Fleiri fréttir

Spalletti: Margir sköllóttir menn í Mílanó

Sprelligosinn Luciano Spalletti segist ekkert hafa heyrt í forráðamönnum Inter á Ítalíu. Spalletti er þjálfari Zenit frá Pétursborg en hefur verið orðaður við stöðuna hjá Inter.

Nasri segir Old Trafford ekki vera jafn ógnvekjandi og áður

Frakkinn Samir Nasri hefur farið á kostum með Arsenal-liðinu að undanförnu og hann er sannfærður um að liðið geti náð góðum úrslitum í toppslagnum á móti Manchester United á Old Trafford á morgun. Arsenal fór upp fyrir United um síðustu helgi og komst í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sturla: Okkur langaði meira í sigurinn

„Við erum að ná að binda vörnina saman og þá erum við komnir með stöðuga markvörslu. Með svona vörn og markvörslu erum við illviðráðanlegir," sagði Sturla Ásgeirsson leikmaður Vals eftir tíu marka sigurinn gegn HK.

Reynir: Kortlögðum Akureyringa mjög vel

Reynir Þór Reynisson var stoltur af strákunum sínum eftir góðan sigur á Akureyri í dag. Góður undirbúningur skipti sköpum að hans sögn en Fram vann leikinn 30-34.

Atli: Spilamennskan var léleg

Atli Hilmarsson var eðlilega ekki ánægður með leik sinna manna í Akureyri í dag. Það tapaði fyrsta leik sínum í vetur, fyrir Fram, 30-34.

Kristinn: Eins og hrunin spilaborg

„Valsmenn ætluðu sér bara sigurinn í dag en við vorum ekki ákveðnir í hvað við ætluðum að gera,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir að liðið tapaði fyrir Val í dag með tíu marka mun.

Guðjón Valur innsiglaði sigurinn í lokin - skoraði fimm í seinni

Guðjón Valur Sigurðsson er kominn aftur eftir margra mánaða meiðsli og farinn að hjálpa Rhein-Neckar Löwen liðinu að ná í mikilvæg stig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í tveggja marka sigri á Gummersbach í kvöld

Haraldur: Stefnum á titilinn

Haraldur Þorvarðarson, línumaður og fyrirliði Fram, átti góðan leik þegar liðið vann Akureyri 30-34 í N1-deild karla í dag. Hann segir að liðið stefni á titil og ekkert annað.

Drogba klikkaði á víti í lokin í jafntefli Tottenham og Chelsea

Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á White Hart Lane í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Roman Pavlyuchenko kom Tottenham yfir en Didier Drogba kom inn á sem varamaður og tryggði Chelsea stig en hann hefði getað tryggt liðinu sigur úr víti í uppbótartíma leiksins. Leikurinn var frábær skemmtun, mikill hraði og nóg af dramatík.

FH-ingar unnu örugglega á Selfossi

FH-ingar unnu öruggan sex marka sigur á Selfossi, 38-32 í N1 deild karla í handbolta í dag og eru því með jafnmörg stig og Hk og Haukar í 3. til 5. sæti deildarinnar. FH voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 20-16.

Valsmenn burstuðu HK-inga í Digranesinu

Valsmenn unnu tíu marka stórsigur á HK, 32-22, í N1 deild karla í handbotla í Digranesi í dag. Valsmenn hafa þar með unnið alla þrjá leiki sína síðan að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni.

Fletcher: Ég er ekki grófur leikmaður

Enskir fjölmiðlar hafa rifjað upp ummæli Arsene Wenger, stjóra Arsenal, sem hann átti um Manchester United manninn Darren Fletcher í fyrra. Franski stjórinn gagnrýndi spilamennsku Fletcher eftir leik liðanna í fyrra og kallaði hann grófan og óheiðarlegan leikmann.

Auðunn og Gillz vilja reka Jógvan, Hjöbba og Gumma Ben úr liðinu

Það var mikið fjör á Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær og annað árið í röð sló í gegn leikur Celeb-liðsins við gamla landsliðsmenn. Gömlu landsliðsmennirnir höfðu betur annað árið í röð en þeir frægu voru með skýringar á tapinu á tæru þegar Vísir heyrði í þeim eftir leikinn.

Bolton skoraði tvö mörk manni færri og vann Blackburn

Bolton vann 2-1 sigur á Blackburn í ensku úrvalsdeildini þrátt fyrir að lenda manni undir í stöðunni 0-0 þegar 34 mínútur voru eftir af leiknum. Wolves bætti stöðu sína á botninum með því að vinna 1-0 sigur á Birmingham.

Bruno Labbadia verður þriðji þjálfari Stuttgart á tímabilinu

Bruno Labbadia hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart og mun verða kynntur til leik seinna í dag. Labbadia fær það krefjandi verkefni að koma þessu gamla stórliði upp út fallsæti en það eru aðeins þrjú ár síðan liðið varð þýskur meistari.

Dýrmætt sigurmark en dýrkeyptur fögnuður

Juan Angel Albin tryggði Getafe 1-0 sigur á Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en markið skoraði hann á 90. mínútu leiksins og tryggði sínu liði þar sem þriðja sigurinn í röð.

Zlatan Ibrahimovic maðurinn á bak við sigur AC Milan

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var maðurinn á bak við 3-0 útisigur AC Milan á Bologna í ítölsku deildinni í dag en með honum náði liðið sex stiga forskot á Lazio og Napoli. Lazio á reyndar leik inni seinna í dag.

Schweinsteiger: Vil frekar vinna Meistaradeildina með Bayern en Real

Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, hefur verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu að undanförnu en eyddi öllum vangaveltum í gær með því að skrifa undir nýjan samning við þýska liðið sem gildir til ársins 2016.

Farið að minna á Rooney-farsann - City hafnar beiðni Tevez

Manchester City hefur hafnað beiðni Carlos Tevez um að vera seldur frá félaginu og hafa forráðamenn félagsins lýst yfir vonbrigðum með fyrirliðann sinn sem hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins á þeim átján mánuðum sem liðnir eru síðan að hann kom frá Manchester United.

NBA: Tólf í röð hjá Dallas, tíu í röð hjá Boston, átta í röð hjá Miami

Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira.

Carlos Tevez vill fara frá Manchester City

Carlos Tevez er ekki lengur ánægður hjá Manchester City því samkvæmt frétt á Guardian þá hefur hann lagt inn formlega beiðni um að vera seldur frá enska félaginu. Tevez og stjórinn Roberto Mancini hafa deilt upp á síðkastið og argentínski framherjinn er víst ósáttur með varnarsinnaðan leik liðsins.

Ármenningar og JR-stúlkur sveitameistarar í júdó

Karlasveit Ármanns og kvennsveit Júdófélags Reykjavíkur urðu í gær Íslandsmeistarar í sveitakeppni i júdó. Það voru átta karlasveitir og tvær kvennasveitir sem tóku þátt í Sveitakeppninni að þessu sinni en keppt er í fimm manna sveitum í fimm þyngdarflokkum.

Brian Kidd líkir Mancini við Sir Alex Ferguson

Brian Kidd, aðstoðarmaður Roberto Mancini hjá Manchester City, ætti að þekkja muninn á stjórum Manchester-liðanna betur en flestir enda búinn að vinna með þeim báðum.

Celeb-liðið stóð sig betur en gömlu landsliðsmennirnir unnu aftur

Það var mikil eftirvænting í loftinu fyrir leik eldri landsliðsmanna og celeb-liðsins svokallaða á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskólanum í gær. Í fyrra mættust þessi lið þar sem landsliðsmennirnir fóru með auðveldan sigur af hólmi en í ár var annað upp á teningnum og þurftu landsliðsmennirnir að hafa mikið fyrir hlutunum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

YNWA hefur fengið nýja þýðingu hjá Liverpool-mönnum

Lagið "You will never walk alone" er heimsfrægur baráttusöngur Liverpool-manna og að eilífu tengt félaginu en eftir enn eitt tapið á útivelli í kvöld hafa stuðningsmenn Liverpool undið nýja þýðingu fyrir skammstöfunina YNWA.

Rut: Við ætluðum að koma á óvart

Rut Jónsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum með tapleikina þrjá hjá Íslandi á EM í handbolta. Ísland tapaði í dag fyrir heimsmeisturum Rússa, 30-21, og er úr leik á EM.

Sólveig Lára: Hefði viljað enn meiri baráttu

„Mér fannst við gefast upp á tímabili og ég hefði viljað sjá enn meiri baráttu í liðinu, sérstaklega með alla þessa frábæru áhorfendur í stúkunni í kvöld,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested eftir leikinn gegn Rússum í kvöld.

Dönsku stelpurnar einar með fullt hús í milliriðili eitt

Úrslitin réðustu ekki aðeins í riðli Íslands á Evrópumóti kvenna í kvöld því keppni lauk líka í A-riðlinum sem var spilaður í Álaborg. Danir unnu riðilinn eftir 22-19 sigur á Spáni í spennandi leik þar sem dönsku stelpurnar unnu tvær síðustu mínúturnar 3-1.

Sjá næstu 50 fréttir