Fleiri fréttir

Saha verður áfram hjá Everton - semur til tveggja ára

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Louis Saha sé búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Everton en núgildandi samningur hans átti að renna út í sumar.

AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi.

Ferrari: Engin kraftaverk í Formúlu 1

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að Ferrari hafi unnið hörðum höndum að því að skapa öflugt ökutæki fyrir árið í ár. Liðið náði ekki tilsettum árangri í fyrra.

Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt

Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007.

Ronaldinho neitar því að hafa haldið partý

Margir ítalskir fjölmiðlar kenndu Ronaldinho um að AC Milan hefði tapað fyrir Inter á dögunum. Þeir héldu því fram að Brasilíumaðurinn hefði haldið heljarinnar partý nokkrum dögum fyrir leik.

Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið

Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga.

Pálmar: Akureyri spilar hundleiðinlegan handbolta

„Þeir skutu illa á mig og þá komst ég í gang og var að halda mér," sagði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson sem átti stórleik í marki FH í kvöld gegn Akureyri en hann varði 24 skot í leiknum.

Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir

Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð.

Friðrik: Við lifðum á vörn í þessum leik

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með varnarleik sinna manna í 17 stiga sigri á toppliði KR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld.

N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri

Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25.

James: Vil bara standa mig vel og fara svo á HM

Enski landsliðsmarkvörðurinn David James hjá Portsmouth er í sérstakri stöðu þar sem hann er með klausu í samningi sínum við félagið að ef hann spili 25 leiki eða fleiri á þessu tímabili þá þurfi félagið að bjóða honum nýjan og betri samning.

Buffon enn á ný orðaður við Manchester United

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus hefur reglulega verið orðaður við Englandsmeistara Manchester United undanfarin ár sem líklegur eftirmaður Edwin Van der Sar.

Bæði Grótta og Valur með nýja leikmenn í kvöld

Grótta og Valur munu bæði tefla fram nýjum leikmönnum þegar liðin mætast í N1 deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Heimamenn í Gróttu hafa fengið til sín hornamanninn Heiðar Þór Aðalsteinsson en Valsmenn fengu hornamanninn Jón Björgvin Pétursson.

Brenton spurningamerki fyrir leikinn á móti KR í kvöld

Brenton Birmingham er tæpur fyrir stórleik Grindavíkur og KR í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 í Röstinni í Grindavík. Samkvæmt frétt á heimasíðu Grindvíkinga þá er Brenton að glíma við meiðsli á læri eftir að hafa fengið högg framan á lærið í síðasta leik á móti Njarðvík.

Grant gripinn glóðvolgur á „nuddstofu“

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth hefur staðið í ströngu, bæði innan vallar sem utan, síðan hann var ráðinn til félagsins. Portsmouth situr sem fastast á botni deildarinnar og fjárhagsvandræði félagsins virðast engan endi ætla að taka.

Hargreaves ekki í meistaradeildarhópi United

Endurkoma miðjumannsins Owen Hargreaves virðist ætla að vera þyrnum stráð en búist var við því að hann gæti farið að spila aftur með Manchester United von bráðar.

Bandaríkjamennirnir Mayweather og Mosley mætast

Nú er búið að staðfesta að næsti bardagi hins ósigraða Floyd Mayweather verður gegn Shane Mosley 1. maí í Las Vegas. Það er því ljóst að í bili að minnsta kosti verður ekkert af óskaeinvígi flestra hnefaleikaaðdáanda á milli Mayweather og Manny Pacquiao en viðræður áttu sér þó stað á milli þeirra.

Meistarinn Button að venjast McLaren

Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga.

Benitez: Babel getur nú einbeitt sér að fótboltanum

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur enn tröllatrú á því að Ryan Babel geti sýnt hvað í honum býr á þessu tímabili en leikmaðurinn hefur í raun aldrei náð að festa sig almennilega í sessi á Anfield síðan hann kom til félagsins á 11,5 milljónir punda frá Ajax sumarið 2007.

Portsmouth enn og aftur komið með nýjan eiganda

Botnlið Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en félagið er í skuldasúpu og óljós staða þess utan vallar hefur ekki beint verið til þess að hjálpa liðinu innan vallar.

NBA-deildin: Jackson sigursælasti þjálfari í sögu Lakers

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar að Phil Jackson stýrði LA Lakers til 99-97 sigurs gegn Charlotte Bobcats í Staples Center en þetta var 534. sigur Lakers undir stjórn Jackson og er hann nú orðinn sigursælasti þjálfari í sögu félagsins.

Vieira: Erum klárlega að nálgast Manchester United

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira mun loksins spila sinn fyrsta leik um helgina með Manchester City en hann hefur átt við meiðsli að stríða á ökkla síðan hann gekk í raðir City frá Inter í janúar.

Talsmaður Terry: Mun ekki tjá sig fyrr en hann ræðir við Capello

Enski Varnarmaðurinn og landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea hefur verið í brennidepli breskra fjölmiðla undanfarið eftir að upp komst um framhjáhald leikmannsins með barnsmóður og fyrrum unnustu Wayne Bridge, fyrrum liðsfélaga síns hjá Chelsea og enska landsliðinu.

Manning verður launahæsti leikmaðurinn í sögu NFL

Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts, ætlar sér að gera einstakan samning við leikstjórnandann Peyton Manning. Samningurinn verður sá stærsti í sögu NFL og mun halda Manning hjá Colts til enda ferilsins.

Sjá næstu 50 fréttir