Fleiri fréttir James Hurst lék vel með 19 ára landsliði Englendinga í gær James Hurst, fyrrum leikmaður Eyjamanna, átti mjög góðan leik í hægri bakverðinum þegar 19 ára landslið Englendinga mætti Þjóðverjum í vináttulandsleik í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 1-0 en spilað var á heimavelli Chesterfield. 9.2.2011 17:00 Vieira: Tevez er eins góður og Thierry Henry var Patrick Vieira hrósaði Carlos Tevez mikið í viðtali við Daily Star í dag og segir að Argentínumaðurinn sé jafnmikivægur fyrir Manchester City og Frakkinn Thierry Henry var fyrir Arsenal á sínum tíma. Henry raðaði inn mörkum á meðan Arsenal raðaði inn titlum á átta árum hans hjá félaginu. 9.2.2011 16:30 Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma. 9.2.2011 16:00 Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. 9.2.2011 15:42 Bendtner: Walcott-sagan má ekki endurtaka sig með Wilshere Daninn Nicklas Bendtner hefur varað Englendinga við því að þeir verða að fara betur með Jack Wilshere en þeir gerðu með Theo Walcott á sínum tíma. Wilshere byrjar inn á í fyrsta sinn með enska landsliðinu á móti Dönum í kvöld. 9.2.2011 15:30 Ný auglýsing Njarðvíkinga: Ekkert klísturskjaftæði hér - myndband Njarðvíkingar eru búnir að hysja upp um sig buxurnar og farnir að vinna leiki í Iceland Express deild karla. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið upp úr fallsæti og upp í 9. sæti í deildinni. Það er því léttara yfir mönnum og það má nú sjá dæmi um það inn á Youtube-vefnum. 9.2.2011 15:00 Demirev þjálfar karlandsliðið í blaki Zdravko Demirev hefur verið ráðinn sem þjálfari karlalandsliðsins í blaki en Demirev er þjálfar bæði karla og kvennalið HK í Kópavogi. Zdravko var þjálfari karlalandsliðsins árið 2002 og undir hans stjórn varð Ísland í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum í Andorra. 9.2.2011 14:30 Innerhofer kom á óvart og sigraði risasviginu á HM Christof Innerhofer frá Ítalíu kom flestum á óvart í dag þegar hann fagnaði sigri í risasvigi (Super G) á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 26 ára gamli Innerhofer sigrar á stórmóti en hann hefur aðeins einu sinni sigrað á heimsbikarmóti á ferlinum. 9.2.2011 14:00 Bent og Rooney byrja líklega saman frammi á móti Dönum Darren Bent fær væntanlega tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Dönum í kvöld en Fabio Capello mun líklega tefla fram honum og Wayne Rooney saman í framlínu enska liðsins á Parken. 9.2.2011 13:30 Björgvin Hólmgeirsson dæmdur í eins leiks bann Björgvin Þór Hólmgeirsson verður ekki með Haukaliðinu á móti HK í N1 deild karla á morgun því hann var dæmdur í eins leiks bann af Aganefnd HSÍ í gær. 9.2.2011 13:00 Stelur Manchester United þessum strák af Porto? - myndband Honum hefur verið líkt við Lionel Messi og þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum heims. Hinn 17 ára gamli Juan Manuel Iturbe hefur farið á kostum með argentínska 20 ára landsliðinu í Suður-Ameríkukeppni 20 ára og yngri sem nú stendur yfir í Perú. 9.2.2011 12:30 Tíu íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferðinni í Evrópu á næstunni Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn verða á ferð um Evrópu næstu helgar í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins. Tíu aðilar, þrjú dómarapör og fjórir eftirlitsmenn hafa fengið úthlutað verkefni á næstunni. 9.2.2011 12:00 Capello líkir Jack Wilshere við Baresi, Maldini og Raúl Jack Wilshire, miðjumaður Arsenal, verður í fyrsta sinn í byrjunarliði enska landsliðsins í kvöld þegar Englendingar mæta Dönum í vináttulandsleik á Parken í Kaupmannahöfn. Fabio Capello hefur mikla trú á stráknum og ætlar að byggja enska landsliðið í kringum hann. 9.2.2011 11:30 Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina. 9.2.2011 10:53 Richard Keys og Andy Gray komnir með nýjan spjallþátt - í útvarpi Andy Gray og Richard Keys hafa fundið sér nýja vinnu eftir að Sky-Sjónvarpsstöðin rak þá á dögunum fyrir karlrembu ummæli sín um kvenkyns-dómara. Atvikið gerðist utan útsendingar á leik Wolves og Liverpool þegar Sian Massey var aðstoðardómari. 9.2.2011 10:45 Samningi Ingólfs við Heerenveen sagt upp - fer hann í Val? Ingólfur Sigurðsson er hættur hjá Heerenveen í Hollandi en það kemur fram á vef hollenska félagsins að samningi hans hafi verið sagt upp. Fótbolti.net skrifar um það í dag að Ingólfur sé hugsanlega á leiðinni í Val. 9.2.2011 10:15 Sir Alex samdi við Serbana um að hvíla Nemanja Vidic Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerði sitt í að tryggja það að liðið verði örugglega með annan aðalmiðvörð sinn kláran fyrir Manchester-slaginn á móti City á laugardaginn. 9.2.2011 09:45 Didier Drogba: Chelsea-liðið þjakað af þunglyndi Didier Drogba, framherji Chelsea, segir að tapið á móti Liverpool verði liðinu mjög dýrkeypt í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og að allt Chelsea-liðið sé í raun í sárum eftir leikinn. 9.2.2011 09:15 NBA: LeBron skoraði 41 stig í sjöunda sigri Miami í röð LeBron James var í stuði þegar Miami Heat vann 117-112 sigur á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsta tap Indiana-liðsins síðan Frank Vogel tók við liðinu. Indiana-liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð síðan að Larry Bird gaf Vogel tækifærið. 9.2.2011 09:00 Risa vináttulandsleikir í kvöld Það verða flottir landsleikir spilaðir í kvöld en þá fara fram fjölmargir vináttulandsleikir. Það eru sex vikur í að undankeppni EM 2012 fari aftur af stað á nýjan leik og er Ísland aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem eru ekki að spila í þessari viku. Hinar eru Færeyjar, Svartfjallaland og Litháen. 9.2.2011 07:00 Meint hjákona Tevez stígur fram Carlos Tevez stendur sig vel innan vallar sem utan því hann er duglegur að slá sér upp með hinum og þessum gyðjum frá Argentínu. 8.2.2011 23:30 Leikmenn Liverpool vilja halda Dalglish Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Kenny Dalglish skrifi undir langtímasamning við Liverpool. Hann er á mikilli siglingu með liðið og leikmenn vilja halda honum. 8.2.2011 23:00 Pep Guardiola búinn að framlengja samning sinn við Barcelona Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er búinn að samþykkja að framlengja samning við við Barcelona til enda næsta tímabils. Guardiola mun undirrita nýja samninginn á næstu dögum. 8.2.2011 22:30 Brasilíumaðurinn Motta stoltur af því að spila fyrir Ítalíu Það hefur vakið talsverða athygli að Brasilíumaðurinn Thiago Motta, sem leikur með Inter, hafi ákveðið að spila með ítalska landsliðinu. 8.2.2011 21:45 Sverre fékk tap í afmælisgjöf Sverre Jakobsson fékk ekki sigur í 34 ára afmælisgjöf þegar lið hans Grosswallstadt tapaði með sex marka mun á heimavelli á móti Magdeburg, 25-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 8.2.2011 21:21 Njarðvíkurkonur unnu í Grafarvoginum Njarðvíkurkonur stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni með níu stiga sigri á Fjölni, 88-79, í Grafarvoginum í kvöld en leikurinn var í b-deild Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Njarðvíkurliðið vann síðustu tvær mínútur leiksins 11-2. 8.2.2011 20:45 Rodgers fagnaði með Mikka mús "I´m going to Disney World," hefur löngum verið vinsæll frasi hjá bandarískum íþróttamönnum sem hafa unnið stóra titla. Frasinn hefur reyndar átt undir högg að sækja síðustu árin. Greinilega ekki jafn heitt lengur að heimsækja Mikka mús. 8.2.2011 20:15 Sundsvall vann 33 stiga stórsigur á heimavelli Sundsvall styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 33 stiga sigri á 08 Stockholm, 100-67 á heimavelli í kvöld. Þetta var fimmti sigur Sundsvall-liðsins í röð og ennfremur 18. sigurinn í síðustu 19 leikjum. Sundsvall er með sex stiga forskot á LF Basket á toppnum. 8.2.2011 20:00 Vilhjálmur nældi í gull í Svíþjóð Taekwondo-kappinn Vilhjálmur Guðmundsson, sem keppir fyrir Fram, gerði sér lítið fyrir um helgina og vann til gullverðlauna á sterku A-móti í evrópsku mótaröðinni í mínus 68 kg flokki. 8.2.2011 19:30 Force India liðið horfir til framtíðar eftir frumsýningu Force India liðið sem er í eigu Dr. Vijay Mallya, miljarðamærings frá Indlandi frumsýndi keppnisbíl sinn í dag á vefnum og kynnti þá Adrian Sutil frá Þýskalandi og Paul di Resta frá Skotlandi sem ökumenn liðsins. Varaökumaður er Nico Hulkenberg frá Þýskalandi sem ók með Williams í fyrra. 8.2.2011 19:14 Svíar unnu 2-0 sigur á Kýpur Kýpverjar, næstu mótherjar íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins, undirbjuggu sig fyrir Íslandsleikinn í næsta mánuði með því að fá Svía í heimsókn í dag. Svíar unnu leikinn 2-0 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum. 8.2.2011 19:11 Villa segir að Carroll og Suarez muni slá í gegn David Villa, framherji Barcelona, virðist fylgjast vel með enska boltanum því hann hefur nú lagt orð í belg varðandi hið nýja framherjapar Liverpool. 8.2.2011 18:45 Grant réð ekki við sig og hélt upp á afmælið í spilavíti Avram Grant, stjóri West Ham, varð 56 ára á sunnudag og fékk tap í afmælisgjöf frá lærisveinum sínum. Með tapinu fylgdi botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8.2.2011 18:00 Chelsea ætlar að bjóða 50 millur í Fabregas Barcelona fær ekki að bjóða í friði í Cesc Fabregas. Chelsea ætlar að blanda sér í slaginn og er sagt vera til í að greiða sömu upphæð og fyrir Fernando Torres - 50 milljónir punda. 8.2.2011 17:30 Massey fær aftur leik í úrvalsdeildinni Konan sem varð þess valdandi að Andy Gray og Richard Keys misstu vinnuna sína hjá Sky, Sian Massey, snýr aftur á línuna í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 8.2.2011 17:00 Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins Chelsea-maðurinn Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins á móti Dönum í vináttulandsleik í Parken í Kaupmannahöfn á morgun. Lampard fær fyrirliðabandið þar sem að aðalfyrirliðinn (Rio Ferdinand) og varafyrirliðinn (Steven Gerrard) eru báðir meiddir. 8.2.2011 16:19 Hlynur, Logi og Jakob allir valdir í Stjörnuleikinn í Svíþjóð Íslensku strákarnir hafa verið að standa sig frábærlega í sænska körfuboltanum í vetur og nú síðasta voru þrír þeirra valdir í Stjörnuleik deildarinnar sem fer fram 21. febrúar. Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson spila með norðurúrvalinu en Logi Gunnarsson var valinn í suðurliðið. 8.2.2011 15:45 Torres: Liverpool er stærra félag en Chelsea Fernando Torres hefur viðurkennt að Liverpool sé stærra félag en Chelsea en hann segist hafa yfirgefið Anfield þar sem hann hafði misst ástríðuna fyrir boltanum þar. 8.2.2011 15:03 Sloan framlengir við Utah Jazz Gamla brýnið Jerry Sloan er ekki af baki dottinn og hann er nú búinn að framlengja samning sinn við Utah Jazz um eitt ár. 8.2.2011 14:30 Kubica að braggast á spítalanum Lotus Renault sendi frá sér tilkynningu í dag sem segir að ástand Robert Kubica fari batnandi og ástand á framhandlegg hans gefi góðar vonir. 8.2.2011 14:27 Ótrúlegt áhorf á Super Bowl Annað árið í röð sló Super Bowl áhorfendametið í bandarísku sjónvarpi. Í fyrra sáu rúmlega 106 milljónir manna leikinn en í ár settust 111 milljónir Bandaríkjamanna fyrir framan kassann. 8.2.2011 13:45 Roman vill að Hiddink taki við af Arnesen Hollendingurinn Guus Hiddink er í miklum metum hjá Chelsea eftir að hafa staðið sig vel sem stjóri félagsins í þrjá mánuði eftir að Luiz Felipe Scolari var rekinn frá félaginu. 8.2.2011 13:15 Rooney gæti verið á leið fyrir dómstóla á nýjan leik Barátta Wayne Rooney við fyrrum umboðsmannafyrirtækið sitt, Proactive, er ekki lokið þar sem fyrirtækið hefur fengið grænt ljós á að áfrýja dómi frá því á síðasta ári. 8.2.2011 12:30 Man. City beðið um að hafa stjórn á Tevez Lögreglan í Manchester hefur beðið forráðamenn Man. City um að hafa hemil á Carlos Tevez fyrir leikinn gegn Man. Utd um helgina. 8.2.2011 12:00 Milito frá í mánuð Evrópumeistarar Inter hafa orðið fyrir miklu áfalli því framherjinn Diego Milito verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á læri. 8.2.2011 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
James Hurst lék vel með 19 ára landsliði Englendinga í gær James Hurst, fyrrum leikmaður Eyjamanna, átti mjög góðan leik í hægri bakverðinum þegar 19 ára landslið Englendinga mætti Þjóðverjum í vináttulandsleik í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 1-0 en spilað var á heimavelli Chesterfield. 9.2.2011 17:00
Vieira: Tevez er eins góður og Thierry Henry var Patrick Vieira hrósaði Carlos Tevez mikið í viðtali við Daily Star í dag og segir að Argentínumaðurinn sé jafnmikivægur fyrir Manchester City og Frakkinn Thierry Henry var fyrir Arsenal á sínum tíma. Henry raðaði inn mörkum á meðan Arsenal raðaði inn titlum á átta árum hans hjá félaginu. 9.2.2011 16:30
Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma. 9.2.2011 16:00
Lotus Renault vill ökumann sem getur sigrað í stað Kubica Georg Lopez eigandi Lotus Renault liðsins heimsótti Robert Kubica á spítalanum á Ítalíu í dag og mun bíða með að ákveða hver verður staðgengill hans þar til eftir æfingar á Jerez og Barcleona brautunum sem eru framundan. Samkvæmt frétt á autosport.com vill hann reyndan ökumann, ef raunin verður sú að Kubica verði frá keppni út þetta tímabil. Kubica meiddist í rallkeppni á sunnudaginn. 9.2.2011 15:42
Bendtner: Walcott-sagan má ekki endurtaka sig með Wilshere Daninn Nicklas Bendtner hefur varað Englendinga við því að þeir verða að fara betur með Jack Wilshere en þeir gerðu með Theo Walcott á sínum tíma. Wilshere byrjar inn á í fyrsta sinn með enska landsliðinu á móti Dönum í kvöld. 9.2.2011 15:30
Ný auglýsing Njarðvíkinga: Ekkert klísturskjaftæði hér - myndband Njarðvíkingar eru búnir að hysja upp um sig buxurnar og farnir að vinna leiki í Iceland Express deild karla. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið upp úr fallsæti og upp í 9. sæti í deildinni. Það er því léttara yfir mönnum og það má nú sjá dæmi um það inn á Youtube-vefnum. 9.2.2011 15:00
Demirev þjálfar karlandsliðið í blaki Zdravko Demirev hefur verið ráðinn sem þjálfari karlalandsliðsins í blaki en Demirev er þjálfar bæði karla og kvennalið HK í Kópavogi. Zdravko var þjálfari karlalandsliðsins árið 2002 og undir hans stjórn varð Ísland í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum í Andorra. 9.2.2011 14:30
Innerhofer kom á óvart og sigraði risasviginu á HM Christof Innerhofer frá Ítalíu kom flestum á óvart í dag þegar hann fagnaði sigri í risasvigi (Super G) á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 26 ára gamli Innerhofer sigrar á stórmóti en hann hefur aðeins einu sinni sigrað á heimsbikarmóti á ferlinum. 9.2.2011 14:00
Bent og Rooney byrja líklega saman frammi á móti Dönum Darren Bent fær væntanlega tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Dönum í kvöld en Fabio Capello mun líklega tefla fram honum og Wayne Rooney saman í framlínu enska liðsins á Parken. 9.2.2011 13:30
Björgvin Hólmgeirsson dæmdur í eins leiks bann Björgvin Þór Hólmgeirsson verður ekki með Haukaliðinu á móti HK í N1 deild karla á morgun því hann var dæmdur í eins leiks bann af Aganefnd HSÍ í gær. 9.2.2011 13:00
Stelur Manchester United þessum strák af Porto? - myndband Honum hefur verið líkt við Lionel Messi og þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum heims. Hinn 17 ára gamli Juan Manuel Iturbe hefur farið á kostum með argentínska 20 ára landsliðinu í Suður-Ameríkukeppni 20 ára og yngri sem nú stendur yfir í Perú. 9.2.2011 12:30
Tíu íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferðinni í Evrópu á næstunni Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn verða á ferð um Evrópu næstu helgar í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins. Tíu aðilar, þrjú dómarapör og fjórir eftirlitsmenn hafa fengið úthlutað verkefni á næstunni. 9.2.2011 12:00
Capello líkir Jack Wilshere við Baresi, Maldini og Raúl Jack Wilshire, miðjumaður Arsenal, verður í fyrsta sinn í byrjunarliði enska landsliðsins í kvöld þegar Englendingar mæta Dönum í vináttulandsleik á Parken í Kaupmannahöfn. Fabio Capello hefur mikla trú á stráknum og ætlar að byggja enska landsliðið í kringum hann. 9.2.2011 11:30
Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina. 9.2.2011 10:53
Richard Keys og Andy Gray komnir með nýjan spjallþátt - í útvarpi Andy Gray og Richard Keys hafa fundið sér nýja vinnu eftir að Sky-Sjónvarpsstöðin rak þá á dögunum fyrir karlrembu ummæli sín um kvenkyns-dómara. Atvikið gerðist utan útsendingar á leik Wolves og Liverpool þegar Sian Massey var aðstoðardómari. 9.2.2011 10:45
Samningi Ingólfs við Heerenveen sagt upp - fer hann í Val? Ingólfur Sigurðsson er hættur hjá Heerenveen í Hollandi en það kemur fram á vef hollenska félagsins að samningi hans hafi verið sagt upp. Fótbolti.net skrifar um það í dag að Ingólfur sé hugsanlega á leiðinni í Val. 9.2.2011 10:15
Sir Alex samdi við Serbana um að hvíla Nemanja Vidic Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerði sitt í að tryggja það að liðið verði örugglega með annan aðalmiðvörð sinn kláran fyrir Manchester-slaginn á móti City á laugardaginn. 9.2.2011 09:45
Didier Drogba: Chelsea-liðið þjakað af þunglyndi Didier Drogba, framherji Chelsea, segir að tapið á móti Liverpool verði liðinu mjög dýrkeypt í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og að allt Chelsea-liðið sé í raun í sárum eftir leikinn. 9.2.2011 09:15
NBA: LeBron skoraði 41 stig í sjöunda sigri Miami í röð LeBron James var í stuði þegar Miami Heat vann 117-112 sigur á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsta tap Indiana-liðsins síðan Frank Vogel tók við liðinu. Indiana-liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð síðan að Larry Bird gaf Vogel tækifærið. 9.2.2011 09:00
Risa vináttulandsleikir í kvöld Það verða flottir landsleikir spilaðir í kvöld en þá fara fram fjölmargir vináttulandsleikir. Það eru sex vikur í að undankeppni EM 2012 fari aftur af stað á nýjan leik og er Ísland aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem eru ekki að spila í þessari viku. Hinar eru Færeyjar, Svartfjallaland og Litháen. 9.2.2011 07:00
Meint hjákona Tevez stígur fram Carlos Tevez stendur sig vel innan vallar sem utan því hann er duglegur að slá sér upp með hinum og þessum gyðjum frá Argentínu. 8.2.2011 23:30
Leikmenn Liverpool vilja halda Dalglish Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær Kenny Dalglish skrifi undir langtímasamning við Liverpool. Hann er á mikilli siglingu með liðið og leikmenn vilja halda honum. 8.2.2011 23:00
Pep Guardiola búinn að framlengja samning sinn við Barcelona Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er búinn að samþykkja að framlengja samning við við Barcelona til enda næsta tímabils. Guardiola mun undirrita nýja samninginn á næstu dögum. 8.2.2011 22:30
Brasilíumaðurinn Motta stoltur af því að spila fyrir Ítalíu Það hefur vakið talsverða athygli að Brasilíumaðurinn Thiago Motta, sem leikur með Inter, hafi ákveðið að spila með ítalska landsliðinu. 8.2.2011 21:45
Sverre fékk tap í afmælisgjöf Sverre Jakobsson fékk ekki sigur í 34 ára afmælisgjöf þegar lið hans Grosswallstadt tapaði með sex marka mun á heimavelli á móti Magdeburg, 25-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 8.2.2011 21:21
Njarðvíkurkonur unnu í Grafarvoginum Njarðvíkurkonur stigu stórt skref í átt að úrslitakeppninni með níu stiga sigri á Fjölni, 88-79, í Grafarvoginum í kvöld en leikurinn var í b-deild Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Njarðvíkurliðið vann síðustu tvær mínútur leiksins 11-2. 8.2.2011 20:45
Rodgers fagnaði með Mikka mús "I´m going to Disney World," hefur löngum verið vinsæll frasi hjá bandarískum íþróttamönnum sem hafa unnið stóra titla. Frasinn hefur reyndar átt undir högg að sækja síðustu árin. Greinilega ekki jafn heitt lengur að heimsækja Mikka mús. 8.2.2011 20:15
Sundsvall vann 33 stiga stórsigur á heimavelli Sundsvall styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 33 stiga sigri á 08 Stockholm, 100-67 á heimavelli í kvöld. Þetta var fimmti sigur Sundsvall-liðsins í röð og ennfremur 18. sigurinn í síðustu 19 leikjum. Sundsvall er með sex stiga forskot á LF Basket á toppnum. 8.2.2011 20:00
Vilhjálmur nældi í gull í Svíþjóð Taekwondo-kappinn Vilhjálmur Guðmundsson, sem keppir fyrir Fram, gerði sér lítið fyrir um helgina og vann til gullverðlauna á sterku A-móti í evrópsku mótaröðinni í mínus 68 kg flokki. 8.2.2011 19:30
Force India liðið horfir til framtíðar eftir frumsýningu Force India liðið sem er í eigu Dr. Vijay Mallya, miljarðamærings frá Indlandi frumsýndi keppnisbíl sinn í dag á vefnum og kynnti þá Adrian Sutil frá Þýskalandi og Paul di Resta frá Skotlandi sem ökumenn liðsins. Varaökumaður er Nico Hulkenberg frá Þýskalandi sem ók með Williams í fyrra. 8.2.2011 19:14
Svíar unnu 2-0 sigur á Kýpur Kýpverjar, næstu mótherjar íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins, undirbjuggu sig fyrir Íslandsleikinn í næsta mánuði með því að fá Svía í heimsókn í dag. Svíar unnu leikinn 2-0 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum. 8.2.2011 19:11
Villa segir að Carroll og Suarez muni slá í gegn David Villa, framherji Barcelona, virðist fylgjast vel með enska boltanum því hann hefur nú lagt orð í belg varðandi hið nýja framherjapar Liverpool. 8.2.2011 18:45
Grant réð ekki við sig og hélt upp á afmælið í spilavíti Avram Grant, stjóri West Ham, varð 56 ára á sunnudag og fékk tap í afmælisgjöf frá lærisveinum sínum. Með tapinu fylgdi botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar. 8.2.2011 18:00
Chelsea ætlar að bjóða 50 millur í Fabregas Barcelona fær ekki að bjóða í friði í Cesc Fabregas. Chelsea ætlar að blanda sér í slaginn og er sagt vera til í að greiða sömu upphæð og fyrir Fernando Torres - 50 milljónir punda. 8.2.2011 17:30
Massey fær aftur leik í úrvalsdeildinni Konan sem varð þess valdandi að Andy Gray og Richard Keys misstu vinnuna sína hjá Sky, Sian Massey, snýr aftur á línuna í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 8.2.2011 17:00
Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins Chelsea-maðurinn Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins á móti Dönum í vináttulandsleik í Parken í Kaupmannahöfn á morgun. Lampard fær fyrirliðabandið þar sem að aðalfyrirliðinn (Rio Ferdinand) og varafyrirliðinn (Steven Gerrard) eru báðir meiddir. 8.2.2011 16:19
Hlynur, Logi og Jakob allir valdir í Stjörnuleikinn í Svíþjóð Íslensku strákarnir hafa verið að standa sig frábærlega í sænska körfuboltanum í vetur og nú síðasta voru þrír þeirra valdir í Stjörnuleik deildarinnar sem fer fram 21. febrúar. Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson spila með norðurúrvalinu en Logi Gunnarsson var valinn í suðurliðið. 8.2.2011 15:45
Torres: Liverpool er stærra félag en Chelsea Fernando Torres hefur viðurkennt að Liverpool sé stærra félag en Chelsea en hann segist hafa yfirgefið Anfield þar sem hann hafði misst ástríðuna fyrir boltanum þar. 8.2.2011 15:03
Sloan framlengir við Utah Jazz Gamla brýnið Jerry Sloan er ekki af baki dottinn og hann er nú búinn að framlengja samning sinn við Utah Jazz um eitt ár. 8.2.2011 14:30
Kubica að braggast á spítalanum Lotus Renault sendi frá sér tilkynningu í dag sem segir að ástand Robert Kubica fari batnandi og ástand á framhandlegg hans gefi góðar vonir. 8.2.2011 14:27
Ótrúlegt áhorf á Super Bowl Annað árið í röð sló Super Bowl áhorfendametið í bandarísku sjónvarpi. Í fyrra sáu rúmlega 106 milljónir manna leikinn en í ár settust 111 milljónir Bandaríkjamanna fyrir framan kassann. 8.2.2011 13:45
Roman vill að Hiddink taki við af Arnesen Hollendingurinn Guus Hiddink er í miklum metum hjá Chelsea eftir að hafa staðið sig vel sem stjóri félagsins í þrjá mánuði eftir að Luiz Felipe Scolari var rekinn frá félaginu. 8.2.2011 13:15
Rooney gæti verið á leið fyrir dómstóla á nýjan leik Barátta Wayne Rooney við fyrrum umboðsmannafyrirtækið sitt, Proactive, er ekki lokið þar sem fyrirtækið hefur fengið grænt ljós á að áfrýja dómi frá því á síðasta ári. 8.2.2011 12:30
Man. City beðið um að hafa stjórn á Tevez Lögreglan í Manchester hefur beðið forráðamenn Man. City um að hafa hemil á Carlos Tevez fyrir leikinn gegn Man. Utd um helgina. 8.2.2011 12:00
Milito frá í mánuð Evrópumeistarar Inter hafa orðið fyrir miklu áfalli því framherjinn Diego Milito verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á læri. 8.2.2011 11:15