Fleiri fréttir Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð? Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð. 14.1.2010 14:00 Fyrsti mótsleikur Valsmanna undir stjórn Gunnlaugs í kvöld Reykjavíkurmót karla í knattspyrnu hefst í Egilshöllinni í kvöld en þá fara fram tveir leikir, annarsvegar viðureign Vals og Víkings sem hefst kl. 19:15 og hinsvegar leikur KR og ÍR sem hefst kl. 21:00. 14.1.2010 13:30 Mancini setur pizzur og rauðvín á matseðill leikmanna City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill skipta sér af matarræði leikmanna sinna og vill auka árangur þeirra inn á vellinum með því að koma með ítölsku áhrifin inn á matseðillinn. 14.1.2010 13:00 Stjóri Reading: Vissi að Gylfi væri rétti maðurinn til að taka vítið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading framlengingu í bikarsigrinum á Liverpool í gær með því að skora jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Gylfi Þór skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og Brynjar Björn Gunnarsson lagði síðan upp sigurmarkið í framlengingunni. 14.1.2010 12:30 Neill til liðs við Harry Kewell hjá Galatasaray Ástralski varnarmaðurinn Lucas Neill er farinn frá enska liðinu Everton til Galatasaray í Tyrklandi en þetta kom fram á heimasíðu tyrkneska liðsins í dag. Neill kom til Everton frá West Ham fyrir tímabilið og gerði eins árs samning. 14.1.2010 12:00 Þjálfari Hansa hrósar Garðari og vill sjá aðeins meira Andreas Zachhuber, þjálfari Hansa Rostock, framlengdi dvöl Garðars Jóhannssonar hjá félaginu og vill sjá meira til íslenska landsliðsframherjans. Garðar segir í viðtali við heimasíðu félagsins að hann vonist eftir samningstilboði. 14.1.2010 11:30 Kristján og félagar í GUIF buðu FH-ingum á æfingamót Karlalið FH í handbolta er nú statt í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti á vegum sænska úrvalsdeildarliðsins GUIF. Þjálfari GUIF er einmitt Íslendingurinn Kristján Andrésson. 14.1.2010 11:00 Blaðafulltrúi Tógó dó í örmum Emmanuel Adebayor Emmanuel Adebayor segist þurfa að fá frí frá fótbolta eftir lífsreynsluna skelfilegu sem hann varð fyrir þegar rúta landsliðsmanna Tógó varð fyrir skotárás á föstudaginn. Þrír menn dóu í árásinni þar á meðal vinur Adebayor sem var bæði blaðafulltrúi hans og landsliðs Tógó. 14.1.2010 10:30 Guðrún Sóley fer ekki til Chicago Red Stars - hafnaði tilboðinu Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá Chicago Red Stars. Guðrún Sóley hefur hafnað tilboðinu en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. 14.1.2010 10:00 David James óvænt á leiðinni til Stoke City Allt bendir til þess að David James verði orðinn markvörður Stoke City fyrir helgi samkvæmt fréttum í Englandi. David James hefur varið mark Portsmouth undanfarin ár verður líklega lánaður til Stoke út tímabilið. 14.1.2010 09:30 Logi fer með á Evrópumótið í Austurríki - hópurinn er klár Logi Geirsson stóðst prófið og verður með íslenska landsliðinu á EM í Austurríki. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt sextán manna hópinn. Ragnar Óskarsson og Rúnar Kárason sitja eftir heima. 14.1.2010 09:26 Kobe bara með 10 stig en skoraði samt mikilvægustu körfuna Kobe Bryant skoraði úrslitakörfu Los Angeles Lakers á móti Dallas Mavericks í 100-95 sigri meistaranna í NBA-deildinni í nótt. Kobe skoraði körfuna 28 sekúndum fyrir leikslok. 14.1.2010 09:00 Ólafur: Draumur rættist í kvöld Ólafur Guðmundsson fékk sannkallaða eldskírn með íslenska landsliðinu þegar liðið vann tíu marka sigur á Portúgal fyrir framan fulla Laugardalshöll. 13.1.2010 23:04 Shane Long: Áttum skilið að vinna Shane Long, leikmaður Reading, kom mikið við sögu í leiknum gegn Liverpool í kvöld. Hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr og stangaði síðan snilldarsendingu Brynjars Björns Gunnarssonar í netið. Það var sigurmark leiksins. 13.1.2010 23:01 Snorri Steinn: Eigum fullt inni Snorri Steinn Guðjónsson sagði að íslenska liðið hafi fengið það sem það vildi úr æfingaleiknum við Portúgal í kvöld. 13.1.2010 22:56 Guðmundur: Vorum frábærir á köflum Guðmundur Guðmundsson sagði margt jákvætt við leik íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld en Ísland vann tíu marka sigur, 37-27. 13.1.2010 22:51 Landsliðsþjálfari Hvíta-Rússlands hrósar Íslendingum Iouri Chevtsov, landsliðsþjálfari Hvíta-Rússlands og fyrrum þjálfari Rhein-Neckar Löwen, hrósar þeim sterka liðsanda sem ríkir í íslenska landsliðinu í handbolta í pistli sínum á handball-world.com. 13.1.2010 22:30 Reading sló Liverpool út úr bikarnum Íslendingaliðið Reading gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló Liverpool út úr ensku bikarkeppninni. Það sem meira er þá fór leikurinn fram á Anfield, heimavelli Liverpool. 13.1.2010 22:18 Umfjöllun: Ísland vann stórsigur á Portúgal Ísland vann öruggan sigur á Portúgal, 37-27, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Austurríki. 13.1.2010 21:39 Eiður á bekknum í stórsigri Monaco Leikmenn AS Monaco voru í fantaformi á heimavelli sínum í kvöld er Montpellier kom í heimsókn. Heimamenn fóru mikinn og unnu stórsigur, 4-0. 13.1.2010 21:28 IE-deild kvenna: KR-stúlkur enn ósigraðar Sigurganga KR-stúlkna í Iceland Express-deild kvenna hélt áfram í kvöld er liðið lagði Hamar, 77-49, á heimavelli sínum í Vesturbænum. 13.1.2010 21:18 Valur mætir Gróttu í bikarnum Dregið var í undanúrslitum Eimskipsbikars karla í hálfleik landsleiks Íslands og Portúgals en þar var síðari hálfleikur að hefjast. 13.1.2010 21:01 Lackovic slasaðist á diskóteki Króatíski landsliðsmaðurinn Blazenko Lackovic varð fyrir því óláni að slasast á hendi þegar hann var að skemmta sér með félögum sínum á diskóteki í Hamburg, eftir því að kemur fram í þýskum fjölmiðlum. 13.1.2010 21:00 Van Basten ekki á leið til Juventus Umboðsmaður Hollendingsins Marco Van Basten segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Juventus sé að reyna að ráða Van Basten í starf þjálfara félagsins. 13.1.2010 20:30 Hasanefendic: Afar erfiður riðill Saed Hasanefendic, landsliðsþjálfari Serbíu, segir að aðalmarkmiðið hjá sínu liði sé að komast áfram upp úr þeim sterka riðli sem liðið er í á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku. 13.1.2010 20:00 Tiger farinn í meðferð vegna kynlífsfíknar? Það hefur nákvæmlega ekkert farið fyrir Tiger Woods eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald kylfingsins. Svo lítið hefur farið fyrir honum að fjölmiðlar vita fæstir hvar hann sé á hnettinum. 13.1.2010 19:30 Maxi búinn að semja við Liverpool Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við Liverpool. 13.1.2010 19:15 Mónakó búið að ná sér í nýjan framherja frá CSKA Moskvu Mónakó-liðið hefur fengið framherjann Moussa Maazou á láni frá rússneska liðinu CSKA Moskvu. Maazou kemur fyrst á sex mánaða samningi en með möguleika á að framlengingu. 13.1.2010 19:00 Glandorf ekki með Þjóðverjum í kvöld Holger Glandorf verður ekki með Þjóðverjum í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri æfingaleiknum gegn Íslandi um helgina. 13.1.2010 18:30 Benitez má eyða peningnum sem fæst fyrir söluna á Babel Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur fengið þau skilaboð frá eigendum félagsins að hann megi eyða þeim peningum í leikmannakaup sem fást fyrir söluna á Hollendingnum Ryan Babel. Þetta kemur fram á The Times. 13.1.2010 18:00 Óvæntur sigur Gabon gegn Kamerún Það urðu óvænt úrslit í Afríkukeppninni nú undir kvöld þegar Gabon gerði sér lítið fyrir og lagði Kamerún, 1-0. 13.1.2010 17:57 Serbar unnu Frakka Serbar unnu í gær góðan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Frakka í æfingaleik í Frakklandi í gær, 30-28. 13.1.2010 17:30 Laszlo Nagy hættur með landsliðinu Ein skærasta stjarna ungverska landsliðsins, Laszlo Nagy, ákvað á árinu að hætta að spila með landsliðinu og verður því ekki með liðinu á EM í Austurríki. 13.1.2010 17:28 Rodriguez í læknisskoðun hjá Liverpool Argentínski leikmaðurinn Maxi Rodriguez er nú staddur í Liverpool þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá samnefndu félagi. 13.1.2010 17:00 Guðmundur Stephensen byrjar vel með BTK Warte Guðmundur Stephensen byrjar vel með BTK Warte í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis en hann er búinn að vinna fyrstu fjögur einvígi sín með liðinu. Guðmundur hefur líka hjálpað BTK Warte til vinna fyrstu tvo leikina síðan að hann kom til liðsins og liðið er nú komið upp í 6. sæti deildarinnar. 13.1.2010 16:30 Guðjón Valur: Ég fæ bara gæsahúð að tala um þetta Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson treystir á það eins og aðrir leikmenn liðsins að fá góða kveðju frá íslensku þjóðinni í síðasta heimaleik liðsins fyrir EM sem verður á móti Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 20.15 í kvöld. 13.1.2010 16:00 Hvorki hyglað að Alonso né Massa Stefano Domenicali hjá Ferrari segir að Fernando Alonso verði ekki tekinn fram yfir Felipe Massa, þó hann sé nýliði hjá Ferrari og tvöfaldur meistari. Bæði Alonso og Massa viti að Ferrari er númer eitt, svo ökumenn liðsins. Þeir verði að spila sitt hlutverk. 13.1.2010 15:36 Arnór hvílir í kvöld Arnór Atlason mun ekki spila með íslenska landsliðinu í æfingaleiknum gegn Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. 13.1.2010 15:31 Eto’o ætlar sér að seta markamet í Afríkukeppninni Samuel Eto’o, leikmaður Internazionale og Kamerún, hefur háleit markmið fyrir Afríkukeppni landsliða í fótolta en Kamerúnar hefja keppni í mótinu í dag þegar þeir mæta Gabon klukkan 16.00. 13.1.2010 15:30 Mancini ræddi við alla ítölsku stjórana nema Capello Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur byrjað frábærlega með City-liðið en undir hans stjórn hefur liðið unnið fyrstu fjóra leiki sína með markatölunni 10-1. Það hefur hjálpað Mancini að aðlagast enska boltanum að hann leitaði góðra ráða frá löndum sínum í Englandi áður en hann fór til Manchester. 13.1.2010 15:00 Strákarnir hafa ekki tapað kveðjuleik í Höllinni síðan 2003 Íslenska karlalandsliðið í handbolta er nú á leiðinni á sitt ellefta stórmót á einum áratug en Evrópumótið í Austurríki hefst á þriðjudaginn kemur. Strákarnir okkar kveðja íslensku þjóðina með æfingaleik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 20.15 í kvöld. 13.1.2010 14:30 Rafael Benitez: Eccleston getur átt bjarta framtíð Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur trú á hinum 19 ára gamla framherja Nathan Eccleston sem skrifaði undir samning við enska liðið í vikunni. Eccleston er í hópi nokkra ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri hjá Spánverjanum á þessu tímabili. 13.1.2010 14:00 Pistill Jóhannesar Kristbjörnssonar: Áhyggjuhrukkurnar hurfu fljótt Njarðvíkingurinn Jóhannes Kristbjörnsson er skemmtilegur penni og það er gaman að lesa greinar hans um leiki Njarðvíkurliðsins á heimasíðu félagsins. Jóhannes var á leik Njarðvíkur og ÍR á mánudagskvöldið og hefur í framhaldinu skilað enn einum snilldarpistlinum inn á umfn.is. 13.1.2010 13:30 Brian Laws tekinn við Burnley Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur ráðið Brian Laws sem knattspyrnustjóra liðsins til næstu tveggja og hálfs árs. 13.1.2010 13:30 Garðar lengur hjá Hansa Rostock Landsliðsframherjinn Garðar Jóhannsson hefur verið við æfingar hjá þýska félaginu Hansa Rostock síðustu daga og hefur augljóslega gengið ágætlega því félagið vill skoða hann betur. 13.1.2010 13:00 Sjá næstu 50 fréttir
Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð? Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð. 14.1.2010 14:00
Fyrsti mótsleikur Valsmanna undir stjórn Gunnlaugs í kvöld Reykjavíkurmót karla í knattspyrnu hefst í Egilshöllinni í kvöld en þá fara fram tveir leikir, annarsvegar viðureign Vals og Víkings sem hefst kl. 19:15 og hinsvegar leikur KR og ÍR sem hefst kl. 21:00. 14.1.2010 13:30
Mancini setur pizzur og rauðvín á matseðill leikmanna City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill skipta sér af matarræði leikmanna sinna og vill auka árangur þeirra inn á vellinum með því að koma með ítölsku áhrifin inn á matseðillinn. 14.1.2010 13:00
Stjóri Reading: Vissi að Gylfi væri rétti maðurinn til að taka vítið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading framlengingu í bikarsigrinum á Liverpool í gær með því að skora jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Gylfi Þór skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og Brynjar Björn Gunnarsson lagði síðan upp sigurmarkið í framlengingunni. 14.1.2010 12:30
Neill til liðs við Harry Kewell hjá Galatasaray Ástralski varnarmaðurinn Lucas Neill er farinn frá enska liðinu Everton til Galatasaray í Tyrklandi en þetta kom fram á heimasíðu tyrkneska liðsins í dag. Neill kom til Everton frá West Ham fyrir tímabilið og gerði eins árs samning. 14.1.2010 12:00
Þjálfari Hansa hrósar Garðari og vill sjá aðeins meira Andreas Zachhuber, þjálfari Hansa Rostock, framlengdi dvöl Garðars Jóhannssonar hjá félaginu og vill sjá meira til íslenska landsliðsframherjans. Garðar segir í viðtali við heimasíðu félagsins að hann vonist eftir samningstilboði. 14.1.2010 11:30
Kristján og félagar í GUIF buðu FH-ingum á æfingamót Karlalið FH í handbolta er nú statt í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem liðið tekur þátt í fjögurra liða æfingamóti á vegum sænska úrvalsdeildarliðsins GUIF. Þjálfari GUIF er einmitt Íslendingurinn Kristján Andrésson. 14.1.2010 11:00
Blaðafulltrúi Tógó dó í örmum Emmanuel Adebayor Emmanuel Adebayor segist þurfa að fá frí frá fótbolta eftir lífsreynsluna skelfilegu sem hann varð fyrir þegar rúta landsliðsmanna Tógó varð fyrir skotárás á föstudaginn. Þrír menn dóu í árásinni þar á meðal vinur Adebayor sem var bæði blaðafulltrúi hans og landsliðs Tógó. 14.1.2010 10:30
Guðrún Sóley fer ekki til Chicago Red Stars - hafnaði tilboðinu Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mun ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá Chicago Red Stars. Guðrún Sóley hefur hafnað tilboðinu en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. 14.1.2010 10:00
David James óvænt á leiðinni til Stoke City Allt bendir til þess að David James verði orðinn markvörður Stoke City fyrir helgi samkvæmt fréttum í Englandi. David James hefur varið mark Portsmouth undanfarin ár verður líklega lánaður til Stoke út tímabilið. 14.1.2010 09:30
Logi fer með á Evrópumótið í Austurríki - hópurinn er klár Logi Geirsson stóðst prófið og verður með íslenska landsliðinu á EM í Austurríki. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt sextán manna hópinn. Ragnar Óskarsson og Rúnar Kárason sitja eftir heima. 14.1.2010 09:26
Kobe bara með 10 stig en skoraði samt mikilvægustu körfuna Kobe Bryant skoraði úrslitakörfu Los Angeles Lakers á móti Dallas Mavericks í 100-95 sigri meistaranna í NBA-deildinni í nótt. Kobe skoraði körfuna 28 sekúndum fyrir leikslok. 14.1.2010 09:00
Ólafur: Draumur rættist í kvöld Ólafur Guðmundsson fékk sannkallaða eldskírn með íslenska landsliðinu þegar liðið vann tíu marka sigur á Portúgal fyrir framan fulla Laugardalshöll. 13.1.2010 23:04
Shane Long: Áttum skilið að vinna Shane Long, leikmaður Reading, kom mikið við sögu í leiknum gegn Liverpool í kvöld. Hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr og stangaði síðan snilldarsendingu Brynjars Björns Gunnarssonar í netið. Það var sigurmark leiksins. 13.1.2010 23:01
Snorri Steinn: Eigum fullt inni Snorri Steinn Guðjónsson sagði að íslenska liðið hafi fengið það sem það vildi úr æfingaleiknum við Portúgal í kvöld. 13.1.2010 22:56
Guðmundur: Vorum frábærir á köflum Guðmundur Guðmundsson sagði margt jákvætt við leik íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld en Ísland vann tíu marka sigur, 37-27. 13.1.2010 22:51
Landsliðsþjálfari Hvíta-Rússlands hrósar Íslendingum Iouri Chevtsov, landsliðsþjálfari Hvíta-Rússlands og fyrrum þjálfari Rhein-Neckar Löwen, hrósar þeim sterka liðsanda sem ríkir í íslenska landsliðinu í handbolta í pistli sínum á handball-world.com. 13.1.2010 22:30
Reading sló Liverpool út úr bikarnum Íslendingaliðið Reading gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló Liverpool út úr ensku bikarkeppninni. Það sem meira er þá fór leikurinn fram á Anfield, heimavelli Liverpool. 13.1.2010 22:18
Umfjöllun: Ísland vann stórsigur á Portúgal Ísland vann öruggan sigur á Portúgal, 37-27, þegar liðin mættust í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Austurríki. 13.1.2010 21:39
Eiður á bekknum í stórsigri Monaco Leikmenn AS Monaco voru í fantaformi á heimavelli sínum í kvöld er Montpellier kom í heimsókn. Heimamenn fóru mikinn og unnu stórsigur, 4-0. 13.1.2010 21:28
IE-deild kvenna: KR-stúlkur enn ósigraðar Sigurganga KR-stúlkna í Iceland Express-deild kvenna hélt áfram í kvöld er liðið lagði Hamar, 77-49, á heimavelli sínum í Vesturbænum. 13.1.2010 21:18
Valur mætir Gróttu í bikarnum Dregið var í undanúrslitum Eimskipsbikars karla í hálfleik landsleiks Íslands og Portúgals en þar var síðari hálfleikur að hefjast. 13.1.2010 21:01
Lackovic slasaðist á diskóteki Króatíski landsliðsmaðurinn Blazenko Lackovic varð fyrir því óláni að slasast á hendi þegar hann var að skemmta sér með félögum sínum á diskóteki í Hamburg, eftir því að kemur fram í þýskum fjölmiðlum. 13.1.2010 21:00
Van Basten ekki á leið til Juventus Umboðsmaður Hollendingsins Marco Van Basten segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Juventus sé að reyna að ráða Van Basten í starf þjálfara félagsins. 13.1.2010 20:30
Hasanefendic: Afar erfiður riðill Saed Hasanefendic, landsliðsþjálfari Serbíu, segir að aðalmarkmiðið hjá sínu liði sé að komast áfram upp úr þeim sterka riðli sem liðið er í á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku. 13.1.2010 20:00
Tiger farinn í meðferð vegna kynlífsfíknar? Það hefur nákvæmlega ekkert farið fyrir Tiger Woods eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald kylfingsins. Svo lítið hefur farið fyrir honum að fjölmiðlar vita fæstir hvar hann sé á hnettinum. 13.1.2010 19:30
Maxi búinn að semja við Liverpool Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við Liverpool. 13.1.2010 19:15
Mónakó búið að ná sér í nýjan framherja frá CSKA Moskvu Mónakó-liðið hefur fengið framherjann Moussa Maazou á láni frá rússneska liðinu CSKA Moskvu. Maazou kemur fyrst á sex mánaða samningi en með möguleika á að framlengingu. 13.1.2010 19:00
Glandorf ekki með Þjóðverjum í kvöld Holger Glandorf verður ekki með Þjóðverjum í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri æfingaleiknum gegn Íslandi um helgina. 13.1.2010 18:30
Benitez má eyða peningnum sem fæst fyrir söluna á Babel Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur fengið þau skilaboð frá eigendum félagsins að hann megi eyða þeim peningum í leikmannakaup sem fást fyrir söluna á Hollendingnum Ryan Babel. Þetta kemur fram á The Times. 13.1.2010 18:00
Óvæntur sigur Gabon gegn Kamerún Það urðu óvænt úrslit í Afríkukeppninni nú undir kvöld þegar Gabon gerði sér lítið fyrir og lagði Kamerún, 1-0. 13.1.2010 17:57
Serbar unnu Frakka Serbar unnu í gær góðan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Frakka í æfingaleik í Frakklandi í gær, 30-28. 13.1.2010 17:30
Laszlo Nagy hættur með landsliðinu Ein skærasta stjarna ungverska landsliðsins, Laszlo Nagy, ákvað á árinu að hætta að spila með landsliðinu og verður því ekki með liðinu á EM í Austurríki. 13.1.2010 17:28
Rodriguez í læknisskoðun hjá Liverpool Argentínski leikmaðurinn Maxi Rodriguez er nú staddur í Liverpool þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá samnefndu félagi. 13.1.2010 17:00
Guðmundur Stephensen byrjar vel með BTK Warte Guðmundur Stephensen byrjar vel með BTK Warte í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis en hann er búinn að vinna fyrstu fjögur einvígi sín með liðinu. Guðmundur hefur líka hjálpað BTK Warte til vinna fyrstu tvo leikina síðan að hann kom til liðsins og liðið er nú komið upp í 6. sæti deildarinnar. 13.1.2010 16:30
Guðjón Valur: Ég fæ bara gæsahúð að tala um þetta Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson treystir á það eins og aðrir leikmenn liðsins að fá góða kveðju frá íslensku þjóðinni í síðasta heimaleik liðsins fyrir EM sem verður á móti Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 20.15 í kvöld. 13.1.2010 16:00
Hvorki hyglað að Alonso né Massa Stefano Domenicali hjá Ferrari segir að Fernando Alonso verði ekki tekinn fram yfir Felipe Massa, þó hann sé nýliði hjá Ferrari og tvöfaldur meistari. Bæði Alonso og Massa viti að Ferrari er númer eitt, svo ökumenn liðsins. Þeir verði að spila sitt hlutverk. 13.1.2010 15:36
Arnór hvílir í kvöld Arnór Atlason mun ekki spila með íslenska landsliðinu í æfingaleiknum gegn Portúgal í Laugardalshöllinni í kvöld. 13.1.2010 15:31
Eto’o ætlar sér að seta markamet í Afríkukeppninni Samuel Eto’o, leikmaður Internazionale og Kamerún, hefur háleit markmið fyrir Afríkukeppni landsliða í fótolta en Kamerúnar hefja keppni í mótinu í dag þegar þeir mæta Gabon klukkan 16.00. 13.1.2010 15:30
Mancini ræddi við alla ítölsku stjórana nema Capello Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur byrjað frábærlega með City-liðið en undir hans stjórn hefur liðið unnið fyrstu fjóra leiki sína með markatölunni 10-1. Það hefur hjálpað Mancini að aðlagast enska boltanum að hann leitaði góðra ráða frá löndum sínum í Englandi áður en hann fór til Manchester. 13.1.2010 15:00
Strákarnir hafa ekki tapað kveðjuleik í Höllinni síðan 2003 Íslenska karlalandsliðið í handbolta er nú á leiðinni á sitt ellefta stórmót á einum áratug en Evrópumótið í Austurríki hefst á þriðjudaginn kemur. Strákarnir okkar kveðja íslensku þjóðina með æfingaleik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 20.15 í kvöld. 13.1.2010 14:30
Rafael Benitez: Eccleston getur átt bjarta framtíð Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur trú á hinum 19 ára gamla framherja Nathan Eccleston sem skrifaði undir samning við enska liðið í vikunni. Eccleston er í hópi nokkra ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri hjá Spánverjanum á þessu tímabili. 13.1.2010 14:00
Pistill Jóhannesar Kristbjörnssonar: Áhyggjuhrukkurnar hurfu fljótt Njarðvíkingurinn Jóhannes Kristbjörnsson er skemmtilegur penni og það er gaman að lesa greinar hans um leiki Njarðvíkurliðsins á heimasíðu félagsins. Jóhannes var á leik Njarðvíkur og ÍR á mánudagskvöldið og hefur í framhaldinu skilað enn einum snilldarpistlinum inn á umfn.is. 13.1.2010 13:30
Brian Laws tekinn við Burnley Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur ráðið Brian Laws sem knattspyrnustjóra liðsins til næstu tveggja og hálfs árs. 13.1.2010 13:30
Garðar lengur hjá Hansa Rostock Landsliðsframherjinn Garðar Jóhannsson hefur verið við æfingar hjá þýska félaginu Hansa Rostock síðustu daga og hefur augljóslega gengið ágætlega því félagið vill skoða hann betur. 13.1.2010 13:00