Fleiri fréttir

Xisco til Newcastle

Sóknarmaðurinn Francisco Jiménez Tejada, betur þekktur sem Xisco, hefur skrifað undir fimm ára samning við Newcastle. Xisco er 22 ára en hann er fyrrum U21 landsliðsmaður Spánar.

City vann baráttuna við Chelsea um Robinho

Manchester City kom heldur betur úr óvæntri átt og keypti brasilíska sóknarmanninn Robinho rétt fyrir lokun félagaskiptagluggans. Kaupverðið er í kringum 32,5 milljónir punda.

Eyjólfur með sigurmark

Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark sænska liðsins GAIS sem vann Gautaborg 1-0 í sænska boltanum í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Gautaborg en Hjálmar Jónsson var á bekknum.

Higginbotham til Stoke

Varnarmaðurinn Danny Higginbotham er genginn í raðir Stoke City frá Sunderland. Þessi 29 ára leikmaður kom til Sunderland frá Stoke fyrir síðasta tímabil en gerði þar stutt stopp.

KR-ingar í úrslitin eftir sigur í vítaspyrnukeppni

KR-ingar komust í kvöld í úrslitaleik VISA-bikarsins með því að leggja Breiðablik að velli eftir vítaspyrnukeppni. KR-ingar unnu 4-1 í vítakeppninni en Blikar misnotuðu fyrstu tvær spyrnur sínar í henni.

Tvöfaldur sigur hjá Keili

Hlynur Geir Hjartarson og Ásta Birna Magnúsdóttir, bæði úr Keili, urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli.

Kerlon til liðs við Chievo

Ein athyglisverðustu leikmannakaup dagsins eru kaup ítalska liðsins Chievo á hinum brasilíska Kerlon. Þessi tvítugi sóknarmaður er frægur fyrir boltatækni sína og þá sérstaklega fyrir hæfileika sinn í að hlaupa með boltann á hausnum.

Riera kominn til Liverpool

Albert Riera er formlega orðinn leikmaður Liverpool en þessi vinstri kantmaður hefur skrifað undir samning til fjögurra ára. Kaupverðið er talið um átta milljónir punda en Riera kemur frá Espanyol.

Ryan Donk til WBA

West Bromwich Albion hefur fengið hollenska varnarmanninn Ryan Donk lánaðan frá AZ Alkmaar út tímabilið. Donk er 22 ára og hefur honum oft verið líkt við Jaap Stam sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United.

Berbatov í viðræðum við Manchester United

Dimitar Berbatov er í þessum skrifuðu orðum í viðræðum við Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United. Þetta er samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar.

Torres frá í tvær til þrjár vikur

Liverpool hefur staðfest að sóknarmaðurinn Fernando Torres verði frá í tvær til þrjár vikur vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut gegn Aston Villa í gær.

Voronin lánaður til Þýskalands

Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Voronin hefur verið lánaður frá Liverpool til þýska liðsins Herthu Berlín. Lánssamningurinn er út tímabilið.

Steve Finnan til Espanyol

Írski bakvörðurinn Steve Finnan er farinn frá Liverpool en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Espanyol. Finnan er 32 ára en hann hefur leikið með Liverpool síðan 2003.

Viktor Unnar í utandeildina

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið lánaður frá Reading til enska utandeildarliðsins Eastbourne Borough í einn mánuð. Viktor er 18 ára gamall.

Drogba spilar í kvöld

Framherjinn Didier Drogba mun í kvöld spila sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar hann verður í varaliði Chelsea sem mætir Arsenal í kvöld.

Ronaldinho er stórkostlegur

Forráðamenn AC Milan héldu ekki vatni yfir frumraun Brasilíumannsins Ronaldinho með liðinu um helgina þrátt fyrir að Milan tapaði opnunarleik sínum í A-deildinni.

Saha til Everton

Everton hefur gengið frá tveggja ára samningi við franska framherjann Louis Saha hjá Manchester United. Saha hefur aldrei náð sér almennilega á strik síðan hann gekk í raðir United árið 2004, en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða.

Portsmouth fær varnarmann

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur gengið frá lánssamningi við varnarmanninn Nadir Belhadj frá franska liðinu Lens. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Alsír.

Sir Alex tippar á Skota

Sir Alex Ferguson segist hafa góða trú á því að skoska landsliðið komist upp úr riðli sínum í undankeppni HM 2010 þar sem liðið leikur með íslenska landsliðinu.

Liverpool semur við ungan Brassa

Liverpool hefur gengið frá samningi við framherjann Vitor Flora sem er 18 ára gamall og kemur frá Brasilíu. Hann var með lausa samninga hjá liði Botafogo en er með ítalskt vegabréf og þarf því ekki að verða sér út um atvinnuleyfi.

Ferreira í viðræðum við West Ham

Bakvörðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea er í viðræðum við West Ham með möguleg félagaskipti í huga samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Ferreira er 29 ára og hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea að undanförnu.

City með tilboð í Berbatov?

Nú er farið að hitna í kolunum á leikmannamarkaðnum á Englandi, en félagaskiptaglugginn lokar um miðnætti í kvöld. Heimildir Sky fréttastofunnar herma að Manchester City hafi óvænt gert yfir 30 milljón punda kauptilboð í Dimitar Berbatov hjá Tottenham, en hann hefur verið orðaður við Manchester United í margar vikur.

Real hefur ekki unnið á Riazor síðan 1991

Segja má að leiktíðin á Spáni hafi byrjað hörmulega fyrir stórveldin Barcelona og Real Madrid. Barcelona tapaði opnunarleik sínum í deildinni gegn Numancia á útivelli í gær 1-0 og ekki gekk betur hjá erkifjendum þeirra, meisturum Real Madrid.

Læsti forsetann inni á klósetti

Þær undarlegu fréttir bárust úr herbúðum ítalska liðsins Juventus á dögunum að forseti félagsins hefði óvart lokast inni á klósetti í meira en eina klukkustund.

Bjórþamb eiganda Newcastle vekur athygli

Mike Ashley, eigandi Newcastle United, gæti átt yfir höfði sér bann eða sekt eftir að myndir náðust af honum þar sem hann þambaði bjór á leik Arsenal og Newcastle um helgina.

Ginobili þarf í uppskurð

Argentínski bakvörðurinn Manu Ginobili hjá San Antonio Spurs mun gangast undir uppskurð á næstu dögum eftir að hafa meiðst í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna á dögunum.

Federer átti náðugan dag

Stigahæstu tennisleikarar heims áttu misauðvelt með að tryggja sig áfram í fjórðu umferðina á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem nú stendur yfir í New York.

Torres fer í myndatöku í dag

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool fer í myndatöku í dag þar sem lagt verður mat á meiðslin sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Aston Villa í gær.

Corluka til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk nú rétt í þessu frá kaupum á króatíska landsliðsmanninum Vedran Corluka frá Manchester City. Corluka er bakvörður, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

WBA kaupir sænskan varnarmann

Enska úrvalsdeildarfélagið West Brom hefur fest kaup á sænska varnarmanninum Jonas Olsson frá hollenska liðinu NEC Nijmegen fyrir 800 þúsund pund.

Félagaskiptaglugginn lokast í kvöld

Félagaskiptaglugginn í Evrópuknattspyrnunni lokast seint í kvöld og því má eiga von á því að eitthvað spennandi muni gerast á leikmannamörkuðunum, ekki síst á Englandi.

Quaresma til Inter

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en liðið hefur loksins gengið frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Quaresma.

Pavlyuchenko samdi til fimm ára

Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko gekk í dag formlega í raðir Tottenham á Englandi fyrir 14 milljónir punda og skrifaði undir fimm ára samning. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Spartak í Moskvu. Pavlyuchenko vann sér það helst til frægðar að skora tvívegis fyrir Rússa í landsleik gegn Englendingum fyrir ári síðan.

Heiðar orðaður við Norwich

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Bolton er í dag orðaður við lið Norwich í ensku B-deildinni. Breska blaðið Evening Standard greinir frá því í dag að Heiðar verði lánaður frá Bolton út leiktíðina, en sagt er að Charlton og Ipswich séu einnig á höttunum eftir honum.

Þolinmæðin skilaði stigum

Keflavík náði fimm stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla með því að leggja Grindavík, 3-0, á heimavelli sínum. Grindvíkingar voru komnir til Keflavíkur til að verja stigið og sýndi Keflavík mikla þolinmæði sem skilaði að lokum sigrinum.

Botnliðin leika Valsmenn grátt

„Þetta er alveg grátlegt. Það er eins og töfluröðin taki okkur alveg úr sambandi. Skagamenn komu hingað til að spila fyrir stoltið í dag og börðust meira og uppskáru eftir því,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir að liðið tapaði fyrir ÍA á heimavelli sínum í gær.

HK-ingar hleyptu meiri spennu í botnbaráttuna

HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar.

Tómas hetja Fjölnismanna

Það vantaði ekki dramatíkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnismaðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Sjá næstu 50 fréttir