Umfjöllun: Framarar fyrstir til að leggja Akureyringa Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 12. desember 2010 17:45 Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram. Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Fram varð fyrsta liðið til að vinna Akureyri í N1-deild karla þegar liðið vann góðan fjögurra marka sigur í dag, 30-34. Sóknarleikur Framara í fyrri hálfleik var ágætur og skot þeirra góð. Sveinbjörn fann sig ekki í markinu og skipti sjálfum sér af velli eftir 20 mínútur. Framarar misstu boltann þó nokkrum sinnum klaufalega frá sér. Frábær markvarsla Magnúsar Erlendssonar í fyrri hálfleik lagði grunninn að naumu forskoti Framara í hálfleik. Þeir leiddu með tveimur mörkum í hálfleiknum, en mest með þremur í fyrri hálfleik. Magnús virtist vera búinn að lesa skytturnar Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason alveg því mörk Akureyringa utan af velli voru fá. Samt sem áður munaði aðeins tveimur mörkum í hálfleiknum en undir lok hans gerðist vendipunktur. Akureyringar fóru í hraðaupphlaup og Bjarni greip langa sendingu fram. Magnús fór út úr vítateignum og braut á honum en Bjarni tosaði hann niður með sér. Augljós brot á Magnús og samkvæmt nýjum reglum er beint rautt spjald á slík brot. Magnús fór því af velli en hann var algjör lykilmaður liðsins í fyrri hálfleiknum, eins og raunar alltaf. Í markið í hans stað kom Ástgeir Sigmarsson, strákur sem hafði ekkert spilað í deildinni í vetur. Hann stóð sig með prýði en frábær vörn Fram var í fararbroddi. Akureyringum gekk illa að skora og vörn og Sveinbjörn fann sig ekki í markinu. Stefán Guðnason kom þó sterkur inn og varði vel í lokin. Framarar náðu góðu forskoti sem þeir börðust fyrir með kjafti og klóm. Þeir héldu áfram að skora og sóknarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Þá náðu þeir að tefja leikinn vel og tíminn var og skammur fyrir Akureyringa þrátt fyrir áhlaup undir lokin. Framarar unnu að lokum 30-34. Sanngjarn sigur. Magnús var frábær hjá Fram í fyrri hálfleik. Róbert var góður í sókninni og Haraldur líka og Haldór stýrði liðinu vel. Vörn liðsins var virkilega góð. Framarar spiluðu á liðsheildinni í dag og uppskáru vel. Hjá Akureyri var Bjarni Fritzsson ágætur en annars spilaði liðið ekki sérstaklega vel, þeirra lélegasti leikur á heimavelli í það minnsta. Liðið tapandi enda leiknum, þeim fyrsta í vetur. Það er þó enn á toppi deildarinnar en Framarar sýndu að Akureyringar eru alls ekki ósigrandi í dag. Akureyri - Fram 30 - 34 (13-15) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/3 (15/4), Oddur Gretarsson 6/1 (10/2), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (13), Heimir Örn Árnason 4 (8), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Geir Guðmundsson 2 (9), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (1).Varin skot: Stefán U. Guðnason 9/1 (20/2, 45%), Sveinbjörn Pétursson 7 (29, 24%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir, Guðlaugur, Hörður, Oddur, Guðmundur).Fiskuð víti: 5 (Bjarni 3, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (16), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Einar Rafn Eiðsson 5/2 (7/3), Magnús Stefánsson 5 (11), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8)., Matthías Daðason 3 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (4). Varin skot: Magnús Erlendsson 16 (29/1, 55%), Ástgeir Sigmarsson 8/1 (26/5, 30%). Hraðaupphlaup: 5 (Einar 2, Róbert, Matthías, Haraldur).Fiskuð víti: 3 (Matthías, Haraldur, Jóhann, ).Utan vallar: 4 mínútur. Magnús rautt á 29. mínútu.Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Höfðu ekki góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira