Fleiri fréttir

Óttast að Joey Barton stytti sér aldur

Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle, segist óttast að Joey Barton stytti sér aldur ef hann verði látinn fara frá félaginu í vegna vandamála hans utan vallar.

Rooney blankur eftir brúðkaupið

Breska helgarblaðið News of the World segir að fjárhagur knattspyrnumannsins Wayne Rooney sé ekki upp á marga fiska eftir annasamt sumar. Rooney gekk að eiga unnustu sína Coleen McLoughlin fyrir skömmu og það kostaði sitt.

Megum ekki við því að missa Keane

Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið megi alls ekki við því að missa írska markahrókinn Robbie Keane úr sínum herbúðum í sumar. Keane hefur verið orðaður mikið við Liverpool að undanförnu.

Chelsea hefur boðið í Kaka

Varaforseti AC Milan segir að Chelsea hafi gert félaginu kauptilboð í brasilíska miðjumanninn Kaka, en hann sé ekki til sölu. Þá hafi mörg félög gert fyrirspurnir í Andrea Pirlo.

Ronaldinho hefur neitað City

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, fullyrðir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá Barcelona hafi neitað umleitunum Manchester City og muni þess í stað ganga í raðir Milan í sumar.

Boateng á leið til Hull?

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur gefið öðru ónefndu félagi leyfi til að hefja viðræður við miðjumanninn George Boateng, en talið er að það séu nýliðar Hull City. Hinn 32 ára gamli Hollendingur er ekki talinn eiga framtíð fyrir sér hjá Boro, en talið er að fleiri félög í úrvalsdeildinni gætu haft áhuga á kröftum hans í sumar.

Hamilton sigraði á heimavelli

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vann í dag sinn fyrsta sigur á ferlinum á Silverstone brautinni á Englandi við erfiðar aðstæður. Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMW náði öðru sætinu og gamla kempan Rubens Barrichello á Honda varð þriðji.

Chris Duhon semur við Knicks

Umboðsmaður Chris Duhon hjá Chicago Bulls í NBA deildinni hefur greint frá því að leikstjórnandinn hafi samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við New York Knicks.

Auðveldur sigur hjá Brann

Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Brann vann 4-1 sigur á Bodo/Glimt. Ólafur Bjarnason var í byrjunarliði Brann og Birkir Bjarnason spilaði síðasta hálftímann fyrir Bodo/Glimt.

Toppliðin héldu sínu í 1. deildinni

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en staðan á toppnum breyttist ekki þar sem þrjú efstu liðin unnu leiki sína. Topplið ÍBV vann 2-1 sigur á KS/Leiftri í Eyjum, Selfoss hélt öðru sætinu með sigri á Fjarðabyggð 4-1 og Haukar halda þriðja sætinu eftir 1-0 sigur á Þór. Þá vann Víkingur R 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík.

Valverde hefur forystu á Tour de France

Spænski hjólreiðagarpurinn Alejandro Valverde hefur forystu eftir fyrsta áfangann í Frakklandshjólreiðunum sem fram fór í dag. Hjólaðir voru tæpir 200 kílómetrar frá Brest til Pulmelac.

15. bikarsigur FH í röð

Lið FH úr Hafnarfirði varð í dag hlutskarpast á bikarmótinu í frjálsum íþróttum fimmtánda árið í röð. Liðið vann sigur í bæði karla- og kvennalfokki og hlaut samtals 180,5 stig. Sveit ÍR varð í öðru sæti með 156 stig og Breiðablik í því þriðja með 141,5 stig.

Torres þakkar Benitez árangurinn á árinu

Spænski framherjinn Fernando Torres þakkar þeim Rafa Benitez og Steven Gerrard að hluta fyrir þann árangur sem hann hefur náð á knattspyrnuvellinum síðustu misseri.

Venus Williams sigraði á Wimbledon

Bandaríska tenniskonan Venus Williams vann í dag sinn fimmta Wimbledon-meistaratitil þegar hún hafði betur gegn systur sinni Serenu í skemmtilegum úrslitaleik 7-5 og 6-4.

Kovalainen á ráspól á Silverstone

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen verður á ráspól í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni á morgun eftir að hafa náð besta tímanum í tímatökum í dag.

Dunne framlengir hjá City

Fyrirliðinn Richard Dunne hjá Manchester City hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Dunne er 28 ára gamall varnarmaður, en hann hafði verið orðaður nokkuð við Portsmouth að undanförnu.

Geovanni semur við Hull

Nýliðar Hull City í ensku úrvalsdeildinni hafa gert tveggja ára samning við brasilíska miðjumanninn Geovanni. Sá er 28 ára gamall og var látinn fara frá City á dögunum.

Bætti sextán ára gamalt sundmet

Eitt aldursflokkamet er þegar fallið á öðrum mótshluta Bikarkeppni Íslands í sundi sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. Kristinn Þórarinsson, 12 ára sundmaður í Fjölni, synti 200 metra baksund rétt áðan á tímanum 02:41.84. Gamla metið er frá 1992. Það setti Ómar Snævar Friðriksson úr SHá tímanum 02:48.71.

Sannfærðir um að Ronaldo verði áfram á Old Trafford

Samkvæmt fréttum í breskum miðlum í morgun virðast Manchester United vera nokkuð vissir um að Cristiano Ronaldo muni ekki ganga til liðs við Real Madrid nú í sumar. The Daily Mail heldur því fram að bæði Sir Alex og David Gill framkvæmdarstjóri séu nokkuð vissir um að portúgalinn verði á Old Trafford, þrátt fyrir áhuga Madrid og fréttir þess efnis að tilboð sé á borðinu.

Silverstone að kveðja

Formúlu-1 kappaksturinn um helgina fer fram á hinni frægu Silverstone-braut á Bretlandi. Þetta er í næstsíðasta sinn sem kappaksturinn fer fram þar.

Leiknir vann botnslaginn í Njarðvík

Leiknir úr Breiðholti vann útisigur á Njarðvík 2-0 í kvöld. Fyrir leikinn voru þetta tvö neðstu lið 1. deildarinnar en Leiknir náði að lyfta sér upp úr fallsæti með sigrinum í kvöld og Njarðvíkingar eru komnir á botninn.

Sigurður með UEFA-Pro réttindi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, útskrifaðist á dögnum með Pro Liecence þjálfaragráðu en Sigurður Ragnar er annar Íslendingurinn sem útskrifast með þessa gráðu en fyrstur var Teitur Þórðarson.

Andy Cole til Forest

Andy Cole hefur náð samkonulagi við Nottingham Forest um að leika með liðinu í ensku 1. deildinni á næsta tímabili. Cole gerði garðinn frægan með Manchester United en hann er 36 ára í dag.

Dunne áfram hjá City

Richard Dunne, fyrirliði Manchester City, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Þessi 28 ára varnarmaður hefur verið valinn leikmaður ársins hjá City síðustu fjögur tímabil.

United neitar enn og aftur sögusögnum um Ronaldo

Manchester United hefur enn og aftur ítrekað það að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. Fréttir á Spáni í gær sögðu að United væri tilbúið að ganga til viðræðna við Real Madrid.

Enn einn skandallinn á Ítalíu

Fimm ítalskir leikmenn hafa verið ákærðir fyrir aðild að hagræðingu úrslita í leikjum í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.

Dossena kominn til Liverpool

Andrea Dossena hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool. Hann er 26 ára bakvörður og er ætlað að fylla skarðið sem John Arne Riise skildi eftir sig þegar hann var seldur til Roma.

Drenthe orðaður við Juventus

Juventus er sterklega orðað við hollenska U21 landsliðsmanninn Royston Drenthe. Juventus hefur verið á eftir miðjumanni í sumar og Xabi Alonso hjá Liverpool oftast verið nefndur.

Draumaúrslitaleikur á Wimbledon

Það verður sannkallaður draumaúrslitaleikur í karlaflokki á Wimbledon mótinu í tennis á sunnudaginn þegar tveir bestu spilarar heims etja kappi. Þetta varð ljóst síðdegis þegar Rafael Nadal tryggði sér réttinn til að keppa við Roger Federer í úrslitum.

Taylor framlengir við Newcastle

Varnarmaðurinn Steven Taylor hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle um þrjú ár. Hinn 22 ára gamli leikmaður hefur verið lengi í samningaviðræðum við heimalið sitt, en nú eru samningar loks í höfn ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að Taylor muni fá allt að 35,000 pund í vikulaun á nýja samningnum.

Gríðarleg uppsveifla hjá QPR

Enska b-deildarfélagið QPR er heldur betur í sókn þessa dagana. Nýir eigendur félagsins ætla sér að koma þessum fornfræga klúbbi í efstu deild fyrir árið 2010.

Nasri semur eftir 10 daga

Umboðsmaður miðjumannsins Samir Nasri segist eiga von á því að leikmaðurinn gangi frá samningi við Arsenal á næstu tíu dögum. Hinn 21 árs Nasri leikur með Marseille í Frakklandi og tilkynnti fyrir nokkru að hann hefði náð samkomulagi við Lundúnafélagið.

Guðmundur velur æfingahópinn fyrir Peking

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 19 manna æfingahóp sinn fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Hópurinn leikur tvo æfingaleiki við Spánverja og tekur þátt í móti í Austurríki áður en það fer á Ólympíuleikana.

Federer í úrslit á Wimbledon sjötta árið í röð

Svisslendingurinn Roger Federer tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Wimbledon mótinu í tennis sjötta árið í röð þegar hann vann sannfærandi 6-3, 7-6 (7-3) 6-4 sigur á Marat Safin í undanúrslitunum.

Massa náði besta tímanum þrátt fyrir óhapp

Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari náði besta tímanum á fyrstu æfingunni fyrir Silverstone kappaksturinn í dag. Skömmu síðar lenti hann í óhappi og ók út af.

Ronaldinho fer væntanlega til Milan

Bróðir og umboðsmaður Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona segir 80-90% líkur á því að leikmaðurinn gangi í raðir AC Milan á Ítalíu í sumar.

Chris Paul framlengir við Hornets

Leikstjórnandinn Chris Paul hefur skrifað undir nýjan samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn tekur gildi eftir næsta tímabil, er til þriggja ára með möguleika á fjórða árinu og greiðir honum ríflega fimm milljarða króna í tekjur.

Arshavin ekki nógu góður fyrir Mourinho

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, segist ekki hafa í hyggju að bjóða í rússneska framherjann Andrei Arshavin. Hann segist draga í efa að leikmaðurinn hafi nægan þroska til að spila með liði á heimsklassa.

Amerískir fjárfestar í viðræðum við Newcastle

Mike Ashley, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, hefur átt óformlegar viðræður við ameríska fjárfesta með yfirtöku á félaginu í huga. Því hefur verið fleygt að Ashley hafi sett 420 milljón punda verðmiða á félagið eða tæpa 67 milljarða króna.

Montgomery gengst við heróínsölu

Fyrrum heimsmethafinn í 100 metra hlaupi, Tim Montgomery, hefur játað að hafa reynt að selja meira en 100 grömm af heróíni aðeins tveimur mánuðum eftir að hann var dæmdur í fangelsi fyrir að falsa ávísanir.

Hamilton saknar að berjast við Alonso

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren segist sakna baráttunnar við fyrrum liðsfélaga sinn Fernando Alonso sem nú ekur með Renault.

Boro kaupir hollenskan framherja

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur gengið frá kaupum á framherjanum Marvin Emnes frá Sparta Rotterdam fyrir 3,2 milljónir punda. Emnes er í U-21 árs liði Hollendinga og var kjörinn leikmaður ársins hjá Spörtu á síðustu leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir