Fleiri fréttir Erfitt hjá Öster Lífróður Helga Vals Daníelssonar og félaga í Öster þyngdist til muna í sænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að liðið tapaði fyrir Halmstad á útivelli í gær, 1-0. Helgi Valur lék allan leikinn. Liðið er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar og er fimm stigum frá liðinu í fjórða neðsta sæti. 14.8.2006 00:01 Lánaður í neðri deild? Svo gæti ferið að Hjálmar Þórarinsson verði lánaður í neðrideildarlið í Skotlandi en hann er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Hearts. Honum var tilkynnt ekki fyrir löngu að hann væri ekki í framtíðaráætlun liðsins og fór þá að líta í kringum sig. Nú síðast fór hann til norska liðsins Aalesund á reynslu en liðið ákvað að bjóða honum ekki samning þar sem forráðamönnum liðsins þótti hann vera samskonar knattspyrnumaður og eru fyrir hjá liðinu. 14.8.2006 00:01 Crouch tryggði Liverpool skjöldinn Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. 13.8.2006 18:59 Þrjú íslensk lið í pottinum Í gær var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik en þrjú íslensk félag taka þátt í keppnunum á komandi tímabili. Íslandsmeistararnir í Njarðvík taka ásamt Keflavík þátt í Áskorendabikarkeppninni, EuroCup Challange, en alls taka sextán lið þátt í þeirri keppni. Njarðvík lenti í C-riðli og mætir þar Cherkasy frá Úkraínu, Samara frá Rússlandi og Tartu Rock frá Eistlandi. Keflavík dróst í D-riðil ásamt Dnipro frá Úkraínu, Mlekarna Kunin frá Tékklandi og Norrköping frá Svíðþjóð. Suðurnesjaliðin leika fyrst á útivelli 8. og 9. nóvember, en fyrstu heimaleikir liðanna verða 16. og 17. nóvember. 11.8.2006 18:00 Sýnir brögð með ávöxtum Veigar Páll Gunnarsson er í viðtali í aukablaði norska dagblaðsins Dagbladet, sem heitir Sport Magasinet og kemur út á föstudaginn. Þar er hann í löngu viðtali og á heimasíðu blaðsins, dagbladet.no, má sjá myndskeið þar sem Veigar sýnir ýmis brögð, meðal annars heldur hann epli og mandarínu á lofti eins og um fótbolta væri að ræða - meira að segja tyggjó líka. 11.8.2006 17:00 Stefnan sett á efri hlutann Mynd er að komast á leikmannamál hjá Íslandsmeisturum ÍBV í handbolta kvenna. Margar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum á stuttum tíma. 11.8.2006 16:00 Langþráður sigur Grindvíkinga Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. 11.8.2006 15:00 Kristinn í stað Jóhannesar Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari mun dæma leik Eistalands og Makedóníu sem fer fram á miðvikudaginn kemur en þá hefst undankeppni EM 2008. Upphaflega stóð til að Jóhannes Valgeirsson myndi dæma leikinn en hann tognaði á læri nú fyrr í sumar og varð því tilkynntur meiddur. UEFA ákvað því að boða Kristinn til verkefnisins. Aðstoðardómarar han s verða Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinsson en fjórði dómari Garðar Örn Hinriksson. 11.8.2006 14:00 Komust áfram í Evrópukeppni Íslandsmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna lögðu austurríska liðið Neulengbach, 3-0, í undankeppni Evrópumóts félagsliða í gær. Blikastúlkur hafa þar með tryggt sér farseðil í aðra umferð keppninnar sem fram fer 12. 17. september. 11.8.2006 13:00 John Terry er nýr fyrirliði John Terry, varnarmaður Chelsea, er hinn nýi fyrirliði enska landsliðsins undir stjórn Steve McClaren, en þetta var tilkynnt í gær. Hann tekur við fyrirliðabandinu af David Beckham sem lét það af hendi eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Þá var Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, gerður að varafyrirliða. 11.8.2006 13:00 Inter hefur keypt Zlatan Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic var í gær seldur frá Juventus og til Ítalíumeistara Inter. Didier Deschamps, nýr þjálfari Juventus, segir Zlatan vera síðasta leikmanninn sem félagið selji eftir Ítalíuskandalinn stóra. Inter borgar 17,7 milljónir punda fyrir þennan hávaxna sóknarmann. Ibrahimovic skoraði 23 mörk í sjötíu leikjum fyrir Juventus. 11.8.2006 12:00 Eyjamönnum pakkað saman í Víkinni ÍBV mætti til leiks gegn Víkingi með nýjan þjálfara en Heimir Hallgrímsson tók við skömmu fyrir Þjóðhátíð af Guðlaugi Baldurssyni sem sagði starfi sínu lausu. Þjálfaraskiptin breyttu engu því Eyjamenn sneru tómhentir heim eftir tap, 5-0. 11.8.2006 11:00 Erfið staða Skagamanna Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. 11.8.2006 10:00 Baráttujafntefli í Krikanum FH og Fylkir skildu jöfn, 2-2, í mikilli bleytu í Hafnarfirði. Fylkismenn börðust vel fyrir stiginu en það var Páll Einarsson sem skoraði jöfnunarmarkið. 11.8.2006 10:00 Maður er dæmdur af mörkunum "Ég get ekki neitað því að tilfinningin var ansi ljúf að sjá boltann loksins í netinu. Það er að sjálfsögðu mikill léttir að ná að skora eftir svona mikla markaþurrð. Þetta var farið að leggjast rosalega þungt á mann en vonandi liggur leiðin bara upp á við núna," sagði sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá KR en hann skoraði loksins á miðvikudagskvöldið en fyrir það mark hafði hann ekki skorað síðan 6. júní eða í rúma tvo mánuði. 11.8.2006 09:00 Brynjar dregur sig úr hóp Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, hefur neyðst til að draga sig út úr landsliðshópi Íslands sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik næstkomandi þriðjudag. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur í stað hans kallað á Hjálmar Jónsson, leikmann IFK Gautaborgar í Svíþjóð. Ísland mun leika í glænýjum búningum frá Errea í leiknum og verða Íslendingar albláir. Samkvæmt heimasíðu KSÍ gengur miðasala vel en hægt er að nálgast miða á heimasíðunni midi.is og einnig í verslunum BT og Skífunnar. 11.8.2006 08:00 Jafnt á Skipaskaga ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Skaganum í kvöld. Landsliðsmaðurinn Matthías Guðmundsson skoraði fyrir Val á 29. mínútu. Bjarni Guðjónsson jafnaði fyrir Skagamenn á 55. 10.8.2006 21:31 Fylkismenn hægja á hraðferð FH-inga FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í Hafnafirði. Heiðar í Botnleðju var rétt búinn að renna niður síðasta pylsubitanum þegar fjörið hófst í Kaplakrika. Það var Tryggvi Guðmundsson sem skoraði fyrsta markið á 7. mínútu eftir sendingu frá Dennis Siim. Það var svo markvörður FH, Daði Lárusson, sem jafnaði metin fyrir Fylki með klaufalegu sjálfsmarki. Hann ætlaði að kýla boltann frá marki sínu en það gekk ekki betur en svo að boltinn hrökklaðist í markið. Tryggvi skoraði svo aftur eftir sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni, Fylkismenn sváfu á verðinum og var refsað. Páll Einarsson jafnaði leikinn með laglegu marki á 60. mínútu og þar við sat. 10.8.2006 21:15 Stórsigur Víkinga Víkingar unnu stórsigur á botnliði ÍBV 5-0. Arnar Jón Sigurgeirsson skoraði fyrsta markið rétt fyrir hálfleik og Grétar Sigfinnur Sigurðsson bætti öðru við áður en flautan gall. Viktor Bjarki Arnarsson bætti svo tveimur mörkum við snemma í seinni hálfleik til að gera út um leikinn. Grétar Sigfinnur Sigurðsson rak svo síðasta naglann í líkkistu Eyjamann á 89. mínútu. 10.8.2006 21:05 Fyrsta tap Ólafs Grindvíkingar lögðu Blika 4-2 í Landsbankadeild karla í kvöld. Þetta er fyrsti tapleikur liðsins síðan Ólafur Kristjánsson tók við á dögunum. Jóhann Þórhallsson skoraði fyrsta markið á 21. mínútu og Óli Stefán Flóventsson bætti öðru við fyrir Grindavík á 53. mínútu. Marel Jóhann Baldvinsson minkaði muninn úr vítaspyrnu á 70. en Óskar Örn Hauksson skoraði þriðja mark Grindavíkur á þeirri 75. Marel skoraði svo úr annarri vítaspyrnu á 80. mínútu. Óskar Örn Hauksson bætti fjórða markinu við á 87. mínútu. 10.8.2006 20:52 Fjórir leikir að hefjast Í kvöld kl. 19:15 hefjast fjórir leikir í Landsbankadeildinni. Íslandsmeistarar FH taka á móti Fylki, Skagamenn taka á móti Valsmönnum, Breiðablik leikur gegn Grindavík og viðureign Víkings og ÍBV er í beinni á Sýn. 10.8.2006 19:13 Yrði mikið áfall fyrir Arsenal að missa Cole „Það var ótrúlega mikill missir fyrir Arsenal þegar Patrick Vieira var seldur til Juventus. Það yrði svipað ef Ashley Cole færi,“ sagði franski sóknarmaðurinn Thierry Henry í gær en hann hefur miklar áhyggjur af því að liði missi Cole. „Að sjálfsögðu vilja allir hérna að hann verði áfram. Hann er klárlega einn besti vinstri bakvörður í heiminum og hans yrði sárt saknað.“ 10.8.2006 18:30 Tilbúinn í lok mánaðarins Meiðsli miðjumannsins Joe Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og ætti hann að verða tilbúinn aftur í slaginn undir lok mánaðarins. Cole meiddist á hægra hné í æfingaferð ensku meistaranna um Bandaríkin. Talið var í fyrstu að hann hefði skaddað liðbönd í hné það illa að hann gæti ekki leikið í sex vikur. 10.8.2006 18:00 Stefán lagði upp fyrsta mark Garðars Garðar Gunnlaugsson lék í gær sinn annan deildarleik með sænska 1. deildarliðinu Norrköping og tókst honum að skora eina mark liðsins og tryggja sínum mönnum þannig annað stigið í leik gegn Jönköpings Södra. Það var svo félagi hans og annar Skagamaður, Stefán Þórðarson, sem lagði upp markið fyrir Garðar. Norrköping er í fjórða sæti sænsku 1. deildarinnar. 10.8.2006 17:00 Með risatilboð í Adriano? Ítalskir fjölmiðlar sögðu í gær að enska liðið Manchester United ætluðu sér að gera risatilboð í brasilíska sóknarmanninn Adriano sem arftaka Ruud van Nistelrooy sem seldur var til Real Madrid fyrir ekki alls löngu. Adriano er 24 ára og spilar með Ítalíumeisturum Inter. Forráðamenn Manchester United eru væntanlegir til Milan, samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu. 10.8.2006 16:00 Kominn í raðir West Ham Varnarmaðurinn John Pantsil, landsliðsmaður Gana, varð formlega leikmaður enska liðsins West Ham í gær þegar hann fékk atvinnuleyfi hjá félaginu. Þessi 25 ára leikmaður var til reynslu hjá Hömrunum og heillaði knattspyrnustjórann Alan Pardew. Pantsil kemur frá Hapoel Tel Aviv og er honum ætlað að fylla skarðið sem Tomas Repka skildi eftir sig í hægri bakverðinum. Hann sagði á heimasíðu West Ham að það hefði lengi verið draumur sinn að spila á Englandi. 10.8.2006 15:00 Hætti óvænt með liðið Hollendingurinn Co Adriaanse sagði í gær starfi sínu lausu sem þjálfari portúgalska liðsins FC Porto eftir deilur við stjórnarmenn félagsins. Adriaanse er 59 ára og var áður þjálfari Ajax og AZ Alkmaar áður en hann tók við Porto í fyrra. Undir stjórn hans vann félagið bæði portúgalska meistaratitilinn og bikarinn en hann var aðeins hálfnaður með samning sinn. Adriaanse er fjórði þjálfarinn sem hrökklast úr starfi þjálfara Porto síðan Jose Mourinho réði sig til Chelsea fyrir tveimur árum. 10.8.2006 14:15 Fjórir mikilvægir leikir í kvöld Lokaspretturinn í Landsbankadeild karla er hafinn en í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Með þeim lýkur þrettándu umferðinni og þá verða aðeins fimm umferðir eftir. FH hefur örugga forystu í deildinni en þar fyrir neðan er pakkinn þéttur og nær öll lið deildarinnar geta fallið. 10.8.2006 14:00 Guðjón Valur fyrirliði Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, sem Alfreð Gíslason þjálfar. Var þetta tilkynnt á heimasíðu liðsins í gær. 10.8.2006 13:30 Fjórða tap Íslands í röð U16 ára landslið kvenna í körfubolta tapaði í gær með fjórtán stiga mun, 59-73, fyrir Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli B-deildar Evrópumótsins. Írska liðið hafði forystuna allan tímann. Íslensku stelpurnar hafa því tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu til þessa en í dag leika þær gegn Finnlandi sem vann Írland 63-57 á þriðjudag. 10.8.2006 13:15 Fer líklega til Reading Yngsti leikmaður Landsbankadeildarinnar, hinn sextán ára gamli Viktor Unnar Illugason hjá Breiðabliki, heldur að öllum líkindum til Englands í haust. 10.8.2006 13:00 Dirk Kuyt enn í myndinni Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, er enn að velta því fyrir sér hvort hann eigi að leggja fram tíu milljónir punda í sóknarmanninn Dirk Kuyt. Roeder fylgdist með þessum 25 ára leikmanni þegar hann lék með Feyenoord um síðustu helgi og lét hafa eftir sér við enska fjölmiðla að hann hefði verið hrifinn af frammistöðu hans. 10.8.2006 12:30 Báðir munu styrkja liðið "Það er frábært fyrir liðið að hafa fengið þessa tvo leikmenn, ég er sannfærður um að þeir munu báðir styrkja okkur töluvert," sagði Iain Dowie, knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins Charlton, eftir að tveir nýjustu leikmenn félagsins voru kynntir til leiks. Það eru miðjumaðurinn Amady Faye sem kemur frá Newcastle og varnarmaðurinn Djimi Traore sem kemur frá Liverpool. 10.8.2006 12:00 Nýju mennirnir björguðu Liverpool Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. 10.8.2006 11:45 Jöfn skipti í Frostaskjólinu KR og Keflavík gerðu í gær 2-2 jafntefli í fyrsta leik 13. umferðar Landsbanka-deildarkarla. Keflvíkingar voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir leik. 10.8.2006 11:30 Ásthildur aftur inn í hópinn Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Tékklandi laugardaginn 19. ágúst. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland, sem stendur í þriðja sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Tékkar. Einn nýliði er í hópnum en það er Katrín Ómarsdóttir. Þá kemur fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir aftur inn í liðið en hún var í leikbanni í síðasta leik gegn Portúgal. 10.8.2006 11:00 Vill sem fyrst til Real Madrid Jose Antonio Reyes, leikmaður Arsenal, vill fá félagaskipti yfir til Real Madrid sem fyrst. Viðræður milli spænska stórliðsins og Arsenal standa nú yfir en Reyes, sem er 22 ára, vill komast heim til Spánar. „Ég og fjölskylda mín erum nokkuð hrædd um að eitthvað fari úrskeiðis. Ég vil að gengið verði frá málum sem fyrst,“ sagði Reyes. 10.8.2006 10:45 Indriði mun styrkja lið okkar mikið Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. 10.8.2006 10:00 ÍBV farið að safna liði Kvennalið ÍBV í handbolta hefur fengið liðsstyrk því Valentina Radu, 25 ára örvhent rúmensk skytta, hefur samið við félagið en hún á nokkra A-landsleiki að baki. Á síðasta ári lék hún með Rulmentul Brasov sem varð meistari í heimalandi hennar auk þess sem það vann Áskorendakeppni Evrópu. 10.8.2006 09:00 Annar leikur Blikastúlkna Kvennalið Breiðabliks leikur í dag sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða en leikið er í Austurríki. Eftir 4-0 sigur í fyrsta leik er komið að heimaliðinu Neulengbach í dag en það lið vann sinn fyrsta leik 5-1 og því má reikna með hörkuleik. 10.8.2006 08:00 Jafnt hjá KR og Keflavík KR og Keflavík skildu jöfn í fyrsta leik 13. umferðar Landsbankadeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum yfir á 11. mínútu en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði á þeirri 27. Björgólfur Takefusa kom svo KR-ingum í 2-1 á 55. mínútu og Þórarinn Kristjánsson jafnaði á 79. mínútu og þar við sat. 9.8.2006 21:22 Marc Raquil sigraði með naumindum Marc Raquil, sem er þekktur fyrir góðan endasprett, sigraði í fjögurhundruð metra hlaupi karla á á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hann var á tímanum 45,02 sekúndur og varð rétt á undan Rússanum Vladislav Frolov sem var á 45.09. 9.8.2006 19:41 Liverpool hefur leik Liverpool er rétt í þessu að hefja leik í Meistaradeild Evrópu gegn Macabi Haifa á Anfield Road í Liverpool. Tveir af þeim nýju leikmönnum sem Liverpool fékk til liðs við sig fyrir keppnistímabilið eru í byrjunarliðinu, þeir Jermaine Pennant og Craig Bellamy. Leikurinn er í beinni á Sýn og VefTV. 9.8.2006 19:14 Kim Gevaert fyrst í mark Kim Gevaert frá Belgíu vann hundarð metra spretthlaup kvenna á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hún var á tímanum 11,06, Yekaterina Grigoryeva varð önnur og Irina Khabarova kom þriðja í mark, þær eru báðar frá Rússlandi og mældust á sama tíma 11,22 sekúndur. 9.8.2006 19:00 Guðjón Valur er fyrirliði Gummersbach Landsliðmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið valinn fyrirliði VfL-Gummersbach í þýska handboltanum á komandi leiktíð. Fjórir Íslendingar eru í herbúðum Gummersbach, ásamt Guðjóni þeir Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson og Þjálfarinn Alfreð Gíslason. 9.8.2006 17:08 Sjá næstu 50 fréttir
Erfitt hjá Öster Lífróður Helga Vals Daníelssonar og félaga í Öster þyngdist til muna í sænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að liðið tapaði fyrir Halmstad á útivelli í gær, 1-0. Helgi Valur lék allan leikinn. Liðið er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar og er fimm stigum frá liðinu í fjórða neðsta sæti. 14.8.2006 00:01
Lánaður í neðri deild? Svo gæti ferið að Hjálmar Þórarinsson verði lánaður í neðrideildarlið í Skotlandi en hann er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Hearts. Honum var tilkynnt ekki fyrir löngu að hann væri ekki í framtíðaráætlun liðsins og fór þá að líta í kringum sig. Nú síðast fór hann til norska liðsins Aalesund á reynslu en liðið ákvað að bjóða honum ekki samning þar sem forráðamönnum liðsins þótti hann vera samskonar knattspyrnumaður og eru fyrir hjá liðinu. 14.8.2006 00:01
Crouch tryggði Liverpool skjöldinn Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistarana og bikarmeistarana þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. 13.8.2006 18:59
Þrjú íslensk lið í pottinum Í gær var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik en þrjú íslensk félag taka þátt í keppnunum á komandi tímabili. Íslandsmeistararnir í Njarðvík taka ásamt Keflavík þátt í Áskorendabikarkeppninni, EuroCup Challange, en alls taka sextán lið þátt í þeirri keppni. Njarðvík lenti í C-riðli og mætir þar Cherkasy frá Úkraínu, Samara frá Rússlandi og Tartu Rock frá Eistlandi. Keflavík dróst í D-riðil ásamt Dnipro frá Úkraínu, Mlekarna Kunin frá Tékklandi og Norrköping frá Svíðþjóð. Suðurnesjaliðin leika fyrst á útivelli 8. og 9. nóvember, en fyrstu heimaleikir liðanna verða 16. og 17. nóvember. 11.8.2006 18:00
Sýnir brögð með ávöxtum Veigar Páll Gunnarsson er í viðtali í aukablaði norska dagblaðsins Dagbladet, sem heitir Sport Magasinet og kemur út á föstudaginn. Þar er hann í löngu viðtali og á heimasíðu blaðsins, dagbladet.no, má sjá myndskeið þar sem Veigar sýnir ýmis brögð, meðal annars heldur hann epli og mandarínu á lofti eins og um fótbolta væri að ræða - meira að segja tyggjó líka. 11.8.2006 17:00
Stefnan sett á efri hlutann Mynd er að komast á leikmannamál hjá Íslandsmeisturum ÍBV í handbolta kvenna. Margar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum á stuttum tíma. 11.8.2006 16:00
Langþráður sigur Grindvíkinga Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. 11.8.2006 15:00
Kristinn í stað Jóhannesar Kristinn Jakobsson knattspyrnudómari mun dæma leik Eistalands og Makedóníu sem fer fram á miðvikudaginn kemur en þá hefst undankeppni EM 2008. Upphaflega stóð til að Jóhannes Valgeirsson myndi dæma leikinn en hann tognaði á læri nú fyrr í sumar og varð því tilkynntur meiddur. UEFA ákvað því að boða Kristinn til verkefnisins. Aðstoðardómarar han s verða Eyjólfur Finnsson og Ingvar Guðfinsson en fjórði dómari Garðar Örn Hinriksson. 11.8.2006 14:00
Komust áfram í Evrópukeppni Íslandsmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna lögðu austurríska liðið Neulengbach, 3-0, í undankeppni Evrópumóts félagsliða í gær. Blikastúlkur hafa þar með tryggt sér farseðil í aðra umferð keppninnar sem fram fer 12. 17. september. 11.8.2006 13:00
John Terry er nýr fyrirliði John Terry, varnarmaður Chelsea, er hinn nýi fyrirliði enska landsliðsins undir stjórn Steve McClaren, en þetta var tilkynnt í gær. Hann tekur við fyrirliðabandinu af David Beckham sem lét það af hendi eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Þá var Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, gerður að varafyrirliða. 11.8.2006 13:00
Inter hefur keypt Zlatan Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic var í gær seldur frá Juventus og til Ítalíumeistara Inter. Didier Deschamps, nýr þjálfari Juventus, segir Zlatan vera síðasta leikmanninn sem félagið selji eftir Ítalíuskandalinn stóra. Inter borgar 17,7 milljónir punda fyrir þennan hávaxna sóknarmann. Ibrahimovic skoraði 23 mörk í sjötíu leikjum fyrir Juventus. 11.8.2006 12:00
Eyjamönnum pakkað saman í Víkinni ÍBV mætti til leiks gegn Víkingi með nýjan þjálfara en Heimir Hallgrímsson tók við skömmu fyrir Þjóðhátíð af Guðlaugi Baldurssyni sem sagði starfi sínu lausu. Þjálfaraskiptin breyttu engu því Eyjamenn sneru tómhentir heim eftir tap, 5-0. 11.8.2006 11:00
Erfið staða Skagamanna Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. 11.8.2006 10:00
Baráttujafntefli í Krikanum FH og Fylkir skildu jöfn, 2-2, í mikilli bleytu í Hafnarfirði. Fylkismenn börðust vel fyrir stiginu en það var Páll Einarsson sem skoraði jöfnunarmarkið. 11.8.2006 10:00
Maður er dæmdur af mörkunum "Ég get ekki neitað því að tilfinningin var ansi ljúf að sjá boltann loksins í netinu. Það er að sjálfsögðu mikill léttir að ná að skora eftir svona mikla markaþurrð. Þetta var farið að leggjast rosalega þungt á mann en vonandi liggur leiðin bara upp á við núna," sagði sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá KR en hann skoraði loksins á miðvikudagskvöldið en fyrir það mark hafði hann ekki skorað síðan 6. júní eða í rúma tvo mánuði. 11.8.2006 09:00
Brynjar dregur sig úr hóp Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, hefur neyðst til að draga sig út úr landsliðshópi Íslands sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik næstkomandi þriðjudag. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur í stað hans kallað á Hjálmar Jónsson, leikmann IFK Gautaborgar í Svíþjóð. Ísland mun leika í glænýjum búningum frá Errea í leiknum og verða Íslendingar albláir. Samkvæmt heimasíðu KSÍ gengur miðasala vel en hægt er að nálgast miða á heimasíðunni midi.is og einnig í verslunum BT og Skífunnar. 11.8.2006 08:00
Jafnt á Skipaskaga ÍA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Skaganum í kvöld. Landsliðsmaðurinn Matthías Guðmundsson skoraði fyrir Val á 29. mínútu. Bjarni Guðjónsson jafnaði fyrir Skagamenn á 55. 10.8.2006 21:31
Fylkismenn hægja á hraðferð FH-inga FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í Hafnafirði. Heiðar í Botnleðju var rétt búinn að renna niður síðasta pylsubitanum þegar fjörið hófst í Kaplakrika. Það var Tryggvi Guðmundsson sem skoraði fyrsta markið á 7. mínútu eftir sendingu frá Dennis Siim. Það var svo markvörður FH, Daði Lárusson, sem jafnaði metin fyrir Fylki með klaufalegu sjálfsmarki. Hann ætlaði að kýla boltann frá marki sínu en það gekk ekki betur en svo að boltinn hrökklaðist í markið. Tryggvi skoraði svo aftur eftir sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni, Fylkismenn sváfu á verðinum og var refsað. Páll Einarsson jafnaði leikinn með laglegu marki á 60. mínútu og þar við sat. 10.8.2006 21:15
Stórsigur Víkinga Víkingar unnu stórsigur á botnliði ÍBV 5-0. Arnar Jón Sigurgeirsson skoraði fyrsta markið rétt fyrir hálfleik og Grétar Sigfinnur Sigurðsson bætti öðru við áður en flautan gall. Viktor Bjarki Arnarsson bætti svo tveimur mörkum við snemma í seinni hálfleik til að gera út um leikinn. Grétar Sigfinnur Sigurðsson rak svo síðasta naglann í líkkistu Eyjamann á 89. mínútu. 10.8.2006 21:05
Fyrsta tap Ólafs Grindvíkingar lögðu Blika 4-2 í Landsbankadeild karla í kvöld. Þetta er fyrsti tapleikur liðsins síðan Ólafur Kristjánsson tók við á dögunum. Jóhann Þórhallsson skoraði fyrsta markið á 21. mínútu og Óli Stefán Flóventsson bætti öðru við fyrir Grindavík á 53. mínútu. Marel Jóhann Baldvinsson minkaði muninn úr vítaspyrnu á 70. en Óskar Örn Hauksson skoraði þriðja mark Grindavíkur á þeirri 75. Marel skoraði svo úr annarri vítaspyrnu á 80. mínútu. Óskar Örn Hauksson bætti fjórða markinu við á 87. mínútu. 10.8.2006 20:52
Fjórir leikir að hefjast Í kvöld kl. 19:15 hefjast fjórir leikir í Landsbankadeildinni. Íslandsmeistarar FH taka á móti Fylki, Skagamenn taka á móti Valsmönnum, Breiðablik leikur gegn Grindavík og viðureign Víkings og ÍBV er í beinni á Sýn. 10.8.2006 19:13
Yrði mikið áfall fyrir Arsenal að missa Cole „Það var ótrúlega mikill missir fyrir Arsenal þegar Patrick Vieira var seldur til Juventus. Það yrði svipað ef Ashley Cole færi,“ sagði franski sóknarmaðurinn Thierry Henry í gær en hann hefur miklar áhyggjur af því að liði missi Cole. „Að sjálfsögðu vilja allir hérna að hann verði áfram. Hann er klárlega einn besti vinstri bakvörður í heiminum og hans yrði sárt saknað.“ 10.8.2006 18:30
Tilbúinn í lok mánaðarins Meiðsli miðjumannsins Joe Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og ætti hann að verða tilbúinn aftur í slaginn undir lok mánaðarins. Cole meiddist á hægra hné í æfingaferð ensku meistaranna um Bandaríkin. Talið var í fyrstu að hann hefði skaddað liðbönd í hné það illa að hann gæti ekki leikið í sex vikur. 10.8.2006 18:00
Stefán lagði upp fyrsta mark Garðars Garðar Gunnlaugsson lék í gær sinn annan deildarleik með sænska 1. deildarliðinu Norrköping og tókst honum að skora eina mark liðsins og tryggja sínum mönnum þannig annað stigið í leik gegn Jönköpings Södra. Það var svo félagi hans og annar Skagamaður, Stefán Þórðarson, sem lagði upp markið fyrir Garðar. Norrköping er í fjórða sæti sænsku 1. deildarinnar. 10.8.2006 17:00
Með risatilboð í Adriano? Ítalskir fjölmiðlar sögðu í gær að enska liðið Manchester United ætluðu sér að gera risatilboð í brasilíska sóknarmanninn Adriano sem arftaka Ruud van Nistelrooy sem seldur var til Real Madrid fyrir ekki alls löngu. Adriano er 24 ára og spilar með Ítalíumeisturum Inter. Forráðamenn Manchester United eru væntanlegir til Milan, samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu. 10.8.2006 16:00
Kominn í raðir West Ham Varnarmaðurinn John Pantsil, landsliðsmaður Gana, varð formlega leikmaður enska liðsins West Ham í gær þegar hann fékk atvinnuleyfi hjá félaginu. Þessi 25 ára leikmaður var til reynslu hjá Hömrunum og heillaði knattspyrnustjórann Alan Pardew. Pantsil kemur frá Hapoel Tel Aviv og er honum ætlað að fylla skarðið sem Tomas Repka skildi eftir sig í hægri bakverðinum. Hann sagði á heimasíðu West Ham að það hefði lengi verið draumur sinn að spila á Englandi. 10.8.2006 15:00
Hætti óvænt með liðið Hollendingurinn Co Adriaanse sagði í gær starfi sínu lausu sem þjálfari portúgalska liðsins FC Porto eftir deilur við stjórnarmenn félagsins. Adriaanse er 59 ára og var áður þjálfari Ajax og AZ Alkmaar áður en hann tók við Porto í fyrra. Undir stjórn hans vann félagið bæði portúgalska meistaratitilinn og bikarinn en hann var aðeins hálfnaður með samning sinn. Adriaanse er fjórði þjálfarinn sem hrökklast úr starfi þjálfara Porto síðan Jose Mourinho réði sig til Chelsea fyrir tveimur árum. 10.8.2006 14:15
Fjórir mikilvægir leikir í kvöld Lokaspretturinn í Landsbankadeild karla er hafinn en í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Með þeim lýkur þrettándu umferðinni og þá verða aðeins fimm umferðir eftir. FH hefur örugga forystu í deildinni en þar fyrir neðan er pakkinn þéttur og nær öll lið deildarinnar geta fallið. 10.8.2006 14:00
Guðjón Valur fyrirliði Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, sem Alfreð Gíslason þjálfar. Var þetta tilkynnt á heimasíðu liðsins í gær. 10.8.2006 13:30
Fjórða tap Íslands í röð U16 ára landslið kvenna í körfubolta tapaði í gær með fjórtán stiga mun, 59-73, fyrir Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli B-deildar Evrópumótsins. Írska liðið hafði forystuna allan tímann. Íslensku stelpurnar hafa því tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu til þessa en í dag leika þær gegn Finnlandi sem vann Írland 63-57 á þriðjudag. 10.8.2006 13:15
Fer líklega til Reading Yngsti leikmaður Landsbankadeildarinnar, hinn sextán ára gamli Viktor Unnar Illugason hjá Breiðabliki, heldur að öllum líkindum til Englands í haust. 10.8.2006 13:00
Dirk Kuyt enn í myndinni Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, er enn að velta því fyrir sér hvort hann eigi að leggja fram tíu milljónir punda í sóknarmanninn Dirk Kuyt. Roeder fylgdist með þessum 25 ára leikmanni þegar hann lék með Feyenoord um síðustu helgi og lét hafa eftir sér við enska fjölmiðla að hann hefði verið hrifinn af frammistöðu hans. 10.8.2006 12:30
Báðir munu styrkja liðið "Það er frábært fyrir liðið að hafa fengið þessa tvo leikmenn, ég er sannfærður um að þeir munu báðir styrkja okkur töluvert," sagði Iain Dowie, knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins Charlton, eftir að tveir nýjustu leikmenn félagsins voru kynntir til leiks. Það eru miðjumaðurinn Amady Faye sem kemur frá Newcastle og varnarmaðurinn Djimi Traore sem kemur frá Liverpool. 10.8.2006 12:00
Nýju mennirnir björguðu Liverpool Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi. 10.8.2006 11:45
Jöfn skipti í Frostaskjólinu KR og Keflavík gerðu í gær 2-2 jafntefli í fyrsta leik 13. umferðar Landsbanka-deildarkarla. Keflvíkingar voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir leik. 10.8.2006 11:30
Ásthildur aftur inn í hópinn Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Tékklandi laugardaginn 19. ágúst. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland, sem stendur í þriðja sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Tékkar. Einn nýliði er í hópnum en það er Katrín Ómarsdóttir. Þá kemur fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir aftur inn í liðið en hún var í leikbanni í síðasta leik gegn Portúgal. 10.8.2006 11:00
Vill sem fyrst til Real Madrid Jose Antonio Reyes, leikmaður Arsenal, vill fá félagaskipti yfir til Real Madrid sem fyrst. Viðræður milli spænska stórliðsins og Arsenal standa nú yfir en Reyes, sem er 22 ára, vill komast heim til Spánar. „Ég og fjölskylda mín erum nokkuð hrædd um að eitthvað fari úrskeiðis. Ég vil að gengið verði frá málum sem fyrst,“ sagði Reyes. 10.8.2006 10:45
Indriði mun styrkja lið okkar mikið Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. 10.8.2006 10:00
ÍBV farið að safna liði Kvennalið ÍBV í handbolta hefur fengið liðsstyrk því Valentina Radu, 25 ára örvhent rúmensk skytta, hefur samið við félagið en hún á nokkra A-landsleiki að baki. Á síðasta ári lék hún með Rulmentul Brasov sem varð meistari í heimalandi hennar auk þess sem það vann Áskorendakeppni Evrópu. 10.8.2006 09:00
Annar leikur Blikastúlkna Kvennalið Breiðabliks leikur í dag sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða en leikið er í Austurríki. Eftir 4-0 sigur í fyrsta leik er komið að heimaliðinu Neulengbach í dag en það lið vann sinn fyrsta leik 5-1 og því má reikna með hörkuleik. 10.8.2006 08:00
Jafnt hjá KR og Keflavík KR og Keflavík skildu jöfn í fyrsta leik 13. umferðar Landsbankadeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. Guðmundur Steinarsson kom Keflvíkingum yfir á 11. mínútu en Grétar Ólafur Hjartarson jafnaði á þeirri 27. Björgólfur Takefusa kom svo KR-ingum í 2-1 á 55. mínútu og Þórarinn Kristjánsson jafnaði á 79. mínútu og þar við sat. 9.8.2006 21:22
Marc Raquil sigraði með naumindum Marc Raquil, sem er þekktur fyrir góðan endasprett, sigraði í fjögurhundruð metra hlaupi karla á á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hann var á tímanum 45,02 sekúndur og varð rétt á undan Rússanum Vladislav Frolov sem var á 45.09. 9.8.2006 19:41
Liverpool hefur leik Liverpool er rétt í þessu að hefja leik í Meistaradeild Evrópu gegn Macabi Haifa á Anfield Road í Liverpool. Tveir af þeim nýju leikmönnum sem Liverpool fékk til liðs við sig fyrir keppnistímabilið eru í byrjunarliðinu, þeir Jermaine Pennant og Craig Bellamy. Leikurinn er í beinni á Sýn og VefTV. 9.8.2006 19:14
Kim Gevaert fyrst í mark Kim Gevaert frá Belgíu vann hundarð metra spretthlaup kvenna á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð. Hún var á tímanum 11,06, Yekaterina Grigoryeva varð önnur og Irina Khabarova kom þriðja í mark, þær eru báðar frá Rússlandi og mældust á sama tíma 11,22 sekúndur. 9.8.2006 19:00
Guðjón Valur er fyrirliði Gummersbach Landsliðmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið valinn fyrirliði VfL-Gummersbach í þýska handboltanum á komandi leiktíð. Fjórir Íslendingar eru í herbúðum Gummersbach, ásamt Guðjóni þeir Róbert Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson og Þjálfarinn Alfreð Gíslason. 9.8.2006 17:08