Fleiri fréttir

Webber og Vettel frjálst að keppa innbyrðis um titilinn

Stjórar Red Bull liðsins hafa gefið Mark Webber og Sebastian Vettel grænt ljós á að keppa sín á milli um meistaratitilinn, auk þess að keppa við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull myndi beita liðsskipunum til að auka möguleika ökumanna sinna, en það verður ekki gert.

Löwen vill fá Alilovic í markið

Markvarðaleit Rhein-Neckar Löwen heldur áfram en í gær varð ljóst að Silvio Heinevetter myndi ekki koma til félagsins frá Fuchse Berlin. Heinevetter vildi meiri pening en Jesper Nielsen, eigandi Löwen, var til í að greiða.

Líf og fjör í boltanum í kvöld

Það er mikið að gerast í íslensku íþróttalífi í kvöld en þá er leikið í efstu deildunum í handbolta og körfubolta.

Arnór Sveinn í hópinn fyrir Grétar Rafn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, varð að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í dag þegar Grétar Rafn Steinsson boðaði forföll.

Carlén-feðgar á leið til Hamborgar

Svíinn Per Carlén, sem rekinn var frá Flensburg í dag, er sagður á leið til Hamburgar þar sem hann mun taka við þjálfarastarfi félagsins í stað Martin Schwalb sem hættir í vor.

Joey Barton ákærður

Það kom nákvæmlega engum á óvart að enska knattspyrnusambandið hafi í dag ákveðið að kæra Joey Barton fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Birgir Leifur endaði í fjórða sæti á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, endaði í fjórða sæti á á Condado Open mótinu sem fram fer á Hi5 mótaröðinni á Spáni og lauk í dag. Birgir Leifur var í fimmta sæti fyrir lokadaginn og hækkaði sig því um eitt sæti í dag.

Tiger enn í basli með púttin

Tiger Woods lék fyrsta hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er fjórum höggum á eftir efstu mönnum.

Wilkins hættur hjá Chelsea

Chelsea kom á óvart í dag er félagið tilkynnti að Ray Wilkins væri hættur hjá félaginu. Samningur hans við félagið átti að renna út í lok leiktíðar. Ekki var áhugi á því að framlengja samninginn og Wilkins hætti því í dag.

Tveir stefna á sigur og tveir ætla að meta stöðuna

Fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 um næstu helgi og þeir voru spurðir að því hvaða keppnisáætlun þeir myndu beita og hvert markmiðið væri í mótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn, sem er úrslitakeppni um meistaratitilinn.

Ronaldo: Ferguson er besti þjálfari heims

Cristiano Ronaldo er ekki alveg búinn að gleyma tímanum hjá Man. Utd. Ronaldo talar afar fallega um Sir Alex Ferguson, stjóra Man.Utd, í viðtali við Metro.

Holloway hótar að hætta

Ian Holloway, stjóri Blackpool, hefur hótað því að hætta með liðið ef enska knattspyrnusambandið ákveður að refsa honum fyrir að gera miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Aston Villa.

Carlén rekinn frá Flensburg

Svíinn Per Carlén var í dag rekinn sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Flensburg. Carlén hefur þjálfað liðið síðan 2008.

Búið að draga í bikarkeppni KKÍ

Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit.

McShane samdi við Grindavík

Paul McShane hefur skrifað undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Grindavíkur. McShane kemur til félagsins frá Keflavík.

Wenger: Tæklingin hjá Fabregas var slys

Það hefur líklega enginn stjóri í ensku deildinni kvartað eins mikið yfir hættulegum tæklingum andstæðinganna og Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Í gær kom það aftur á móti fyrir að einn leikmaður Arsenal gerði sig sekan um slæma tæklingu og útskýrir Wenger málið svo að um slys hafi verið að ræða.

Stórlið með Gylfa undir smásjánni

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að vekja athygli í Evrópuboltanum og hann er í dag orðaður við fjölda stórliða í Evrópu.

Barton sló Pedersen í magann - myndband

Vandræðagemsinn Joey Barton virðist vera búinn að koma sér í vandræði enn eina ferðina. Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða atvik í leik Newcastle og Blackburn í gær. Þá virðist Barton kýla Morten Gamst Pedersen, leikmann Blackburn.

Rússneskur bílaframleiðandi í Formúlu 1

Sportbílaframleiðandinn Marussia í Rússlandi hefur keypt vænan hlut í Virgin liðinu breska, sem er stýrt af auðkýfingnum Richard Branson sem á Virgin flugfélagið og yfir 400 önnur fyrirtæki. Í ljósi þessara kaupa þá verður liðið endurskírt og mun heita Marussia Virgin Racing á næsta keppnistímabili.

NBA: Utah skellti Orlando

Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðindi að Utah Jazz skellti Orlando og er þar með búið að leggja bæði Flórídaliðin á tveimur dögum.

Button: Vonbrigði að falla úr titilslagnum

Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn

Hamar vann uppgjör taplausu liðanna - myndir

Hamarskonur eru á toppnum í Iceland Express deild kvenna eftir dramatískan 72-69 sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í gær en bæði liðin höfðu unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni.

Slagurinn um Manchester, myndband

Það var fátt um tilþrif og takta í grannaslagnum í Manchester í kvöld þegar Manchester City og Manchester United áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn í markalausum leik en helstu atriðin úr leiknum eru aðgengileg á visir.is.

Chelsea - Fulham, myndband

Chelsea vann 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og eru ensku meistararnir með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Mickael Essien skoraði eina mark leiksins en í helstu atriðin úr leikjum kvöldsins eru aðgengileg á visir.is.

Mayweather gæti fengið 34 ára fangelsisdóm

Dómstólar í Las Vegas hafa meinað hnefaleikakappanum Floyd Mayweather yngri að umgangast syni sína tvo sem eru í umsjá fyrrverandi unnustu hans. Hann má reyndar ekki koma nálægt henni heldur.

Alex Ferguson: Alltof mikil spenna í aðdraganda leiksins

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, náði ekki að stýra sínum mönnum til sigurs á móti nágrönnunum í Manchester City í kvöld. Leikurinn var tíðindalítill, hvorugt liðið gaf færi á sér og markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga

Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69.

Ágúst: Kemur ekki á óvart

Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld.

Jón Halldór: Vantar alla leikgleði

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda.

Manchester liðin gerðu markalaust jafntefli

Manchester-slagurinn í kvöld var langt frá því að standa undir væntingum. Manchester City og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í tíðindalitlum leik.

Essien snéri aftur og tryggði Chelsea þrjú stig

Chelsea vann 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og jók forskot sitt á toppnum. Marouane Chamakh skoraði bæði mörk Arsenal í sigri á Wolves en Liverpool náði bara jafnatefli á móti Wigan.

Heinevetter of dýr fyrir Löwen

Það verður ekkert af því að þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter gangi í raðir Íslendingaliðsins Rhein-Neckar Löwen. Liðið sýndi mikinn áhuga á að fá markvörðinn en gat ekki sætt sig við launakröfur leikmannsins.

Fjölnisstelpur einu stigi frá fyrsta sigrinum

Haukar unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 81-80 sigur á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Snæfell vann á sama tíma sinn annan leik í röð á heimavelli þegar liðið landaði fjórtán stiga sigri á Grindavík, 65-51.

Hornamenn ÍBV fóru á kostum í Eyjum

Hornamennirnir Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoruðu saman 18 mörk í kvöld þegar ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir 36-29 sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir