Fleiri fréttir AZ Alkmaar býður Grétari Rafni nýjan samning Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur boðið íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni nýjan samning við félagið. Þetta sýnir að félagið ætli sér að halda Grétari í herbúðum liðsins, en enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur verið á eftir honum. 13.7.2007 13:00 Valur fær FH í heimsókn í VISA-bikarnum Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik. 13.7.2007 12:35 Handökuskipun gefin út á hendur Joorabchian í Brasilíu Hugsanlegur flutningur Carlos Tevez til Manchester United gæti verið í hættu eftir að fréttir bárust um að Brasilía hefði gefið út handtökuskipun á hendur Kia Joorabchian. Joorabchian er formaður MSI, félagsins sem á samning Tevez. 13.7.2007 09:29 Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Vals féllu úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í kvöld þegar ljóst varð hvaða fjögur lið spila til undanúrslita í keppninni. Valsstúlkur töpuðu 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld þar sem Greta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Leif Magnúsdóttir skoruðu fyrir Blika en Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn úr víti undir lokin fyrir Val. 12.7.2007 22:11 Boulahrouz lánaður til Sevilla Varnarmaðurinn Khalid Boulahrouz hjá Chelsea hefur verið lánaður til Sevilla á Spáni. Boulahrouz var keyptur til Chelsea fyrir 7 miljónir punda á síðustu leiktíð en féll úr náðinni hjá Jose Mourinho knattspyrnustjóra. Talið er að þessi viðskipti Chelsea og Sevilla gætu orðið til að greiða leið bakvarðarins Daniel Alves til Chelsea frá Sevilla, en félögin eru í viðræðum um hann þessa dagana. 12.7.2007 21:50 Tevez fer í læknisskoðun í Manchester á miðvikudag Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Carlos Tevez muni fara í læknisskoðun hjá Manchester United strax eftir helgina, eða þegar hann lýkur keppni með argentínska landsliðinu á Copa America. 12.7.2007 19:49 Orlando fjárfestir fyrir 12 milljarða Forráðamenn NBA liðsins Orlando Magic hafa ekki setið auðum höndum undanfarna daga og fjárfesta nú grimmt. Í dag skrifaði miðherjinn Dwight Howard undir nýjan samning við félagið sem sagður er vera til fimm ára og upp á um 85 milljónir dollara. 12.7.2007 19:33 Benayoun semur við Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gekk í dag frá kaupum á ísraelska miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham fyrir um 5 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Benayoun er 25 ára gamall og hefur Rafa Benitez stjóri Liverpool verið lengi með augun á honum. 12.7.2007 19:29 Suðurlandströllið fer fram um helgina Hin árlega aflraunakeppni Suðurlandströllið fer fram í Hveragerði og á Selfossi á laugardaginn. Keppnin hefst klukkan 13:30 við Selfossbrú þar sem m.a. verður keppt í trukkadrætti og Drumbalyftu. Klukkan 16 færist svo keppnin að Eden í Hveragerði þar sem keppt verður í axlalyftu, uxagöngu og Húsafellshelluburði. Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson verður meðal keppenda á mótinu. 12.7.2007 19:23 Engin Formúla í Bandaríkjunum á næsta ári Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur tilkynnt að ekki verði keppt í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Ecclestone er einráður þegar kemur að auglýsingasamningum í Formúlu 1 og segir hann að slitnað hafi upp úr viðræðum við Bandaríkjamenn um mótshald á næsta ári. "Við náðum ekki samningum - við skulum sjá hvort við söknum Bandaríkjanna á næsta ári," sagði Ecclestone í samtali við Reuters í dag. 12.7.2007 16:55 250.000 treyjur þegar pantaðar hjá LA Galaxy Forseti bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy segir að stuðningsmenn liðsins hafi þegar pantað yfir 250.000 treyjur í kjölfar komu David Beckham til Los Angeles á morgun. Það er ekki síður áhugavert þegar tekið er tillit til þess að stuðningsmennirnir höfðu ekki séð hvernig nýju treyjurnar litu út áður en þeir pöntuðu þær. 12.7.2007 15:50 Ajax samþykkir tilboð Liverpool í Babel Hollenska félagið Ajax hefur nú loksins komist að samkomulagi við Liverpool um sölu á útherjanum Ryan Babel. Sagt er að kauvirðið sé 17 milljónir evra og að Babel muni skrifa undir fimm ára samning við enska félagið. 12.7.2007 15:45 Beckham-hjónin keyptu upp fyrsta farrými David og Victoria Beckham eru nú á Heathrow-flugvelli í Lundúnum þar sem þau hafa keypt upp allt fyrsta farrými í vélinni sem flytur þau til Los Angeles. Þar mun Beckham verða tilkynntur sem leikmaður LA Galaxy með mikilli viðhöfn á morgun. Sky sjónvarpsstöðin fylgist með hverju spori þeirra hjóna á leiðinni til Bandaríkjanna og nokkur seinkun hefur orðið á fluginu vestur um haf í dag. 12.7.2007 15:16 Fowler í viðræðum við Sydney FC Framherjinn Robbie Fowler er nú kominn til Ástralíu þar sem hann mun funda með forráðamönnum Sydney FC með það fyrir augum að semja við félagið. Fowler er með lausa samninga eftir að hann var látinn fara frá Liverpool í vor og gæti fetað í fótspor Dwight Yorke sem spilaði með ástralska liðinu um nokkurt skeið. 12.7.2007 15:07 Sven-Göran lokkaði mig til City Ítalski framherjinn Rolando Bianchi segir að það hafi verið knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson sem náði að lokka sig til Manchester City frá Reggina á Ítalíu. Framherjinn er nú í læknisskoðun á Englandi og skrifar undir samning við félagið strax að henni lokinni. 12.7.2007 14:48 Alves vill ólmur fara til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves hjá Sevilla hefur farið þess á leit við félagið að það lækki verðmiðann á leikmanninum svo hann geti farið til Chelsea eins og hann óski sér. Alves vill ólmur ganga til liðs við ensku bikarmeistarana en Sevilla er sagt heimta 20 miljónir evra fyrir hann. 12.7.2007 14:43 Sagna semur við Arsenal Arsenal gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Bakari Sagna frá franska félaginu Auxerre fyrir óuppgefna upphæð. Sagna hefur skrifað undir langtíma samning við Arsenal og er sagður geta spilað flestar stöður í vörninni sem og á miðjunni. Hann er 24 ára gamall og hefur unnið sér sæti í franska landsliðinu þó hann hafi enn ekki fengið að spila leik. 12.7.2007 14:39 Hertha samþykkir tilboð Tottenham í Boateng Þýska knattspyrnufélagið Hertha Berlín hefur samþykkt 5 milljón punda kauptilboð Tottenham í miðjumanninn Kevin-Prince Boateng. Boateng þessi hefur verið í herbúðum Hertha síðan hann var sjö ára gamall og er í U-21 árs liði Þjóðverja. Sevilla hefur einnig verið á höttunum eftir Boateng. 12.7.2007 14:33 Chivu verður áfram hjá Roma Rúmenski landsliðsmaðurinn Cristian Chivu verður áfram hjá ítalska félaginu Roma eftir að varnarmanninum tókst ekki að semja við Real Madrid sem samþykkti að greiða fyrir hann 20 milljónir evra. Það er því ljóst að Chivu verður með lausa samninga hjá Roma á næstu leiktíð og getur þá farið frá félaginu án greiðslu. 12.7.2007 13:41 Owen: Ég er ekki að fara frá Newcastle Framherjinn Michael Owen ítrekar að hann sé ánægður í herbúðum Newcastle og hefur lofað stuðningsmönnum félagsins að hann fari ekki frá því eins og skrifað hefur verið um í bresku blöðunum. 12.7.2007 13:11 Chris Baird til Fulham Norður-Írski landsliðsmaðurinn Chris Baird gekk í dag í raðir Fulham í ensku úrvalsdeildinni frá Southampton. Baird hafði verið á leið til liðs við Sunderland fyrir 3 milljónir punda, en hann kaus heldur að ganga í raðir Fulham þegar félagið hækkaði tilboð sitt á síðustu stundu. Baird mun því spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara síns Lawrie Sanchez á næstu leiktíð. 12.7.2007 13:07 Beckham á erfitt verkefni fyrir höndum Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að David Beckham eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar hann hefur leik í MLS deildinni í Bandaríkjunum, en Beckham verður kynntur formlega sem nýr leikmaður LA Galaxy á morgun. 12.7.2007 12:58 Messi með stórkostlegt mark í 3-0 sigri á Mexíkó Argentínumenn tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar með 3-0 sigri á Mexíkóum í undanúrslitaleik. Leo Messi sannaði snilli sína enn eina ferðina með stórkostlegu marki. Ýtið á „Spila“ til að sjá myndir úr leiknum. 12.7.2007 12:12 Real Madrid fær Dudek Real Madrid hefur klófest pólska markvörðinn Jerzy Dudek frá Liverpool en þeir þurftu ekkert að borga fyrir leikmanninnn þar sem hann var með lausan samning. Real Madrid fengu hann til liðsins til þess að vera varamaður fyrir spænska landsliðsmarkvörðinn, Iker Casillas. 12.7.2007 11:03 Heinze stoltur yfir áhuga Liverpool Vinstri bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur viðurkennt að hann sé stoltur yfir því að vera orðaður við Liverpool, en hann er líka spenntur yfir því að landsliðsfélagi hans hjá Argentínu, Carlos Tevez, sé hugsanlega á leið til Manchester United. Heinze skoraði í gær fyrsta mark Argentínu í 3-0 sigri á Mexíkó í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninni. 12.7.2007 09:32 Blikar höfðu betur í grannaslagnum Breiðablik, Keflavík og Fylkir urðu í kvöld síðustu liðin til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu. Breiðablik lagði granna sína í HK 3-1 eftir framlengdan leik, Fylkir lagði Þór á Akureyri 4-1 og Keflvíkingar lögðu Þróttara 1-0 á Valbjarnarvelli. 11.7.2007 21:44 Steve Coppell verður á Shellmótinu ÍBV hefur ákveðið stytta Shellmótið á næsta ári um einn dag þannig að því ljúki á laugardegi í stað sunnudags en þess í stað þjappa dagskránni betur saman. Að sögn Einars Friðþjófssonar, framkvæmdastjóra Shellmótsins, er undirbúningur fyrir mótið sumarið 2008 þegar hafinn og hefur verið samið við Steve Coppell, knattspyrnustjóra Reading í ensku úrvalsdeildinni að vera heiðursgestur mótsins. 11.7.2007 20:55 Hálfleikur í bikarnum Nú hefur verið flautað til hálfleiks í þremur síðustu viðureignunum í 16-liða úrslitum Visa bikarsins og er staðan 1-0 í þeim öllum. Fylkir hefur yfir 1-0 gegn Þór á Akureyri með marki Vals Fannars Gíslasonar, Keflavík hefur yfir 1-0 gegn Þrótti R með marki Sigurbjörns Hafþórssonar og þá hefur HK yfir 1-0 gegn grönnum sínum í Breiðablik í Kópavogi með marki Kristjáns Halldórssonar. 11.7.2007 20:09 Legia rekið úr Evrópukeppninni Pólska liðið Legia frá Varsjá var í dag rekið úr Intertoto keppninni í knattspyrnu eftir að stuðningsmenn liðsins gerðu allt vitlaust á leik liðsins í Vilinius í Litháen á dögunum. Liði Vetra var dæmdur 3-0 sigur í leiknum og fer það áfram í keppninni og mætir Blackburn í næstu umferð. 11.7.2007 17:28 Nedved áfram hjá Juventus Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur samþykkt að vera eitt ár í viðbót hjá Juventus ef marka má fregnir frá Tórínó í dag. Nedved er 34 ára gamall og sagðist líklega leggja skóna á hilluna í sumar ef hann fengi ekki veglega kauphækkun fyrir næsta ár. 11.7.2007 17:20 Oden spilar ekki meira í sumardeildinni Miðherjinn Greg Oden getur ekki spilað meira í sumardeildinni í NBA því hann þarf að fara í aðgerð til að láta taka úr sér hálskirtlana. Oden var valinn númer eitt af Portland í nýliðavalinu á dögunum og þykir mikið efni. Hann hefur alls ekki náð sér á strik í sumardeildinni til þessa og kennir veikindum sínum um úthaldsleysi sitt. 11.7.2007 17:06 Milan að bjóða 11 milljarða í Ronaldinho? Spænska dagblaðið AS heldur því fram í dag að Silvio Berlusconi forseti AC Milan sé tilbúinn að greiða 89 milljónir punda fyrir brasilíska snillinginn Ronaldinho hjá Barcelona - eða um 11 milljarða íslenskra króna. 11.7.2007 16:33 Wilhelmsson á leið í ensku úrvalsdeildina? Sænski útherjinn Christian Wilhelmsson er nú sterklega orðaður við ensku úrvalsdeildina, en forseti Roma hefur tilkynnt að hann verði ekki áfram hjá félaginu. Wilhelmsson er leikmaður Nantes í Frakklandi en var í láni hjá Roma á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig prýðilega. Hann hefur nú verið orðaður við Manchester City á Englandi þar sem landi hans Sven-Göran Eriksson er orðinn knattspyrnustjóri. 11.7.2007 16:27 Francis keyptur út hjá Portland Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá því í morgun að bakvörðurinn Steve Francis muni verða keyptur út úr samningi sínum hjá Portland Trailblazers fyrir um 30 milljónir dollara. Francis var skipt til Portland frá New York á dögunum, en félagið hefur ekki í hyggju að nota leikstjórnandann. 11.7.2007 15:15 Ken Bates kaupir Leeds aftur Ken Bates verður áfram við stjórn hjá enska knattspyrnuliðinu Leeds United eftir að hafa unnið kapphlaupið um að kaupa liðið. Liðið féll úr næstefstu deild síðastliðið haust, eftir að hafa farið fram á greiðslustöðvun til að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins. 11.7.2007 14:52 Nugent til Portsmouth Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á enska landsliðsframherjanum David Nugent frá Preston fyrir 6 milljónir punda. Nugent hefur skrifað undir fjögurra ára samning við úrvalsdeildarfélagið og stóðst læknisskoðun í morgun. Hann er 22 ára gamall og vann sér sæti í enska landsliðinu á síðustu leiktíð þrátt fyrir að leika utan úrvalsdeildarinnar. 11.7.2007 13:44 Englendingar mæta Rússum á gervigrasi Leikur Englendinga og Rússa í E-riðli undankeppni EM í haust fer fram á gervigrasi. Þetta var tilkynnt í dag. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 17. október og ekki þótti ráðlegt að reyna að spila hann á grasi eins og Guus Hiddink þjálfari Rússa hafði viljað. Luzhniki leikvangurinn tekur 84,000 manns í sæti og mun hýsa úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sá leikur verður þó spilaður á grasi. 11.7.2007 13:15 Milito á leið til Barcelona Forseti Barcelona lýsti því yfir í útvarpsviðtali í morgun að miðvörðurinn Gabriel Milito sé við það að ganga í raðir félagsins frá Real Zaragoza. Milito er 26 ára gamall landsliðsmaður Argentínu og hefur verið einn besti varnarmaður spænsku deildarinnar síðustu ár. Milito var nærri genginn í raðir Real Madrid árið 2003, en stóðst þá ekki læknisskoðun og því varð ekkert úr kaupunum. 11.7.2007 13:12 Mourinho: Pressan er öll á United Jose Mourinho vill lítið tjá sig um vasklega framgöngu keppinauta hans í Manchester United á leikmannamarkaðnum í sumar en segir að aukin umsvif félagsins í sumar geri ekkert annað en að auka pressuna á þá rauðu. 11.7.2007 11:55 Sunderland að kaupa Chopra Nýliðar Sunderland í ensku úrvalsdeildinni eru nú að leggja lokahönd á að ganga frá kaupum á framherjanum Michael Chopra frá Cardiff fyrir um 5 milljónir punda. Chopra spilaði um hríð með Newcastle og er 23 ára gamall. Hann skoraði 22 mörk fyrir Cardiff í Championship deildinni á síðustu leiktíð. 11.7.2007 11:52 Úrvalsdeildin hótar West Ham Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að enska úrvalsdeildin hafi nú hótað West Ham frekari refsingu í máli Carlos Tevez ef félagið fær ekki hverja einustu krónu af kaupverðinu - verði hann seldur til Manchester United. 11.7.2007 11:39 Brasilía í úrslitaleikinn á Copa America Núverandi Suður-Ameríkumeistarar Brasilíu misstu tvisvar niður forskot gegn Úrúgvæ í undanúrslitaleik Copa America í nótt en tryggðu sér að lokum sæti í úrslitum í vítakeppni. Staðan í leiknum var jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því varð að grípa til vítakeppni. 11.7.2007 11:14 Komin aftur í KR Landsliðskonan Hildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að spila með nýliðum KR í Iceland Express-deild kvenna næsta vetur en hún hefur spilað með Grindavík undanfarin tvö tímabil. 11.7.2007 09:30 Ég ber engan kala til Guðmundar Mete Sextán liða úrslitum VISA-bikars karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Þór tekur á móti Fylki á Akureyri, Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag og svo tekur 1. deildarlið Þróttar á móti Keflavík. Í þeirri viðureign mætast á ný Hjörtur Hjartarson, leikmaður Þróttar, og Guðmundur Mete, leikmaður Keflavíkur. 11.7.2007 08:15 Dramatískur Valssigur í Vesturbæ Valsmenn tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla eftir dramatískan sigur á KR-ingum í Vesturbænum. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit en þar fóru heimamenn illa af ráði sínu. KR-ingar brenndu úr þremur vítaspyrnum á meðan Valsmenn skoruðu úr öllum sínum. 11.7.2007 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
AZ Alkmaar býður Grétari Rafni nýjan samning Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur boðið íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni nýjan samning við félagið. Þetta sýnir að félagið ætli sér að halda Grétari í herbúðum liðsins, en enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur verið á eftir honum. 13.7.2007 13:00
Valur fær FH í heimsókn í VISA-bikarnum Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik. 13.7.2007 12:35
Handökuskipun gefin út á hendur Joorabchian í Brasilíu Hugsanlegur flutningur Carlos Tevez til Manchester United gæti verið í hættu eftir að fréttir bárust um að Brasilía hefði gefið út handtökuskipun á hendur Kia Joorabchian. Joorabchian er formaður MSI, félagsins sem á samning Tevez. 13.7.2007 09:29
Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Vals féllu úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í kvöld þegar ljóst varð hvaða fjögur lið spila til undanúrslita í keppninni. Valsstúlkur töpuðu 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld þar sem Greta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Leif Magnúsdóttir skoruðu fyrir Blika en Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn úr víti undir lokin fyrir Val. 12.7.2007 22:11
Boulahrouz lánaður til Sevilla Varnarmaðurinn Khalid Boulahrouz hjá Chelsea hefur verið lánaður til Sevilla á Spáni. Boulahrouz var keyptur til Chelsea fyrir 7 miljónir punda á síðustu leiktíð en féll úr náðinni hjá Jose Mourinho knattspyrnustjóra. Talið er að þessi viðskipti Chelsea og Sevilla gætu orðið til að greiða leið bakvarðarins Daniel Alves til Chelsea frá Sevilla, en félögin eru í viðræðum um hann þessa dagana. 12.7.2007 21:50
Tevez fer í læknisskoðun í Manchester á miðvikudag Sky fréttastofan greinir frá því í kvöld að Carlos Tevez muni fara í læknisskoðun hjá Manchester United strax eftir helgina, eða þegar hann lýkur keppni með argentínska landsliðinu á Copa America. 12.7.2007 19:49
Orlando fjárfestir fyrir 12 milljarða Forráðamenn NBA liðsins Orlando Magic hafa ekki setið auðum höndum undanfarna daga og fjárfesta nú grimmt. Í dag skrifaði miðherjinn Dwight Howard undir nýjan samning við félagið sem sagður er vera til fimm ára og upp á um 85 milljónir dollara. 12.7.2007 19:33
Benayoun semur við Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gekk í dag frá kaupum á ísraelska miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham fyrir um 5 milljónir punda og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Benayoun er 25 ára gamall og hefur Rafa Benitez stjóri Liverpool verið lengi með augun á honum. 12.7.2007 19:29
Suðurlandströllið fer fram um helgina Hin árlega aflraunakeppni Suðurlandströllið fer fram í Hveragerði og á Selfossi á laugardaginn. Keppnin hefst klukkan 13:30 við Selfossbrú þar sem m.a. verður keppt í trukkadrætti og Drumbalyftu. Klukkan 16 færist svo keppnin að Eden í Hveragerði þar sem keppt verður í axlalyftu, uxagöngu og Húsafellshelluburði. Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson verður meðal keppenda á mótinu. 12.7.2007 19:23
Engin Formúla í Bandaríkjunum á næsta ári Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur tilkynnt að ekki verði keppt í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Ecclestone er einráður þegar kemur að auglýsingasamningum í Formúlu 1 og segir hann að slitnað hafi upp úr viðræðum við Bandaríkjamenn um mótshald á næsta ári. "Við náðum ekki samningum - við skulum sjá hvort við söknum Bandaríkjanna á næsta ári," sagði Ecclestone í samtali við Reuters í dag. 12.7.2007 16:55
250.000 treyjur þegar pantaðar hjá LA Galaxy Forseti bandaríska knattspyrnufélagsins LA Galaxy segir að stuðningsmenn liðsins hafi þegar pantað yfir 250.000 treyjur í kjölfar komu David Beckham til Los Angeles á morgun. Það er ekki síður áhugavert þegar tekið er tillit til þess að stuðningsmennirnir höfðu ekki séð hvernig nýju treyjurnar litu út áður en þeir pöntuðu þær. 12.7.2007 15:50
Ajax samþykkir tilboð Liverpool í Babel Hollenska félagið Ajax hefur nú loksins komist að samkomulagi við Liverpool um sölu á útherjanum Ryan Babel. Sagt er að kauvirðið sé 17 milljónir evra og að Babel muni skrifa undir fimm ára samning við enska félagið. 12.7.2007 15:45
Beckham-hjónin keyptu upp fyrsta farrými David og Victoria Beckham eru nú á Heathrow-flugvelli í Lundúnum þar sem þau hafa keypt upp allt fyrsta farrými í vélinni sem flytur þau til Los Angeles. Þar mun Beckham verða tilkynntur sem leikmaður LA Galaxy með mikilli viðhöfn á morgun. Sky sjónvarpsstöðin fylgist með hverju spori þeirra hjóna á leiðinni til Bandaríkjanna og nokkur seinkun hefur orðið á fluginu vestur um haf í dag. 12.7.2007 15:16
Fowler í viðræðum við Sydney FC Framherjinn Robbie Fowler er nú kominn til Ástralíu þar sem hann mun funda með forráðamönnum Sydney FC með það fyrir augum að semja við félagið. Fowler er með lausa samninga eftir að hann var látinn fara frá Liverpool í vor og gæti fetað í fótspor Dwight Yorke sem spilaði með ástralska liðinu um nokkurt skeið. 12.7.2007 15:07
Sven-Göran lokkaði mig til City Ítalski framherjinn Rolando Bianchi segir að það hafi verið knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson sem náði að lokka sig til Manchester City frá Reggina á Ítalíu. Framherjinn er nú í læknisskoðun á Englandi og skrifar undir samning við félagið strax að henni lokinni. 12.7.2007 14:48
Alves vill ólmur fara til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves hjá Sevilla hefur farið þess á leit við félagið að það lækki verðmiðann á leikmanninum svo hann geti farið til Chelsea eins og hann óski sér. Alves vill ólmur ganga til liðs við ensku bikarmeistarana en Sevilla er sagt heimta 20 miljónir evra fyrir hann. 12.7.2007 14:43
Sagna semur við Arsenal Arsenal gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Bakari Sagna frá franska félaginu Auxerre fyrir óuppgefna upphæð. Sagna hefur skrifað undir langtíma samning við Arsenal og er sagður geta spilað flestar stöður í vörninni sem og á miðjunni. Hann er 24 ára gamall og hefur unnið sér sæti í franska landsliðinu þó hann hafi enn ekki fengið að spila leik. 12.7.2007 14:39
Hertha samþykkir tilboð Tottenham í Boateng Þýska knattspyrnufélagið Hertha Berlín hefur samþykkt 5 milljón punda kauptilboð Tottenham í miðjumanninn Kevin-Prince Boateng. Boateng þessi hefur verið í herbúðum Hertha síðan hann var sjö ára gamall og er í U-21 árs liði Þjóðverja. Sevilla hefur einnig verið á höttunum eftir Boateng. 12.7.2007 14:33
Chivu verður áfram hjá Roma Rúmenski landsliðsmaðurinn Cristian Chivu verður áfram hjá ítalska félaginu Roma eftir að varnarmanninum tókst ekki að semja við Real Madrid sem samþykkti að greiða fyrir hann 20 milljónir evra. Það er því ljóst að Chivu verður með lausa samninga hjá Roma á næstu leiktíð og getur þá farið frá félaginu án greiðslu. 12.7.2007 13:41
Owen: Ég er ekki að fara frá Newcastle Framherjinn Michael Owen ítrekar að hann sé ánægður í herbúðum Newcastle og hefur lofað stuðningsmönnum félagsins að hann fari ekki frá því eins og skrifað hefur verið um í bresku blöðunum. 12.7.2007 13:11
Chris Baird til Fulham Norður-Írski landsliðsmaðurinn Chris Baird gekk í dag í raðir Fulham í ensku úrvalsdeildinni frá Southampton. Baird hafði verið á leið til liðs við Sunderland fyrir 3 milljónir punda, en hann kaus heldur að ganga í raðir Fulham þegar félagið hækkaði tilboð sitt á síðustu stundu. Baird mun því spila undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara síns Lawrie Sanchez á næstu leiktíð. 12.7.2007 13:07
Beckham á erfitt verkefni fyrir höndum Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að David Beckham eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar hann hefur leik í MLS deildinni í Bandaríkjunum, en Beckham verður kynntur formlega sem nýr leikmaður LA Galaxy á morgun. 12.7.2007 12:58
Messi með stórkostlegt mark í 3-0 sigri á Mexíkó Argentínumenn tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar með 3-0 sigri á Mexíkóum í undanúrslitaleik. Leo Messi sannaði snilli sína enn eina ferðina með stórkostlegu marki. Ýtið á „Spila“ til að sjá myndir úr leiknum. 12.7.2007 12:12
Real Madrid fær Dudek Real Madrid hefur klófest pólska markvörðinn Jerzy Dudek frá Liverpool en þeir þurftu ekkert að borga fyrir leikmanninnn þar sem hann var með lausan samning. Real Madrid fengu hann til liðsins til þess að vera varamaður fyrir spænska landsliðsmarkvörðinn, Iker Casillas. 12.7.2007 11:03
Heinze stoltur yfir áhuga Liverpool Vinstri bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur viðurkennt að hann sé stoltur yfir því að vera orðaður við Liverpool, en hann er líka spenntur yfir því að landsliðsfélagi hans hjá Argentínu, Carlos Tevez, sé hugsanlega á leið til Manchester United. Heinze skoraði í gær fyrsta mark Argentínu í 3-0 sigri á Mexíkó í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninni. 12.7.2007 09:32
Blikar höfðu betur í grannaslagnum Breiðablik, Keflavík og Fylkir urðu í kvöld síðustu liðin til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Visa-bikarsins í knattspyrnu. Breiðablik lagði granna sína í HK 3-1 eftir framlengdan leik, Fylkir lagði Þór á Akureyri 4-1 og Keflvíkingar lögðu Þróttara 1-0 á Valbjarnarvelli. 11.7.2007 21:44
Steve Coppell verður á Shellmótinu ÍBV hefur ákveðið stytta Shellmótið á næsta ári um einn dag þannig að því ljúki á laugardegi í stað sunnudags en þess í stað þjappa dagskránni betur saman. Að sögn Einars Friðþjófssonar, framkvæmdastjóra Shellmótsins, er undirbúningur fyrir mótið sumarið 2008 þegar hafinn og hefur verið samið við Steve Coppell, knattspyrnustjóra Reading í ensku úrvalsdeildinni að vera heiðursgestur mótsins. 11.7.2007 20:55
Hálfleikur í bikarnum Nú hefur verið flautað til hálfleiks í þremur síðustu viðureignunum í 16-liða úrslitum Visa bikarsins og er staðan 1-0 í þeim öllum. Fylkir hefur yfir 1-0 gegn Þór á Akureyri með marki Vals Fannars Gíslasonar, Keflavík hefur yfir 1-0 gegn Þrótti R með marki Sigurbjörns Hafþórssonar og þá hefur HK yfir 1-0 gegn grönnum sínum í Breiðablik í Kópavogi með marki Kristjáns Halldórssonar. 11.7.2007 20:09
Legia rekið úr Evrópukeppninni Pólska liðið Legia frá Varsjá var í dag rekið úr Intertoto keppninni í knattspyrnu eftir að stuðningsmenn liðsins gerðu allt vitlaust á leik liðsins í Vilinius í Litháen á dögunum. Liði Vetra var dæmdur 3-0 sigur í leiknum og fer það áfram í keppninni og mætir Blackburn í næstu umferð. 11.7.2007 17:28
Nedved áfram hjá Juventus Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hefur samþykkt að vera eitt ár í viðbót hjá Juventus ef marka má fregnir frá Tórínó í dag. Nedved er 34 ára gamall og sagðist líklega leggja skóna á hilluna í sumar ef hann fengi ekki veglega kauphækkun fyrir næsta ár. 11.7.2007 17:20
Oden spilar ekki meira í sumardeildinni Miðherjinn Greg Oden getur ekki spilað meira í sumardeildinni í NBA því hann þarf að fara í aðgerð til að láta taka úr sér hálskirtlana. Oden var valinn númer eitt af Portland í nýliðavalinu á dögunum og þykir mikið efni. Hann hefur alls ekki náð sér á strik í sumardeildinni til þessa og kennir veikindum sínum um úthaldsleysi sitt. 11.7.2007 17:06
Milan að bjóða 11 milljarða í Ronaldinho? Spænska dagblaðið AS heldur því fram í dag að Silvio Berlusconi forseti AC Milan sé tilbúinn að greiða 89 milljónir punda fyrir brasilíska snillinginn Ronaldinho hjá Barcelona - eða um 11 milljarða íslenskra króna. 11.7.2007 16:33
Wilhelmsson á leið í ensku úrvalsdeildina? Sænski útherjinn Christian Wilhelmsson er nú sterklega orðaður við ensku úrvalsdeildina, en forseti Roma hefur tilkynnt að hann verði ekki áfram hjá félaginu. Wilhelmsson er leikmaður Nantes í Frakklandi en var í láni hjá Roma á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig prýðilega. Hann hefur nú verið orðaður við Manchester City á Englandi þar sem landi hans Sven-Göran Eriksson er orðinn knattspyrnustjóri. 11.7.2007 16:27
Francis keyptur út hjá Portland Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá því í morgun að bakvörðurinn Steve Francis muni verða keyptur út úr samningi sínum hjá Portland Trailblazers fyrir um 30 milljónir dollara. Francis var skipt til Portland frá New York á dögunum, en félagið hefur ekki í hyggju að nota leikstjórnandann. 11.7.2007 15:15
Ken Bates kaupir Leeds aftur Ken Bates verður áfram við stjórn hjá enska knattspyrnuliðinu Leeds United eftir að hafa unnið kapphlaupið um að kaupa liðið. Liðið féll úr næstefstu deild síðastliðið haust, eftir að hafa farið fram á greiðslustöðvun til að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins. 11.7.2007 14:52
Nugent til Portsmouth Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á enska landsliðsframherjanum David Nugent frá Preston fyrir 6 milljónir punda. Nugent hefur skrifað undir fjögurra ára samning við úrvalsdeildarfélagið og stóðst læknisskoðun í morgun. Hann er 22 ára gamall og vann sér sæti í enska landsliðinu á síðustu leiktíð þrátt fyrir að leika utan úrvalsdeildarinnar. 11.7.2007 13:44
Englendingar mæta Rússum á gervigrasi Leikur Englendinga og Rússa í E-riðli undankeppni EM í haust fer fram á gervigrasi. Þetta var tilkynnt í dag. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 17. október og ekki þótti ráðlegt að reyna að spila hann á grasi eins og Guus Hiddink þjálfari Rússa hafði viljað. Luzhniki leikvangurinn tekur 84,000 manns í sæti og mun hýsa úrslitaleikinn í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sá leikur verður þó spilaður á grasi. 11.7.2007 13:15
Milito á leið til Barcelona Forseti Barcelona lýsti því yfir í útvarpsviðtali í morgun að miðvörðurinn Gabriel Milito sé við það að ganga í raðir félagsins frá Real Zaragoza. Milito er 26 ára gamall landsliðsmaður Argentínu og hefur verið einn besti varnarmaður spænsku deildarinnar síðustu ár. Milito var nærri genginn í raðir Real Madrid árið 2003, en stóðst þá ekki læknisskoðun og því varð ekkert úr kaupunum. 11.7.2007 13:12
Mourinho: Pressan er öll á United Jose Mourinho vill lítið tjá sig um vasklega framgöngu keppinauta hans í Manchester United á leikmannamarkaðnum í sumar en segir að aukin umsvif félagsins í sumar geri ekkert annað en að auka pressuna á þá rauðu. 11.7.2007 11:55
Sunderland að kaupa Chopra Nýliðar Sunderland í ensku úrvalsdeildinni eru nú að leggja lokahönd á að ganga frá kaupum á framherjanum Michael Chopra frá Cardiff fyrir um 5 milljónir punda. Chopra spilaði um hríð með Newcastle og er 23 ára gamall. Hann skoraði 22 mörk fyrir Cardiff í Championship deildinni á síðustu leiktíð. 11.7.2007 11:52
Úrvalsdeildin hótar West Ham Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að enska úrvalsdeildin hafi nú hótað West Ham frekari refsingu í máli Carlos Tevez ef félagið fær ekki hverja einustu krónu af kaupverðinu - verði hann seldur til Manchester United. 11.7.2007 11:39
Brasilía í úrslitaleikinn á Copa America Núverandi Suður-Ameríkumeistarar Brasilíu misstu tvisvar niður forskot gegn Úrúgvæ í undanúrslitaleik Copa America í nótt en tryggðu sér að lokum sæti í úrslitum í vítakeppni. Staðan í leiknum var jöfn 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því varð að grípa til vítakeppni. 11.7.2007 11:14
Komin aftur í KR Landsliðskonan Hildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að spila með nýliðum KR í Iceland Express-deild kvenna næsta vetur en hún hefur spilað með Grindavík undanfarin tvö tímabil. 11.7.2007 09:30
Ég ber engan kala til Guðmundar Mete Sextán liða úrslitum VISA-bikars karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Þór tekur á móti Fylki á Akureyri, Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag og svo tekur 1. deildarlið Þróttar á móti Keflavík. Í þeirri viðureign mætast á ný Hjörtur Hjartarson, leikmaður Þróttar, og Guðmundur Mete, leikmaður Keflavíkur. 11.7.2007 08:15
Dramatískur Valssigur í Vesturbæ Valsmenn tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla eftir dramatískan sigur á KR-ingum í Vesturbænum. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit en þar fóru heimamenn illa af ráði sínu. KR-ingar brenndu úr þremur vítaspyrnum á meðan Valsmenn skoruðu úr öllum sínum. 11.7.2007 06:30