Golf

Sex úr Ryder-liði Evrópu á Abu Dhabi mótinu

Paul Casey spilar á Abu Dhabi mótinu um helgina
Paul Casey spilar á Abu Dhabi mótinu um helgina NordicPhotos/GettyImages

Það verður mikill stjörnufans á Abu Dhabi golmótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um helgina, en sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á laugardags- og sunnudagsmorgun.

Sex af 15 stigahæstu kylfingum heims taka þátt í mótinu, Chris DiMarco á titil að verja á mótinu og þar verða einnig þeir Paul Casey, Colin Montgomerie, Padraig Harrington, Sergio Garcia, Retief Goosen, Robert Karlsson og Henrik Stensson. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×