Körfubolti

Auðunn og Gillz vilja reka Jógvan, Hjöbba og Gumma Ben úr liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikið fjör á Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær og annað árið í röð sló í gegn leikur Celeb-liðsins við gamla landsliðsmenn. Gömlu landsliðsmennirnir höfðu betur annað árið í röð en þeir frægu voru með skýringar á tapinu á tæru þegar Vísir heyrði í þeim eftir leikinn.

Hér með þessarri frétt má finna skemmtilega samantekt af Stjörnuleikshátíðinni þar sem eru viðtöl við kunna kappa eins og Egill Gillzenegger Einarsson, Auðunn Blöndal, Hjörvar Hafliðason og Guðmundur Benediktsson sem voru í aðalhlutverki í celeb-liðinu.

„Við komum hérna á næsta ári og pökkum þessum körlum saman. Menn verða reknir úr liðinu okkar. Jógvan, þú ert rekinn, Hjöbbi, rekinn og Gummi Bem, rekinn. Það þarf að taka til í liðinu," sagði Egill Gillzenegger Einarsson meðal annars í viðtali eftir leikinn í gær.

Í sjálfum stjörnuleiknum vann Landsbyggðarliðið lið Höfuðborgarsvæðisins með tveimur stigum 130-128. Lazar Trifunovic úr Keflavík var valinn maður leiksins en hann setti 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum

Ólafur Ólafsson, úr Grindavík, kom sá og sigraði í PEAK-troðslukeppninn og Fjölnismaðurinn Ægir Þór Steinarsson vann þriggja stiga skotkeppnina. Lið KR, skipað þeim Brynjari Þór Björnssyni, Kolbeini Pálssyni og Hafrúnu Hálfdanardóttur vann síðan Skotkeppni Stjarnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×