Fleiri fréttir Ólöf úr leik á BMW-mótinu Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu. 15.6.2006 20:34 Pétur skoraði eftir 30 sekúndur í Kaplakrika Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Staðan í leik FH og ÍBV í Kaplakrika er 1-1. Pétur Runólfsson kom gestunum yfir eftir aðeins 30 sekúndur, en Atli Viðar Björnsson jafnaði á 31. mínútu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Val í Grindavík þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark heimamanna. Þá er markalaust hjá KR og Víkingi í vesturbænum, eins og hjá ÍA og Blikum á Skaganum. 15.6.2006 20:28 Við hefðum átt að vinna stærra Sven-Göran Eriksson, landliðsþjálfari Englendinga, var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Trinidad í kvöld, en sagðist hafa viljað fá fleiri mörk. Sigur enska liðsins þýðir að það hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 15.6.2006 20:01 Markalaust í hálfleik í Berlín Staðan í leik Svía og Paragvæa í B-riðli HM er markalaus í hálfleik. Leikurinn hefur verið sæmilega fjörugur þrátt fyrir markaleysið, en bæði lið tjalda öllu til að ná í sigur til að eiga möguleika á að fylgja Englendingum í 16-liða úrslitin. Zlatan Ibrahimovic fór meiddur af leikvelli í hálfleik eftir að hafa alls ekki náð sér á strik og Marcus Allback er kominn inn í stað hans. 15.6.2006 19:45 Kekic hættur hjá Grindavík Hinn fjölhæfi leikmaður Sinisa Kekic, sem leikið hefur með Grindvíkingum í Landsbankadeildinni undanfarin ár, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Kekic lenti í deilum við þjálfarann Sigurð Jónsson á dögunum, en Sigurður staðfesti þessi tíðindi á fréttavef Víkurfrétta síðdegis í dag. 15.6.2006 19:37 Rosalega sárt að tapa fyrir Englendingum Leo Beenhakker sagði tapið fyrir Englendingum í dag hafa verið gríðarlega sárt, en um tíma leit út fyrir að spútniklið hans næði að stela stigi af enska liðinu og setja þar með allt upp í loft í B-riðlinum. 15.6.2006 19:01 Við höfum alls ekki sagt okkar síðasta David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að liðið eigi mikið inni og lofar að það muni spila betur eftir því sem líður á heimsmeistaramótið. Englendingar lögðu Trinidad og Tobago 2-0 í dag, en enska liðið var fjarri því að vera sannfærandi. 15.6.2006 18:50 Kallström og Isaksson í byrjunarliði Svía Leikur Svía og Paragvæa í B-riðli hefst klukkan 19 og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Kim Kallström kemur inn í sænska liðið í stað Anders Svensson og þá er Andreas Isaksson á ný í markinu eftir meiðsli. Miðjumaðurinn Jorge Nunez er kominn í byrjunarlið Paragvæ í stað Delio Toledo. 15.6.2006 18:37 Englendingar mörðu sigur Englendingar höfðu sigur 2-0 gegn Trinidad og Tobago í B-riðli HM í dag og eru komnir áfram í keppninni þrátt fyrir að hafa ekki sýnt nein glæsitilþrif. Peter Crouch náði loks að brjóta ísinn fyrir enska liðið á 83. mínútu þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir fyrirgjöf David Beckham og Steven Gerrard innsiglaði sigur enska liðsins með laglegu skoti í uppbótartíma. 15.6.2006 17:52 Wayne Rooney mættur til leiks Staðan í leik Englands og Trínídad er enn markalaus og því hefur Sven-Göran Eriksson ákveðið að tefla djarft og er búinn að skipta þeim Wayne Rooney og Aaron Lennon inn á völlinn fyrir þá Michael Owen og Jamie Carragher á 57. mínútu. 15.6.2006 17:17 Englendingar í bullandi vandræðum Staðan í leik Trínidad og Englands er markalaus í hálfleik. Enska liðið hefur alls ekki verið sannfærandi og John Terry bjargaði enska liðinu frá því að lenda undir með því að verja skot Trínidada á marklínunni með glæsilegum tilþrifum skömmu fyrir hlé. Enska liðið hefur átt sín færi sömuleiðis, en þau hafa runnið út í sandinn og ljóst að Eriksson verður að blanda sterkt te handa sínum mönnum í hálfleik. 15.6.2006 16:58 Lahm er ekki til sölu Bayern Munchen hefur ekki í hyggju að selja þýska landsliðsbakvörðinn Philipp Lahm þrátt fyrir mikinn áhuga Chelsea á að kaupa leikmanninn. 15.6.2006 16:33 Mér líður vel í landi Adidas Ofurstjarnan David Beckham hefur aldrei verið í vandræðum með að koma fyrir sig orði og í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gær, sagði hann að sér liði mjög vel í Þýskalandi af því Þýskaland væri "land Adidas." 15.6.2006 16:33 Lætur blaðamenn heyra það Thierry Henry, fyrirliði Arsenal og framherji franska landsliðsins, lét blaðamenn heyra það í dag fyrir að gagnrýna félaga sinn Franck Ribery fyrir frammistöðu sína í jafnteflinu gegn Sviss. Henry á von á mjög erfiðum næsta leik gegn Suður-Kóreu. 15.6.2006 16:20 Carragher byrjar í stað Neville Leikur Englands og Trinidad í B-riðli er næstur á dagskrá á HM og hefst klukkan 16. Hinn fjölhæfi varnarmaður Liverpool, Jamie Carragher, kemur inn í stöðu hægri bakvarðar í stað Gary Neville sem er meiddur. Þá er jafnvel búist við að Wayne Rooney fái að spreyta sig í leiknum. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan. 15.6.2006 15:09 Ekvador í 16-liða úrslitin Ekvador vann í dag auðveldan sigur á Kosta Ríka 3-0 í dag og er því búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar. Carlos Tenorio kom Ekvador yfir á 8. mínútu leiksins, Agustin Delgado bætti við öðru marki á þeirri 54. og Ivan Kaviedes innsiglaði öruggan sigurinn í uppbótartíma. Ekvador hefur því unnið báða leiki sína til þessa með nokkuð sannfærandi hætti og er liðið til alls líklegt í keppninni. 15.6.2006 14:50 Fisichella áfram hjá Renault Ökuþórinn Giancarlo Fisichella hefur framlengt samning sinn við lið Renault í Formúlu 1út næsta keppnisár, en gamli samningurinn hefði runnið út að loknu yfirstandandi tímabili. Nokkur óvissa hafði ríkt um framtíð ítalans hjá liðinu og höfðu þeirKimi Raikkönen, Juan Pablo Montoya og Mark Webber allir verið orðaðir við Renault. Heimsmeistarinn Fernando Alonso fer sem kunnugt er frá liðinu til McLaren á næsta tímabili. 15.6.2006 14:28 Ekvador yfir í hálfleik Ekvador hefur yfir 1-0 í hálfleik í viðureign sinni við Kosta Ríka í A-riðlinum á HM. Carlos Tenorio skoraði mark Ekvadora á 22. mínútu leiksins og ljóst að liðið getur komið sér í ágæt mál í riðlinum með sigri í dag. 15.6.2006 13:43 39 mörk voru skoruð í 1 umferðinni Alls voru skoruð 39 mörk í 1 umfer HM sem fram fer í Þýskalandi. Það gerir að meðaltali 2,44 mörk eru gerð í leik. Þetta eru ívið fleiri mörk en skoruð voru fyrir fjórum árum. Á HM 2002 voru skoruð að meðaltali 2,19 mörk í leik. Á HM í Frakklandi voru skoruð 2,63 mörk í leikjum fyrstu umferðar. 15.6.2006 12:34 Ronaldo fluttur á sjúkrahús Brasilíski framherjinn Ronaldo var fluttur á sjúkrahús í gærkvöld vegna höfuðverks og svima. Ekkert óeðlilegt kom fram við skoðun lækna á sjúkrahúsinu, sem sendu kappann aftur á hótel Brasilíumanna í nótt. 15.6.2006 12:27 Messi með gegn Serbíu Ungstirni Barcelona, Lionel Messi, er búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Fjölmiðlar greindu frá því í dag að Messi verði í leikmannahópi Argentínu á morgun þegar lið hans mætir Serbíu/Svartfjallalandi. 15.6.2006 12:22 Fyrirsagnir og fyrrverandi stjörnur Ég held að ein besta fyrirsögn í heimi hafi komið í heimsblöðunum í dag, Eiður til Barcelona, komin sjálfsagt hátt í tuttugu ár síðan ég sat niðri við hliðarlínu á Nou Camp vellinum og tók ljósmyndir af Framliðinu í leik, þá var ég hættur að spila sjálfur, þá var ég ungur. 15.6.2006 11:26 Buffon mundi spila með Juve í Seríu B Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og landsliðs Ítalíu segist fylgja sínu liði niður í Seríu C ef þannig ber undir. Eins og flestir vita er í gangi lögreglurannsókn á Ítalíu vegna Juventus þar sem talið er að forráðamenn félagins hafi hagrætt úrslitum í leikjum. 15.6.2006 11:13 Klinsmann ánægður með varamennina Jurgen Klinsmann, þjálfari Þjóðverja var að vonum ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Pólverjum í gær. Hann var sérstaklega ánægður með innkomu varamannanna í leiknum en það var Oliver Neuville sem skoraði sigurmark heimamanna en hann hafði komið inná stuttu áður. 15.6.2006 11:00 Walter Zenga tekur við Gaziantepspor í Tyrklandi Walter Zenga, fyrrum landsliðsmarkvörður Ítalíu hefur verið ráðinn þjálfari hjá Tyrkneska liðinu Gaziantepspor. Zenga var þjálfari hjá Rauðu Stjörnunni í Belgrad í vetur. Hann var einnig orðaður við Livorno en fór heldur til Tyrklands og ætlar að rífa liðið upp sem átti ekki gott tímabil í vetur. 15.6.2006 10:43 Ítölsk lið á eftir Klose Fiorentina og Palermo hafa mikinn áhuga að fá til sín Miroslav Klose, landsliðsmann Þjóðverja og leikmann Werder Bremen. Klose sem er 28 ára gamall hefur nú þegar skorað tvö mörk á HM. Samningur hans við Bremen rennur ekki út fyrr en 2008 og spurning hvort hann hafi áhuga að söðla um og fara yfir Alpana til Ítalíu. 15.6.2006 10:39 Spánverjar bjartsýnir á gott gengi á HM Luis Aragones, þjálfari Spánar segir að lið hans hafi sett allt á haus hjá veðbönkum eftir 4-0 sigur liðsins gegn Úkraínu í gær. Spánverjar léku sannkallaðan konfekt fótbolta og voru án efa að sýna bestu tilþrif á HM til þessa. 15.6.2006 10:01 England mætir Trinidad og Tóbagó Að venju verða þrír leikir á dagskrá á HM í dag. Klukkan 13.00 hefst leikur Ekvador og Kosta Ríka. England mætir Trinidad og Tóbagó klukkan 16.00. Kvöldleikurinn er svo leikur Svía og Paragvæ og hefst hann klukkan 19.00. Allt þetta og miklu meira á Sýn. 15.6.2006 09:51 Þykir ekki mikið til Englendinga koma Beenhakker sagði að sínir menn bæru virðingu fyrir Englendingum en þeir hefðu hins vegar ekki hrifist af leik Englendinga gegn Paragvæ. „Við sáum Englendingana í tómum vandræðum allan leikinn á móti Paragvæ.“ 14.6.2006 22:00 Neuville skaut Pólverja úr keppni Oliver Neuville tryggði Þjóðverjum dýrmætan 1-0 sigur á Pólverjum í A-riðli í kvöld með marki á annari mínútu í uppbótartíma. Neuville átti góða innkomu af varamannabekknum í leiknum, líkt og David Odonkor, sem lagði markið upp fyrir félaga sinn og fór langt með að tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Pólverjar hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa og eiga litla von um að komast áfram. 14.6.2006 20:49 Ekki hægt að segja nei við Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. 14.6.2006 20:13 Camoranesi kann ekki þjóðsönginn Miðjumaðurinn Mauro Camoranesi hjá ítalska landsliðinu, viðurkennir að hann syngi ekki ítalska þjóðsönginn af þeirri einföldu ástæðu að hann kunni hann ekki. Camoranesi er fæddur í Argentínu, en fékk ítalskt ríkisfang árið 2003 og hefur síðan verið í landsliði ítala. Hann hefur þó aldrei farið leynt með það að hann upplifi sig alltaf sem Argentínumann en ekki Ítala. 14.6.2006 19:57 Markalaust í hálfleik í Dortmund Staðan í leik Þjóðverja og Pólverja í A-riðlinum á HM er jöfn 0-0 í hálfleik. Leikurinn hefur verið hinn fjörugasti þrátt fyrir markaleysið, en greinilegt er að hvorugt liðið ætlar að gefa tommu eftir í baráttunni. Lukas Podolski fékk líklega besta færi leiksins rétt áður en flautað var til hlés, en skot hans fór framhjá markinu. 14.6.2006 19:43 Messi meiddur Læknir argentínska landsliðsins í knattspyrnu hefur staðfest að ungstirnið Lionel Messi hafi meiðst á vinstri fæti á æfingu liðsins í dag. Messi verður skoðaður betur á morgun, en þetta gæti þýtt að stuðningsmenn argentínska liðsins þyrftu að bíða þess eitthvað að sjá þennan snjalla samherja Eiðs Smára Guðjohnsen leika listir sínar á mótinu. Messi gat sem kunnugt er ekki leikið með Barcelona í úrslitaleiknum í meistaradeildinni vegna meiðsla. 14.6.2006 19:31 Al Jaber í sögubækurnar Gamla brýnið Sami Al Jaber hjá Sadí Arabíu, varð í dag 14. leikmaðurinn í sögu HM til að skora mark í þremur heimsmeistarakeppnum á ferlinum. Jaber hafði skorað mark úr vítaspyrnum á síðustu tveimur mótum áður en hann skoraði fyrir Sáda í dag. Aðeins tveir menn hafa náð þeim einstaka árangri að skora í fjórum heimsmeistarakeppnum. 14.6.2006 19:10 Leikur Þjóðverja og Pólverja að hefjast Michael Ballack kemur inn í byrjunarlið Þjóðverja á ný þegar liðið tekur á móti grönnum sínum Pólverjum í A-riðli HM nú klukkan 19. Leikurinn fer fram á hinum glæsilega heimavelli Dortmund sem tekur 65.000 áhorfendur í sæti. Þess má til gamans geta að báðir framherjar þýska liðsins, Lukas Podolski og Miroslav Klose, eru fæddir í Póllandi. 14.6.2006 18:31 Túnisar mörðu jafntefli gegn Sádum Túnis og Sádí Arabía gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik fyrstu umferðar HM í dag, en liðin leika í H-riðli. Radhi Jaidi, leikmaður Bolton, bjargaði stiginu fyrir Túnis þegar hann skallaði knöttinn í netið á lokaandartökum leiksins. 14.6.2006 18:11 Ronaldo fær annan séns Brasilíski framherjinn Ronaldo sem að leikur með Real Madrid mun fá annan séns í byrjunarliði Brasilíu þrátt fyrir afleita frammistöðu í leiknum gegn Króötum á þriðjudag. 14.6.2006 17:39 Spánn valtaði yfir Úkraínu Spánverjar voru með algera yfirburði í leiknum og léku sér á köflum að Úkraínumönnunum. Þetta er án efa besta frammistaðan sem sést hefur á mótinu til þessa og verða Spánverjar að teljast mjög líklegir til árangurs eftir þessa frammistöðu. 14.6.2006 17:30 Eiður búinn að skrifa undir hjá Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Evrópumeistara Barcelona. Frá þessu var greint í fréttum NFS nú fyrir stundu. Jón Örn Guðbjartsson var staddur á blaðamannafundinum í Katalóníu og sagði gríðarlega stemmingu í kring um nýjustu kaup spænsku meistaranna. Kaupverðið er rúmur milljarður króna og mun Eiður spila í treyju númer 7 og tekur við númerinu sem Henrik Larsson spilaði í á síðustu leiktíð. 14.6.2006 17:18 Si, claro Það var í dag sem það gerðist, að Spánverjar sprengdu HM í loft upp. Þetta var engin venjuleg sólarlandaferð, þegar þeir tóku Úkraínu 4-0, alveg nýtt spánskt fótgöngulið, sem fór með Shevchenko og félaga einsog þeir væru í fjórða flokki. 14.6.2006 17:14 Stjórnarformaðurinn hættur Bob Murray, stjórnarformaður 1.deildarliðs Sunderland, sagði starfi sínu lausu í dag eftir 20 ára starf. Félagið féll úr úrvalsdeildinni í vor eftir afleita leiktíð og nú standa yfir viðræður við fjárfesta sem hafa í hyggju að kaupa félagið. Murray ákvað því að segja af sér til að greiða fyrir kaupunum og sagði sjálfur að hann væri sáttur við framlag sitt til félagsins í þessa tvo áratugi - nú væri kominn tími til að hleypa öðrum að. 14.6.2006 17:13 Ólöf á þremur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lauk fyrsta keppnisdeginum á BMW-mótinu á Ítalíu á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum í dag. Ólöf er nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu. 14.6.2006 16:56 Túnisar yfir gegn Sádum Túni hefur yfir 1-0 í leikhléi gegn Sádi-Arabíu í leik liðanna í H-riðlinum á HM, en þetta er lokaleikurinn í fyrstu umferð mótsins. Það var Ziad Jazari sem skoraði mark Túnis með glæsilegu skoti eftir 22 mínútur. 14.6.2006 16:44 Fabregas og Ramos yngstir Spánverja á HM Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal og Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, urðu í dag yngstu leikmennirnir í sögu spænska landsliðsins til að spila leik á HM. Ramos varð tvítugur fyrir skömmu, en Fabregas er rétt skriðinn yfir nítján árin. Það var Julen Guerrero sem átti eldra metið frá 1994 þegar hann kom við sögu hjá liðinu 20 ára og 161 daga gamall. 14.6.2006 16:35 Sjá næstu 50 fréttir
Ólöf úr leik á BMW-mótinu Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu. 15.6.2006 20:34
Pétur skoraði eftir 30 sekúndur í Kaplakrika Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Staðan í leik FH og ÍBV í Kaplakrika er 1-1. Pétur Runólfsson kom gestunum yfir eftir aðeins 30 sekúndur, en Atli Viðar Björnsson jafnaði á 31. mínútu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Val í Grindavík þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark heimamanna. Þá er markalaust hjá KR og Víkingi í vesturbænum, eins og hjá ÍA og Blikum á Skaganum. 15.6.2006 20:28
Við hefðum átt að vinna stærra Sven-Göran Eriksson, landliðsþjálfari Englendinga, var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Trinidad í kvöld, en sagðist hafa viljað fá fleiri mörk. Sigur enska liðsins þýðir að það hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 15.6.2006 20:01
Markalaust í hálfleik í Berlín Staðan í leik Svía og Paragvæa í B-riðli HM er markalaus í hálfleik. Leikurinn hefur verið sæmilega fjörugur þrátt fyrir markaleysið, en bæði lið tjalda öllu til að ná í sigur til að eiga möguleika á að fylgja Englendingum í 16-liða úrslitin. Zlatan Ibrahimovic fór meiddur af leikvelli í hálfleik eftir að hafa alls ekki náð sér á strik og Marcus Allback er kominn inn í stað hans. 15.6.2006 19:45
Kekic hættur hjá Grindavík Hinn fjölhæfi leikmaður Sinisa Kekic, sem leikið hefur með Grindvíkingum í Landsbankadeildinni undanfarin ár, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Kekic lenti í deilum við þjálfarann Sigurð Jónsson á dögunum, en Sigurður staðfesti þessi tíðindi á fréttavef Víkurfrétta síðdegis í dag. 15.6.2006 19:37
Rosalega sárt að tapa fyrir Englendingum Leo Beenhakker sagði tapið fyrir Englendingum í dag hafa verið gríðarlega sárt, en um tíma leit út fyrir að spútniklið hans næði að stela stigi af enska liðinu og setja þar með allt upp í loft í B-riðlinum. 15.6.2006 19:01
Við höfum alls ekki sagt okkar síðasta David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að liðið eigi mikið inni og lofar að það muni spila betur eftir því sem líður á heimsmeistaramótið. Englendingar lögðu Trinidad og Tobago 2-0 í dag, en enska liðið var fjarri því að vera sannfærandi. 15.6.2006 18:50
Kallström og Isaksson í byrjunarliði Svía Leikur Svía og Paragvæa í B-riðli hefst klukkan 19 og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Kim Kallström kemur inn í sænska liðið í stað Anders Svensson og þá er Andreas Isaksson á ný í markinu eftir meiðsli. Miðjumaðurinn Jorge Nunez er kominn í byrjunarlið Paragvæ í stað Delio Toledo. 15.6.2006 18:37
Englendingar mörðu sigur Englendingar höfðu sigur 2-0 gegn Trinidad og Tobago í B-riðli HM í dag og eru komnir áfram í keppninni þrátt fyrir að hafa ekki sýnt nein glæsitilþrif. Peter Crouch náði loks að brjóta ísinn fyrir enska liðið á 83. mínútu þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir fyrirgjöf David Beckham og Steven Gerrard innsiglaði sigur enska liðsins með laglegu skoti í uppbótartíma. 15.6.2006 17:52
Wayne Rooney mættur til leiks Staðan í leik Englands og Trínídad er enn markalaus og því hefur Sven-Göran Eriksson ákveðið að tefla djarft og er búinn að skipta þeim Wayne Rooney og Aaron Lennon inn á völlinn fyrir þá Michael Owen og Jamie Carragher á 57. mínútu. 15.6.2006 17:17
Englendingar í bullandi vandræðum Staðan í leik Trínidad og Englands er markalaus í hálfleik. Enska liðið hefur alls ekki verið sannfærandi og John Terry bjargaði enska liðinu frá því að lenda undir með því að verja skot Trínidada á marklínunni með glæsilegum tilþrifum skömmu fyrir hlé. Enska liðið hefur átt sín færi sömuleiðis, en þau hafa runnið út í sandinn og ljóst að Eriksson verður að blanda sterkt te handa sínum mönnum í hálfleik. 15.6.2006 16:58
Lahm er ekki til sölu Bayern Munchen hefur ekki í hyggju að selja þýska landsliðsbakvörðinn Philipp Lahm þrátt fyrir mikinn áhuga Chelsea á að kaupa leikmanninn. 15.6.2006 16:33
Mér líður vel í landi Adidas Ofurstjarnan David Beckham hefur aldrei verið í vandræðum með að koma fyrir sig orði og í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gær, sagði hann að sér liði mjög vel í Þýskalandi af því Þýskaland væri "land Adidas." 15.6.2006 16:33
Lætur blaðamenn heyra það Thierry Henry, fyrirliði Arsenal og framherji franska landsliðsins, lét blaðamenn heyra það í dag fyrir að gagnrýna félaga sinn Franck Ribery fyrir frammistöðu sína í jafnteflinu gegn Sviss. Henry á von á mjög erfiðum næsta leik gegn Suður-Kóreu. 15.6.2006 16:20
Carragher byrjar í stað Neville Leikur Englands og Trinidad í B-riðli er næstur á dagskrá á HM og hefst klukkan 16. Hinn fjölhæfi varnarmaður Liverpool, Jamie Carragher, kemur inn í stöðu hægri bakvarðar í stað Gary Neville sem er meiddur. Þá er jafnvel búist við að Wayne Rooney fái að spreyta sig í leiknum. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan. 15.6.2006 15:09
Ekvador í 16-liða úrslitin Ekvador vann í dag auðveldan sigur á Kosta Ríka 3-0 í dag og er því búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar. Carlos Tenorio kom Ekvador yfir á 8. mínútu leiksins, Agustin Delgado bætti við öðru marki á þeirri 54. og Ivan Kaviedes innsiglaði öruggan sigurinn í uppbótartíma. Ekvador hefur því unnið báða leiki sína til þessa með nokkuð sannfærandi hætti og er liðið til alls líklegt í keppninni. 15.6.2006 14:50
Fisichella áfram hjá Renault Ökuþórinn Giancarlo Fisichella hefur framlengt samning sinn við lið Renault í Formúlu 1út næsta keppnisár, en gamli samningurinn hefði runnið út að loknu yfirstandandi tímabili. Nokkur óvissa hafði ríkt um framtíð ítalans hjá liðinu og höfðu þeirKimi Raikkönen, Juan Pablo Montoya og Mark Webber allir verið orðaðir við Renault. Heimsmeistarinn Fernando Alonso fer sem kunnugt er frá liðinu til McLaren á næsta tímabili. 15.6.2006 14:28
Ekvador yfir í hálfleik Ekvador hefur yfir 1-0 í hálfleik í viðureign sinni við Kosta Ríka í A-riðlinum á HM. Carlos Tenorio skoraði mark Ekvadora á 22. mínútu leiksins og ljóst að liðið getur komið sér í ágæt mál í riðlinum með sigri í dag. 15.6.2006 13:43
39 mörk voru skoruð í 1 umferðinni Alls voru skoruð 39 mörk í 1 umfer HM sem fram fer í Þýskalandi. Það gerir að meðaltali 2,44 mörk eru gerð í leik. Þetta eru ívið fleiri mörk en skoruð voru fyrir fjórum árum. Á HM 2002 voru skoruð að meðaltali 2,19 mörk í leik. Á HM í Frakklandi voru skoruð 2,63 mörk í leikjum fyrstu umferðar. 15.6.2006 12:34
Ronaldo fluttur á sjúkrahús Brasilíski framherjinn Ronaldo var fluttur á sjúkrahús í gærkvöld vegna höfuðverks og svima. Ekkert óeðlilegt kom fram við skoðun lækna á sjúkrahúsinu, sem sendu kappann aftur á hótel Brasilíumanna í nótt. 15.6.2006 12:27
Messi með gegn Serbíu Ungstirni Barcelona, Lionel Messi, er búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Fjölmiðlar greindu frá því í dag að Messi verði í leikmannahópi Argentínu á morgun þegar lið hans mætir Serbíu/Svartfjallalandi. 15.6.2006 12:22
Fyrirsagnir og fyrrverandi stjörnur Ég held að ein besta fyrirsögn í heimi hafi komið í heimsblöðunum í dag, Eiður til Barcelona, komin sjálfsagt hátt í tuttugu ár síðan ég sat niðri við hliðarlínu á Nou Camp vellinum og tók ljósmyndir af Framliðinu í leik, þá var ég hættur að spila sjálfur, þá var ég ungur. 15.6.2006 11:26
Buffon mundi spila með Juve í Seríu B Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og landsliðs Ítalíu segist fylgja sínu liði niður í Seríu C ef þannig ber undir. Eins og flestir vita er í gangi lögreglurannsókn á Ítalíu vegna Juventus þar sem talið er að forráðamenn félagins hafi hagrætt úrslitum í leikjum. 15.6.2006 11:13
Klinsmann ánægður með varamennina Jurgen Klinsmann, þjálfari Þjóðverja var að vonum ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Pólverjum í gær. Hann var sérstaklega ánægður með innkomu varamannanna í leiknum en það var Oliver Neuville sem skoraði sigurmark heimamanna en hann hafði komið inná stuttu áður. 15.6.2006 11:00
Walter Zenga tekur við Gaziantepspor í Tyrklandi Walter Zenga, fyrrum landsliðsmarkvörður Ítalíu hefur verið ráðinn þjálfari hjá Tyrkneska liðinu Gaziantepspor. Zenga var þjálfari hjá Rauðu Stjörnunni í Belgrad í vetur. Hann var einnig orðaður við Livorno en fór heldur til Tyrklands og ætlar að rífa liðið upp sem átti ekki gott tímabil í vetur. 15.6.2006 10:43
Ítölsk lið á eftir Klose Fiorentina og Palermo hafa mikinn áhuga að fá til sín Miroslav Klose, landsliðsmann Þjóðverja og leikmann Werder Bremen. Klose sem er 28 ára gamall hefur nú þegar skorað tvö mörk á HM. Samningur hans við Bremen rennur ekki út fyrr en 2008 og spurning hvort hann hafi áhuga að söðla um og fara yfir Alpana til Ítalíu. 15.6.2006 10:39
Spánverjar bjartsýnir á gott gengi á HM Luis Aragones, þjálfari Spánar segir að lið hans hafi sett allt á haus hjá veðbönkum eftir 4-0 sigur liðsins gegn Úkraínu í gær. Spánverjar léku sannkallaðan konfekt fótbolta og voru án efa að sýna bestu tilþrif á HM til þessa. 15.6.2006 10:01
England mætir Trinidad og Tóbagó Að venju verða þrír leikir á dagskrá á HM í dag. Klukkan 13.00 hefst leikur Ekvador og Kosta Ríka. England mætir Trinidad og Tóbagó klukkan 16.00. Kvöldleikurinn er svo leikur Svía og Paragvæ og hefst hann klukkan 19.00. Allt þetta og miklu meira á Sýn. 15.6.2006 09:51
Þykir ekki mikið til Englendinga koma Beenhakker sagði að sínir menn bæru virðingu fyrir Englendingum en þeir hefðu hins vegar ekki hrifist af leik Englendinga gegn Paragvæ. „Við sáum Englendingana í tómum vandræðum allan leikinn á móti Paragvæ.“ 14.6.2006 22:00
Neuville skaut Pólverja úr keppni Oliver Neuville tryggði Þjóðverjum dýrmætan 1-0 sigur á Pólverjum í A-riðli í kvöld með marki á annari mínútu í uppbótartíma. Neuville átti góða innkomu af varamannabekknum í leiknum, líkt og David Odonkor, sem lagði markið upp fyrir félaga sinn og fór langt með að tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Pólverjar hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa og eiga litla von um að komast áfram. 14.6.2006 20:49
Ekki hægt að segja nei við Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. 14.6.2006 20:13
Camoranesi kann ekki þjóðsönginn Miðjumaðurinn Mauro Camoranesi hjá ítalska landsliðinu, viðurkennir að hann syngi ekki ítalska þjóðsönginn af þeirri einföldu ástæðu að hann kunni hann ekki. Camoranesi er fæddur í Argentínu, en fékk ítalskt ríkisfang árið 2003 og hefur síðan verið í landsliði ítala. Hann hefur þó aldrei farið leynt með það að hann upplifi sig alltaf sem Argentínumann en ekki Ítala. 14.6.2006 19:57
Markalaust í hálfleik í Dortmund Staðan í leik Þjóðverja og Pólverja í A-riðlinum á HM er jöfn 0-0 í hálfleik. Leikurinn hefur verið hinn fjörugasti þrátt fyrir markaleysið, en greinilegt er að hvorugt liðið ætlar að gefa tommu eftir í baráttunni. Lukas Podolski fékk líklega besta færi leiksins rétt áður en flautað var til hlés, en skot hans fór framhjá markinu. 14.6.2006 19:43
Messi meiddur Læknir argentínska landsliðsins í knattspyrnu hefur staðfest að ungstirnið Lionel Messi hafi meiðst á vinstri fæti á æfingu liðsins í dag. Messi verður skoðaður betur á morgun, en þetta gæti þýtt að stuðningsmenn argentínska liðsins þyrftu að bíða þess eitthvað að sjá þennan snjalla samherja Eiðs Smára Guðjohnsen leika listir sínar á mótinu. Messi gat sem kunnugt er ekki leikið með Barcelona í úrslitaleiknum í meistaradeildinni vegna meiðsla. 14.6.2006 19:31
Al Jaber í sögubækurnar Gamla brýnið Sami Al Jaber hjá Sadí Arabíu, varð í dag 14. leikmaðurinn í sögu HM til að skora mark í þremur heimsmeistarakeppnum á ferlinum. Jaber hafði skorað mark úr vítaspyrnum á síðustu tveimur mótum áður en hann skoraði fyrir Sáda í dag. Aðeins tveir menn hafa náð þeim einstaka árangri að skora í fjórum heimsmeistarakeppnum. 14.6.2006 19:10
Leikur Þjóðverja og Pólverja að hefjast Michael Ballack kemur inn í byrjunarlið Þjóðverja á ný þegar liðið tekur á móti grönnum sínum Pólverjum í A-riðli HM nú klukkan 19. Leikurinn fer fram á hinum glæsilega heimavelli Dortmund sem tekur 65.000 áhorfendur í sæti. Þess má til gamans geta að báðir framherjar þýska liðsins, Lukas Podolski og Miroslav Klose, eru fæddir í Póllandi. 14.6.2006 18:31
Túnisar mörðu jafntefli gegn Sádum Túnis og Sádí Arabía gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik fyrstu umferðar HM í dag, en liðin leika í H-riðli. Radhi Jaidi, leikmaður Bolton, bjargaði stiginu fyrir Túnis þegar hann skallaði knöttinn í netið á lokaandartökum leiksins. 14.6.2006 18:11
Ronaldo fær annan séns Brasilíski framherjinn Ronaldo sem að leikur með Real Madrid mun fá annan séns í byrjunarliði Brasilíu þrátt fyrir afleita frammistöðu í leiknum gegn Króötum á þriðjudag. 14.6.2006 17:39
Spánn valtaði yfir Úkraínu Spánverjar voru með algera yfirburði í leiknum og léku sér á köflum að Úkraínumönnunum. Þetta er án efa besta frammistaðan sem sést hefur á mótinu til þessa og verða Spánverjar að teljast mjög líklegir til árangurs eftir þessa frammistöðu. 14.6.2006 17:30
Eiður búinn að skrifa undir hjá Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Evrópumeistara Barcelona. Frá þessu var greint í fréttum NFS nú fyrir stundu. Jón Örn Guðbjartsson var staddur á blaðamannafundinum í Katalóníu og sagði gríðarlega stemmingu í kring um nýjustu kaup spænsku meistaranna. Kaupverðið er rúmur milljarður króna og mun Eiður spila í treyju númer 7 og tekur við númerinu sem Henrik Larsson spilaði í á síðustu leiktíð. 14.6.2006 17:18
Si, claro Það var í dag sem það gerðist, að Spánverjar sprengdu HM í loft upp. Þetta var engin venjuleg sólarlandaferð, þegar þeir tóku Úkraínu 4-0, alveg nýtt spánskt fótgöngulið, sem fór með Shevchenko og félaga einsog þeir væru í fjórða flokki. 14.6.2006 17:14
Stjórnarformaðurinn hættur Bob Murray, stjórnarformaður 1.deildarliðs Sunderland, sagði starfi sínu lausu í dag eftir 20 ára starf. Félagið féll úr úrvalsdeildinni í vor eftir afleita leiktíð og nú standa yfir viðræður við fjárfesta sem hafa í hyggju að kaupa félagið. Murray ákvað því að segja af sér til að greiða fyrir kaupunum og sagði sjálfur að hann væri sáttur við framlag sitt til félagsins í þessa tvo áratugi - nú væri kominn tími til að hleypa öðrum að. 14.6.2006 17:13
Ólöf á þremur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lauk fyrsta keppnisdeginum á BMW-mótinu á Ítalíu á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum í dag. Ólöf er nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu. 14.6.2006 16:56
Túnisar yfir gegn Sádum Túni hefur yfir 1-0 í leikhléi gegn Sádi-Arabíu í leik liðanna í H-riðlinum á HM, en þetta er lokaleikurinn í fyrstu umferð mótsins. Það var Ziad Jazari sem skoraði mark Túnis með glæsilegu skoti eftir 22 mínútur. 14.6.2006 16:44
Fabregas og Ramos yngstir Spánverja á HM Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal og Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, urðu í dag yngstu leikmennirnir í sögu spænska landsliðsins til að spila leik á HM. Ramos varð tvítugur fyrir skömmu, en Fabregas er rétt skriðinn yfir nítján árin. Það var Julen Guerrero sem átti eldra metið frá 1994 þegar hann kom við sögu hjá liðinu 20 ára og 161 daga gamall. 14.6.2006 16:35