Fleiri fréttir Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. 4.10.2006 16:55 Henry kjörinn besti útlendingur allra tíma Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur verið kjörinn besti útlendingur allra tíma til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var niðurstaða könnunar Sky sjónvarpsstöðvarinnar þar sem rúmlega 1,5 milljónir fólks fengu að kjósa. Landi hans Eric Cantona varð annar í kjörinu. 4.10.2006 16:18 Hópurinn sem mætir Bandaríkjamönnum Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshóp sinn sem mætir sterku liði Bandaríkjanna í æfingaleik ytra á sunnudaginn og í hópnum er að finna einn nýliða, Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur úr Stjörnunni. 4.10.2006 15:45 Þrír leikir í kvöld Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20. 4.10.2006 15:36 Meiddist á æfingu hjá Norrköping Knattspyrnumaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson hjá ÍA er nú á leið heim frá Svíþjóð þar sem hann var til reynslu hjá liði Norrköping. Hafþór meiddist á æfingunni og þarf um viku til að jafna sig, en honum hefur verið boðið að koma aftur út þegar hann nær sér og mun hann þá væntanlega einnig fara til Noregs og reyna sig hjá Aalesund. 4.10.2006 15:10 Gíbraltar að stofna landslið í knattspyrnu? Nú er allt útlit fyrir að Gíbraltar eignist loksins sitt eigið knattspyrnulandslið eftir að evrópska knattsprnusambandið ógilti andmæli Spánverja sem vilja meina að land sem ekki er aðili að sameinuðu þjóðunum hafi ekkert með það að gera að spila í keppnum á vegum sambandsins. 4.10.2006 14:41 Clichy og Senderos að verða klárir hjá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, getur nú glaðst yfir þeim tíðindum að tveir að leikmönnum hans sem verið hafa meiddir eru nú óðum að ná sér og ættu að verða klárir í slaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst eftir landsleikjahlé. 4.10.2006 14:30 Jenas missti af æfingu Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Jenas æfði ekki með enska landsliðinu í dag eftir að hafa fengið högg á hnéð á æfingu í gær. Talsmenn enska liðsins segja meiðsli hans minniháttar og vonast til að hann verði klár í slaginn á laugardaginn þegar Englendingar leika við Makedóna og verður sá leikur sýndur beint á Sýn. 4.10.2006 14:27 Ætlar ekki að hætta eftir tvö ár Talsmaður enska knattspyrnumannsins David Beckham vísar orðum forseta Real Madrid á bug, en forsetinn sagði í viðtali í dag að Beckham væri búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir tvö ár. 4.10.2006 14:21 Joey Barton sleppur við refsingu Lögregluyfirvöld í Liverpool hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli Joey Barton hjá Manchester City sem beraði á sér bakhlutann framan við stuðningsmenn Everton eftir leik liðanna í deildinni á dögunum. 4.10.2006 14:05 Þór/KA heldur stöðu sinni í deildinni Lið Þórs/KA frá Akureyri heldur stöðu sinni í Landsbankadeild kvenna en ÍR þarf að láta sætta sig við að vera áfram í 1. deildinni þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í efstu deild í umspili á dögunum. 4.10.2006 14:00 Fram skellti Haukum Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handknattleik. Fram vann óvæntan útisigur á Haukum 21-20, Valur lagði Stjörnuna 22-20 í Laugardalshöll og FH lagði lið Akureyrar 21-18 fyrir norðan. 3.10.2006 21:42 Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. 3.10.2006 21:15 Nordhorn í annað sætið Lærisveinar Ola Lindgren í Nordhorn unnu góðan sigur á Magdeburg í leik kvöldsins í þýska handboltanum 29-25 á heimavelli sínum eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-13. Nordhorn skaust með sigrinum upp að hlið Gummersbach á toppi deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki, en Magdeburg er í 5. sæti með 10 stig eftir 7 leiki. 3.10.2006 21:13 Leik Gróttu og ÍBV frestað Leik Gróttu og ÍBV sem fara átti fram á Seltjarnarnesi nú klukkan 19 hefur verið frestað vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum. Leikurinn verður þess í stað á dagskrá annað kvöld klukkan 19 ef veðurguðirnir lofa. 3.10.2006 18:38 Landsleikjaveisla um helgina Undankeppni EM landsliða verður efst á baugi í knattspyrnuheiminum um næstu helgi og í miðri viku og sjónvarpsstöðin Sýn verður að venju með fjölda leikja í beinni útsendingu, en þar ber hæst leikur Letta og Íslendinga í Riga á laugardaginn. 3.10.2006 18:15 Óttast ekki að gera breytingar Steve McClaren segist hvergi smeykur við að hrista upp í liði sínu fyrir leikinn gegn Makedóníu í undankeppni EM á laugardaginn, en meiðsli Owen Hargreaves gætu þýtt að enska liðið spilaði ekki hefðbundið 4-4-2 kerfi líkt og í undanförnum leikjum. Leikurinn á laugardaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 15:50 á undan leik Letta og Íslendinga. 3.10.2006 17:27 Bellamy tekur við fyrirliðabandinu Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hefur verið gerður að fyrirliða Wales í fjarveru hins meidda Ryan Giggs fyrir leikina gegn Slóvakíu og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. 3.10.2006 17:23 Sutton til Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur náð samningi við framherjann Chris Sutton um að leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar. Sutton var með lausa samninga eftir að hafa verið hjá Birmingham á síðustu leiktíð, en gengur nú til liðs við fyrrum stjóra sinn Martin O´Neill sem á í vandræðum með að manna framherjastöður sínar vegna meiðsla hjá Villa. 3.10.2006 17:20 Lofar markaveislu annað kvöld Logi Ólafsson segist verða milli steins og sleggju þegar hans menn mæta Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli á morgun í kjölfar yfirlýsinga kollega hans Ólafs Jóhannessonar, þjálfara FH, á blaðamannafundi sem haldinn var í dag. 3.10.2006 15:52 Þriðja umferðin hefst í kvöld Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi. 3.10.2006 14:49 Við erum í mjög erfiðum riðli Martin Jol segir sína menn í Tottenham hafa lent í mjög erfiðum B-riðli Evrópukeppni félagsliða í dag en liðið mætir þar Besiktas, Leverkusen, Club Brugge og Dinamo Búkarest. 3.10.2006 14:00 Erfitt verkefni bíður Newcastle og Tottenham Nú er búið að draga í riðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og ljóst að ensku liðin þrjú sem komust í riðlakeppnina fá þar verðuga samkeppni. Þá lenti Íslendingalið AZ Alkmaar í riðli með Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni. 3.10.2006 13:27 Eigandi Memphis Grizzlies selur hlut sinn Milljarðamæringurinn Michael Heisley hefur selt 70% hlut í NBA liðinu Memphis Grizzlies til hóps fjárfesta fyrir um 360 milljónir dollara. Hópurinn samanstendur af mörgum einstaklingum en sá þekktasti er líklega fyrrum leikmaðurinn Christian Laettner sem lagði skóna á hilluna í NBA í fyrra. 2.10.2006 22:00 Dida hættur Markvörðurinn Dida hjá AC Milan hefur tilkynnt landsliðsþjálfara sínum Dunga að hann gefi ekki kost á sér í brasilíska landsliðið á næstunni, en þessi 32 ára gamli markvörður hefur verið í hópnum á síðustu þremur heimsmeistaramótum. 2.10.2006 21:15 Watford, 3-3, Fulham Watford og Fulham gerðu 3-3 jafntefli í ensku deildinni í kvöld. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham og var þetta í fyrsta skipti sem hann mætti sínum gömlu félögum í Watford. Watford komst í 2-0, en eftir æsilegar lokamínútur og mark frá Heiðari á 83. mínútu varð niðurstaðan 3-3 jafntefli. 2.10.2006 21:15 Luke Moore frá út leiktíðina? Sóknarmaðurinn ungi Luke Moore hjá Aston Villa þarf að öllum líkindum að fara í uppskurð vegna þrálátra meiðsla á öxl og svo gæti farið að hann yrði frá keppni það sem eftir lifir tímabils vegna þessa. 2.10.2006 20:00 Brann lagði Odd Grenland Síðasti leikurinn í 22. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í kvöld. Íslendingalið Brann vann þar 1-0 sigur á Odd Grenland og þar spilaði FH-ingurinn Ármann Smári Björnsson sinn fyrsta leik fyrir norska félagið. Hann spilaði allar 90 mínúturnar líkt og Ólafur Örn Bjarnason, en Kristján Sigurðsson var í leikbanni að þessu sinni. 2.10.2006 19:40 Jaliesky Garcia úr leik í 6 mánuði Íslenski landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia leikur ekki með íslenska landsliðinu á HM í Þýskalandi í byrjun næsta árs eftir að hann sleit krossbönd í hné á æfingu með liði sínu Göppingen á föstudag og verður hann frá keppni í að minnsta kosti hálft ár. 2.10.2006 18:48 Samdi við Duisburg í Þýskalandi Landsliðskonan og markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir skrifaði um helgina undir samning við þýska liðið Duisburg sem gildir til ársins 2008. Margrét Lára fór á kostum með liði Vals í Landsbankadeildinni í sumar og sló meðal annars markametið í deildinni með því að skora 34 mörk. 2.10.2006 16:39 Frekari meiðsli í herbúðum Tottenham Frekari skörð voru höggvin í leikmannahóp enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham í gær eftir sigurinn á Portsmouth, en þeir Michael Dawson og Pascal Chimbonda geta ekki æft með liðinu næstu viku vegna meiðsla. Dawson fékk heilahristing eftir samstuð við félaga sinn Tom Huddlestone og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í gærkvöld, en Chimbonda meiddist á kálfa og verður frá í að minnsta kosti viku. 2.10.2006 16:28 Hefur ekki í huga að taka við West Ham Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann vísar á bug fréttum ensku blaðanna um helgina þar sem fullyrt var að hann væri inni í myndinni sem næsti knattspyrnustjóri West Ham vegna kunningsskapar síns við Kia Joorabchian, en sá er talinn vera að undirbúa yfirtökutilboð í enska félagið. 2.10.2006 16:20 Rannsókn haldið áfram vegna 39 félagaskipta Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú gefið Lord Stevens og rannsóknarteymi hans tvo mánuði til viðbótar til að rannsaka frekar meint ólöglegt athæfi í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu á dögunum. Þáttur þessi verður á dagskrá Sýnar klukkan 22 á fimmtudagskvöldið. 2.10.2006 15:56 Shevchenko er marki frá því að springa út Jose Mourinho hefur nú enn á ný tekið upp hanskann fyrir 30 milljón punda fjárfestingu Chelsea í sumar, úkraínska framherjann Andriy Shevchenko. Mourinho segir hann vinna vel fyrir liðið og bendir á að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann springi út og fari að skora grimmt. 2.10.2006 14:45 Dómarinn bað mig afsökunar Harry Redknapp segir að Chris Foy, dómarinn sem dæmdi leik Tottenham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, hafi komið til sín í hálfleik í leiknum í gær og beðið sig afsökunar á því að hafa dæmt vítaspyrnu á lið hans. Sigurmark Tottenham kom úr vítaspyrnu sem aldrei átti að dæma og Redknapp kallar í kjölfarið á að fjórði dómari megi styðjast við myndbandsupptökur til að skera úr um atvik sem þetta. 2.10.2006 13:51 Aganefndin fær skýrslu lögreglu Lögregluyfirvöld í Liverpool hafa nú sent enska knattspyrnusambandinu skýrslu vegna uppátækis Joey Barton eftir leik Everton og Manchester City um helgina, þegar Barton sýndi stuðningsmönnum Everton hvað honum fannst um þá þegar hann gekk af leikvelli og beraði á sér afturendann. Barton er talinn eiga yfir höfði sér leikbann fyrir þessa uppákomu, en leikmaðurinn var svo óheppinn að láta sjónvarpsmyndavélar festa bakhliðina á sér á myndband. 2.10.2006 13:43 Darren Bent í landsliðið í stað Andy Johnson Framherjinn ungi Darren Bent hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í stað Andy Johnson hjá Everton, eftir að sá síðarnefndi þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla sem hann varð fyrir á lokamínútum leiksins gegn Manchester City á laugardag. 2.10.2006 13:36 KR burstaði Grindavík Það verða Njarðvíkingar, Keflvíkingar, Skallagrímsmenn og KR-ingar sem spila í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta eftir að þrjú síðastnefndu liðin tryggðu sér nokkuð örugga sigra í viðureignum sínum í átta liða úrslitunum í gær, sunnudag. 2.10.2006 01:11 O´Neal hefði hætt ef Riley hefði hætt Blaðið New York Daily News heldur því fram í dag að miðherjinn Shaquille O´Neal hafi verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna ef Pat Riley hefði ákveðið að hætta þjálfun í sumar. Riley ákvað þess í stað að þjálfa í amk eitt ár í viðbót og freistar þess að verja NBA meistaratitilinn með Miami Heat. Ef O´Neal hefði hætt, hefði hann orðið af 80 milljónum dollara sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. 1.10.2006 22:15 Ósáttur við niðurröðun landsleikja Arsene Wenger hefur alltaf ákveðnar skoðanir á því þegar liðsmenn hans yfirgefa herbúðir Arsenal og spila með landsliðum sínum. Wenger segir að landsliðin taki allt of mikinn tíma frá félagsliðunum yfir keppnistímabilið og óttast væntanlega að það komi niður á þeirri góðu siglingu sem er á liði hans um þessar mundir. 1.10.2006 21:45 Fer fögrum orðum um Heiðar Helguson Aidy Bootroyd segist ekki sjá eftir því að hafa selt Heiðar Helguson til Fulham á sínum tíma og segir að bæði Heiðar og Watford hafi hagnast á því á sínum tíma. Heiðar og félagar í Fulham sækja gamla liðið hans heim í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og á Boothroyd von á því að íslenski landsliðsmaðurinn fái góðar móttökur. 1.10.2006 21:14 Ólafur framlengir við Blika Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að deildin hafi gert nýjan þriggja ára samning við Ólaf Kristjánsson þjálfara. Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar og stýrði nýliðunum í fimmta sæti í deildinni eftir að það hafði verið í æsilegri fallbaráttu lengst af í sumar. 1.10.2006 21:01 Sló á létta strengi eftir tapið Paul Jewell og félagar í Wigan hafa ekki haft heppnina með sér í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og liðið mátti þola mjög súrt tap gegn Blackburn á útivelli í dag, þrátt fyrir að vera ef til vill betra liðið á löngum stundum í leiknum. 1.10.2006 20:28 Zokora ætlaði ekki að fiska víti Martin Jol hefur nú komið leikmanni sínum Didier Zokora til varnar eftir að sá síðarnefndi lét sig detta í vítateig Portsmouth í dag og fiskaði vítaspyrnu sem réði úrslitum í leiknum. Jol segist ekki líða leikaraskap og segir það ekki hafa verið ætlun Zokora að leiða dómarann í gildru. 1.10.2006 20:16 Rosenborg í efsta sætinu Rosenborg jók forskot sitt á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Íslendingaliði Lyn 2-1. Stefán Gíslason og Indriði Sigðurðsson voru báðir í byrjunarliði Lyn í dag. 1.10.2006 20:08 Sjá næstu 50 fréttir
Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. 4.10.2006 16:55
Henry kjörinn besti útlendingur allra tíma Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur verið kjörinn besti útlendingur allra tíma til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var niðurstaða könnunar Sky sjónvarpsstöðvarinnar þar sem rúmlega 1,5 milljónir fólks fengu að kjósa. Landi hans Eric Cantona varð annar í kjörinu. 4.10.2006 16:18
Hópurinn sem mætir Bandaríkjamönnum Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshóp sinn sem mætir sterku liði Bandaríkjanna í æfingaleik ytra á sunnudaginn og í hópnum er að finna einn nýliða, Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur úr Stjörnunni. 4.10.2006 15:45
Þrír leikir í kvöld Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20. 4.10.2006 15:36
Meiddist á æfingu hjá Norrköping Knattspyrnumaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson hjá ÍA er nú á leið heim frá Svíþjóð þar sem hann var til reynslu hjá liði Norrköping. Hafþór meiddist á æfingunni og þarf um viku til að jafna sig, en honum hefur verið boðið að koma aftur út þegar hann nær sér og mun hann þá væntanlega einnig fara til Noregs og reyna sig hjá Aalesund. 4.10.2006 15:10
Gíbraltar að stofna landslið í knattspyrnu? Nú er allt útlit fyrir að Gíbraltar eignist loksins sitt eigið knattspyrnulandslið eftir að evrópska knattsprnusambandið ógilti andmæli Spánverja sem vilja meina að land sem ekki er aðili að sameinuðu þjóðunum hafi ekkert með það að gera að spila í keppnum á vegum sambandsins. 4.10.2006 14:41
Clichy og Senderos að verða klárir hjá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, getur nú glaðst yfir þeim tíðindum að tveir að leikmönnum hans sem verið hafa meiddir eru nú óðum að ná sér og ættu að verða klárir í slaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst eftir landsleikjahlé. 4.10.2006 14:30
Jenas missti af æfingu Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Jenas æfði ekki með enska landsliðinu í dag eftir að hafa fengið högg á hnéð á æfingu í gær. Talsmenn enska liðsins segja meiðsli hans minniháttar og vonast til að hann verði klár í slaginn á laugardaginn þegar Englendingar leika við Makedóna og verður sá leikur sýndur beint á Sýn. 4.10.2006 14:27
Ætlar ekki að hætta eftir tvö ár Talsmaður enska knattspyrnumannsins David Beckham vísar orðum forseta Real Madrid á bug, en forsetinn sagði í viðtali í dag að Beckham væri búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir tvö ár. 4.10.2006 14:21
Joey Barton sleppur við refsingu Lögregluyfirvöld í Liverpool hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli Joey Barton hjá Manchester City sem beraði á sér bakhlutann framan við stuðningsmenn Everton eftir leik liðanna í deildinni á dögunum. 4.10.2006 14:05
Þór/KA heldur stöðu sinni í deildinni Lið Þórs/KA frá Akureyri heldur stöðu sinni í Landsbankadeild kvenna en ÍR þarf að láta sætta sig við að vera áfram í 1. deildinni þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í efstu deild í umspili á dögunum. 4.10.2006 14:00
Fram skellti Haukum Þrír leikir fóru fram í DHL deild kvenna í handknattleik. Fram vann óvæntan útisigur á Haukum 21-20, Valur lagði Stjörnuna 22-20 í Laugardalshöll og FH lagði lið Akureyrar 21-18 fyrir norðan. 3.10.2006 21:42
Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. 3.10.2006 21:15
Nordhorn í annað sætið Lærisveinar Ola Lindgren í Nordhorn unnu góðan sigur á Magdeburg í leik kvöldsins í þýska handboltanum 29-25 á heimavelli sínum eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-13. Nordhorn skaust með sigrinum upp að hlið Gummersbach á toppi deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki, en Magdeburg er í 5. sæti með 10 stig eftir 7 leiki. 3.10.2006 21:13
Leik Gróttu og ÍBV frestað Leik Gróttu og ÍBV sem fara átti fram á Seltjarnarnesi nú klukkan 19 hefur verið frestað vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum. Leikurinn verður þess í stað á dagskrá annað kvöld klukkan 19 ef veðurguðirnir lofa. 3.10.2006 18:38
Landsleikjaveisla um helgina Undankeppni EM landsliða verður efst á baugi í knattspyrnuheiminum um næstu helgi og í miðri viku og sjónvarpsstöðin Sýn verður að venju með fjölda leikja í beinni útsendingu, en þar ber hæst leikur Letta og Íslendinga í Riga á laugardaginn. 3.10.2006 18:15
Óttast ekki að gera breytingar Steve McClaren segist hvergi smeykur við að hrista upp í liði sínu fyrir leikinn gegn Makedóníu í undankeppni EM á laugardaginn, en meiðsli Owen Hargreaves gætu þýtt að enska liðið spilaði ekki hefðbundið 4-4-2 kerfi líkt og í undanförnum leikjum. Leikurinn á laugardaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 15:50 á undan leik Letta og Íslendinga. 3.10.2006 17:27
Bellamy tekur við fyrirliðabandinu Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hefur verið gerður að fyrirliða Wales í fjarveru hins meidda Ryan Giggs fyrir leikina gegn Slóvakíu og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. 3.10.2006 17:23
Sutton til Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur náð samningi við framherjann Chris Sutton um að leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar. Sutton var með lausa samninga eftir að hafa verið hjá Birmingham á síðustu leiktíð, en gengur nú til liðs við fyrrum stjóra sinn Martin O´Neill sem á í vandræðum með að manna framherjastöður sínar vegna meiðsla hjá Villa. 3.10.2006 17:20
Lofar markaveislu annað kvöld Logi Ólafsson segist verða milli steins og sleggju þegar hans menn mæta Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli á morgun í kjölfar yfirlýsinga kollega hans Ólafs Jóhannessonar, þjálfara FH, á blaðamannafundi sem haldinn var í dag. 3.10.2006 15:52
Þriðja umferðin hefst í kvöld Í kvöld hefst þriðja umferð DHL-deildar kvenna í handknattleik með fjórum leikjum. Í Laugardalshöll mætast Valur og Stjarnan klukkan 20 og á sama tíma eigast við Haukar og Fram að Ásvöllum. Klukkan 19 eigast við Akureyri og FH í KA heimilinu fyrir norðan og Grótta mætir ÍBV á Seltjarnarnesi. 3.10.2006 14:49
Við erum í mjög erfiðum riðli Martin Jol segir sína menn í Tottenham hafa lent í mjög erfiðum B-riðli Evrópukeppni félagsliða í dag en liðið mætir þar Besiktas, Leverkusen, Club Brugge og Dinamo Búkarest. 3.10.2006 14:00
Erfitt verkefni bíður Newcastle og Tottenham Nú er búið að draga í riðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og ljóst að ensku liðin þrjú sem komust í riðlakeppnina fá þar verðuga samkeppni. Þá lenti Íslendingalið AZ Alkmaar í riðli með Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni. 3.10.2006 13:27
Eigandi Memphis Grizzlies selur hlut sinn Milljarðamæringurinn Michael Heisley hefur selt 70% hlut í NBA liðinu Memphis Grizzlies til hóps fjárfesta fyrir um 360 milljónir dollara. Hópurinn samanstendur af mörgum einstaklingum en sá þekktasti er líklega fyrrum leikmaðurinn Christian Laettner sem lagði skóna á hilluna í NBA í fyrra. 2.10.2006 22:00
Dida hættur Markvörðurinn Dida hjá AC Milan hefur tilkynnt landsliðsþjálfara sínum Dunga að hann gefi ekki kost á sér í brasilíska landsliðið á næstunni, en þessi 32 ára gamli markvörður hefur verið í hópnum á síðustu þremur heimsmeistaramótum. 2.10.2006 21:15
Watford, 3-3, Fulham Watford og Fulham gerðu 3-3 jafntefli í ensku deildinni í kvöld. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham og var þetta í fyrsta skipti sem hann mætti sínum gömlu félögum í Watford. Watford komst í 2-0, en eftir æsilegar lokamínútur og mark frá Heiðari á 83. mínútu varð niðurstaðan 3-3 jafntefli. 2.10.2006 21:15
Luke Moore frá út leiktíðina? Sóknarmaðurinn ungi Luke Moore hjá Aston Villa þarf að öllum líkindum að fara í uppskurð vegna þrálátra meiðsla á öxl og svo gæti farið að hann yrði frá keppni það sem eftir lifir tímabils vegna þessa. 2.10.2006 20:00
Brann lagði Odd Grenland Síðasti leikurinn í 22. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í kvöld. Íslendingalið Brann vann þar 1-0 sigur á Odd Grenland og þar spilaði FH-ingurinn Ármann Smári Björnsson sinn fyrsta leik fyrir norska félagið. Hann spilaði allar 90 mínúturnar líkt og Ólafur Örn Bjarnason, en Kristján Sigurðsson var í leikbanni að þessu sinni. 2.10.2006 19:40
Jaliesky Garcia úr leik í 6 mánuði Íslenski landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia leikur ekki með íslenska landsliðinu á HM í Þýskalandi í byrjun næsta árs eftir að hann sleit krossbönd í hné á æfingu með liði sínu Göppingen á föstudag og verður hann frá keppni í að minnsta kosti hálft ár. 2.10.2006 18:48
Samdi við Duisburg í Þýskalandi Landsliðskonan og markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir skrifaði um helgina undir samning við þýska liðið Duisburg sem gildir til ársins 2008. Margrét Lára fór á kostum með liði Vals í Landsbankadeildinni í sumar og sló meðal annars markametið í deildinni með því að skora 34 mörk. 2.10.2006 16:39
Frekari meiðsli í herbúðum Tottenham Frekari skörð voru höggvin í leikmannahóp enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham í gær eftir sigurinn á Portsmouth, en þeir Michael Dawson og Pascal Chimbonda geta ekki æft með liðinu næstu viku vegna meiðsla. Dawson fékk heilahristing eftir samstuð við félaga sinn Tom Huddlestone og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í gærkvöld, en Chimbonda meiddist á kálfa og verður frá í að minnsta kosti viku. 2.10.2006 16:28
Hefur ekki í huga að taka við West Ham Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann vísar á bug fréttum ensku blaðanna um helgina þar sem fullyrt var að hann væri inni í myndinni sem næsti knattspyrnustjóri West Ham vegna kunningsskapar síns við Kia Joorabchian, en sá er talinn vera að undirbúa yfirtökutilboð í enska félagið. 2.10.2006 16:20
Rannsókn haldið áfram vegna 39 félagaskipta Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú gefið Lord Stevens og rannsóknarteymi hans tvo mánuði til viðbótar til að rannsaka frekar meint ólöglegt athæfi í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur var í breska sjónvarpinu á dögunum. Þáttur þessi verður á dagskrá Sýnar klukkan 22 á fimmtudagskvöldið. 2.10.2006 15:56
Shevchenko er marki frá því að springa út Jose Mourinho hefur nú enn á ný tekið upp hanskann fyrir 30 milljón punda fjárfestingu Chelsea í sumar, úkraínska framherjann Andriy Shevchenko. Mourinho segir hann vinna vel fyrir liðið og bendir á að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann springi út og fari að skora grimmt. 2.10.2006 14:45
Dómarinn bað mig afsökunar Harry Redknapp segir að Chris Foy, dómarinn sem dæmdi leik Tottenham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, hafi komið til sín í hálfleik í leiknum í gær og beðið sig afsökunar á því að hafa dæmt vítaspyrnu á lið hans. Sigurmark Tottenham kom úr vítaspyrnu sem aldrei átti að dæma og Redknapp kallar í kjölfarið á að fjórði dómari megi styðjast við myndbandsupptökur til að skera úr um atvik sem þetta. 2.10.2006 13:51
Aganefndin fær skýrslu lögreglu Lögregluyfirvöld í Liverpool hafa nú sent enska knattspyrnusambandinu skýrslu vegna uppátækis Joey Barton eftir leik Everton og Manchester City um helgina, þegar Barton sýndi stuðningsmönnum Everton hvað honum fannst um þá þegar hann gekk af leikvelli og beraði á sér afturendann. Barton er talinn eiga yfir höfði sér leikbann fyrir þessa uppákomu, en leikmaðurinn var svo óheppinn að láta sjónvarpsmyndavélar festa bakhliðina á sér á myndband. 2.10.2006 13:43
Darren Bent í landsliðið í stað Andy Johnson Framherjinn ungi Darren Bent hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í stað Andy Johnson hjá Everton, eftir að sá síðarnefndi þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla sem hann varð fyrir á lokamínútum leiksins gegn Manchester City á laugardag. 2.10.2006 13:36
KR burstaði Grindavík Það verða Njarðvíkingar, Keflvíkingar, Skallagrímsmenn og KR-ingar sem spila í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta eftir að þrjú síðastnefndu liðin tryggðu sér nokkuð örugga sigra í viðureignum sínum í átta liða úrslitunum í gær, sunnudag. 2.10.2006 01:11
O´Neal hefði hætt ef Riley hefði hætt Blaðið New York Daily News heldur því fram í dag að miðherjinn Shaquille O´Neal hafi verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna ef Pat Riley hefði ákveðið að hætta þjálfun í sumar. Riley ákvað þess í stað að þjálfa í amk eitt ár í viðbót og freistar þess að verja NBA meistaratitilinn með Miami Heat. Ef O´Neal hefði hætt, hefði hann orðið af 80 milljónum dollara sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. 1.10.2006 22:15
Ósáttur við niðurröðun landsleikja Arsene Wenger hefur alltaf ákveðnar skoðanir á því þegar liðsmenn hans yfirgefa herbúðir Arsenal og spila með landsliðum sínum. Wenger segir að landsliðin taki allt of mikinn tíma frá félagsliðunum yfir keppnistímabilið og óttast væntanlega að það komi niður á þeirri góðu siglingu sem er á liði hans um þessar mundir. 1.10.2006 21:45
Fer fögrum orðum um Heiðar Helguson Aidy Bootroyd segist ekki sjá eftir því að hafa selt Heiðar Helguson til Fulham á sínum tíma og segir að bæði Heiðar og Watford hafi hagnast á því á sínum tíma. Heiðar og félagar í Fulham sækja gamla liðið hans heim í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og á Boothroyd von á því að íslenski landsliðsmaðurinn fái góðar móttökur. 1.10.2006 21:14
Ólafur framlengir við Blika Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að deildin hafi gert nýjan þriggja ára samning við Ólaf Kristjánsson þjálfara. Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar og stýrði nýliðunum í fimmta sæti í deildinni eftir að það hafði verið í æsilegri fallbaráttu lengst af í sumar. 1.10.2006 21:01
Sló á létta strengi eftir tapið Paul Jewell og félagar í Wigan hafa ekki haft heppnina með sér í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og liðið mátti þola mjög súrt tap gegn Blackburn á útivelli í dag, þrátt fyrir að vera ef til vill betra liðið á löngum stundum í leiknum. 1.10.2006 20:28
Zokora ætlaði ekki að fiska víti Martin Jol hefur nú komið leikmanni sínum Didier Zokora til varnar eftir að sá síðarnefndi lét sig detta í vítateig Portsmouth í dag og fiskaði vítaspyrnu sem réði úrslitum í leiknum. Jol segist ekki líða leikaraskap og segir það ekki hafa verið ætlun Zokora að leiða dómarann í gildru. 1.10.2006 20:16
Rosenborg í efsta sætinu Rosenborg jók forskot sitt á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Íslendingaliði Lyn 2-1. Stefán Gíslason og Indriði Sigðurðsson voru báðir í byrjunarliði Lyn í dag. 1.10.2006 20:08