Fleiri fréttir Ekki viss um að Nani standi sig Einn helst útsendari Chelsea, Piet de Visser, sagði í dag að hann væri ekki viss um að nýji leikmaður Manchester United, Nani, væri nógu góður til þess að standa sig í ensku úrvalsdeildinni. 11.6.2007 11:57 Kári vann á Álfsnesi Kári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig. 11.6.2007 11:41 Capello kennir sér um brottför Beckhams Fabio Capello, framkvæmdastjóri Real Madrid, kennir sjálfum sér um brottför Davids Beckham frá félaginu. Hann tók Beckham úr liðinu og stuttu seinna skrifaði Beckham undir samning hjá LA Galaxy. 11.6.2007 11:32 Birmingham í yfirtökuviðræðum Birmingham City, sem var að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný, er búið að staðfesta að stjórn félagsins sé í yfirtökuviðræðum við ónefnda aðila. Viðræðurnar eru þó á algjöru byrjunarstigi. 11.6.2007 11:16 Slúðrið í enska boltanum í dag Eins og svo oft áður fara fjölmiðlar mikinn í slúðri í dag. Forlan er á leiðinni til Liverpool, Giuly til Newcastle og Lionel Messi nýtti sér hönd Guðs um helgina. Slúðrið í enska boltanum í dag má finna hér að neðan. 11.6.2007 10:20 Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11.6.2007 04:23 Þórður Guðjóns: Meiri sigurvilji hjá okkur en KR "Þetta var glæsilegur leikur hjá liðsheildinni í dag og þetta er það sem við höfum verið að leggja upp í allan vetur. Við gáfum lítil færi á okkur í dag og leikmenn lögðu sig alla fram, svo þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA í viðtali á Sýn í kvöld. 10.6.2007 22:26 Pétur Marteinsson: Gríðarlega erfið staða "Við erum búnir að eiga afspyrnuslaka byrjun í deildinni. Við skorum ekki úr færunum okkar, fáum ekki nógu mörg færi og svo erum við að fá alltof ódýr mörk á okkur," sagði Pétur Hafliði Marteinsson hjá KR í samtali við Sýn eftir tap liðsins gegn Skagamönnum í kvöld. 10.6.2007 22:07 Öruggur sigur Skagamanna á KR KR-ingar sitja áfram einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 21:52 FH tapar fyrstu stigunum í áflogaleik Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson og Valur Fannar Gíslason fengu báðir rautt spjald undir lok leiksins fyrir að skiptast á hnefahöggum. Þá vann HK góðan 2-1 sigur á Fram í uppgjöri nýliðanna í deildinni. FH er áfram á toppnum með 13 stig en Fram er í næst neðsta sæti með tvö stig og er án sigurs. 10.6.2007 21:12 Vieira: Horfið til Englands Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan er einn þeirra knattspyrnumanna sem hefur nú tjáð sig opinberlega um ástandið á knattspyrnuvöllum á meginlandi Evrópu. Komið hefur til átaka á völlum í deildarkeppnum og í Evrópukeppni og skorar Vieira á ráðamenn á meginlandinu að taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum. 10.6.2007 23:30 Beckham og félögum lofað 35 milljón króna bónus David Beckham og félögum hans í Real Madrid hefur hverjum og einum verið lofaður bónus upp á 35 milljónir króna ef félagið klárar sitt um næstu helgi og verður spænskur meistari. Þetta kann að vera klink fyrir mann á borð við Beckham, en þessi upphæð er þó hærri en margir af verðandi félögum hans hjá LA Galaxy fá í laun á ári. 10.6.2007 23:00 Drogba: Klúðruðum titlinum um jólin Framherjinn Didier Drogba segir að Chelsea hafi misst af enska meistaratitlinum með því að klúðra tveimur deildarleikjum í jólatörninni og segir að meiðsli hafi verið helsta ástæðan fyrir slæmu gegni liðsins á þessum tímapunkti. 10.6.2007 22:45 Nadal: Ég er í mínu besta formi til þessa Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann í dag sinn þriðja titil í röð á opna franska meistaramótinu og komst þar með í úrvalshóp manna í tennissögunni. Hann segist hafa spilað sinn besta tennis á ferlinum á mótinu. 10.6.2007 22:30 Kubica slapp eftir árekstur á 290 km hraða Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW slapp ótrúlega vel í dag þegar hann ók bíl sínum á vegg á um 290 kílómetra hraða á klukkustund í Kanadakappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Kubica missti aldrei meðvitund þegar bíllinn skall á veggnum og fór nokkur heljarstökk í loftinu. Hann fékk aðhlynningu á brautinn og var síðar fluttur á sjúkrahús, en hann er nú á batavegi eftir þessa óskemmtilegu reynslu og fær að fara heim á morgun. 10.6.2007 21:43 Beckham mun fara til LA Galaxy Mikið hefur verið ritað um orð forseta Real Madrid í dag þegar hann sagði að félagið ætlaði að gera allt sem í þess valdi stæði til að halda leikmanninum áfram í herbúðum sínum. Talsmaður Beckham var fljótur að svara þessu í dag og sagði leikmanninn vera með samning við LA Galaxy og ekki kæmi annað til greina en að virða hann. 10.6.2007 19:35 Hamilton með fyrsta sigurinn í sinni sjöttu keppni Hinn magnaði Breti Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Kanadakappakstrinum í Montreal. Hamilton var á ráspól í dag og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Nokkur ljót óhöpp urðu í kappakstrinum og var Pólverjinn Robert Kubica hjá BMW heppinn að sleppa lifandi eftir gríðarlega harðan árekstur. 10.6.2007 19:14 Slúðrið á Englandi í dag Breska blaðið News of the World fullyrðir að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á argentínska framherjanum Carlos Tevez frá West Ham, en megi þar eiga von á harðri samkeppni frá ítölsku meisturunum í Inter Milan. 10.6.2007 17:40 Ísland með næstflest verðlaun á smáþjóðaleikunum Íslensku íþróttamennirnir stóðu sig vel á nýafstöðnum smáþjóðaleikum í Mónakó, en þeim lauk í gærkvöld. Íslenska keppnisliðið hlaut alls 76 verðlaun á leikunum en Kýpverjar unnu flest verðlaun - 91. Íslenska liðið vann 31 gullverðlaun, 22 silfur- og 23 brons. 10.6.2007 17:01 Frábær lokahringur hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 18. sæti á samtals 8 höggum undir pari. 10.6.2007 16:47 Þrír í röð hjá Nadal - Draumurinn úti hjá Federer Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal varð í dag þriðji karlspilarinn síðan árið 1980 til að vinna opna franska meistaramótið þriðja árið í röð. Hann lagði Roger Federer í úrslitaleik 6-4, 4-6, 6-3 og 6-4. Leikurinn stóð yfir í þrjá klukkutíma og 10 mínútur og var án nokkurs vafa einvígi tveggja bestu tennisleikara heims. 10.6.2007 16:31 Hafsteinn kom fyrstur í mark í Bláalónsþrautinni Hjólreiðamenn fengu sannkallað draumaveður í dag þegar hin árlega Bláalónsþraut á fjallahjólum fór fram í 11. sinn. Hjóluð var 60 km leið frá Hafnarfirði um Djúpavatnsleið, til Grindavíkur og þaðan í mark í Bláa Lóninu. Smelltu á spila til að sjá skemmtilegt myndbrot sem tekið var í keppninni. 10.6.2007 16:17 Forseti Real Madrid vill halda David Beckham Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefði lýst því yfir að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að halda David Beckham í röðum spænska félagsins áfram. Beckham hefur þegar samþykkt að ganga í raðir LA Galaxy í sumar. Frekari fréttir af málinu koma væntanlega síðar í dag. 10.6.2007 15:36 Cotto rotaði Judah í elleftu lotu Miguel Cotto varði í nótt WBA titil sinn í millivigt hnefaleika þegar hann rotaði andstæðing sinn Zab Judah í 11. lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Judah náði sér aldrei á strik eftir að hafa fengið skurð snemma í bardaganum. Cotto náði honum niður á hné í níundu lotu og kláraði dæmið með góðum vinstri krók í þeirri elleftu. Bardaginn var stöðvaður skömmu síðar. 10.6.2007 15:25 Allardyce: Owen fer ef hann kærir sig um það Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen geti farið frá Newcastle ef honum sýnist svo. "Michael er með ákvæði í samningi sínum sem leyfir honum að fara ef ákveðið hátt tilboð berst í hann og því get ég ekki haldið honum. Við erum að græða á svona ákvæði með Joey Barton og gætum því allt eins tapað á því með Michael," sagði Allardyce. 10.6.2007 14:15 Wenger ætlar að standa við samning sinn Arsene Wenger segist ætla að standa við samning sinn við Arsenal en hann gildir út næsta ár. Mikið hefur verið rætt um framtíð Wenger og Thierry Henry hjá félaginu undanfarið, en stjórinn segist ekki ætla að byrja að taka upp á því að svíkja samninga á gamalsaldri. 10.6.2007 13:15 Úrslit Gæðingamóts Geysis Gæðingamót Geysis og SS lauk nú í dag. Glæsilegasta par mótsins var Guðmundur F. Björgvinsson og Hvellhetta frá Ásmundarsstöðum. Hulda Gústafsdóttir vann töltið á Völsung frá Reykjavík og Sigurbjörn Bárðarson sigraði A flokk á Stakk frá Halldórsstöðum. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins. 10.6.2007 21:30 3-0 fyrir ÍA gegn KR - Kári skoraði eftir 15 sekúndur KR-ingar eru komnir í mjög vond mál í leiknum gegn ÍA á Skaganum þar sem Kári Steinn Reynisson skoraði þriðja mark Skagamanna eftir aðeins 15 sekúndna leik í síðari hálfleik. Teitur Þórðarson gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik en hans menn fengu blauta tusku í andlitið strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og því á brattann að sækja fyrir þá svarthvítu. 10.6.2007 21:02 Skagamenn 2-0 yfir gegn KR í hálfleik Staðan er ekki góð hjá botnliði KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins við ÍA á Skaganum í fimmtu umferð Landsbankadeildarinnar. Skagamenn hafa yfir 2-0 í hálfleik og hafa nýtt færi sín vel gegn hugmyndasnauðum KR-ingum. Bjarni Guðjónsson og Helgi Pétur Magnússon skoruðu mörk ÍA. Skagamenn hafa átt 7 skot að marki KR og 2 á rammann en KR hefur átt 4 skot og ekker þeirra rataði á markið. 10.6.2007 20:47 HK yfir gegn Fram í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í tveimur leikjum af þremur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Nýliðar HK hafa yfir 1-0 gegn nýliðum Fram á Kópavogsvelli þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði mark heimamanna. Markalaust er hjá FH og Fylki í Hafnarfirði og í sjónvarpsleiknum á Sýn hefur ÍA náði 1-0 forystu gegn KR með marki Bjarna Guðjónssonar. Sá leikur hófst klukkan 20. 10.6.2007 20:21 ÍA - KR í beinni á Sýn í kvöld Þrír leikir fara fram í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH tekur á móti Fylki í Hafnarfirði kl 19:15 og á sama tíma tekur HK á móti Fram. Klukkan 19:45 verður sjónvarpsstöðin Sýn svo með beina útsendingu frá leik ÍA og KR á Skaganum, en þessi fornfrægu lið eru í kjallara deildarinnar eftir fjórar umferðir. 10.6.2007 16:52 Kynbótahross að týnast inn á FM 07 Nú eru kynbótahross farin að týnast inn á Fjórðungsmót sem haldið verður á Austurlandi dagana 28. Júni til 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt heimildum WorldFengs eru nú þegar skráð 15 kynbótahross. Má þar nefna Mátt frá Torfunesi, Mola frá Skriðu og Hött frá Hofi I. 10.6.2007 11:31 Frábær stemning á Gaddstaðaflötum Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð á Gaddstaðaflötum í dag þar sem forkeppni fór fram á Opnu Gæðingamóti Geysis og SS, en þar öttu kappi margir af sterkustu hestum landsins. Efstur inn í úrslit í A flokki opnum er Stakkur frá Halldórsstöðum með eink. 8,56. 10.6.2007 11:29 Richard Keyes hraunaði yfir Færeyinga (Myndband) Þáttastjórnandinn Richard Keyes á Sky Sports sjónvarpsstöðinni ætti að vera flestum áhugamönnum um enska boltann af góðu kunnur. Hann hljóp þó illa á sig þegar hann greindi frá leik Færeyinga og Skota á dögunum, þar sem hann úthúðaði Færeyingum óafvitandi í beinni útsendingu. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá myndbandið. 9.6.2007 22:34 Messi fetar aftur í fótspor Maradona - Nú með hönd Guðs Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona var í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona og Espanyol skildu jöfn 2-2. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í leiknum en það fyrra skoraði hann greinilega með höndinni. Hann hefur því á stuttum tíma hermt faglega eftir báðum mörkum landa síns Maradona frá því gegn Englendingum á HM árið 1986. Nú er bara spurning hvort kappinn talar um að þarna hafi hönd Guðs verið að verki. 9.6.2007 21:32 Gríðarleg dramatík á Spáni Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. 9.6.2007 20:55 Eins marks tap í Serbíu Íslenska landsliðið í handknattleik stendur ágætlega að vígi eftir eins marks tap 30-29 fyrir Serbum ytra í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á EM í Noregi á næsta ári. Íslenska liðið var skrefinu á undan lengst af í leiknum í kvöld og hafði yfir 14-13 í hálfleik, en góður lokakafli tryggði heimamönnum sigurinn. 9.6.2007 20:11 Hamilton á ráspól í fyrsta sinn Ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren tryggði sér í kvöld sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Formúlu 1 þegar hann náði besta tíma í tímatökum fyrir Kanadakappaksturinn sem fram fer í Montreal á morgun. Félagi hans Fernando Alonso náði öðrum besta tímanum og Nick Heidfeld stakk sér framúr Ferrari-mennina Raikkönen og Massa í þriðja sætið. 9.6.2007 19:23 Jafnt hjá Val og Keflavík Valur og Keflavík skildu jöfn 2-2 í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Gestirnir komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Þórarni Kristjánssyni og Baldri Sigurðssyni en Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði fyrir heimamenn á 58. mínútu og það var svo Daníel Hjaltason sem jafnaði fyrir Valsmenn skömmu fyrir leikslok. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Keflavík í þriðja. 9.6.2007 18:58 Ég hef aldrei séð annað eins Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. 9.6.2007 18:15 Ísland sigraði eftir slagsmálaleik Íslenska körfuboltalandsliðið fór með sigur af hólmi á Smáþjóðaleikunum í Mónakó og tryggði sér endanlega sigurinn með sigri á Kýpur í dag. Lið Kýpur var yfir í leiknum þegar skammt var til leiksloka, en þá misstu leikmenn liðsins stjórn á skapi sínu og kom til slagsmála í lokin. Íslenska liðinu var dæmdur 20-0 sigur í leiknum og vann því alla leiki sína í mótinu. 9.6.2007 17:54 Federer: Léleg stemming á Roland Garros Roger Federer segir að stemmingin á opna franska meistaramótinu líði fyrir að VIP sætin við miðju vallarins séu oftar en ekki tóm og því sé stemmingin ekki eins góð og til að mynda á Wimbledon-mótinu. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitaleik mótsins á morgun. 9.6.2007 16:15 Zab Judah mætir í hringinn á ný í kvöld Villingurinn Zab Judah stígur í kvöld inn í hnefaleikahringinn í fyrsta skipti í meira en ár eftir keppnisbann þegar hann tekur á móti Miguel Cotto í bardaga um WBA beltið í veltivigt. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn. Judah stormaði inn á sjónvarsviðið um aldamótin og var ósigrandi, en skapsmunir hans og óútreiknanleg hegðun hans hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. 9.6.2007 15:30 Áttuðu sig ekki á smæð Danmerkur Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu féll á landafræðiprófinu þegar hún ákvað að refsa danska knattspyrnusambandinu fyrir ólætin í leik Dana og Svía á Parken í Kaupmannahaöfn um síðustu helgi. 9.6.2007 14:54 Aliadiere fer til Middlesbrough Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að félagið hafi náð samkomulagi við Arsenal um kaup á franska framherjanum Jeremie Aliadiere. Hinn 24 ára gamli framherji hefur verið í herbúðum Arsenal lengur en flestir aðrir núverandi leikmenn liðsins, en hefur fá tækifæri fengið hjá Arsene Wenger. 9.6.2007 14:39 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki viss um að Nani standi sig Einn helst útsendari Chelsea, Piet de Visser, sagði í dag að hann væri ekki viss um að nýji leikmaður Manchester United, Nani, væri nógu góður til þess að standa sig í ensku úrvalsdeildinni. 11.6.2007 11:57
Kári vann á Álfsnesi Kári Jónsson sigraði í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem haldin var á Álfsnesi í dag. Kári keppti á TM hjóli með 250cc tvígengismótor og fékk 72 stig. Annar varð Einar Sigurðarson á KTM hjóli og fékk hann 64 stigl. Þriðji varð Hjálmar Jónsson en hann fékk 57 stig. 11.6.2007 11:41
Capello kennir sér um brottför Beckhams Fabio Capello, framkvæmdastjóri Real Madrid, kennir sjálfum sér um brottför Davids Beckham frá félaginu. Hann tók Beckham úr liðinu og stuttu seinna skrifaði Beckham undir samning hjá LA Galaxy. 11.6.2007 11:32
Birmingham í yfirtökuviðræðum Birmingham City, sem var að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný, er búið að staðfesta að stjórn félagsins sé í yfirtökuviðræðum við ónefnda aðila. Viðræðurnar eru þó á algjöru byrjunarstigi. 11.6.2007 11:16
Slúðrið í enska boltanum í dag Eins og svo oft áður fara fjölmiðlar mikinn í slúðri í dag. Forlan er á leiðinni til Liverpool, Giuly til Newcastle og Lionel Messi nýtti sér hönd Guðs um helgina. Slúðrið í enska boltanum í dag má finna hér að neðan. 11.6.2007 10:20
Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. 11.6.2007 04:23
Þórður Guðjóns: Meiri sigurvilji hjá okkur en KR "Þetta var glæsilegur leikur hjá liðsheildinni í dag og þetta er það sem við höfum verið að leggja upp í allan vetur. Við gáfum lítil færi á okkur í dag og leikmenn lögðu sig alla fram, svo þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA í viðtali á Sýn í kvöld. 10.6.2007 22:26
Pétur Marteinsson: Gríðarlega erfið staða "Við erum búnir að eiga afspyrnuslaka byrjun í deildinni. Við skorum ekki úr færunum okkar, fáum ekki nógu mörg færi og svo erum við að fá alltof ódýr mörk á okkur," sagði Pétur Hafliði Marteinsson hjá KR í samtali við Sýn eftir tap liðsins gegn Skagamönnum í kvöld. 10.6.2007 22:07
Öruggur sigur Skagamanna á KR KR-ingar sitja áfram einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 21:52
FH tapar fyrstu stigunum í áflogaleik Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson og Valur Fannar Gíslason fengu báðir rautt spjald undir lok leiksins fyrir að skiptast á hnefahöggum. Þá vann HK góðan 2-1 sigur á Fram í uppgjöri nýliðanna í deildinni. FH er áfram á toppnum með 13 stig en Fram er í næst neðsta sæti með tvö stig og er án sigurs. 10.6.2007 21:12
Vieira: Horfið til Englands Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan er einn þeirra knattspyrnumanna sem hefur nú tjáð sig opinberlega um ástandið á knattspyrnuvöllum á meginlandi Evrópu. Komið hefur til átaka á völlum í deildarkeppnum og í Evrópukeppni og skorar Vieira á ráðamenn á meginlandinu að taka sér Englendinga til fyrirmyndar í öryggismálum. 10.6.2007 23:30
Beckham og félögum lofað 35 milljón króna bónus David Beckham og félögum hans í Real Madrid hefur hverjum og einum verið lofaður bónus upp á 35 milljónir króna ef félagið klárar sitt um næstu helgi og verður spænskur meistari. Þetta kann að vera klink fyrir mann á borð við Beckham, en þessi upphæð er þó hærri en margir af verðandi félögum hans hjá LA Galaxy fá í laun á ári. 10.6.2007 23:00
Drogba: Klúðruðum titlinum um jólin Framherjinn Didier Drogba segir að Chelsea hafi misst af enska meistaratitlinum með því að klúðra tveimur deildarleikjum í jólatörninni og segir að meiðsli hafi verið helsta ástæðan fyrir slæmu gegni liðsins á þessum tímapunkti. 10.6.2007 22:45
Nadal: Ég er í mínu besta formi til þessa Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann í dag sinn þriðja titil í röð á opna franska meistaramótinu og komst þar með í úrvalshóp manna í tennissögunni. Hann segist hafa spilað sinn besta tennis á ferlinum á mótinu. 10.6.2007 22:30
Kubica slapp eftir árekstur á 290 km hraða Pólski ökuþórinn Robert Kubica hjá BMW slapp ótrúlega vel í dag þegar hann ók bíl sínum á vegg á um 290 kílómetra hraða á klukkustund í Kanadakappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Kubica missti aldrei meðvitund þegar bíllinn skall á veggnum og fór nokkur heljarstökk í loftinu. Hann fékk aðhlynningu á brautinn og var síðar fluttur á sjúkrahús, en hann er nú á batavegi eftir þessa óskemmtilegu reynslu og fær að fara heim á morgun. 10.6.2007 21:43
Beckham mun fara til LA Galaxy Mikið hefur verið ritað um orð forseta Real Madrid í dag þegar hann sagði að félagið ætlaði að gera allt sem í þess valdi stæði til að halda leikmanninum áfram í herbúðum sínum. Talsmaður Beckham var fljótur að svara þessu í dag og sagði leikmanninn vera með samning við LA Galaxy og ekki kæmi annað til greina en að virða hann. 10.6.2007 19:35
Hamilton með fyrsta sigurinn í sinni sjöttu keppni Hinn magnaði Breti Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag jómfrúarsigur sinn í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í Kanadakappakstrinum í Montreal. Hamilton var á ráspól í dag og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Nokkur ljót óhöpp urðu í kappakstrinum og var Pólverjinn Robert Kubica hjá BMW heppinn að sleppa lifandi eftir gríðarlega harðan árekstur. 10.6.2007 19:14
Slúðrið á Englandi í dag Breska blaðið News of the World fullyrðir að Manchester United sé við það að ganga frá kaupum á argentínska framherjanum Carlos Tevez frá West Ham, en megi þar eiga von á harðri samkeppni frá ítölsku meisturunum í Inter Milan. 10.6.2007 17:40
Ísland með næstflest verðlaun á smáþjóðaleikunum Íslensku íþróttamennirnir stóðu sig vel á nýafstöðnum smáþjóðaleikum í Mónakó, en þeim lauk í gærkvöld. Íslenska keppnisliðið hlaut alls 76 verðlaun á leikunum en Kýpverjar unnu flest verðlaun - 91. Íslenska liðið vann 31 gullverðlaun, 22 silfur- og 23 brons. 10.6.2007 17:01
Frábær lokahringur hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 18. sæti á samtals 8 höggum undir pari. 10.6.2007 16:47
Þrír í röð hjá Nadal - Draumurinn úti hjá Federer Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal varð í dag þriðji karlspilarinn síðan árið 1980 til að vinna opna franska meistaramótið þriðja árið í röð. Hann lagði Roger Federer í úrslitaleik 6-4, 4-6, 6-3 og 6-4. Leikurinn stóð yfir í þrjá klukkutíma og 10 mínútur og var án nokkurs vafa einvígi tveggja bestu tennisleikara heims. 10.6.2007 16:31
Hafsteinn kom fyrstur í mark í Bláalónsþrautinni Hjólreiðamenn fengu sannkallað draumaveður í dag þegar hin árlega Bláalónsþraut á fjallahjólum fór fram í 11. sinn. Hjóluð var 60 km leið frá Hafnarfirði um Djúpavatnsleið, til Grindavíkur og þaðan í mark í Bláa Lóninu. Smelltu á spila til að sjá skemmtilegt myndbrot sem tekið var í keppninni. 10.6.2007 16:17
Forseti Real Madrid vill halda David Beckham Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefði lýst því yfir að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að halda David Beckham í röðum spænska félagsins áfram. Beckham hefur þegar samþykkt að ganga í raðir LA Galaxy í sumar. Frekari fréttir af málinu koma væntanlega síðar í dag. 10.6.2007 15:36
Cotto rotaði Judah í elleftu lotu Miguel Cotto varði í nótt WBA titil sinn í millivigt hnefaleika þegar hann rotaði andstæðing sinn Zab Judah í 11. lotu bardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Judah náði sér aldrei á strik eftir að hafa fengið skurð snemma í bardaganum. Cotto náði honum niður á hné í níundu lotu og kláraði dæmið með góðum vinstri krók í þeirri elleftu. Bardaginn var stöðvaður skömmu síðar. 10.6.2007 15:25
Allardyce: Owen fer ef hann kærir sig um það Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen geti farið frá Newcastle ef honum sýnist svo. "Michael er með ákvæði í samningi sínum sem leyfir honum að fara ef ákveðið hátt tilboð berst í hann og því get ég ekki haldið honum. Við erum að græða á svona ákvæði með Joey Barton og gætum því allt eins tapað á því með Michael," sagði Allardyce. 10.6.2007 14:15
Wenger ætlar að standa við samning sinn Arsene Wenger segist ætla að standa við samning sinn við Arsenal en hann gildir út næsta ár. Mikið hefur verið rætt um framtíð Wenger og Thierry Henry hjá félaginu undanfarið, en stjórinn segist ekki ætla að byrja að taka upp á því að svíkja samninga á gamalsaldri. 10.6.2007 13:15
Úrslit Gæðingamóts Geysis Gæðingamót Geysis og SS lauk nú í dag. Glæsilegasta par mótsins var Guðmundur F. Björgvinsson og Hvellhetta frá Ásmundarsstöðum. Hulda Gústafsdóttir vann töltið á Völsung frá Reykjavík og Sigurbjörn Bárðarson sigraði A flokk á Stakk frá Halldórsstöðum. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins. 10.6.2007 21:30
3-0 fyrir ÍA gegn KR - Kári skoraði eftir 15 sekúndur KR-ingar eru komnir í mjög vond mál í leiknum gegn ÍA á Skaganum þar sem Kári Steinn Reynisson skoraði þriðja mark Skagamanna eftir aðeins 15 sekúndna leik í síðari hálfleik. Teitur Þórðarson gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik en hans menn fengu blauta tusku í andlitið strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og því á brattann að sækja fyrir þá svarthvítu. 10.6.2007 21:02
Skagamenn 2-0 yfir gegn KR í hálfleik Staðan er ekki góð hjá botnliði KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins við ÍA á Skaganum í fimmtu umferð Landsbankadeildarinnar. Skagamenn hafa yfir 2-0 í hálfleik og hafa nýtt færi sín vel gegn hugmyndasnauðum KR-ingum. Bjarni Guðjónsson og Helgi Pétur Magnússon skoruðu mörk ÍA. Skagamenn hafa átt 7 skot að marki KR og 2 á rammann en KR hefur átt 4 skot og ekker þeirra rataði á markið. 10.6.2007 20:47
HK yfir gegn Fram í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í tveimur leikjum af þremur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Nýliðar HK hafa yfir 1-0 gegn nýliðum Fram á Kópavogsvelli þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði mark heimamanna. Markalaust er hjá FH og Fylki í Hafnarfirði og í sjónvarpsleiknum á Sýn hefur ÍA náði 1-0 forystu gegn KR með marki Bjarna Guðjónssonar. Sá leikur hófst klukkan 20. 10.6.2007 20:21
ÍA - KR í beinni á Sýn í kvöld Þrír leikir fara fram í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH tekur á móti Fylki í Hafnarfirði kl 19:15 og á sama tíma tekur HK á móti Fram. Klukkan 19:45 verður sjónvarpsstöðin Sýn svo með beina útsendingu frá leik ÍA og KR á Skaganum, en þessi fornfrægu lið eru í kjallara deildarinnar eftir fjórar umferðir. 10.6.2007 16:52
Kynbótahross að týnast inn á FM 07 Nú eru kynbótahross farin að týnast inn á Fjórðungsmót sem haldið verður á Austurlandi dagana 28. Júni til 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt heimildum WorldFengs eru nú þegar skráð 15 kynbótahross. Má þar nefna Mátt frá Torfunesi, Mola frá Skriðu og Hött frá Hofi I. 10.6.2007 11:31
Frábær stemning á Gaddstaðaflötum Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð á Gaddstaðaflötum í dag þar sem forkeppni fór fram á Opnu Gæðingamóti Geysis og SS, en þar öttu kappi margir af sterkustu hestum landsins. Efstur inn í úrslit í A flokki opnum er Stakkur frá Halldórsstöðum með eink. 8,56. 10.6.2007 11:29
Richard Keyes hraunaði yfir Færeyinga (Myndband) Þáttastjórnandinn Richard Keyes á Sky Sports sjónvarpsstöðinni ætti að vera flestum áhugamönnum um enska boltann af góðu kunnur. Hann hljóp þó illa á sig þegar hann greindi frá leik Færeyinga og Skota á dögunum, þar sem hann úthúðaði Færeyingum óafvitandi í beinni útsendingu. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá myndbandið. 9.6.2007 22:34
Messi fetar aftur í fótspor Maradona - Nú með hönd Guðs Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona var í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona og Espanyol skildu jöfn 2-2. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í leiknum en það fyrra skoraði hann greinilega með höndinni. Hann hefur því á stuttum tíma hermt faglega eftir báðum mörkum landa síns Maradona frá því gegn Englendingum á HM árið 1986. Nú er bara spurning hvort kappinn talar um að þarna hafi hönd Guðs verið að verki. 9.6.2007 21:32
Gríðarleg dramatík á Spáni Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. 9.6.2007 20:55
Eins marks tap í Serbíu Íslenska landsliðið í handknattleik stendur ágætlega að vígi eftir eins marks tap 30-29 fyrir Serbum ytra í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á EM í Noregi á næsta ári. Íslenska liðið var skrefinu á undan lengst af í leiknum í kvöld og hafði yfir 14-13 í hálfleik, en góður lokakafli tryggði heimamönnum sigurinn. 9.6.2007 20:11
Hamilton á ráspól í fyrsta sinn Ungstirnið Lewis Hamilton á McLaren tryggði sér í kvöld sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Formúlu 1 þegar hann náði besta tíma í tímatökum fyrir Kanadakappaksturinn sem fram fer í Montreal á morgun. Félagi hans Fernando Alonso náði öðrum besta tímanum og Nick Heidfeld stakk sér framúr Ferrari-mennina Raikkönen og Massa í þriðja sætið. 9.6.2007 19:23
Jafnt hjá Val og Keflavík Valur og Keflavík skildu jöfn 2-2 í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Gestirnir komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Þórarni Kristjánssyni og Baldri Sigurðssyni en Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði fyrir heimamenn á 58. mínútu og það var svo Daníel Hjaltason sem jafnaði fyrir Valsmenn skömmu fyrir leikslok. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Keflavík í þriðja. 9.6.2007 18:58
Ég hef aldrei séð annað eins Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. 9.6.2007 18:15
Ísland sigraði eftir slagsmálaleik Íslenska körfuboltalandsliðið fór með sigur af hólmi á Smáþjóðaleikunum í Mónakó og tryggði sér endanlega sigurinn með sigri á Kýpur í dag. Lið Kýpur var yfir í leiknum þegar skammt var til leiksloka, en þá misstu leikmenn liðsins stjórn á skapi sínu og kom til slagsmála í lokin. Íslenska liðinu var dæmdur 20-0 sigur í leiknum og vann því alla leiki sína í mótinu. 9.6.2007 17:54
Federer: Léleg stemming á Roland Garros Roger Federer segir að stemmingin á opna franska meistaramótinu líði fyrir að VIP sætin við miðju vallarins séu oftar en ekki tóm og því sé stemmingin ekki eins góð og til að mynda á Wimbledon-mótinu. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitaleik mótsins á morgun. 9.6.2007 16:15
Zab Judah mætir í hringinn á ný í kvöld Villingurinn Zab Judah stígur í kvöld inn í hnefaleikahringinn í fyrsta skipti í meira en ár eftir keppnisbann þegar hann tekur á móti Miguel Cotto í bardaga um WBA beltið í veltivigt. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn. Judah stormaði inn á sjónvarsviðið um aldamótin og var ósigrandi, en skapsmunir hans og óútreiknanleg hegðun hans hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. 9.6.2007 15:30
Áttuðu sig ekki á smæð Danmerkur Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu féll á landafræðiprófinu þegar hún ákvað að refsa danska knattspyrnusambandinu fyrir ólætin í leik Dana og Svía á Parken í Kaupmannahaöfn um síðustu helgi. 9.6.2007 14:54
Aliadiere fer til Middlesbrough Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að félagið hafi náð samkomulagi við Arsenal um kaup á franska framherjanum Jeremie Aliadiere. Hinn 24 ára gamli framherji hefur verið í herbúðum Arsenal lengur en flestir aðrir núverandi leikmenn liðsins, en hefur fá tækifæri fengið hjá Arsene Wenger. 9.6.2007 14:39