Körfubolti

Signý jafnar fyrirliðametið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Signý og Ágúst Björgvinsson landsliðsþjálfari.
Signý og Ágúst Björgvinsson landsliðsþjálfari. Mynd/Rósa

Signý Hermannsdóttir verður í kvöld fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta í sautjánda sinn á ferlinum sem er metjöfnun.

Anna María Sveinsdóttir gegndi sama hlutverki sautján sinnum á sínum tíma en alls á hún 60 landsleiki að baki.

Signý var fyrst fyrirliði liðsins í maí 2005 en hún mun í kvöld spila sinn 49. landsleik.

Ísland mætir Sviss í Evrópukeppninni í kvöld og fer leikurinn fram á Ásvöllum. Hann hefst klukkan 19.15.

Byggt á frétt sem birtist á kkí.is.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.