Fleiri fréttir Ronaldo hleður inn metunum Brasilíski framherjinn Ronaldo er ekki aðeins orðinn markahæsti leikmaður í sögu HM ásamt Þjóðverjanum Gerd Muller, heldur hefur hann spilað fleiri leiki í röð á HM en nokkur annar leikmaður sem tekur þátt í keppninni nú. Ronaldo var í byrjunarliði Brassa í 17. skipti í röð í leiknum við Japan í kvöld. 23.6.2006 01:14 Orðaður við starf hjá enska landsliðinu Sky-sjónvarpsstöðin telur sig hafa heimildir fyrir því að Steve McClaren hafi leitað til Alan Shearer um að taka við stöðu aðstoðarmanns þegar hann tekur við enska landsliðinu eftir að heimsmeistarakeppninni lýkur. 23.6.2006 00:59 Þolinmæðin er lykillinn Brasilíski framherjinn Ronaldo varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu HM ásamt Þjóðverjanum Gerd Muller, þegar hann skoraði sitt 14. mark í keppninni á ferlinum. Ronaldo hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir leikinn, en sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur í kvöld þegar hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Brassa á Japan. 22.6.2006 22:03 Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. 22.6.2006 21:47 Grindvíkingar burstuðu KR Íslandsmeistarar FH bættu í forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við Víking á útivelli. Stærstu tíðindin í kvöld voru tvímannalaust 5-0 stórsigur Grindvíkinga á KR suður með sjó. 22.6.2006 21:27 Auðvelt hjá Brössum - Ronaldo í sögubækurnar Brasilíumenn náðu að yfirvinna dapra byrjun og vinna auðveldan 4-1 sigur á liði Japana í lokaleik sínum í F-riðli á HM. Japanar komust yfir með marki frá Tamada, en Ronaldo jafnaði í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Þeir Juninho og Gilberto bættu svo við tveimur mörkum þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleik og kóngurinn Ronaldo toppaði frábæra frammistöðu sína með öðru marki sínu í lokin. Hann er þar með orðinn markahæsti leikmaður í sögu HM með 14 mörk. 22.6.2006 21:04 Ástralar í 16-liða úrslit Ástralar tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum HM með því að gera 2-2 jafntefli við Króata í lokaleik þjóðanna í F-riðli. Dario Srna kom Króötum yfir með góðu marki beint úr aukaspyrnu, en Craig Moore jafnaði fyrir Ástrala úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. Nico Kovac kom Króötum aftur yfir í síðari hálfleik, en Harry Kewell jafnaði metin skömmu fyrir leikslok og tryggði Áströlum sæti í 16-liða úrslitum. 22.6.2006 20:56 Heiðar Davíð í 18. sæti í Danmörku Heiðar Davíð Bragason úr Kili varð í 18.-20. sæti á opna golfmótinu í Herning í Danmörku sem lauk í dag. Heiðar lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. 22.6.2006 20:37 Verður Nistelrooy á bekknum gegn Portúgal? Marco Van Basten, landsliðsþjálfari Hollendinga, hefur látið í veðri vaka að framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United sé búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Portúgal í 16-liða úrslitum HM. 22.6.2006 20:23 Átta mörk í fyrri hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla. Staðan í leik Blika og Fylkis í Kópavogi er jöfn 2-2, Grindvíkingar hafa yfir 2-0 gegn KR, ÍBV er yfir 2-0 gegn Skagamönnum í Eyjum og markalaust er hjá Víkingi og FH. 22.6.2006 20:12 Jafnt í hálfleik hjá Japönum og Brössum Nú er kominn hálfleikur í lokaleikjunum tveimur í F-riðlinum á HM. Japanir ætla að selja sig dýrt og komust yfir gegn Brasilíumönnum á 34. mínútu með marki frá Keiji Tamada, en Ronaldo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í leik Króata og Ástrala er sömuleiðis jöfn 1-1. Dario Srna kom Króötum yfir strax á 2. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en varnarmaðurinn Craig Moore jafnaði fyrir Ástrala úr víti í uppbótartíma. 22.6.2006 19:49 Skelfileg byrjun hjá Ólöfu Maríu Ólöf María Jónsdóttir náði sér engan veginn á strik á fyrsta keppnisdeginum á Estorial-mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Ólöf á litla möguleika á að komast í gegn um niðurskurð á mótinu á morgun eftir að hafa lokið keppni á 13 höggum yfir pari í dag. 22.6.2006 19:44 Vildi taka við enska landsliðinu Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins, hefur gefið það út að hann hafi haft mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en það hafi í raun verið smáatriði sem gerðu honum ókleift að þiggja starfið. 22.6.2006 19:22 Áttunda umferðin að hefjast Áttundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur nú í kvöld með fjórum leikjum sem hefjast allir klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi. Breiðablik tekur á móti Fylki, Grindavík fær KR í heimsókn, Skagamenn fara til Eyja og þá taka Víkingar á móti Íslandsmeisturum FH í Fossvoginum. 22.6.2006 19:05 Gana heldur uppi heiðri Afríkuþjóða Ganamenn tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM og því hefur ein Afríkuþjóð komist upp úr riðlakeppni HM allar götur síðan árið 1986 þegar keppnin var haldin í Mexíkó. Kamerún (1990) og Senegal (2002) hafa náð lengst Afríkuþjóða í keppninni tili þessa, en liðin komust í 8-liða úrslit á sínum tíma. 22.6.2006 18:52 Birgir Leifur byrjar vel í Sviss Birgir Leifur Hafþórsson byrjar ágætlega á Credid Suisse-mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Birgir lauk fyrsta hringnum á 72 höggum eða einu höggi undir pari. Efsti maður er á níu höggum undir pari. 22.6.2006 18:46 Nokkrar breytingar á liði Brassa Carlos Alberto Parreira, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir því japanska í lokaleik F-riðilsins nú klukkan 19 og er í beinni á Sýn. Á sama tíma verður leikur Króata og Ástrala á Sýn Extra. 22.6.2006 18:35 Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. 22.6.2006 17:49 Mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn Bruce Arena var mjög ósáttur við vítaspyrnuna umdeildu sem Ganamenn fengu í lok fyrri hálfleiks í dag og sagði hana hafa reynst sínum mönnum dýr. Bandaríkjamenn enduðu í neðsta sæti riðils síns með aðeins eitt stig og eru á heimleið. 22.6.2006 17:33 Vieira er áhyggjufullur Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af að franska landsliðið gæti þurft að fara heim eftir riðlakeppnina á HM eins og í Japan og Suður-Kóreu fyrir fjórum árum. Hann segist þó vera bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Tógó á morgun, þar sem franska liðinu dugir ekkert minna en sigur til að komast áfram. 22.6.2006 17:20 Við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir Karel Bruckner var að vonum vonsvikinn eftir 2-0 tapið gegn Ítölum í dag, en það þýddi að sterkt lið Tékka er á heimleið úr keppninni eftir að hafa byrjað hana með látum. Bruckner sagði liðið sjálft hafa gert sér erfitt fyrir með því að spila manni færri í töpunum tveimur. 22.6.2006 17:10 Lippi í skýjunum Marcello Lippi,landsliðsþjálfari Ítala, hrósaði liði sínu í hástert eftir sigurinn á Tékkum í dag og kallaði baráttuandann í sínum mönnum einn þann mesta sem hann hefði orðið vitni að á ferli sínum sem þjálfari. 22.6.2006 17:01 Með næst bestan árangur markvarða með yfir 100 leiki Edwin van der Sar jafnaði í gær hollenska landsleikjametið þegar hann spilaði sinn 112. landsleik. Þar að auki hélt hann hreinu í 59. skiptið á ferlinum og það er næst besti árangur markvarðar með landsliði í sögunni, ef miðað er við markverði sem spilað hafa yfir 100 landsleiki. 22.6.2006 16:41 Fílabeinsströndin í sögubækurnar Lið Fílabeinsstrandarinnar komst í sögubækurnar í gær þegar það varð aðeins áttunda liðið í sögu HM til að vinna leik eftir að lenda tveimur mörkum undir. Afríkuliðið lenti undir 2-0 gegn Serbum en hafði sigur 3-2. Vestur-Þjóðverjar urðu síðasta liðið til að vinna þetta afrek árið 1970. 22.6.2006 16:34 Gana í 16-liða úrslit Gana tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM með góðum 2-1 sigri á Bandaríkjamönnum í E-riðli. Sigurinn þýðir að Gana tekur annað sætið í riðlinum og mætir því væntanlega Brasilíu í 16-liða úrslitum keppninnar. 22.6.2006 16:02 Ítalir áfram - Tékkar á heimleið Ítalir lögðu Tékka 2-0 í leik liðanna í E-riðlinum á HM í dag og sendu Tékkana með því út úr keppninni. Marco Materazzi kom ítalska liðinu á bragðið með marki um miðjan fyrri hálfleikinn og Jan Polak var vikið af leikvelli undir lok háfleiksins. Tékkar gátu lítið strítt ítölunum einum færri í síðari háfleik og Filippo Inzaghi tryggði svo 2-0 sigur ítalska liðsins með marki undir lokin. 22.6.2006 15:51 Nesterovic til Toronto Slóvenski miðherjinn Rasho Nesterovic er genginn í raðir Toronto Raptors frá San Antonio Spurs í NBA deildinni. San Antonio fær í staðinn framherjana Matt Bonner og Eric Williams, auk valréttar í annari umferð nýliðavalsins á næsta ári. Nesterovic var á sínum tíma ætlað að fylla skarð David Robinson hjá Spurs, en hefur smátt og smátt fallið úr náðinni hjá þjálfara sínum og kom hann lítið sem ekkert við sögu í úrslitakeppninni í vor. 22.6.2006 15:33 New York rak Larry Brown og réð Isiah Thomas New York Knicks í NBA-deildinni er búið að reka þjálfara sinna Larry Brown og við stöðu hans mun taka framkvæmdastjórinn Isiah Thomas. Larry Brown var aðeins búinn með eitt ár af fimm ára samningi sínum. Undir stjórn Brown vann New York aðeins 23 af 82 leikjum sínum í fyrra (Aðeins Portland vann færri leiki) og draumastarfið hans varð að martröð. 22.6.2006 15:26 Ítalía yfir gegn tíu Tékkum Ítalir hafa yfir 1-0 gegn Tékkum í leik liðanna í E-riðlinum á HM þegar flautað hefur verið til leikhlés. Það var varamaðurinn Marco Materazzi sem skoraði markið með glæsilegum skalla eftir fast leikatriði á 26. mínútu leiksins. Þetta var fyrsta mark hans fyrir ítalska landsliðið, en Materazzi kom inn fyrir Alessandro Nesta sem er meiddur í nára. Tékkarnir eru einum færri eftir að Jan Polak fékk sitt annað gula spjald fyrir gjörsamlega glórulausa tæklingu. 22.6.2006 14:51 Bellamy búinn að skrifa undir hjá Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur gengið frá fjögurra ára samningi við framherjann skapmikla Craig Bellamy hjá Blackburn. Bellamy var með klausu í samningi sínum sem gerði honum kleift að fara frá félaginu ef ákveðið hátt tilboð bærist í hann og er nú genginn til liðs við félagið sem hann hélt með þegar hann var ungur. 22.6.2006 14:47 Cisse er enn á óskalista Marseille Djibril Cisse leikmaður Liverpool og franska landsliðsins er enn á óskalista Pape Diouf forseta Marseille og er leikmaðurinn enn vongóður og ákveðinn í að ganga til liðs við franska félagið. 22.6.2006 14:35 Ronaldo ætlar að sýna sitt rétta andlit gegn Japan Ronaldo sem hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Króötum og Áströlum ætlar að sína sitt rétta andlit gegn Japan í kvöld og stefnir á að kafsigla þá. 22.6.2006 14:26 Króatar þurfa sigur gegn Áströlum Ástralía mætir Króötum í kvöld í leik sem ætti að skera úr um hvort liðið fylgir Brasilíumönnum upp úr F-riðli í 16 liða úrslitin. Japanar eiga líka fræðilegan möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en til að svo verði þurfa þeir að sigra Brassana stórt. 22.6.2006 14:15 Ætlar að sparka hressilega í Rooney Ulises De La Cruz, varnarmaður Ekvador og Aston Villa, ætlar að láta reyna á það hvort fótbrotið hans Wayne Rooney sé gróið þegar liðin mætast í 16-liða úrslitunum á HM á sunnudaginn. 22.6.2006 14:13 Ver val sitt á enska hópnum Sven-Göran Eriksson segist ekki sjá eftir neinu þegar kemur að vali sínu á enska landsliðshópnum, en hann hefur sem kunnugt er úr litlu að moða þegar kemur að framherjum eftir að Michael Owen meiddist í leiknum gegn Svíum á dögunum. 22.6.2006 14:01 Tékkar verða að vinna Ítali Spennandi lokaumferð er framundan í E-riðli og mæta Tékkar þar Ítölum um leið og Gana mætir Bandaríkjamönnum. Tékkar þurfa helst sigur gegn Ítölum til að tryggja sig áfram í 16 lið úrslitin þó gæti þeim nægt jafntefli ef Gana gerir jafntefli við Bandaríkin. Ítölum nægir hins vegar eitt stig úr viðureigninni við Tékka til að tryggja sig í 16 liða úrslitin. 22.6.2006 13:52 Chelsea hefur titilvörnina á heimavelli Nú er búið að staðfesta leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstu leiktíð. Englandsmeistarar Chelsea hefja leik á heimavelli að þessu sinni og taka á móti lærisveinum Stuart Pearce í Manchester City. 22.6.2006 13:51 Gana og USA ætla sér bæði í 16 lið úrslit Gana og Bandaríkin sem mætast í dag í öðrum af tveimur lokaleikjum hins spennuþrungna E-riðils eiga bæði möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit ef allt gengur eftir. 22.6.2006 13:30 Owen er í rusli Micheal Owen er ótrúlega svekktur yfir því að hafa slasast í leiknum á móti Svíum. Honum finnst að hann hafi brugðist áhangendum Newcastle United. 22.6.2006 11:41 HM leikir dagsins Í dag klárast E og F riðill á HM í Þýskalandi. Klukkan 14:00 mætast Tékkar og Ítalir og Bandaríkin og Gana. Þessi lið leika í E-riðli þar sem ríkir mikil spenna, því öll liðin eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit. Klukkan 19:00 verða leikir Brasilíu og Japan og Ástralíu og Króatíu. 22.6.2006 10:01 Michel hættur með Fílabeinsströndina Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar er hættur með liðið og staðfesti hann það við fjölmiðla eftir síðasta leik þeirra á HM gegn Serbíu. Við vorum áður búnir að segja frá því að hann mundi hætta og nú hefur það fengist staðfest. Þessi 58 ára gamli frakki er á leiðinni til Katar þar sem hann mun taka við ónafngreindu liði. 22.6.2006 09:53 Perrotta orðinn leikfær Simone Perrotta, leikmaður Ítalska landsliðsins er orðinn leikfær en hann meiddist á læri í 1-1 jafnteflinu við Bandaríkjamenn. Marcello Lippi, þjálfari var búinn að afskrifa leikmanninn fyrir leikinn gegn Tékkum en Perrotta hefur æft með liðinu á þriðjudag og miðvikudag og farið í gengum æfingarnar án nokkurra vandræða. 22.6.2006 09:45 Silvestre byrjar inn á gegn Tógó Mikael Silvestre, leikmaður franska landsliðsins og Manchester United segir að hann muni byrja inná gegn Tógo á föstudaginn. Leikmaðurinn hefur setið á bekknum þá tvo leiki sem frakkar hafa spilað til þessa. 22.6.2006 09:42 Þýska þjóðin sameinuð með sínu liði Þýska þjóðin er sameinuð og stendur bakvið sitt lið á HM. Fram kemur í Þýskum fjölmiðlum að viðsnúningur hafi orðið en fyrir mót var almenningur á því að Þýska liðið væri ekki gott og mundi ekki gera stóra hluti á HM. 22.6.2006 09:31 Lehmann ánægður að sleppa við England Jens Lehmann, markvörður Þjóðverja er ánægður með að þurfa ekki að mæta Englendingum í 16-liða úrslitum HM. Þjóðverjar mæta Svíum. 22.6.2006 09:27 Sjá næstu 50 fréttir
Ronaldo hleður inn metunum Brasilíski framherjinn Ronaldo er ekki aðeins orðinn markahæsti leikmaður í sögu HM ásamt Þjóðverjanum Gerd Muller, heldur hefur hann spilað fleiri leiki í röð á HM en nokkur annar leikmaður sem tekur þátt í keppninni nú. Ronaldo var í byrjunarliði Brassa í 17. skipti í röð í leiknum við Japan í kvöld. 23.6.2006 01:14
Orðaður við starf hjá enska landsliðinu Sky-sjónvarpsstöðin telur sig hafa heimildir fyrir því að Steve McClaren hafi leitað til Alan Shearer um að taka við stöðu aðstoðarmanns þegar hann tekur við enska landsliðinu eftir að heimsmeistarakeppninni lýkur. 23.6.2006 00:59
Þolinmæðin er lykillinn Brasilíski framherjinn Ronaldo varð í kvöld markahæsti leikmaður í sögu HM ásamt Þjóðverjanum Gerd Muller, þegar hann skoraði sitt 14. mark í keppninni á ferlinum. Ronaldo hafði verið gagnrýndur harðlega fyrir leikinn, en sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur í kvöld þegar hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Brassa á Japan. 22.6.2006 22:03
Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. 22.6.2006 21:47
Grindvíkingar burstuðu KR Íslandsmeistarar FH bættu í forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við Víking á útivelli. Stærstu tíðindin í kvöld voru tvímannalaust 5-0 stórsigur Grindvíkinga á KR suður með sjó. 22.6.2006 21:27
Auðvelt hjá Brössum - Ronaldo í sögubækurnar Brasilíumenn náðu að yfirvinna dapra byrjun og vinna auðveldan 4-1 sigur á liði Japana í lokaleik sínum í F-riðli á HM. Japanar komust yfir með marki frá Tamada, en Ronaldo jafnaði í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Þeir Juninho og Gilberto bættu svo við tveimur mörkum þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleik og kóngurinn Ronaldo toppaði frábæra frammistöðu sína með öðru marki sínu í lokin. Hann er þar með orðinn markahæsti leikmaður í sögu HM með 14 mörk. 22.6.2006 21:04
Ástralar í 16-liða úrslit Ástralar tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum HM með því að gera 2-2 jafntefli við Króata í lokaleik þjóðanna í F-riðli. Dario Srna kom Króötum yfir með góðu marki beint úr aukaspyrnu, en Craig Moore jafnaði fyrir Ástrala úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. Nico Kovac kom Króötum aftur yfir í síðari hálfleik, en Harry Kewell jafnaði metin skömmu fyrir leikslok og tryggði Áströlum sæti í 16-liða úrslitum. 22.6.2006 20:56
Heiðar Davíð í 18. sæti í Danmörku Heiðar Davíð Bragason úr Kili varð í 18.-20. sæti á opna golfmótinu í Herning í Danmörku sem lauk í dag. Heiðar lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari. 22.6.2006 20:37
Verður Nistelrooy á bekknum gegn Portúgal? Marco Van Basten, landsliðsþjálfari Hollendinga, hefur látið í veðri vaka að framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United sé búinn að missa sæti sitt í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Portúgal í 16-liða úrslitum HM. 22.6.2006 20:23
Átta mörk í fyrri hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Landsbankadeild karla. Staðan í leik Blika og Fylkis í Kópavogi er jöfn 2-2, Grindvíkingar hafa yfir 2-0 gegn KR, ÍBV er yfir 2-0 gegn Skagamönnum í Eyjum og markalaust er hjá Víkingi og FH. 22.6.2006 20:12
Jafnt í hálfleik hjá Japönum og Brössum Nú er kominn hálfleikur í lokaleikjunum tveimur í F-riðlinum á HM. Japanir ætla að selja sig dýrt og komust yfir gegn Brasilíumönnum á 34. mínútu með marki frá Keiji Tamada, en Ronaldo jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan í leik Króata og Ástrala er sömuleiðis jöfn 1-1. Dario Srna kom Króötum yfir strax á 2. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en varnarmaðurinn Craig Moore jafnaði fyrir Ástrala úr víti í uppbótartíma. 22.6.2006 19:49
Skelfileg byrjun hjá Ólöfu Maríu Ólöf María Jónsdóttir náði sér engan veginn á strik á fyrsta keppnisdeginum á Estorial-mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Ólöf á litla möguleika á að komast í gegn um niðurskurð á mótinu á morgun eftir að hafa lokið keppni á 13 höggum yfir pari í dag. 22.6.2006 19:44
Vildi taka við enska landsliðinu Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins, hefur gefið það út að hann hafi haft mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en það hafi í raun verið smáatriði sem gerðu honum ókleift að þiggja starfið. 22.6.2006 19:22
Áttunda umferðin að hefjast Áttundu umferð Landsbankadeildar karla lýkur nú í kvöld með fjórum leikjum sem hefjast allir klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi. Breiðablik tekur á móti Fylki, Grindavík fær KR í heimsókn, Skagamenn fara til Eyja og þá taka Víkingar á móti Íslandsmeisturum FH í Fossvoginum. 22.6.2006 19:05
Gana heldur uppi heiðri Afríkuþjóða Ganamenn tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM og því hefur ein Afríkuþjóð komist upp úr riðlakeppni HM allar götur síðan árið 1986 þegar keppnin var haldin í Mexíkó. Kamerún (1990) og Senegal (2002) hafa náð lengst Afríkuþjóða í keppninni tili þessa, en liðin komust í 8-liða úrslit á sínum tíma. 22.6.2006 18:52
Birgir Leifur byrjar vel í Sviss Birgir Leifur Hafþórsson byrjar ágætlega á Credid Suisse-mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Birgir lauk fyrsta hringnum á 72 höggum eða einu höggi undir pari. Efsti maður er á níu höggum undir pari. 22.6.2006 18:46
Nokkrar breytingar á liði Brassa Carlos Alberto Parreira, þjálfari brasilíska landsliðsins, hefur gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir því japanska í lokaleik F-riðilsins nú klukkan 19 og er í beinni á Sýn. Á sama tíma verður leikur Króata og Ástrala á Sýn Extra. 22.6.2006 18:35
Fjögur stórlið fyrir rétt Í stuttri fréttatilkynningu frá Ítalíu í dag kemur fram að risafélögin Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio hafi öll verið boðuð til að mæta fyrir rétt vegna þáttar síns í stóra knattspyrnuhneykslinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum. 22.6.2006 17:49
Mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn Bruce Arena var mjög ósáttur við vítaspyrnuna umdeildu sem Ganamenn fengu í lok fyrri hálfleiks í dag og sagði hana hafa reynst sínum mönnum dýr. Bandaríkjamenn enduðu í neðsta sæti riðils síns með aðeins eitt stig og eru á heimleið. 22.6.2006 17:33
Vieira er áhyggjufullur Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af að franska landsliðið gæti þurft að fara heim eftir riðlakeppnina á HM eins og í Japan og Suður-Kóreu fyrir fjórum árum. Hann segist þó vera bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Tógó á morgun, þar sem franska liðinu dugir ekkert minna en sigur til að komast áfram. 22.6.2006 17:20
Við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir Karel Bruckner var að vonum vonsvikinn eftir 2-0 tapið gegn Ítölum í dag, en það þýddi að sterkt lið Tékka er á heimleið úr keppninni eftir að hafa byrjað hana með látum. Bruckner sagði liðið sjálft hafa gert sér erfitt fyrir með því að spila manni færri í töpunum tveimur. 22.6.2006 17:10
Lippi í skýjunum Marcello Lippi,landsliðsþjálfari Ítala, hrósaði liði sínu í hástert eftir sigurinn á Tékkum í dag og kallaði baráttuandann í sínum mönnum einn þann mesta sem hann hefði orðið vitni að á ferli sínum sem þjálfari. 22.6.2006 17:01
Með næst bestan árangur markvarða með yfir 100 leiki Edwin van der Sar jafnaði í gær hollenska landsleikjametið þegar hann spilaði sinn 112. landsleik. Þar að auki hélt hann hreinu í 59. skiptið á ferlinum og það er næst besti árangur markvarðar með landsliði í sögunni, ef miðað er við markverði sem spilað hafa yfir 100 landsleiki. 22.6.2006 16:41
Fílabeinsströndin í sögubækurnar Lið Fílabeinsstrandarinnar komst í sögubækurnar í gær þegar það varð aðeins áttunda liðið í sögu HM til að vinna leik eftir að lenda tveimur mörkum undir. Afríkuliðið lenti undir 2-0 gegn Serbum en hafði sigur 3-2. Vestur-Þjóðverjar urðu síðasta liðið til að vinna þetta afrek árið 1970. 22.6.2006 16:34
Gana í 16-liða úrslit Gana tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM með góðum 2-1 sigri á Bandaríkjamönnum í E-riðli. Sigurinn þýðir að Gana tekur annað sætið í riðlinum og mætir því væntanlega Brasilíu í 16-liða úrslitum keppninnar. 22.6.2006 16:02
Ítalir áfram - Tékkar á heimleið Ítalir lögðu Tékka 2-0 í leik liðanna í E-riðlinum á HM í dag og sendu Tékkana með því út úr keppninni. Marco Materazzi kom ítalska liðinu á bragðið með marki um miðjan fyrri hálfleikinn og Jan Polak var vikið af leikvelli undir lok háfleiksins. Tékkar gátu lítið strítt ítölunum einum færri í síðari háfleik og Filippo Inzaghi tryggði svo 2-0 sigur ítalska liðsins með marki undir lokin. 22.6.2006 15:51
Nesterovic til Toronto Slóvenski miðherjinn Rasho Nesterovic er genginn í raðir Toronto Raptors frá San Antonio Spurs í NBA deildinni. San Antonio fær í staðinn framherjana Matt Bonner og Eric Williams, auk valréttar í annari umferð nýliðavalsins á næsta ári. Nesterovic var á sínum tíma ætlað að fylla skarð David Robinson hjá Spurs, en hefur smátt og smátt fallið úr náðinni hjá þjálfara sínum og kom hann lítið sem ekkert við sögu í úrslitakeppninni í vor. 22.6.2006 15:33
New York rak Larry Brown og réð Isiah Thomas New York Knicks í NBA-deildinni er búið að reka þjálfara sinna Larry Brown og við stöðu hans mun taka framkvæmdastjórinn Isiah Thomas. Larry Brown var aðeins búinn með eitt ár af fimm ára samningi sínum. Undir stjórn Brown vann New York aðeins 23 af 82 leikjum sínum í fyrra (Aðeins Portland vann færri leiki) og draumastarfið hans varð að martröð. 22.6.2006 15:26
Ítalía yfir gegn tíu Tékkum Ítalir hafa yfir 1-0 gegn Tékkum í leik liðanna í E-riðlinum á HM þegar flautað hefur verið til leikhlés. Það var varamaðurinn Marco Materazzi sem skoraði markið með glæsilegum skalla eftir fast leikatriði á 26. mínútu leiksins. Þetta var fyrsta mark hans fyrir ítalska landsliðið, en Materazzi kom inn fyrir Alessandro Nesta sem er meiddur í nára. Tékkarnir eru einum færri eftir að Jan Polak fékk sitt annað gula spjald fyrir gjörsamlega glórulausa tæklingu. 22.6.2006 14:51
Bellamy búinn að skrifa undir hjá Liverpool Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur gengið frá fjögurra ára samningi við framherjann skapmikla Craig Bellamy hjá Blackburn. Bellamy var með klausu í samningi sínum sem gerði honum kleift að fara frá félaginu ef ákveðið hátt tilboð bærist í hann og er nú genginn til liðs við félagið sem hann hélt með þegar hann var ungur. 22.6.2006 14:47
Cisse er enn á óskalista Marseille Djibril Cisse leikmaður Liverpool og franska landsliðsins er enn á óskalista Pape Diouf forseta Marseille og er leikmaðurinn enn vongóður og ákveðinn í að ganga til liðs við franska félagið. 22.6.2006 14:35
Ronaldo ætlar að sýna sitt rétta andlit gegn Japan Ronaldo sem hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leikjunum gegn Króötum og Áströlum ætlar að sína sitt rétta andlit gegn Japan í kvöld og stefnir á að kafsigla þá. 22.6.2006 14:26
Króatar þurfa sigur gegn Áströlum Ástralía mætir Króötum í kvöld í leik sem ætti að skera úr um hvort liðið fylgir Brasilíumönnum upp úr F-riðli í 16 liða úrslitin. Japanar eiga líka fræðilegan möguleika á að komast í 16 liða úrslitin en til að svo verði þurfa þeir að sigra Brassana stórt. 22.6.2006 14:15
Ætlar að sparka hressilega í Rooney Ulises De La Cruz, varnarmaður Ekvador og Aston Villa, ætlar að láta reyna á það hvort fótbrotið hans Wayne Rooney sé gróið þegar liðin mætast í 16-liða úrslitunum á HM á sunnudaginn. 22.6.2006 14:13
Ver val sitt á enska hópnum Sven-Göran Eriksson segist ekki sjá eftir neinu þegar kemur að vali sínu á enska landsliðshópnum, en hann hefur sem kunnugt er úr litlu að moða þegar kemur að framherjum eftir að Michael Owen meiddist í leiknum gegn Svíum á dögunum. 22.6.2006 14:01
Tékkar verða að vinna Ítali Spennandi lokaumferð er framundan í E-riðli og mæta Tékkar þar Ítölum um leið og Gana mætir Bandaríkjamönnum. Tékkar þurfa helst sigur gegn Ítölum til að tryggja sig áfram í 16 lið úrslitin þó gæti þeim nægt jafntefli ef Gana gerir jafntefli við Bandaríkin. Ítölum nægir hins vegar eitt stig úr viðureigninni við Tékka til að tryggja sig í 16 liða úrslitin. 22.6.2006 13:52
Chelsea hefur titilvörnina á heimavelli Nú er búið að staðfesta leikjaniðurröðun í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstu leiktíð. Englandsmeistarar Chelsea hefja leik á heimavelli að þessu sinni og taka á móti lærisveinum Stuart Pearce í Manchester City. 22.6.2006 13:51
Gana og USA ætla sér bæði í 16 lið úrslit Gana og Bandaríkin sem mætast í dag í öðrum af tveimur lokaleikjum hins spennuþrungna E-riðils eiga bæði möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit ef allt gengur eftir. 22.6.2006 13:30
Owen er í rusli Micheal Owen er ótrúlega svekktur yfir því að hafa slasast í leiknum á móti Svíum. Honum finnst að hann hafi brugðist áhangendum Newcastle United. 22.6.2006 11:41
HM leikir dagsins Í dag klárast E og F riðill á HM í Þýskalandi. Klukkan 14:00 mætast Tékkar og Ítalir og Bandaríkin og Gana. Þessi lið leika í E-riðli þar sem ríkir mikil spenna, því öll liðin eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit. Klukkan 19:00 verða leikir Brasilíu og Japan og Ástralíu og Króatíu. 22.6.2006 10:01
Michel hættur með Fílabeinsströndina Henri Michel, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar er hættur með liðið og staðfesti hann það við fjölmiðla eftir síðasta leik þeirra á HM gegn Serbíu. Við vorum áður búnir að segja frá því að hann mundi hætta og nú hefur það fengist staðfest. Þessi 58 ára gamli frakki er á leiðinni til Katar þar sem hann mun taka við ónafngreindu liði. 22.6.2006 09:53
Perrotta orðinn leikfær Simone Perrotta, leikmaður Ítalska landsliðsins er orðinn leikfær en hann meiddist á læri í 1-1 jafnteflinu við Bandaríkjamenn. Marcello Lippi, þjálfari var búinn að afskrifa leikmanninn fyrir leikinn gegn Tékkum en Perrotta hefur æft með liðinu á þriðjudag og miðvikudag og farið í gengum æfingarnar án nokkurra vandræða. 22.6.2006 09:45
Silvestre byrjar inn á gegn Tógó Mikael Silvestre, leikmaður franska landsliðsins og Manchester United segir að hann muni byrja inná gegn Tógo á föstudaginn. Leikmaðurinn hefur setið á bekknum þá tvo leiki sem frakkar hafa spilað til þessa. 22.6.2006 09:42
Þýska þjóðin sameinuð með sínu liði Þýska þjóðin er sameinuð og stendur bakvið sitt lið á HM. Fram kemur í Þýskum fjölmiðlum að viðsnúningur hafi orðið en fyrir mót var almenningur á því að Þýska liðið væri ekki gott og mundi ekki gera stóra hluti á HM. 22.6.2006 09:31
Lehmann ánægður að sleppa við England Jens Lehmann, markvörður Þjóðverja er ánægður með að þurfa ekki að mæta Englendingum í 16-liða úrslitum HM. Þjóðverjar mæta Svíum. 22.6.2006 09:27