Fleiri fréttir

Ancelotti hefur ekki áhuga á Torres

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekkert vera hæft í þeim fréttum að hann ætli sér að bjóða í Fernando Torres, framherja Liverpool, í sumar.

Rooney vill nýjan framherja til United

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, vill að félagið opni veskið í sumar og kaupi annan alvöru framherja til þess að spila með honum í framlínu félagsins.

Auðunn setti tvö Íslandsmet

Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum lauk í Svíþjóð í dag. Auðunn Jónsson fór fyrir íslensku sveitinni og honum tókst að setja tvö Íslandsmet á mótinu.

Lakers og Orlando komin í 3-0

Los Angeles Lakers og Orlando Magic eru svo gott sem komin í úrslitarimmu sinna deilda eftir sigur á andstæðingum sínum í nótt. Bæði lið leiða sína seríu, 3-0.

Haukar Íslandsmeistarar - myndir

Stemningin í íþróttahúsinu að Ásvöllum í gær var hreint út sagt stórkostleg. Um 2.300 áhorfendur troðfylltu húsið og sköpuðu magnaða stemningu.

Litið á Ranieri sem „lúser" hjá Chelsea

Jose Mourinho, þjálfari Inter, er ekki vanur að skafa utan af hlutunum og hann hefur nú sent Claudio Ranieri, þjálfara Roma, vænar sneiðar. Lið þeirra mættust í úrslitum bikarsins á dögunum og þá vann Inter. Liðin berjast einnig á toppi ítölsku deildarinnar.

Kiel eltir Hamburg eins og skugginn

Hamburg er enn á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir leiki dagsins. Hamburg lagði Dusseldorf, 24-33, þar sem Daninn Hans Lindberg skoraði 17 mörk fyrir Hamburg.

Lið ársins í N1-deild karla

Það er búið að tilkynna hvernig lið ársins í N1-deild karla lítur út en lokahóf HSÍ fer fram í kvöld.

Gunnar Steinn og félagar misstu af titlinum

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í sænska handknattleiksliðinu Drott urðu að bíta í það súra epli að tapa í framlengingu í úrslitaleik um sænska meistaratitilinn.

Alonso: Red Bull líklegt til sigurs

Heimamaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur ekki líklegt að keppinautar Red Bull eigi stóran sjéns í liðið á heimabraut Spánverjans. Mark Webber og Sebastian Vettel náðu afburðartímum í tímatökunni.

Björgvin: Þetta var bara geðveikt

„Þetta er alveg ömurleg tilfinning. Nei, shit hvað þetta er geðveikt. Ég er alveg búinn á því og skil ekki af hverju. Ég spila bara helminginn af leikjunum," sagði Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson afar brosmildur eftir að Haukar urðu Íslandsmeistarar í dag.

Sigurður: Það vill enginn að Haukar vinni

„Þetta er mjög svekkjandi og leiðinlegt að koma svona í þennan leik. Mér fannst þeir ekkert frábærir. Það var meira að við vorum lélegir sagði Valsarinn Sigurður „gleðigjafi" Eggertsson eftir leikinn gegn Haukum en Sigurður skoraði fjögur mörk í leiknum.

Arnór: Vörnin drullaði á sig

„Þetta er ömurlegt og alveg sérstaklega ömurlegt að tapa þessari rimmu í oddaleik. Ég tala síðan ekki um þar sem þetta er síðasti leikur margra í liðinu. Ég er að fara, Óskar er að fara, Fannar er kannski að fara og það eru flestir að fara," sagði brúnaþungur Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Vals eftir tapið gegn Haukum í dag.

Gunnar Berg: Í fyrsta skipti sem ég fer að gráta

Varnarjaxl Haukaliðsins, Gunnar Berg Viktorsson, varð að gera sér það að góðu að fylgjast með oddaleiknum úr stúkunni þar sem hann var dæmdur í leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald undir lok fjórða leiks liðanna.

Einar Örn: Þessi var svakalega sætur

Gamla kempan Einar Örn Jónsson, leikmaður Hauka, var afar brosmildur er blaðamaður Vísis hitti á hann skömmu eftir að hann hafði lyft sjálfum Íslandsbikarnum.

Beckford skaut Leeds upp í ensku B-deildina

Leeds United tryggði sér í dag sæti í ensku B-deildinni með dramatískum 2-1 sigri á Bristol Rovers. Það var Jermaine Beckford sem skoraði markið mikilvæga.

Haukar Íslandsmeistarar 2010

Haukar urðu Íslandsmeistarar þriðja árið í röð eftir sigur á Val, 25-20, í svakalegum oddaleik liðanna að Ásvöllum.

Carragher gæti farið með á HM

Jamie Carragher íhugar þessa dagana að taka landsliðsskóna fram úr hilluna og gefa kost á sér fyrir HM í sumar enda mikil meiðsli meðal enskra varnarmanna.

Webber: Svefnleysi skilaði árangri

Lítil svefna aðstoðarmanna Mark Webber varð til þessa að hann náði besta tíma í tímatökum í Barcelona í dag. Webber sagði sína menn hafa unnið mikið í bílum hans og Sebastian Vettel tvær síðustu nætur og það hafi skilað árangri.

Rífandi stemning að Ásvöllum

Það er farið að styttast í úrslitaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik en leikurinn hefst klukkan 14.00 og er leikið í íþróttahúsinu að Ásvöllum.

Webber marði Vettel í tímatökum

Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í Barcelona í dag á Red Bull og marði Sebastian Vettel, en í síðustu níu ár hefur sá sem náði besta tíma unnið mótið. Webber og Vettel voru með afgerandi betri tíma, en þriðji maðurinn sem var Lewis Hamilton á McLaren.

Fabregas keypti stefnumót við Orlando Bloom

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, gerði sér lítið fyrir og borgaði 12 þúsund pund fyrir stefnumót við leikarann Orlando Bloom. Þetta gerði Fabregas á uppboði sem Arsenal hélt til styrktar góðs málefnis.

Tiger talsvert frá sínu besta

Tiger Woods á litla von um sigur á Players Championshíp-mótinu eftir tvo daga. Tiger er níu höggum á eftir Englendingnum Lee Westwood sem er að spila frábærlega.

O´Neill er ekki á förum

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á förum frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram hjá félaginu.

Cleveland niðurlægði Boston og Phoenix að klára Spurs

Boston stal leik í Cleveland um daginn en Cleveland kvittaði fyrir það í Boston í nótt með því að niðurlægja Boston á heimavelli og taka 2-1 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar.

Vettel langfljótastur á lokaæfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var líðlega 0.7 sekúndum lfljótari en keppinautarnir á lokaæfingu keppnisliða fí Barcelona í dag yrir tímatökuna sem er í beinni útsendingu á Sttöð 2 Sport kl. 11.45 í dag.

Banni Tógó aflétt - Sepp Blatter reddaði þessu

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur fengið það í gegn að landslið Tógó fái að taka þátt í næstu Afríkukeppni landsliða í fótbolta. Afríska knattspyrnusambandið hafði áður dæmt landslið Tógó í bann í næstu tveimur Afríkukeppnum eftir að landsliðið fór heim frá Afríkukeppninni í Angóla í framhaldi þess að rúta liðsins varð fyrir skotárás.

Fertugur leikmaður er sá besti í skosku úrvalsdeildinni

David Weir, fyrirliði skosku meistarana í Rangers, fær góða afmælisgjöf í tilefni af fertugsafmæli sínu á mánudaginn. Hann mun byrja sunnudaginn á því að taka við skoska meistarabikarnum og enda hann á taka við verðlaunum sem leikmaður ársins.

Haukakonur halda áfram að styrkja sig fyrir næsta tímabil

Bikarmeistarar Hauka eru að safna liði fyrir baráttuna á næsta tímabili en liðið hefur fengið til sín þrjá byrjunarliðsmenn úr öðrum liðum á síðustu vikum. Leikmennirnir eru Gunnhildur Gunnarsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir úr Snæfelli og Þórunn Bjarnadóttir úr Val.

Valur vann Meistarakeppni kvenna fjórða árið í röð

Valskonur eru Meistarar meistaranna fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum eftir 4-0 sigur á Breiðablik í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Valur komst í 1-0 í upphafi leiks og bætti síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik.

Sjá næstu 50 fréttir