Fleiri fréttir

Kvennalið Hauka búið að fá til sín breska stelpu

Haukar hafa ákveðið að bæta erlendum leikmanni við kvennalið sitt. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnson mun leika með liðinu fram á vor en fyrir er bandaríski bakvörðurinn Kathleen Patricia Snodgrass.

Fram búið að lána átján ára strák til Juventus

Hörður Björgvin Magnússon leikmaður meistarflokks Fram í knattspyrnu skrifaði í dag undir lánssamning við ítalska stórliðið Juventus en þessi átján ára strákur verður hjá ítalska liðinu fram í júní. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.

Leikmannasamtökin hafa áhyggjur af kærunni á Babel

Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, segir að leikmenn verði að fá að hafa málfrelsi og möguleika á því að geta tjáð sig á samskiptasíðum. Taylor tjáði sig um kæru enska sambandsins á Liverpool-manninum Ryan Babel sem birti mynd af dómaranum Howard Webb á twitter-síðu sinni eftir bikartapið á sunnudaginn.

Taka Einar og Friðrik við Njarðvíkurliðinu?

Svo gæti farið að þeir Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson taki að sér þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Sigurður Ingimundarson hætti störfum sem þjálfari liðsins í gær eftir afleitt gengi liðsins að undanförnu.

Milan vill kaupa Van Bommel

AC Milan ætlar að styrkja sig i janúar og er þessa dagana að bera víurnar í hinn hollenska miðjumann FC Bayern, Mark van Bommel.

Laird var kýldur af afbrýðisömum kærasta

Nú er búið að finna ástæðuna fyrir því af hverju Scott Laird, leikmaður Stevenage, var kýldur af stuðningsmanni liðsins eftir frækinn sigur liðsins á Newcastle í bikarnum.

Juventus sýnir Torres áhuga

Þó svo Fernando Torres sé í lélegu formi hafa menn ekki misst trúna á honum. Juventus er núna að gera sér vonir um að geta keypt hann frá Liverpool næsta sumar.

Mourinho: Kaká verður ekki seldur

Real Madrid var búið að setja Brasilíumanninn Kaká á sölulista á dögunum en nú segir þjálfari liðsins, José Mourinho, að ekki komi til greina að selja leikmanninn.

Liverpool og Tottenham á eftir Suarez

Þó svo hann bíti andstæðinga þá er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez hjá Ajax afar eftirsóttur. Bæði Tottenham og Liverpool hafa áhuga á að næla í kappann.

Spurs á eftir Phil Neville

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, kemur stöðugt á óvart og nú hefur það kvisast út að hann sé ekki bara að reyna að fá David Beckham heldur einnig fyrrum félaga Beckham hjá Man. Utd, Phil Neville.

Brottrekstur Hodgson hefur ekki áhrif á leikmannakaup

Það er ekki ókeypis að reka knattspyrnustjóra. Liverpool var að losa sig við einn slíkan eftir stuttan tíma í starfi en starfslokasamningurinn við Roy Hodgson mun ekki hafa áhrif á þá peninga sem félagið ætlaði að nota á leikmannamarkaðnum.

Ronaldinho samdi við Flamengo

Loksins er sápuóperunni um Ronaldinho lokið en kappinn samdi við brasilíska félagið Flamengo eftir allt saman.

NBA: Boston tapaði gegn Houston

Það var róleg nótt í NBA-deildinni enda fóru aðeins þrír leikir fram. Boston mátti þá þola tap á heimavelli gegn Houston en það kom nokkuð á óvart.

Sigurður Ingimundarson hættur með Njarðvíkurliðið

Stjörn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og Sigurður Ingimundarson þjálfari karlaliðs félagsins hafa komist að þeirri sameiginlegu ákvörðun að Sigurður hætti þjálfun liðsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Juventus hefur áhuga á Babel

Juventus hefur góða reynslu af því að nýta leikmenn sem Liverpool getur ekki notað. Alberto Aquilani hefur blómstrað hjá liðinu síðan hann kom þangað frá Liverpool.

Chile er ekki að fara að gera neinar rósir á HM

Opnunarleikur HM í handbolta verður viðureign Svía og Chile. Suður-Ameríkanarnir hafa ekki getið sér gott orð á handboltavellinum hingað til og munu tæplega slá í gegn í Svíþjóð.

Demba Ba getur verið upp í stúku í fýlu

Það er orðið alveg ljóst að engar sættir verða á milli leikmannsins Demba Ba og Hoffenheim. Það staðfestir framkvæmdastjóri félagsins, Ernst Tanner.

HM 2026 í Indlandi?

Sú ákvörðun FIFA að halda HM í Katar og Rússlandi vakti óskipta athygli heimsins. Forráðamenn FIFA eru ekki hættir að koma á óvart og gæla nú við að halda HM á Indlandi árið 2026.

Viðbjóðsleg hegðun hjá Diouf

El-Hadji Diouf, leikmaður Blackburn, varð sér enn eina ferðina til skammar um helgina er Blackburn mætti QPR í bikarkeppninni.

Ólafur Jóhannesson valdi Iniesta og Del Bosque besta

FIFA gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld hvaða leikmenn fengu atkvæði frá fulltrúum Íslands í kjöri FIFA og France Football á besta knattspyrnumanni heims. Landliðsþjálfarinn, landsliðsfyrirliðinn og einn blaðamaður höfðu atkvæðisrétt frá hverju landi.

Grindvíkingar auðveldlega inn í undanúrslitin

Grindavík varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. KR, Haukar og Tindastóll komust áfram eftir sigra í leikjum sínum um helgina og verða því í pottinum með Grindvíkingum.

Guðmundur má tvisvar sinnum breyta hópnum á HM

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi í kvöld þá 17 leikmenn sem fara til Svíþjóðar á HM í handbolta sem hefst á föstudaginn. Guðmundur hafði í huga við valið að nýjar reglur gilda núna um leikmannahópanna í keppninni.

Enska sambandið búið að kæra Ryan Babel

Ryan Babel, leikmaður Liverpool, varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að fara fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir skrif inn á Twitter-síðu. Babel hefur frest til fimmtudags til að svara kærunni.

Arabískt lið vill fá Nistelrooy

Hollenski framherjinn hjá Hamburg, Ruud Van Nistelrooy, gæti söðlað um eftir tímabilið og samið við lið í Sádi Arabíu. Hann fengi fyrir vikið vænan seðil.

HM-hópurinn klár: Sveinbjörn og Sturla detta út

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, tilkynnti leikmönnum það á æfingu nú rétt áðan hvaða sautján leikmenn fá að fara með á HM í handbolta í Svíþjóð.

Maradona: Ég er með tilboð frá ensku félagi

Diego Maradona heldur því fram að hann sé búinn að fá tilboð um að gerast stjóri hjá ensku félagi. Maradona segist vera á leiðinni til Englands í næsta mánuði til þess að ræða hugsanlegan samning.

Dóra María til Svíþjóðar

Þó svo Dóra María Lárusdóttir hafi hafnað Rayo Vallecano á dögunum mun hún samt spila erlendis á næstu leiktíð. Hún er nefnilega búin að semja við sænska félagið Djurgarden. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Ribery tekur fagnandi á móti nýju ári

Árið 2010 var ekki gott fyrir franska knattspyrnumanninn Franck Ribery. Innan vallar gekk ekki vel og hann var þess utan mikið meiddur. Utan vallar lenti hann síðan í kynlífshneyksli.

Jewell tekur við af Keane

Forráðamenn Ipswich voru ekki lengi að finna arftaka Roy Keane sem þeir ráku fyrir helgi. Félagið réð í dag Paul Jewell í hans stað.

Henry þjálfar framherja Arsenal

Thierry Henry er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Arsenal og þeir glöddust er hann kom aftur til æfinga hjá félaginu í dag. Hann mun æfa með liðinu næstu daga svo hann fari til Bandaríkjanna í góðu formi.

Wilbek búinn að velja 15 manna hóp

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur valið 15 manna hóp fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í þessari viku.

Allt í góðu milli Houllier og Pires

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, segir að það sé allt í góðu milli sín og Robert Pires. Leikmaðurinn er mjög ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila og er óhræddur að tjá sig um það.

Clarke ráðinn til Liverpool

Liverpool tilkynnti í dag að það hefði ráðið Steve Clarke í þjálfarateymi félagsins. Clarke er þaulvanur kappi sem var áður hjá Chelsea, Newcastle og West Ham.

Óvænt úrslit í úrslitakeppni NFL-deildarinnar

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um helgina en þá voru spilaðir hinir svokölluðu "Wild Card" leikir. Er óhætt að segja að úrslitakeppnin hafi byrjað með miklum látum og úrslit afar óvænt.

Beckham gæti enn spilað með Spurs

Það er ekki enn útilokað að David Beckham spili með Tottenham eftir allt saman. Hann hefur þegar samþykkt að æfa með félaginu til 10. febrúar.

Rooney hugsanlega með gegn Spurs

Wayne Rooney gat ekki leikið með Man. Utd gegn Liverpool eins og vonast var til. Hann er þó á fínum batavegi og gæti spilað gegn Tottenham sem er næsti leikur toppliðsins.

Wenger gæti verslað varnarmann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti rifið upp veskið í mánuðinum ef meiðsli Sebastian Squillaci eru alvarleg en það gæti skýrst í dag hvort hann hefði meiðst illa í leiknum gegn Leeds.

Maradona orðaður við Fulham

Diego Armando Maradona hefur iðulega verið orðaður við þjálfarastöðu á Englandi síðustu vikur. Nú segist kappinn vera kominn með tilboð frá Englandi og hann ætlar að ferðast til Englands í næsta mánuði til viðræðna.

Lakers og Miami á sigurbraut

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og var lítið um óvænt úrslit. Lakers, Miami, San Antonio og Phoenix unnu öll sigra í sínum leikjum.

Höfum ekkert unnið enn á HM

Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í handbolta líti vel út fyrir HM í Svíþjóð sem hefst nú á fimmtudaginn. Ísland vann sterkt lið Þýskalands í báðum æfingaleikjum liðanna í Laugardalshöll um helgina, þann síðari á laugardaginn, 31-27.

Sjá næstu 50 fréttir