Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2011 15:11 Þórður Ingi Júlíusson og Júlíus faðir hans losa úr hrygnunni. Mynd: www.hreggnasi.is Laxá í Kjós opnaði í morgun og það eru mörg ár síðan hún hefur opnað jafnvel. Sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. Fleiri laxar sáust en 8 laxar á land á fyrstu vakt er niðurstaðan, sem er frábær opnun. Vatnið er gott í ánni og skilyrðin í morgun voru veiðimönnum mjög hliðholl. Veðurspá næstu daga er líka góð fyrir þá sem eiga bókaða daga á næstunni. Einhver væta gæti fallið í vikunni og svo birtir til um helgina. Þannig að það má búast við áframhaldi á góðri veiði í Kjósinni næstu daga.Flott hrygna úr LaxfossiMynd: www.hreggnasi.isÞað má reikna fastlega með því að fiskur fari að taka á hefðbundnum stöðum á næstunni. Við sögðum frá því í fyrri frétt í dag að veiðistaðir eins og Speglarnir, Pokafoss og Stekkjarfljót gæfu oft laxa strax úr mánaðarmótum júní/júlí en það eru auðvitað fleiri staðir í ánni þar sem fiskur stoppar oft í göngu og eru þeir of margir til að telja upp hér. Einn staður er þó einum lesanda Veiðivísis mjög kær því hann sendi okkur meil og sagði okkur að hann hefði oft veitt ánna í lok júní og iðullega tekið laxa á stöðum sem flestir færu framhjá. Þessi veiðimaður fer alltaf í Lambhagann og setur yfirleitt alltaf í lax þar sem hann liggur í strengnum fyrir framan bergið. Einu sinni var rauð tunna sem merkti staðinn vel en hann var ekki viss um að hún væri þar ennþá. Við þökkum þessa leiðsögn og vonumst til þess að þetta komi einhverjum sem er á leiðinni í Kjósina að góðu gagni. Stangveiði Mest lesið 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði
Laxá í Kjós opnaði í morgun og það eru mörg ár síðan hún hefur opnað jafnvel. Sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. Fleiri laxar sáust en 8 laxar á land á fyrstu vakt er niðurstaðan, sem er frábær opnun. Vatnið er gott í ánni og skilyrðin í morgun voru veiðimönnum mjög hliðholl. Veðurspá næstu daga er líka góð fyrir þá sem eiga bókaða daga á næstunni. Einhver væta gæti fallið í vikunni og svo birtir til um helgina. Þannig að það má búast við áframhaldi á góðri veiði í Kjósinni næstu daga.Flott hrygna úr LaxfossiMynd: www.hreggnasi.isÞað má reikna fastlega með því að fiskur fari að taka á hefðbundnum stöðum á næstunni. Við sögðum frá því í fyrri frétt í dag að veiðistaðir eins og Speglarnir, Pokafoss og Stekkjarfljót gæfu oft laxa strax úr mánaðarmótum júní/júlí en það eru auðvitað fleiri staðir í ánni þar sem fiskur stoppar oft í göngu og eru þeir of margir til að telja upp hér. Einn staður er þó einum lesanda Veiðivísis mjög kær því hann sendi okkur meil og sagði okkur að hann hefði oft veitt ánna í lok júní og iðullega tekið laxa á stöðum sem flestir færu framhjá. Þessi veiðimaður fer alltaf í Lambhagann og setur yfirleitt alltaf í lax þar sem hann liggur í strengnum fyrir framan bergið. Einu sinni var rauð tunna sem merkti staðinn vel en hann var ekki viss um að hún væri þar ennþá. Við þökkum þessa leiðsögn og vonumst til þess að þetta komi einhverjum sem er á leiðinni í Kjósina að góðu gagni.
Stangveiði Mest lesið 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Takan í vötnunum dettur niður í kuldanum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði