Fleiri fréttir Milner gengur til liðs við Aston Villa Aston Villa hefur gengið frá kaupum á James Milner frá Newcastle fyrir um tíu milljónir punda að því er kemur fram í enskum fjölmiðlum. 29.8.2008 13:21 Everton mætir Standard Liege Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA-bikarkeppninnar en meðal annars drógst Everton gegn Standard Liege frá Belgíu sem gerði Liverpool erfitt fyrir í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 29.8.2008 13:09 Páll ætlar ekki að hætta hjá Hvöt Páll Einarsson sagði í samtali við Vísi að hann ætlaði sér að klára tímabilið með Hvöt frá Blönduósi sem leikur í 2. deildinni. 29.8.2008 12:58 Leifur rekinn: Tímasetningin óheppileg Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. 29.8.2008 11:57 Saha á leið til Everton Það er mikið um að vera í herbúðum Everton þessa dagana en nú þykir ljóst að Louis Saha er á leið til félagsins frá Manchester United. 29.8.2008 10:40 Everton fær miðjumann Everton hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Segundo Castillo sem lék síðast með Rauðu stjörnunni í Belgrad. Hann er landsliðsmaður með Ekvador. 29.8.2008 10:29 Hargreaves missir af landsleikjunum Owen Hargreaves verður ekki með enska landsliðinu í þeim tveimur leikjum sem eru framundan hjá liðinu í undankeppni HM 2010. 29.8.2008 10:00 Zabaleta á leið til Man City Argentínumaðurinn Pablo Zabaleta er sagður á leið til Manchester City frá spænska liðinu Espanyol fyrir 6,45 milljónir punda. 29.8.2008 09:45 Sápuóperan um Robinho heldur áfram Enn á ný er Robinho í fréttum í ensku pressunni og er nú efast um að hann sé á leið til Chelsea þrátt fyrir allt sem er á undan gengið. 29.8.2008 09:15 FH gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli Aston Villa og FH gerðu jafntefli 1-1 í Birmingham í kvöld. Frábær úrslit fyrir FH-inga sem geta verið stoltir af sinni frammistöðu. Villa vann fyrri leikinn 4-1 en Hafnarfjarðarliðið var mun þéttara í leiknum í kvöld. 28.8.2008 20:45 Myndir frá Villa Park FH náði frábærum úrslitum í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa á útivelli í seinni leik liðanna í UEFA bikarnum. Villa vann fyrri leikinn hér á Ísland 4-1 og kemst því áfram 5-2 samtals. 28.8.2008 21:18 Leifur rekinn frá Fylki Leifi Garðarssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari Fylkis í Landsbankadeild karla. Þá var aðstoðarmaður hans, Jón Þ. Sveinsson, einnig látinn taka pokann sinn. 28.8.2008 19:46 Framtíð Cole í óvissu Carlton Cole er að íhuga framtíð sína hjá West Ham samkvæmt enskum miðlum. Hann er víst orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnar félagsins varðandi samningamál sín. 28.8.2008 18:00 Fyrirliði MK Dons til Blackburn Blackburn hefur gert þriggja ára samning við Keith Andrews en hann var fyrirliði MK Dons. Paul Ince, stjóri Blackburn, þekkir þennan 27 ára leikmann vel frá því að hann stýrði MK Dons. 28.8.2008 17:29 City áfram eftir vítaspyrnukeppni Það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara í viðureign Midtjylland og Manchester City í Evrópukeppni félagsliða. Danska liðið vann óvæntan eins marks sigur í fyrri leiknum sem fram fór í Englandi. 28.8.2008 17:09 Ronaldo valinn bestur Cristiano Ronaldo var í dag valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á síðasta keppnistímabili. 28.8.2008 16:56 Real Madrid og Juventus í dauðariðlinum Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en eins og ávallt eru sumir riðlarnir athyglisverðari en aðrir. 28.8.2008 16:33 AP sagði Bandaríkin hafa unnið silfrið í handbolta Ein þekktasta fréttastofa heims, Associated Press, birti á lokadegi Ólympíuleikanna frétt um að Bandaríkin hefðu unnið til silfurverðlauna í handbolta karla. 28.8.2008 16:18 Wright-Phillips aftur til Man City Manchester City hefur gengið frá kaupum á Shaun Wright-Phillips frá Chelsea en hann skrifaði undir fjögurra ára samning í dag. 28.8.2008 15:45 Ólafur: Umræðan um Veigar hafði engin áhrif Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að umræðan um stöðu Veigars Páls Gunnarssonar innan landsliðsins hafi engin áhrif haft á sig. 28.8.2008 15:28 Heiðar: Hugarfarið hefur breyst hjá mér Heiðar Helguson var í dag valinn í íslenska landsliðið í fyrsta sinn síðan um haustið 2006, er hann hætti að gefa kost á sér. 28.8.2008 14:33 Hermann verður landsliðfyrirliði Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2010. Þetta tilkynnti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í dag. 28.8.2008 12:59 Veigar Páll og Heiðar í landsliðið Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti í hádeginu landsliðshópinn sem mætir Noregi og Skotlandi í undankeppni HM 2010. 28.8.2008 12:49 Ólafur hefur valið 42 leikmenn í fjóra ,,alvöru" landsleiki Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur á þeim fjórum alþjóðlegu leikdögum sem Ísland hefur spilað undir hans stjórn valið 42 leikmenn í þá fjóra leiki. 28.8.2008 11:51 Gerrard missir af landsleikjunum Steven Gerrard mun missa af tveimur leikjum með enska landsliðinu og tveimur með Liverpool þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla. 28.8.2008 11:13 Árni Gautur til Odd Grenland Árni Gautur Arason er á leið til norska B-deildarliðsins Odd Grenland eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. 28.8.2008 10:43 Meistaradeildardrátturinn í beinni útsendingu á Vísi klukkan 16:00 Vísir mun sýna í beinni útsendingu hér á vefnum er dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi keppnistímabil í bestu deild í heimi. 28.8.2008 10:06 Ólafur velur landsliðið í dag Ólafur Jóhannesson mun í hádeginu í dag tilkynna val sitt á landsliðshópnum sem mætir Noregi og Skotlandi í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2010. 28.8.2008 09:45 Kjartan Henry skoraði í sjötta leiknum í röð Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka Sandefjord í 3-0 sigri liðsins á Odd Grenland í norsku B-deildinni í gærkvöldi. 28.8.2008 09:30 Eggert skoraði úr víti er Hearts féll úr leik Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts sem féll í gær úr leik í skosku deildarbikarkeppninni. Liðið varð að játa sig sigrað fyrir B-deildarliðinu Airdrie í vítaspyrnukeppni, 4-3, eftir markalausan framlengdan leik. 28.8.2008 09:00 Dirk Kuyt bjargaði Liverpool Dirk Kuyt var hetja Liverpool er hann skaut liðið áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu undir lok framlengingar leiks Liverpool og Standard Liege frá Belgíu í kvöld. 27.8.2008 21:37 Góður sigur Fram á Fjölni Fram vann í kvöld 3-1 sigur á Fjölni í Landsbankadeild karla í kvöld. Ívar Björnsson skoraði tvö marka Fram. 27.8.2008 22:08 West Ham áfram eftir sigur í framlengingu West Ham vann í kvöld 4-1 sigur á enska C-deildarliðinu Macclesfield í framlengdum leik á heimavelli í ensku deildarbikarkeppninni. 27.8.2008 21:57 Kýpverjar höfðu betur gegn stóra bróður Anarthosis Famagusta varð í kvöld fyrsta knattspyrnuliðið frá Kýpur til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hafði betur gegn Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferð forkeppninnar. 27.8.2008 21:35 Létt hjá Arsenal gegn Twente - úrslit kvöldsins Arsenal vann í kvöld 4-0 sigur á hollenska úrvalsdeildarfélaginu FC Twente í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og samanlagt 6-0. 27.8.2008 21:16 Álaborg komst áfram en Brann úr leik - Kristján skoraði Tvö lið frá Norðurlöndunum áttu möguleika í kvöld að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Álaborg frá Danmörku tókst verkefnið en Íslendingaliðið Brann er úr leik. 27.8.2008 21:01 BATE komst áfram í riðlakeppnina BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem vann Val í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu komst í kvöld í sjálfa riðlakeppni deildarinnar. 27.8.2008 20:50 KR hafði betur gegn Fylki KR-ingar unnu 2-0 sigur á Fylki í fyrsta leik átjándu umferðar í Landsbankadeild karla í kvöld. 27.8.2008 20:16 Kenyon segir Robinho á leiðinni Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, segist þess fullviss að félagið muni klófesta Brasilíumanninn Robinho frá Real Madrid á næstu dögum. 27.8.2008 16:45 Frétt á heimasíðu Stabæk röng Á heimasíðu Stabæk var því haldið fram í gærkvöldi að Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason hefðu verið valdir í íslenska landsliðið. Það reyndist ekki rétt. 27.8.2008 16:31 Barry verður áfram hjá Villa Gareth Barry verður um kyrrt hjá Aston Villa þó svo að hann hafi þrálátlega verið orðaður við Liverpool nú í sumar og síðar Arsenal. 27.8.2008 16:16 Lee seldur til Dortmund Tottenham hefur selt suður-kóreska varnarmanninn Young-Pyo Lee til þýska úrvalsdeildarfélagsins Dortmund. 27.8.2008 15:45 Signý jafnar fyrirliðametið Signý Hermannsdóttir verður í kvöld fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta í sautjánda sinn á ferlinum sem er metjöfnun. 27.8.2008 15:00 Ferdinand kominn til Sunderland Anton Ferdinand hefur formlega gengið frá félagaskiptum sínum til Sunderland. Kaupverðið nemur átta milljónum punda. 27.8.2008 14:30 Kranjcar frá í þrjá mánuði Króatinn Niko Kranjcar, leikmaður Portsmouth, verður frá keppni næstu þrjá mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. 27.8.2008 14:12 Sjá næstu 50 fréttir
Milner gengur til liðs við Aston Villa Aston Villa hefur gengið frá kaupum á James Milner frá Newcastle fyrir um tíu milljónir punda að því er kemur fram í enskum fjölmiðlum. 29.8.2008 13:21
Everton mætir Standard Liege Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA-bikarkeppninnar en meðal annars drógst Everton gegn Standard Liege frá Belgíu sem gerði Liverpool erfitt fyrir í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 29.8.2008 13:09
Páll ætlar ekki að hætta hjá Hvöt Páll Einarsson sagði í samtali við Vísi að hann ætlaði sér að klára tímabilið með Hvöt frá Blönduósi sem leikur í 2. deildinni. 29.8.2008 12:58
Leifur rekinn: Tímasetningin óheppileg Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins. 29.8.2008 11:57
Saha á leið til Everton Það er mikið um að vera í herbúðum Everton þessa dagana en nú þykir ljóst að Louis Saha er á leið til félagsins frá Manchester United. 29.8.2008 10:40
Everton fær miðjumann Everton hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Segundo Castillo sem lék síðast með Rauðu stjörnunni í Belgrad. Hann er landsliðsmaður með Ekvador. 29.8.2008 10:29
Hargreaves missir af landsleikjunum Owen Hargreaves verður ekki með enska landsliðinu í þeim tveimur leikjum sem eru framundan hjá liðinu í undankeppni HM 2010. 29.8.2008 10:00
Zabaleta á leið til Man City Argentínumaðurinn Pablo Zabaleta er sagður á leið til Manchester City frá spænska liðinu Espanyol fyrir 6,45 milljónir punda. 29.8.2008 09:45
Sápuóperan um Robinho heldur áfram Enn á ný er Robinho í fréttum í ensku pressunni og er nú efast um að hann sé á leið til Chelsea þrátt fyrir allt sem er á undan gengið. 29.8.2008 09:15
FH gerði jafntefli við Aston Villa á útivelli Aston Villa og FH gerðu jafntefli 1-1 í Birmingham í kvöld. Frábær úrslit fyrir FH-inga sem geta verið stoltir af sinni frammistöðu. Villa vann fyrri leikinn 4-1 en Hafnarfjarðarliðið var mun þéttara í leiknum í kvöld. 28.8.2008 20:45
Myndir frá Villa Park FH náði frábærum úrslitum í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa á útivelli í seinni leik liðanna í UEFA bikarnum. Villa vann fyrri leikinn hér á Ísland 4-1 og kemst því áfram 5-2 samtals. 28.8.2008 21:18
Leifur rekinn frá Fylki Leifi Garðarssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari Fylkis í Landsbankadeild karla. Þá var aðstoðarmaður hans, Jón Þ. Sveinsson, einnig látinn taka pokann sinn. 28.8.2008 19:46
Framtíð Cole í óvissu Carlton Cole er að íhuga framtíð sína hjá West Ham samkvæmt enskum miðlum. Hann er víst orðinn þreyttur á aðgerðarleysi stjórnar félagsins varðandi samningamál sín. 28.8.2008 18:00
Fyrirliði MK Dons til Blackburn Blackburn hefur gert þriggja ára samning við Keith Andrews en hann var fyrirliði MK Dons. Paul Ince, stjóri Blackburn, þekkir þennan 27 ára leikmann vel frá því að hann stýrði MK Dons. 28.8.2008 17:29
City áfram eftir vítaspyrnukeppni Það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara í viðureign Midtjylland og Manchester City í Evrópukeppni félagsliða. Danska liðið vann óvæntan eins marks sigur í fyrri leiknum sem fram fór í Englandi. 28.8.2008 17:09
Ronaldo valinn bestur Cristiano Ronaldo var í dag valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á síðasta keppnistímabili. 28.8.2008 16:56
Real Madrid og Juventus í dauðariðlinum Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en eins og ávallt eru sumir riðlarnir athyglisverðari en aðrir. 28.8.2008 16:33
AP sagði Bandaríkin hafa unnið silfrið í handbolta Ein þekktasta fréttastofa heims, Associated Press, birti á lokadegi Ólympíuleikanna frétt um að Bandaríkin hefðu unnið til silfurverðlauna í handbolta karla. 28.8.2008 16:18
Wright-Phillips aftur til Man City Manchester City hefur gengið frá kaupum á Shaun Wright-Phillips frá Chelsea en hann skrifaði undir fjögurra ára samning í dag. 28.8.2008 15:45
Ólafur: Umræðan um Veigar hafði engin áhrif Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir að umræðan um stöðu Veigars Páls Gunnarssonar innan landsliðsins hafi engin áhrif haft á sig. 28.8.2008 15:28
Heiðar: Hugarfarið hefur breyst hjá mér Heiðar Helguson var í dag valinn í íslenska landsliðið í fyrsta sinn síðan um haustið 2006, er hann hætti að gefa kost á sér. 28.8.2008 14:33
Hermann verður landsliðfyrirliði Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2010. Þetta tilkynnti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í dag. 28.8.2008 12:59
Veigar Páll og Heiðar í landsliðið Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti í hádeginu landsliðshópinn sem mætir Noregi og Skotlandi í undankeppni HM 2010. 28.8.2008 12:49
Ólafur hefur valið 42 leikmenn í fjóra ,,alvöru" landsleiki Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur á þeim fjórum alþjóðlegu leikdögum sem Ísland hefur spilað undir hans stjórn valið 42 leikmenn í þá fjóra leiki. 28.8.2008 11:51
Gerrard missir af landsleikjunum Steven Gerrard mun missa af tveimur leikjum með enska landsliðinu og tveimur með Liverpool þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla. 28.8.2008 11:13
Árni Gautur til Odd Grenland Árni Gautur Arason er á leið til norska B-deildarliðsins Odd Grenland eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. 28.8.2008 10:43
Meistaradeildardrátturinn í beinni útsendingu á Vísi klukkan 16:00 Vísir mun sýna í beinni útsendingu hér á vefnum er dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi keppnistímabil í bestu deild í heimi. 28.8.2008 10:06
Ólafur velur landsliðið í dag Ólafur Jóhannesson mun í hádeginu í dag tilkynna val sitt á landsliðshópnum sem mætir Noregi og Skotlandi í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2010. 28.8.2008 09:45
Kjartan Henry skoraði í sjötta leiknum í röð Kjartan Henry Finnbogason skoraði eitt marka Sandefjord í 3-0 sigri liðsins á Odd Grenland í norsku B-deildinni í gærkvöldi. 28.8.2008 09:30
Eggert skoraði úr víti er Hearts féll úr leik Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts sem féll í gær úr leik í skosku deildarbikarkeppninni. Liðið varð að játa sig sigrað fyrir B-deildarliðinu Airdrie í vítaspyrnukeppni, 4-3, eftir markalausan framlengdan leik. 28.8.2008 09:00
Dirk Kuyt bjargaði Liverpool Dirk Kuyt var hetja Liverpool er hann skaut liðið áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu undir lok framlengingar leiks Liverpool og Standard Liege frá Belgíu í kvöld. 27.8.2008 21:37
Góður sigur Fram á Fjölni Fram vann í kvöld 3-1 sigur á Fjölni í Landsbankadeild karla í kvöld. Ívar Björnsson skoraði tvö marka Fram. 27.8.2008 22:08
West Ham áfram eftir sigur í framlengingu West Ham vann í kvöld 4-1 sigur á enska C-deildarliðinu Macclesfield í framlengdum leik á heimavelli í ensku deildarbikarkeppninni. 27.8.2008 21:57
Kýpverjar höfðu betur gegn stóra bróður Anarthosis Famagusta varð í kvöld fyrsta knattspyrnuliðið frá Kýpur til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hafði betur gegn Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferð forkeppninnar. 27.8.2008 21:35
Létt hjá Arsenal gegn Twente - úrslit kvöldsins Arsenal vann í kvöld 4-0 sigur á hollenska úrvalsdeildarfélaginu FC Twente í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og samanlagt 6-0. 27.8.2008 21:16
Álaborg komst áfram en Brann úr leik - Kristján skoraði Tvö lið frá Norðurlöndunum áttu möguleika í kvöld að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Álaborg frá Danmörku tókst verkefnið en Íslendingaliðið Brann er úr leik. 27.8.2008 21:01
BATE komst áfram í riðlakeppnina BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem vann Val í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu komst í kvöld í sjálfa riðlakeppni deildarinnar. 27.8.2008 20:50
KR hafði betur gegn Fylki KR-ingar unnu 2-0 sigur á Fylki í fyrsta leik átjándu umferðar í Landsbankadeild karla í kvöld. 27.8.2008 20:16
Kenyon segir Robinho á leiðinni Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, segist þess fullviss að félagið muni klófesta Brasilíumanninn Robinho frá Real Madrid á næstu dögum. 27.8.2008 16:45
Frétt á heimasíðu Stabæk röng Á heimasíðu Stabæk var því haldið fram í gærkvöldi að Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason hefðu verið valdir í íslenska landsliðið. Það reyndist ekki rétt. 27.8.2008 16:31
Barry verður áfram hjá Villa Gareth Barry verður um kyrrt hjá Aston Villa þó svo að hann hafi þrálátlega verið orðaður við Liverpool nú í sumar og síðar Arsenal. 27.8.2008 16:16
Lee seldur til Dortmund Tottenham hefur selt suður-kóreska varnarmanninn Young-Pyo Lee til þýska úrvalsdeildarfélagsins Dortmund. 27.8.2008 15:45
Signý jafnar fyrirliðametið Signý Hermannsdóttir verður í kvöld fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta í sautjánda sinn á ferlinum sem er metjöfnun. 27.8.2008 15:00
Ferdinand kominn til Sunderland Anton Ferdinand hefur formlega gengið frá félagaskiptum sínum til Sunderland. Kaupverðið nemur átta milljónum punda. 27.8.2008 14:30
Kranjcar frá í þrjá mánuði Króatinn Niko Kranjcar, leikmaður Portsmouth, verður frá keppni næstu þrjá mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. 27.8.2008 14:12