Fleiri fréttir

Ísraelar og Palestínumenn sameinast í knattspyrnu

Þó að Ísraelar og Palestínumenn eldi grátt silfur saman Þá sameinast ungmenni þjóðanna í knattspyrnu. Friðarliðið, sem er skipað leikmönnum undir 16 ára aldri frá Ísrael og Palestínu, tekur þátt í svissneska undir 16 ára mótinu sem fram fer í Sviss og Líkteinstein.

Vill aftur til Englands

Fótbolti Danski knattspyrnumaðurinn Thomas Gravesen vill leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Þetta sagði umboðsmaður hans, John Sivebaek, í samtali við fréttavef BBC í gær.

Veigar Páll valinn í landsliðið á nýjan leik

Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæek í gær hefur Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valið Veigar Pál Gunnarsson í íslenska landsliðið sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst.

Æft skítabrögðin lengi

Eftirfarandi setningar birtust á bloggsíðu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings: Oft hafa menn hótað að fótbrjóta mig í leik en alltaf í einhverjum æsingi og í hita leiks. Þeir hafa aldrei staðið við það eða einu sinni verið nálægt því. Einn hótaði mér því sallarólegur og yfirvegaður. Hann ætlaði einnig að bíða eftir mér á bílastæðinu eftir leik og drepa mig. Hann kallaði mig einnig aumingja og lélegan leikmann. (...) Kemur næst Mete. Hann kleip líka á mig risamarblett og barði mig í bringuna af öllu afli. (27. júlí 2006)

Miðasala hafin

Þann 15. ágúst mæta Spánverjar til leiks á nýjum og endurbættum Laugardalsvelli en samkvæmt upplýsingum KSÍ ætla Spánverjar að stilla upp sínu sterkasta liði, meginþorra þeirra leikmanna sem spiluðu á HM í sumar. Íslenski hópurinn verðir tilkynntur á þriðjudaginn í næstu viku.

Ætlaði að drepa mig á bílastæðinu

Guðmundur Viðar Mete var í fyrradag dæmdur í eins leiks bann fyrir framkomu sína í leik ÍA og Keflavíkur. Hjörtur Hjartarson ber Guðmundi miður góða sögu og það gera einnig fleiri framherjar í efstu deild.

Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári

Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær.

Legia sterkari en FH

Íslandsmeistarar FH eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Legia frá Varsjá í gær. Pólska liðið skoraði tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik en Daði Lárusson varði vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en Legia fór áfram samanlag 3-0.

Zlatan sagði já við Milan

Samkvæmt Gazetta dello Sport á Ítalíu mun sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic vera á leið til AC Milan frá Juventus. Hann mun hafa játað tilboði þeirra en hvort Juventus sé tilbúið að selja leikmanninn á enn eftir að koma í ljós. Juventus var fyrir skömmu dæmt niður í B-deildina á Ítalíu og hefur misst hverja stórstjörnuna á fætur annarri, nú síðast Patrick Vieira til Inter Milan.

KSÍ herðir refsingar fyrir fordóma

Knattspyrnusamband Íslands mun herða refsingar fyrir kynþáttafordóma í íslenska boltanum fyrir næsta sumar. Vegna nýrra reglna FIFA verður KSÍ að bregðast við sem Geir Þorsteinsson segir að sé þegar í skoðun.

KR burstaði FH

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi en þar með lauk elleftu umferð deildarinnar sem hófst með sigri Breiðabliks á Valsstúlkum í fyrrakvöld. Í leikjunum þremur voru skoruð 22 mörk en 275 mörk hafa nú verið skoruð í deildinni í ár.

Hættur með botnlið ÍBV

Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni.

Alexander tognaður

Handboltakappinn Alexander Petersson verður frá keppni í þrjár til fimm vikur vegna tognunar. Landsliðsmaðurinn missir því líklega af byrjun tímabilsins með Grosswaldstadt í Þýskalandi en fyrsti leikurinn verður háður eftir þrjár vikur.

Jakob í 14. sæti í Búdapest

Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í gær í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu sem nú fer fram í Búdapest. Jóhann synti á 2 mín. 14.70 sek. og bætti þriggja ára gamalt Íslandsmet sitt um hálfa sekúndu. Hann varð fimmtándi í undanrásunum og komst í úrslitasundið sem synt var í gær. Þar synti hann á 2 mín. 15.11 sek. og var 41/100 úr sek. frá Íslandsmetinu en hann var 1.39 sek. frá því að komast í úrslit. Árni Már Árnason úr Ægi varð 38. af 41 keppenda á 2 mín. 20.72 sek.

Heimir Hallgrímsson tekinn við

Stjórn Knattspyrnudeildar ÍBV-íþróttafélags og Guðlaugur Baldursson hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi þeim sem er í gildi milli viðkomandi aðila að beiðni þess síðar nefnda. Heimir Hallgrímsson tekur við og stjórnaði hann fyrstu æfingu liðsins nú í kvöld.

FH úr leik í meistaradeildinni

FH tapaði í kvöld 2-0 fyrir Pólska liðinu Legia Varsjá og samanlagt 3-0 í tveimur viðureignum. Pólverjarnir léku mun betur og sigur þeirra var aldrei í hættu.

Schumacher er seigur í boltanum

Michael Schumacher sést hér í góðgerðarknattspyrnuleik sem fór fram á Ferenc Puskas vellinum í Budapest í Ungverjalandi. Þar áttust við ökuþórar úr Formúlu 1 og ungverska stjörnuliðið. Fjórir dagar eru nú þangað til ungverski kappaksturinn hefst.

Maraþon amma

Judy Crowson hefur náð áfanga sem fáir geta stært sig af. Hún hefur lokið maraþonhlaupi í öllum sjö álfum heimsins. Crowson er 61 árs gömul, þriggja barna móðir og átta barna amma. Hún kláraði sjöundu og síðustu álfu sína 2. júlí síðastliðinn. Hún tók meðal annars þátt í Reykjarvíkurmaraþoninu í fyrra og lenti í 292. sæti á tímanum 5:50:01.

Bayern sigraði í 4-1 í vítaspyrnukeppni

Bayern Munich sigraði Shalke 04, á Allianz Arena vellinum í Munich, í seinni undanúrlitaleiknum í þýska deildarbikarnum. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni, sem endaði 4-1 fyrir Bayern, eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Í fyrri leiknum sem fram fór í gær sigraði Werder Bremen Hamburg. Það verða því Bayern Munich og Werder Bremen sem mætast í úrslitum.

Sóknarboltinn í fyrirrúmi

Hið árlega Amsterdam mót, sem knattspyrnuliðið Ajax heldur í Hollandi, verður um Verslunarmannahelgina. Það eru evrópsku stórliðin Manchester United, Inter Milan og Porto sem taka þátt auk Ajax. Leiknir verða fjórir leikir á mótinu og verða þeir allir í beinni á Sýn. Liðin fá stig fyir hvert mark og því verður sóknarleikurinn í hávegum hafður.

Ballack viss um gott samband við Lampard

Michael Ballack, nýi miðjumaðurinn í stjörnum prýddu liði Chelsea á komandi leiktíð er viss um að hann og Frank Lampard eigi eftir að ná vel saman á miðjunni hjá Chelsea í vetur.

Vieira kominn til Inter á 6,5 milljónir punda

Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal hefur gengið til liðs við Inter Milan frá Juventus á Ítalíu fyrir 6,5 milljónir punda og þar með bundið enda á vonir Manchester United um að fá leikmanninn.

Gravesen á leið aftur í enska boltann?

Umboðsmaður Tomas Gravesen hefur viðurkennt að Real Madrid vilji losna við þennan fyrrum leikmann Everton og að endurkoma í ensku úrvalsdeildina sé líkleg.

Eiður og félagar í æfingabúðum í Mexíkó

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Evrópumeistaraliði Barcelona komu saman á æfingu í Katalóníu í gær eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur. Þeir halda á morgun í æfingabúðir til Mexíkó og Bandaríkjanna.

Spennan að ná hámarki

Spennan er að ná hámarki í toppbaráttu Landsbankadeildar kvenna í fótbolta en í gærkvöldi mættust tvö efstu liðin, Breiðablik og Valur. Valsstúlkur, sem verma toppsætið, höfðu fyrir leikinn í gær unnið alla leikina sína tíu í deildinni í sumar og hefðu með sigri getað nánast gulltryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

McClaren tekinn við

Steve McClaren tók formlega við starfi sem hinn nýji landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu í gær, réttum mánuði eftir að liðið féll úr keppni í 8 liða úrslitum.

Hjörtur Hjartarson hefur lokið keppni

Hjörtur Júlíus Hjartarson leikmaður ÍA í Landsbankadeild karla leikur ekki meira með liðinu í sumar. Hann var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna framkomu sinnar í leik ÍA og Keflavíkur 23. júlí síðastliðinn. Guðmundur Viðar Mete leikmaður Keflavíkur sem átti þátt í þeirri uppákomu var dæmdur í eins leiks bann.

Chelsea í Hollywood

Chelsea fer að frumkvæði Manchester United og Real Madrid. Liðið er komið til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem það kemur til með að æfa í viku. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að auka vinsældir liðsins vestanhafs.

Werder Bremen í úrslit

Weder Bremen lagði Hamburg 2-1 í þýska deildarbikarnum í knattspyrnu nú í kvöld. Zidan skoraði á 50. mínútu, Sanogo jafnaði á þeirri 70. og Frings skoraði draumamark til að tryggja sigurinn á 82. mínútu.

Alfio Basile tekur við Argentínu

Alfio Basile, Þjálfari Boca Juniors, tekur við argentínska landsliðinu af Jose Pekerman sem hætti eftir HM2006. Basile ætlar hins vegar að stjórna Boca í sex vikur til viðbótar áður en hann tekur við landsliðinu.

Hættur sem framkvæmdarstjóri og þjálfari annars flokks

Sigurður Helgason er hættur sem framkvæmdarstjóri KR sport en hann hefur gegnt því starfi síðan árið 2001. Hann hættir jafnframt sem þjálfari annars flokks KR. Að sögn Jónasar Kristinssonar, formans KR sports, óskaði Sigurður eftir því að vera leystur frá störfum og stjórnin varð við þeirri ósk. Þetta hafi verið gert í sátt beggja aðila.

Kubica fyrstur Pólverja til að keppa

Pólverjinn Robert Kubica, sem er tilraunaökuþór BMW Sauber liðsins, mun taka við stýrinu af Jacques Villeneuve í ungverska kappakstrinum sem fram fer á sunnudaginn. Hann verður fyrsti Pólverjinn til að keppa í Formúlu 1.

Dunga tilkynnir fyrsta hópinn

Dunga hefur tilkynnt hópinn fyrir sinn fyrsta leik ,sem landsliðsþjálfari, gegn Norðmönnum þann 16. ágúst næstkomandi í Ósló. Dunga tók við sem þjálfari Brasilíumanna eftir að Carlos Alberto Parreira tók pokann sinn vegna slaks árangurs á HM2006.

Michelle Wie er klár í slaginn

Bandaríska undrabarnið Michelle Wie sést hér slá uppúr sandgryfju á Royal Lytham og St Annes golfvellinum í Lytham á Norðvestur-Englandi í dag. Hún er að búa sig undir Opna breska meistaramótið sem hefst þann 3. ágúst næstkomandi.

Þróttur leikur gegn KR

1. deildarlið Þróttar tekur á móti KR og Víkingar mæta Keflavík í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu en dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna á Hótel Loftleiðum í hádeginu. Í VISA-bikar kvenna mætast Breiðablik og Fjölnir og Valur og Stjarnan.

Eyjamenn niðurlægðir

Garðar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn döpru liði ÍBV í Laugardalnum í gær. Valsmenn hófu leikinn af krafti og mættu mun ákveðnari til leiks en Eyjamenn sem áttu ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum. Heimamönnum gekk þó illa að skapa sér færi en héldu boltanum vel innan liðsins og biðu þolinmóðir eftir tækifærunum.

Keflvíkingar voru mikið betri í nágrannaslagnum suður með sjó

Keflvíkingar eru í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar eftir heimasigur 2-0 á grönnum sínum í Grindavík í gær. Sigurinn var sanngjarn en Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði fyrra markið undir lok fyrri hálfleiks og Stefán Örn Arnarson sem kom inn fyrir Þórarinn í þeim síðari innsiglaði sigurinn. Keflvíkingar hefðu getað skorað mun fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en meira jafnræði var með liðunum í þeim síðari.

Sjá næstu 50 fréttir