið sé að ganga frá því að þjálfari liðsins Andre Villas-Boas taki við enska liðinu Chelsea. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Chelsea hafi nýtt sér ákvæði í samningi Villas-Boas þess efnis að hann gæti farið ef Porto fengi um 2,5 milljarða kr. greiðslu í staðinn.

Guðrún Brá og Björn Öder sigruðu í Leirdalnum

Þriðja stigamótið á Arion-stigamótaröð unglinga í golfi fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG um helgina og lék veðrið við keppendur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili heldur sigurgöngu sinni áfram því hún vann á ný í 17-18 flokki stúlkna en Guðrún hefur einnig unnið eitt stigamót í keppni fullorðinna á Eimskipsmótaröðinni. Björn Öder Ólafsson úr GO sigraði í 17-18 ára flokki pilta og er þetta fyrsti sigur hans í þeim flokki.

Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 26. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Tvöfaldur sigur hjá Brasilíu á HM í strandblaki, myndir

Heimsmeistaramótinu í strandblaki í karla og – kvennaflokki lauk í Róm á Ítalíu um helgina. Larissa Franca og Juliana Felisberta Silva frá Brasilíu sigruðu í kvennaflokknum og Brasilía fagnaði einnig sigri í karlaflokknum þar sem að Emanuel Rego og Alison Cerutti stóðu uppi sem sigurvegarar.

KR til Færeyja en ÍBV fékk írska mótherja

KR mætir ÍF frá Færeyjum í 1. umferð Evrópudeild UEFA í fótbolta karla og ÍBV mætir St. Patricks frá Írlandi en dregið var í morgun. Bikarmeistaralið FH situr hjá í fyrstu umferð og skýrist það síðar í dag hvaða lið Hafnfirðingar fá í keppninni.

Ólafur Kristjánsson: Ánægður með þessa niðurstöðu

"Ég var að vona að við myndum fá lið frá Skandinavíu þannig að ég er bara ánægður með þessa niðurstöðu. Og það skemmir ekki fyrir að Þrándheimur er vinabær Kópavogs,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks sem mætir liði Rosenborg í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Leikið í 16-liða úrslitum Valitorbikarsins í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld í Valitor bikarkeppni karla í fótbolta í 16-liða úrslitum. Pepsideildaliðin Þór og Víkingur úr Reykjavík eigast við á Þórsvelli á Akureyri og hefst sá leikur kl. 18.30. Tveir leikir hefjast kl. 19.15. Haukar, sem leika í 1. deild, taka á móti Keflvíkingum sem eru í efstu deild. Fjölnir og Hamar leika í Grafarvogi en Fjölnir er í næst efstu deild en Hamar úr Hveragerði leikur í 2. deild. Bein netútvarpslýsing verður frá leik Hauka og Keflavíkur á Boltavarpinu á visir.is.

Breiðablik mætir norska meistaraliðinu Rosenborg

Íslandsmeistaralið Breiðabliks í Pepsideild karla í fótbolta leikur gegn Rosenborg frá Noregi í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram 12. eða 13. júlí og sá síðari 19. eða 20. júlí.

Fyrsti laxinn í Elliðaánum

Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, renndi fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur.

Sjá næstu 50 fréttir