Fleiri fréttir

Drogba þurfti að fara í náraaðgerð - tæpur fyrir fyrsta leik

Didier Drogba, framherji Chelsea og markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, fór í náraaðgerð eftir HM í Suður-Afríku. Hann er tæpur fyrir fyrsta leik Chelsea á komandi tímabili og bætist því í hóp þeirra Petr Cech og Alex sem verða líklega ekki með í byrjun móts.

Manchester City tapaði fyrsta æfingaleiknum fyrir tímabilið

Undirbúningstímabilið byrjaði ekki vel fyrir Manchester City því liðið tapaði 2-0 í nótt fyrir portúgalska liðinu Sporting Lisbon í æfingaleik í New Jersey í Bandaríkjunum. Leikurinn var hluti af æfingamóti þar sem Tottenham og New York Red Bulls taka einnig þátt í.

Kolorov fer til City segir Lazio

Framkvæmdastjóri Lazio segist að hann búist enn við því að Aleksandar Kolorov gangi í raðir Manchester City í sumar. Kolorov er vinstri bakvörður og er metinn á um 19 milljónir punda.

Hvaða lið komast í bikaúrslitaleikinn hjá konunum?

Undanúrslitaleikir VISA-bikars kvenna fara fram í dag, Valur tekur á móti Þór/KA á Vodafone-vellinum og á sama tíma spila 1. deildarlið ÍBV og Stjarnan á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00.

Helga Margrét eftir að bronsið var í höfn: Ég er þreytt en ánægð

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig og var 64 stigum frá silfrinu. Helga var í sjöunda sæti fyrir síðustu tvær greinarnar en náði að hækka sig um fjögur sæti með glæsilegum endaspretti.

Sigurpáll: Völlurinn skilur að þá góðu og þá villtu

Birgir Leifur Hafþórsson leiðir enn Íslandsmótið í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli um helgina. Hann lék á einu höggi yfir pari í gær en er með tveggja högga forystu á Heiðar Davíð Bragason og Sigmund Einar Másson.

Vettel fljótastur á lokaæfingunni

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna á Hockenheim brautinni í Þýskalandi morgun. Heillaði þannig heimamenn sem eru með sex ökumenn í mótinu um helgina.

Veruleg vandræði Valdísar

Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins.

90 keppendur eftir á Íslandsmótinu

Alls keppa 73 karlar í dag á Íslandsmótinu og 17 konur. Þetta er ljóst eftir niðurskurðinn sem gerður var eftir fyrri tvo hringina.

Sveinbjörg í áttunda sæti í langstökkinu

Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ varð í áttunda sæti í langstökki á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Sveinbjörg stökk lengst 5,84 metra í sínu þriðja stökki af sex.

Helga Margrét tryggði sér bronsið með glæsilegum endaspretti

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni vann brons í sjöþraut á HM unglinga í Moncton í Kanada í nótt. Helga Margrét fékk 5706 stig, 261 stigi minna en sigurvegarinn Dafne Schippers frá Hollandi og 64 stigum minna en Þjóðverjinn Sara Gamnetta sem vann brons.

Riera skrifar undir hjá Olympiakos

Gríska félagið Olympiakos hefur tilkynnt að það hafi fest kaup á spænska kantmanninum Albert Riera frá Liverpool. Kaupverðið er um 3,3 milljónir punda.

Rooney boðinn nýr samningur hjá United

Manchester United hefur þegar tryggt framtíð Nemaja Vidic hjá félaginu og Wayne Rooney er næstur. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá félaginu sem vill ekki vandræðalega stöðu á milli síns og hans á næsta ári.

Lárus Orri spilaði í sigri ÍA á Fjarðabyggð

ÍA vann góðan heimasigur á Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 4-2 fyrir Skagamenn sem eru þar með komnir með 19 stig en eru nokkuð frá toppbaráttunni.

Örn Ævar sló næstum inn í klúbbhúsið

Örn Ævar Hjartarson úr GS sló annað höggi inn á 18. braut nánast inn í klúbbhúsið í dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli. Annað högg Arnar misheppnaðist algjörlega.

Birgir Leifur með tveggja högga forystu

Birgir Leifur Hafþórsson er enn efstur á Íslandsmótinu í golfi sem nú er hálfnað. Birgir lék á einum yfir pari í dag en hefur tveggja högga forysta á næstu menn.

Ajax vann Chelsea í æfingaleik

Chelsea tapaði fyrir Ajax í æfingaleik félaganna sem var að ljúka. Lokatölur voru 3-1 fyrir hollenska liðið og ljóst er að mikil markmannsvandræði eru framundan hjá Chelsea.

Alonso vill vera framar en Hamilton á Hockenheim

Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel.

Ungverjar búnir að reka Koeman

Ungverska knattspyrnusambandið hefur rekið Erwin Koeman úr stöðu landsliðsþjálfara en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollendinga hefur þjálfað liðið síðan í maí 2008. Hinn 60 ára gamli Sandor Egervari mun taka við ungverska landsliðinu.

Enginn HM-leikmaður Frakka fær að spila næsta landsleik

Franska knattspyrnusambandið hefur ákveðið það að allir 23 leikmennirnir sem tóku þátt í HM í Suður-Afríku og neituðu að æfa, fái ekki að taka þátt í næsta landsleik sem er vináttulandsleikur á móti Norðmönnum í Osló.

Hulda stökk 3,85 metra og komst í úrslitin í stönginni

ÍR-ingurinn Hulda Þorsteinsdóttir komst í úrslit í stangarstökki á HM unglinga 19 ára og yngri sem fer fram í Mancton í Kanada. Hulda stökk 3,85 metra í fyrstu tilraun í undankeppninni og komst með því áfram í úrslitin.

Írinn Richard Dunne hló af óförum Frakkanna á HM

Írski landsliðsmaðurinn Richard Dunne var í dag spurður út í ófarir franska landsliðsins á HM í sumar í viðtali hjá BBC. Írar sátu eins og kunnugt er eftir með sárt ennið eftir umspilsleiki við Frakka þar sem ólöglegt mark Frakka kom þeim til Suður-Afríku.

Alonso fljótari en Vettel í vígi Þjóðverja

Fernando Alonso ók hraðast allra um Formúlu 1 brautina í Hockenheim í Þýskalandi á seinni æfingu keppnisliða í dag. Hann varð þó aðeins 0.029 sekúndum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa varð þriðji.

Sjá næstu 50 fréttir