Fleiri fréttir Guðjón Valur óhræddur við Serbana Guðjón Valur Sigurðsson er bjartsýnn fyrir síðari leik Íslendinga og Serba í Laugardalshöllinni um helgina þar sem þjóðirnar mætast öðru sinni í umspili um laust sæti á EM í Noregi. Serbar höfðu eins marks sigur í fyrri leiknum. Smelltu á spila til að sjá Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 ræða við nafna sinn í dag. 12.6.2007 17:03 Henry: Ég er ekki að fara til Barcelona Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur nú fetað í fótspor umboðsmanns síns síðan í gær og neitar því alfarið að hann sé á leið til Barcelona eins og haldið var fram í franska blaðinu France Football í gær. 12.6.2007 15:40 John og Sherry Daly benda hvort á annað Sherry Daly hefur svarað ásökunum eiginmanns síns, John Daly, um að hún hafi reynt að stinga hann með steikarhníf. Sherry segir að John hafi klórað sig sjálfan í andliti til að reyna að fela þá staðreynd að hann hafi verið ofurölvi á fimmtudagskvöld og misst stjórn á skapi sínu. 12.6.2007 15:37 Hannes Jón á leið til Danmerkur á ný Landsliðsmaðurinn Hannes Jón Jónsson sem leikið hefur með handknattleiksliði Elverum í Noregi, er á leið til Danmerkur á nýjan leik skv heimildum Vísis. Hannes, sem sýnt hefur lipra takta með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum, mun á næstu leiktíð leika með Fredericia HK sem endaði í níunda sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 12.6.2007 15:24 Middlesbrough hefur áhuga á Grétari Sky Sports greinir frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough sé að undirbúa tilboð í íslenska landsliðsmanninn Grétar Rafn Steinsson hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Sagt er að enska félagið hafi þegar gert fyrirspurn í leikmanninn og segir umboðsmaður Grétars að hann hafi mikinn áhuga á enska boltanum. Talið er að kaupvirðið yrði um 4 milljónir punda ef af kaupunum yrði. 12.6.2007 14:50 Arnór Atlason í landsliðshópinn í ný Á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í hádeginu tilkynnti Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari landsliðshópinn sem mætir Serbum í síðari leiknum í umspili um sæti á EM í Noregi þann 17. júní næstkomandi. Ein breyting hefur verið gerð á hópnum frá fyrri leiknum ytra, Arnór Atlason hjá FCK í Kaupmannahöfn kemur inn í hópinn. 12.6.2007 14:36 Allardyce ósáttur við tafir í máli Joey Barton Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er orðinn gramur yfir því hve illa gengur að ná 5,5 milljón punda kaupum félagsins á Joey Barton í gegn. Deilur standa yfir milli Newcastle og Manchester City vegna 300,000 punda klásúlu í samningi leikmannsins. 12.6.2007 14:25 Tevez hefur áhuga á Inter Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham segist hafa heyrt af því að Inter Milan á Ítalíu hafi áhuga á að fá sig í sínar raðir. Það þykir honum áhugavert þar sem fyrir hjá liðinu eru þrír af félögum hans í landsliðinu, þeir Hernan Crespo, Julio Cruz og Walter Samuel. 12.6.2007 14:20 Alonso segir McLaren halda upp á Hamilton Fernando Alonso, heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstri, segir að McLaren liðið hugsi betur um nýliðann Lewis Hamilton en sig. Þetta kom fram í viðtali á spænskri útvarpsstöð. 12.6.2007 11:19 Til Djurgarden á reynslu í dag Rúrik Gíslason heldur í dag til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá Djurgarden í nokkra daga. Sigurður Jónsson er þjálfari hjá félaginu en Rúrik er í leit að nýju félagi þar sem samningur hans við Charlton er að renna út. 12.6.2007 11:00 Ég er kominn í rétta stöðu Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. 12.6.2007 09:30 Tölfræðin ekki hliðholl KR KR er aðeins með eitt stig í Landsbankadeildinni eftir fimm umferðir. KR er fimmtánda liðið sem nær svo slökum árangri síðan tíu lið byrjuðu að spila í efstu deild árið 1977. Þrettán þessara liða hafa fallið úr efstu deild og tíu þeirra hafa endað í tíunda sæti. Aðeins eitt lið hefur bjargað sér og það var ÍA árið 2006 en þá unnu Skagamenn leik númer sex og sjö. 12.6.2007 07:00 Lítill áhugi hjá feitustu bitunum Teitur Þórðarson situr á heitasta stólnum þegar staðan í Landsbankadeild karla er skoðuð. Vesturbæjarrisinn blundar vært á botni deildarinnar og háværar raddir heyrast nú um að nóg sé komið. 12.6.2007 06:15 Makaay og Santa Cruz geta farið frá Bayern Framherjarnir Roque Santa Cruz og Roy Makaay gætu báðir verið á förum frá Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar ef félagið nær að festa kaup á framherjanum Miroslav Klose frá Werder Bremen. Bayern á ekki sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en forráðamenn félagsins láta það ekki stöðva sig í að kaupa leikmenn. 12.6.2007 00:34 Umboðsmenn Henry æfir út í France Football Umboðsmenn knattspyrnumannsins Thierry Henry hjá Arsenal íhuga málsókn á hendur France Football vegna fréttar sem blaðið birti í dag og hélt því fram að Henry hefði samþykkt að ganga í raðir Barcelona á Spáni. Umboðsmennirnir lýsa fréttinni sem bulli og ætla að leita réttar síns gegn franska blaðinu. 12.6.2007 00:25 Einn magnaðasti skeiðsprettur ársins 2006 Skeiðspretturinn ógurlegi á milli Sæs frá Bakkakoti og Ás frá Ármóti á Landsmóti 2006 er kominn inn á vef TV Hestafrétta. Það er sjaldgæft að sjá svona höfðinga takast á á vellinum á fljúgandi skeiði. 12.6.2007 19:38 Rífleg peningaverðlaun í tölti og skeiði Rífleg peningaverðlaun eru í boði í tölti og 100 m skeiði á FM07. Alls eru veittar 200 þúsund krónur í verðlaun í hvora keppnisgrein: 100 þúsund á fyrsta sæti og 50 þúsund á annað og þriðja sæti. 12.6.2007 09:58 Dómar frá Sörlastöðum Dómar á Sörlastöðum hófust aftur í morgun eftir helgarhlé, en seinni kynbótasýning þar hófst fimmtudaginn 7. júní. Nú er búið að dæma í þrjá daga og eru dómar eftir þá daga meðfylgjandi. 12.6.2007 09:56 Trezeguet: Ég spila ekki lengur hjá Juventus Franski framherjinn David Trezeguet hjá Juventus segist ekki ætla að halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð þó það hafi tryggt sér sæti í A-deildinni á ný. "Það er ekki möguleiki á að ég verði áfram og viðræðum um það verður ekki haldið áfram," sagði Frakkinn í dag. 11.6.2007 22:15 Figo framlengir við Inter Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Inter Milan. Gamli samningurinn hans rennur út um næstu mánaðamót en hann hefur nú framlengt út næstu leiktíð. Figo er 34 ára gamall og fyrrum knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Hann gekk í raðir Inter frá Real Madrid árið 2005 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki hjá ítalska liðinu. 11.6.2007 21:00 Segir Henry hafa samþykkt að fara til Barcelona Franska blaðið France Football hefur eftir heimildamanni sínum í dag að framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hafi samþykkti að gera þriggja ára samning við Barcelona. Fari svo að Arsenal samþykki kauptilboð spænska félagsins, gæti Henry orðið leikmaður Barcelona innan skamms. 11.6.2007 19:34 Hamilton: Ég vissi að ég myndi vinna Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hefur svo sannarlega stolið senunni í Formúlu 1 í ár og vann sinn fyrsta sigur á ferlinum í Kanada um helgina. Hann er efstur í stigakeppni ökuþóra það sem af er og margir eru farnir að líkja hinum 22 ára gamla ökuþór við Tiger Woods vegna tilþrifa hans svo snemma á ferlinum. 11.6.2007 19:21 Hasselbaink íhugar að spila með Levski Sofia Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink sem síðast lék með Charlton á Englandi, segist alvarlega vera að íhuga að taka tilboði um að leika með búlgarska liðinu Levski Sofia. Hann segist hafa neitað fimm tilboðum frá liðum á Englandi. 11.6.2007 19:15 Damon Hill: Hamilton getur orðið meistari Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra. 11.6.2007 18:15 Iaquinta á leið til Juventus Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Udinese tilkynnti í dag að félagið hefði samþykkt tilboð Juventus í landsliðsframherjann Vincenzo Iaquinta. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir Udinese í sjö ár. "Ekki hefur verið gengið formlega frá kaupunum en þetta er allt klappað og klárt," sagði forseti Udinese í dag. 11.6.2007 17:16 Castillo: Hatton hefur aldrei mætt manni eins og mér Jose Luis Castillo gefur lítið fyrir flekklausan árangur andstæðings síns Ricky Hatton fyrir bardaga þeirra í Las Vegas þann 23. júní næstkomandi. Hatton hefur unnið alla 42 bardaga sína á ferlinum en Castillo vill meina að margir þeirra hafi komið gegn lélegum andstæðingum. 11.6.2007 16:57 Viðtöl eftir annan leik San Antonio og Cleveland Mike Brown, þjálfari Cleveland, átti fá svör við lélegum leik sinna manna í nótt þegar liðið steinlá öðru sinni fyrir San Antonio í lokaúrslitum NBA deildarinnar. Cleveland lenti mest um 30 stigum undir í leiknum en náði að bjarga andlitinu með góðri rispu í lokin. San Antonio sigraði 103-92 og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Smelltu á spila til að sjá viðbrögð þjálfara og leikmanna í nótt. 11.6.2007 15:58 Sigurður velur hópinn sem mætir Frökkum og Serbum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Serbíu í undankeppni EM 2009 í Finnlandi. Íslenska liðið mætir sterku liði Frakka 16. júní og Serbum þann 21. júní en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. 11.6.2007 15:24 Sunderland kaupir Greg Halford Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur gengið frá kaupum á Greg Halford frá Reading fyrir 3,5 milljónir punda og stóðst hann læknisskoðun hjá félaginu í dag. Halford spilaði aðeins þrjá leiki með Reading á síðustu leiktíð en Keane er mjög hrifinn af hinum fjölhæfa 22 ára gamla leikmanni. 11.6.2007 15:17 Byggði eitt flottasta stóðhestahús í heimi Herbert Ólason (Kóki) var að leggja síðustu hönd á byggingu eins flottasta stóðhestahúss sem fyrir finnst. Kóki hefur staðið að þessari byggingu með heimilisfólkinu á hofi sínu Hrafnsholti sem staðsett er í Þýskalandi. Stóðhestahúsið er um 22 metrar á lengd, 7,5 metrar á breidd og lofthæðin er allt upp í 7 metra. 11.6.2007 14:49 Ekki viss um að Nani standi sig Einn helst útsendari Chelsea, Piet de Visser, sagði í dag að hann væri ekki viss um að nýji leikmaður Manchester United, Nani, væri nógu góður til þess að standa sig í ensku úrvalsdeildinni. 11.6.2007 11:57 Kári vann á Álfsnesi Kári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig. 11.6.2007 11:41 Capello kennir sér um brottför Beckhams Fabio Capello, framkvæmdastjóri Real Madrid, kennir sjálfum sér um brottför Davids Beckham frá félaginu. Hann tók Beckham úr liðinu og stuttu seinna skrifaði Beckham undir samning hjá LA Galaxy. 11.6.2007 11:32 Birmingham í yfirtökuviðræðum Birmingham City, sem var að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný, er búið að staðfesta að stjórn félagsins sé í yfirtökuviðræðum við ónefnda aðila. Viðræðurnar eru þó á algjöru byrjunarstigi. 11.6.2007 11:16 Slúðrið í enska boltanum í dag Eins og svo oft áður fara fjölmiðlar mikinn í slúðri í dag. Forlan er á leiðinni til Liverpool, Giuly til Newcastle og Lionel Messi nýtti sér hönd Guðs um helgina. Slúðrið í enska boltanum í dag má finna hér að neðan. 11.6.2007 10:20 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11.6.2007 04:23 Þórður Guðjóns: Meiri sigurvilji hjá okkur en KR "Þetta var glæsilegur leikur hjá liðsheildinni í dag og þetta er það sem við höfum verið að leggja upp í allan vetur. Við gáfum lítil færi á okkur í dag og leikmenn lögðu sig alla fram, svo þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA í viðtali á Sýn í kvöld. 10.6.2007 22:26 Pétur Marteinsson: Gríðarlega erfið staða "Við erum búnir að eiga afspyrnuslaka byrjun í deildinni. Við skorum ekki úr færunum okkar, fáum ekki nógu mörg færi og svo erum við að fá alltof ódýr mörk á okkur," sagði Pétur Hafliði Marteinsson hjá KR í samtali við Sýn eftir tap liðsins gegn Skagamönnum í kvöld. 10.6.2007 22:07 Öruggur sigur Skagamanna á KR KR-ingar sitja áfram einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 21:52 FH tapar fyrstu stigunum í áflogaleik Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson og Valur Fannar Gíslason fengu báðir rautt spjald undir lok leiksins fyrir að skiptast á hnefahöggum. Þá vann HK góðan 2-1 sigur á Fram í uppgjöri nýliðanna í deildinni. FH er áfram á toppnum með 13 stig en Fram er í næst neðsta sæti með tvö stig og er án sigurs. 10.6.2007 21:12 Vieira: Horfið til Englands Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan er einn þeirra knattspyrnumanna sem hefur nú tjáð sig opinberlega um ástandið á knattspyrnuvöllum á meginlandi Evrópu. Komið hefur til átaka á völlum í deildarkeppnum og í Evrópukeppni og skorar Vieira á ráðamenn á meginlandinu að taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum. 10.6.2007 23:30 Beckham og félögum lofað 35 milljón króna bónus David Beckham og félögum hans í Real Madrid hefur hverjum og einum verið lofaður bónus upp á 35 milljónir króna ef félagið klárar sitt um næstu helgi og verður spænskur meistari. Þetta kann að vera klink fyrir mann á borð við Beckham, en þessi upphæð er þó hærri en margir af verðandi félögum hans hjá LA Galaxy fá í laun á ári. 10.6.2007 23:00 Drogba: Klúðruðum titlinum um jólin Framherjinn Didier Drogba segir að Chelsea hafi misst af enska meistaratitlinum með því að klúðra tveimur deildarleikjum í jólatörninni og segir að meiðsli hafi verið helsta ástæðan fyrir slæmu gegni liðsins á þessum tímapunkti. 10.6.2007 22:45 Nadal: Ég er í mínu besta formi til þessa Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann í dag sinn þriðja titil í röð á opna franska meistaramótinu og komst þar með í úrvalshóp manna í tennissögunni. Hann segist hafa spilað sinn besta tennis á ferlinum á mótinu. 10.6.2007 22:30 Kubica slapp eftir árekstur á 290 km hraða Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW slapp ótrúlega vel í dag þegar hann ók bíl sínum á vegg á um 290 kílómetra hraða á klukkustund í Kanadakappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Kubica missti aldrei meðvitund þegar bíllinn skall á veggnum og fór nokkur heljarstökk í loftinu. Hann fékk aðhlynningu á brautinn og var síðar fluttur á sjúkrahús, en hann er nú á batavegi eftir þessa óskemmtilegu reynslu og fær að fara heim á morgun. 10.6.2007 21:43 Sjá næstu 50 fréttir
Guðjón Valur óhræddur við Serbana Guðjón Valur Sigurðsson er bjartsýnn fyrir síðari leik Íslendinga og Serba í Laugardalshöllinni um helgina þar sem þjóðirnar mætast öðru sinni í umspili um laust sæti á EM í Noregi. Serbar höfðu eins marks sigur í fyrri leiknum. Smelltu á spila til að sjá Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 ræða við nafna sinn í dag. 12.6.2007 17:03
Henry: Ég er ekki að fara til Barcelona Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur nú fetað í fótspor umboðsmanns síns síðan í gær og neitar því alfarið að hann sé á leið til Barcelona eins og haldið var fram í franska blaðinu France Football í gær. 12.6.2007 15:40
John og Sherry Daly benda hvort á annað Sherry Daly hefur svarað ásökunum eiginmanns síns, John Daly, um að hún hafi reynt að stinga hann með steikarhníf. Sherry segir að John hafi klórað sig sjálfan í andliti til að reyna að fela þá staðreynd að hann hafi verið ofurölvi á fimmtudagskvöld og misst stjórn á skapi sínu. 12.6.2007 15:37
Hannes Jón á leið til Danmerkur á ný Landsliðsmaðurinn Hannes Jón Jónsson sem leikið hefur með handknattleiksliði Elverum í Noregi, er á leið til Danmerkur á nýjan leik skv heimildum Vísis. Hannes, sem sýnt hefur lipra takta með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum, mun á næstu leiktíð leika með Fredericia HK sem endaði í níunda sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 12.6.2007 15:24
Middlesbrough hefur áhuga á Grétari Sky Sports greinir frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough sé að undirbúa tilboð í íslenska landsliðsmanninn Grétar Rafn Steinsson hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Sagt er að enska félagið hafi þegar gert fyrirspurn í leikmanninn og segir umboðsmaður Grétars að hann hafi mikinn áhuga á enska boltanum. Talið er að kaupvirðið yrði um 4 milljónir punda ef af kaupunum yrði. 12.6.2007 14:50
Arnór Atlason í landsliðshópinn í ný Á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í hádeginu tilkynnti Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari landsliðshópinn sem mætir Serbum í síðari leiknum í umspili um sæti á EM í Noregi þann 17. júní næstkomandi. Ein breyting hefur verið gerð á hópnum frá fyrri leiknum ytra, Arnór Atlason hjá FCK í Kaupmannahöfn kemur inn í hópinn. 12.6.2007 14:36
Allardyce ósáttur við tafir í máli Joey Barton Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er orðinn gramur yfir því hve illa gengur að ná 5,5 milljón punda kaupum félagsins á Joey Barton í gegn. Deilur standa yfir milli Newcastle og Manchester City vegna 300,000 punda klásúlu í samningi leikmannsins. 12.6.2007 14:25
Tevez hefur áhuga á Inter Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham segist hafa heyrt af því að Inter Milan á Ítalíu hafi áhuga á að fá sig í sínar raðir. Það þykir honum áhugavert þar sem fyrir hjá liðinu eru þrír af félögum hans í landsliðinu, þeir Hernan Crespo, Julio Cruz og Walter Samuel. 12.6.2007 14:20
Alonso segir McLaren halda upp á Hamilton Fernando Alonso, heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstri, segir að McLaren liðið hugsi betur um nýliðann Lewis Hamilton en sig. Þetta kom fram í viðtali á spænskri útvarpsstöð. 12.6.2007 11:19
Til Djurgarden á reynslu í dag Rúrik Gíslason heldur í dag til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá Djurgarden í nokkra daga. Sigurður Jónsson er þjálfari hjá félaginu en Rúrik er í leit að nýju félagi þar sem samningur hans við Charlton er að renna út. 12.6.2007 11:00
Ég er kominn í rétta stöðu Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark. 12.6.2007 09:30
Tölfræðin ekki hliðholl KR KR er aðeins með eitt stig í Landsbankadeildinni eftir fimm umferðir. KR er fimmtánda liðið sem nær svo slökum árangri síðan tíu lið byrjuðu að spila í efstu deild árið 1977. Þrettán þessara liða hafa fallið úr efstu deild og tíu þeirra hafa endað í tíunda sæti. Aðeins eitt lið hefur bjargað sér og það var ÍA árið 2006 en þá unnu Skagamenn leik númer sex og sjö. 12.6.2007 07:00
Lítill áhugi hjá feitustu bitunum Teitur Þórðarson situr á heitasta stólnum þegar staðan í Landsbankadeild karla er skoðuð. Vesturbæjarrisinn blundar vært á botni deildarinnar og háværar raddir heyrast nú um að nóg sé komið. 12.6.2007 06:15
Makaay og Santa Cruz geta farið frá Bayern Framherjarnir Roque Santa Cruz og Roy Makaay gætu báðir verið á förum frá Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar ef félagið nær að festa kaup á framherjanum Miroslav Klose frá Werder Bremen. Bayern á ekki sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en forráðamenn félagsins láta það ekki stöðva sig í að kaupa leikmenn. 12.6.2007 00:34
Umboðsmenn Henry æfir út í France Football Umboðsmenn knattspyrnumannsins Thierry Henry hjá Arsenal íhuga málsókn á hendur France Football vegna fréttar sem blaðið birti í dag og hélt því fram að Henry hefði samþykkt að ganga í raðir Barcelona á Spáni. Umboðsmennirnir lýsa fréttinni sem bulli og ætla að leita réttar síns gegn franska blaðinu. 12.6.2007 00:25
Einn magnaðasti skeiðsprettur ársins 2006 Skeiðspretturinn ógurlegi á milli Sæs frá Bakkakoti og Ás frá Ármóti á Landsmóti 2006 er kominn inn á vef TV Hestafrétta. Það er sjaldgæft að sjá svona höfðinga takast á á vellinum á fljúgandi skeiði. 12.6.2007 19:38
Rífleg peningaverðlaun í tölti og skeiði Rífleg peningaverðlaun eru í boði í tölti og 100 m skeiði á FM07. Alls eru veittar 200 þúsund krónur í verðlaun í hvora keppnisgrein: 100 þúsund á fyrsta sæti og 50 þúsund á annað og þriðja sæti. 12.6.2007 09:58
Dómar frá Sörlastöðum Dómar á Sörlastöðum hófust aftur í morgun eftir helgarhlé, en seinni kynbótasýning þar hófst fimmtudaginn 7. júní. Nú er búið að dæma í þrjá daga og eru dómar eftir þá daga meðfylgjandi. 12.6.2007 09:56
Trezeguet: Ég spila ekki lengur hjá Juventus Franski framherjinn David Trezeguet hjá Juventus segist ekki ætla að halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð þó það hafi tryggt sér sæti í A-deildinni á ný. "Það er ekki möguleiki á að ég verði áfram og viðræðum um það verður ekki haldið áfram," sagði Frakkinn í dag. 11.6.2007 22:15
Figo framlengir við Inter Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Inter Milan. Gamli samningurinn hans rennur út um næstu mánaðamót en hann hefur nú framlengt út næstu leiktíð. Figo er 34 ára gamall og fyrrum knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Hann gekk í raðir Inter frá Real Madrid árið 2005 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki hjá ítalska liðinu. 11.6.2007 21:00
Segir Henry hafa samþykkt að fara til Barcelona Franska blaðið France Football hefur eftir heimildamanni sínum í dag að framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hafi samþykkti að gera þriggja ára samning við Barcelona. Fari svo að Arsenal samþykki kauptilboð spænska félagsins, gæti Henry orðið leikmaður Barcelona innan skamms. 11.6.2007 19:34
Hamilton: Ég vissi að ég myndi vinna Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hefur svo sannarlega stolið senunni í Formúlu 1 í ár og vann sinn fyrsta sigur á ferlinum í Kanada um helgina. Hann er efstur í stigakeppni ökuþóra það sem af er og margir eru farnir að líkja hinum 22 ára gamla ökuþór við Tiger Woods vegna tilþrifa hans svo snemma á ferlinum. 11.6.2007 19:21
Hasselbaink íhugar að spila með Levski Sofia Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink sem síðast lék með Charlton á Englandi, segist alvarlega vera að íhuga að taka tilboði um að leika með búlgarska liðinu Levski Sofia. Hann segist hafa neitað fimm tilboðum frá liðum á Englandi. 11.6.2007 19:15
Damon Hill: Hamilton getur orðið meistari Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir að nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að sýna það að hann geti orðið heimsmeistari á sínu fyrsta ári. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í aðeins sjöttu keppni sinni á ferlinum í Kanada um helgina og er efstur í stigakeppni ökuþóra. 11.6.2007 18:15
Iaquinta á leið til Juventus Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Udinese tilkynnti í dag að félagið hefði samþykkt tilboð Juventus í landsliðsframherjann Vincenzo Iaquinta. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir Udinese í sjö ár. "Ekki hefur verið gengið formlega frá kaupunum en þetta er allt klappað og klárt," sagði forseti Udinese í dag. 11.6.2007 17:16
Castillo: Hatton hefur aldrei mætt manni eins og mér Jose Luis Castillo gefur lítið fyrir flekklausan árangur andstæðings síns Ricky Hatton fyrir bardaga þeirra í Las Vegas þann 23. júní næstkomandi. Hatton hefur unnið alla 42 bardaga sína á ferlinum en Castillo vill meina að margir þeirra hafi komið gegn lélegum andstæðingum. 11.6.2007 16:57
Viðtöl eftir annan leik San Antonio og Cleveland Mike Brown, þjálfari Cleveland, átti fá svör við lélegum leik sinna manna í nótt þegar liðið steinlá öðru sinni fyrir San Antonio í lokaúrslitum NBA deildarinnar. Cleveland lenti mest um 30 stigum undir í leiknum en náði að bjarga andlitinu með góðri rispu í lokin. San Antonio sigraði 103-92 og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Smelltu á spila til að sjá viðbrögð þjálfara og leikmanna í nótt. 11.6.2007 15:58
Sigurður velur hópinn sem mætir Frökkum og Serbum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Serbíu í undankeppni EM 2009 í Finnlandi. Íslenska liðið mætir sterku liði Frakka 16. júní og Serbum þann 21. júní en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. 11.6.2007 15:24
Sunderland kaupir Greg Halford Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur gengið frá kaupum á Greg Halford frá Reading fyrir 3,5 milljónir punda og stóðst hann læknisskoðun hjá félaginu í dag. Halford spilaði aðeins þrjá leiki með Reading á síðustu leiktíð en Keane er mjög hrifinn af hinum fjölhæfa 22 ára gamla leikmanni. 11.6.2007 15:17
Byggði eitt flottasta stóðhestahús í heimi Herbert Ólason (Kóki) var að leggja síðustu hönd á byggingu eins flottasta stóðhestahúss sem fyrir finnst. Kóki hefur staðið að þessari byggingu með heimilisfólkinu á hofi sínu Hrafnsholti sem staðsett er í Þýskalandi. Stóðhestahúsið er um 22 metrar á lengd, 7,5 metrar á breidd og lofthæðin er allt upp í 7 metra. 11.6.2007 14:49
Ekki viss um að Nani standi sig Einn helst útsendari Chelsea, Piet de Visser, sagði í dag að hann væri ekki viss um að nýji leikmaður Manchester United, Nani, væri nógu góður til þess að standa sig í ensku úrvalsdeildinni. 11.6.2007 11:57
Kári vann á Álfsnesi Kári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig. 11.6.2007 11:41
Capello kennir sér um brottför Beckhams Fabio Capello, framkvæmdastjóri Real Madrid, kennir sjálfum sér um brottför Davids Beckham frá félaginu. Hann tók Beckham úr liðinu og stuttu seinna skrifaði Beckham undir samning hjá LA Galaxy. 11.6.2007 11:32
Birmingham í yfirtökuviðræðum Birmingham City, sem var að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný, er búið að staðfesta að stjórn félagsins sé í yfirtökuviðræðum við ónefnda aðila. Viðræðurnar eru þó á algjöru byrjunarstigi. 11.6.2007 11:16
Slúðrið í enska boltanum í dag Eins og svo oft áður fara fjölmiðlar mikinn í slúðri í dag. Forlan er á leiðinni til Liverpool, Giuly til Newcastle og Lionel Messi nýtti sér hönd Guðs um helgina. Slúðrið í enska boltanum í dag má finna hér að neðan. 11.6.2007 10:20
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11.6.2007 04:23
Þórður Guðjóns: Meiri sigurvilji hjá okkur en KR "Þetta var glæsilegur leikur hjá liðsheildinni í dag og þetta er það sem við höfum verið að leggja upp í allan vetur. Við gáfum lítil færi á okkur í dag og leikmenn lögðu sig alla fram, svo þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA í viðtali á Sýn í kvöld. 10.6.2007 22:26
Pétur Marteinsson: Gríðarlega erfið staða "Við erum búnir að eiga afspyrnuslaka byrjun í deildinni. Við skorum ekki úr færunum okkar, fáum ekki nógu mörg færi og svo erum við að fá alltof ódýr mörk á okkur," sagði Pétur Hafliði Marteinsson hjá KR í samtali við Sýn eftir tap liðsins gegn Skagamönnum í kvöld. 10.6.2007 22:07
Öruggur sigur Skagamanna á KR KR-ingar sitja áfram einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 21:52
FH tapar fyrstu stigunum í áflogaleik Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson og Valur Fannar Gíslason fengu báðir rautt spjald undir lok leiksins fyrir að skiptast á hnefahöggum. Þá vann HK góðan 2-1 sigur á Fram í uppgjöri nýliðanna í deildinni. FH er áfram á toppnum með 13 stig en Fram er í næst neðsta sæti með tvö stig og er án sigurs. 10.6.2007 21:12
Vieira: Horfið til Englands Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan er einn þeirra knattspyrnumanna sem hefur nú tjáð sig opinberlega um ástandið á knattspyrnuvöllum á meginlandi Evrópu. Komið hefur til átaka á völlum í deildarkeppnum og í Evrópukeppni og skorar Vieira á ráðamenn á meginlandinu að taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum. 10.6.2007 23:30
Beckham og félögum lofað 35 milljón króna bónus David Beckham og félögum hans í Real Madrid hefur hverjum og einum verið lofaður bónus upp á 35 milljónir króna ef félagið klárar sitt um næstu helgi og verður spænskur meistari. Þetta kann að vera klink fyrir mann á borð við Beckham, en þessi upphæð er þó hærri en margir af verðandi félögum hans hjá LA Galaxy fá í laun á ári. 10.6.2007 23:00
Drogba: Klúðruðum titlinum um jólin Framherjinn Didier Drogba segir að Chelsea hafi misst af enska meistaratitlinum með því að klúðra tveimur deildarleikjum í jólatörninni og segir að meiðsli hafi verið helsta ástæðan fyrir slæmu gegni liðsins á þessum tímapunkti. 10.6.2007 22:45
Nadal: Ég er í mínu besta formi til þessa Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann í dag sinn þriðja titil í röð á opna franska meistaramótinu og komst þar með í úrvalshóp manna í tennissögunni. Hann segist hafa spilað sinn besta tennis á ferlinum á mótinu. 10.6.2007 22:30
Kubica slapp eftir árekstur á 290 km hraða Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW slapp ótrúlega vel í dag þegar hann ók bíl sínum á vegg á um 290 kílómetra hraða á klukkustund í Kanadakappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Kubica missti aldrei meðvitund þegar bíllinn skall á veggnum og fór nokkur heljarstökk í loftinu. Hann fékk aðhlynningu á brautinn og var síðar fluttur á sjúkrahús, en hann er nú á batavegi eftir þessa óskemmtilegu reynslu og fær að fara heim á morgun. 10.6.2007 21:43
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti