Fleiri fréttir Risatilboð í Torres í vændum? Breska blaðið Manchester Evening News hefur greint frá því að Manchester United sé að undirbúa risatilboð í spænska framherjann Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Blaðið heldur því fram að enska liðið muni bjóða 25 milljónir punda í spænska landsliðsmanninn fljótlega, en hann var einmitt einn af markaskorurum liðsins í sigrinum á Úkraínumönnum á HM í dag og hefur verið einn eftirsóttasti framherji heimsins í nokkur ár. 14.6.2006 15:27 Dökkt útlit hjá Baros Tékkneski framherjinn Milan Baros er ekki mjög bjartsýnn á að geta leikið með liðinu á HM eftir að hann reyndi fyrir sér á æfingu í dag, en þurfti að hætta eftir aðeins 30 mínútur. Baros var sprautaður með verkjalyfjum, en allt kom fyrir ekki. Það er því ljóst að tékkneska liðið er í bullandi vandræðum með framherja sína á mótinu, en Jan Koller er meiddur á læri og verður frá í að minnsta kosti eina viku í viðbót. 14.6.2006 15:21 Auðvelt hjá Spánverjum Spánverjar burstuðu Úkraínumenn 4-0 í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Mörk Spánverja skoruðu þeir Xabi Alonso, Fernando Torres og David Villa skoraði tvö mörk. Úkraínumenn léku manni færri frá því í upphafi síðari hálfleiks. Ljóst er að Spánverjar eru til alls líklegir í keppninni. 14.6.2006 14:48 Það er auðvelt að dekka Ronaldo Robert Kovac, miðvörður króatíska landsliðsins í knattspyrnu, sagði að það hefði verið auðvelt að dekka brasilíska framherjann Ronaldo í leiknum í gærkvöldi og sagði að Ronaldo hefði verið fjarri sínu besta. 14.6.2006 14:40 Stóðst læknisskoðun hjá Barcelona Nú styttist í að haldinn verði blaðamannafundur hjá spænska liðinu Barcelona þar sem tilkynnt verða kaup félagsins á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifar undir fjögurra ára samning nú innan stundar. 14.6.2006 14:27 Spánverjar komnir í 3-0 gegn Úkraínu Spánverjar eru komnir langt með að vinna sigur í sínum fyrsta leik í H-riðlinum á HM, en liðið hefur náð 3-0 forystu gegn Úkraínu eftir aðeins 50 mínútur og leika manni fleiri. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir og David Villa er búinn að skora tvö mörk, annað úr aukaspyrnu og hitt úr víti. Vladislav Vashchuk hefur verið vikið af leikvelli hjá Úkraínu. 14.6.2006 14:07 Leikir dagsins Þrír leikir er á dagskrá á HM í dag. Klukkan 13.00 er athyglisverður leikur á milli Spánar og Úkraínu. Klukkan 16.00 er svo leikur Túnis og Sádí Arabíu. Kvöldleikurinn er svo leikur nágrannaþjóðanna Þýskalands og Póllands. Allt þetta og miklu meira á Sýn í dag. 14.6.2006 10:45 Ótrúlegur sigur Miami Miami Heat forðaði sér naumlega frá því að lenda undir 3-0 í lokaúrslitum NBA í nótt þegar liðið vann afar dramatískan sigur á Dallas Mavericks á heimavelli sínum 98-96. Svo virtist sem lið Miami væri heillum horfið í gær, en liðið var á kafla 13 stigum undir í fjórða leikhluta. Dwyane Wade bar sína menn á herðum sér og skoraði 42 stig og hirti 13 fráköst fyrir Miami. 14.6.2006 04:32 Stór Kaka Markið sem Kaka leikmaður AC Milan skoraði undir lok fyrri hálfleiks, fer í sögubækur, hreint ótrúlega yfirvegaður leikmaður, skotið hnitmiðað, í hornið fjær, einfalt, stílhreint, og hann einn besti maður liðsins, kannski sá eini sem stóð undir þessum geggjuðu kröfum sem gerðar eru til drengjanna í gulu peysunum. 14.6.2006 00:15 Santos meiddur og al-Jaber tæpur Túnis leikur án Francileudo Santos í sínum fyrsta leik í riðlinum. Framherjinn meiddist á fæti í æfingaleik. Sádarnir eiga í vandræðum með að ná fyrirliða sínum Sami al-Jaber góðum fyrir leikinn en hann hefur átt við lærmeiðsli að stríða. 13.6.2006 23:59 Úrslit í úrtöku hjá Sleipni, Ljúf, Háfeta og Trausta Sigurður Vignir Matthíasson sigraði í A flokki gæðinga í úrtöku hjá Sleipni, Ljúf, Háfeta og Trausta sem lauk nú í kvöld á Kvist frá Hvolsvelli með 8,59. Þórður Þorgeirsson lenti í öðru sæti á Snædísi frá Selfossi með 8,55 og Elsa Magnúsdóttir húsfreyja á Sólvangi endaði í því þriðja á Þyt frá Kálfhóli með 8,51 en þessi þrjú kepptu fyrir Sleipni. 13.6.2006 23:42 Raul úti, Shevchenko inni Raul hefur leikið illa í vetur og allt bendir til þess að hann verði settur út í kuldann fyrir leikinn við Úkraínu. Búist er við að Fernando Torres og David Villa sem báðir hafa hins vegar leikið vel haldi gulldregnum úti. 13.6.2006 23:24 Beckham róar félaga sína David Beckham segir að hann sem fyrirliði þurfi að fylgjast með því sem gerist á vellinum. „Ég sagði við Crouchy (Peter Crouch) að hann ætti ekki að stökkva með olbogana úti, það gæti engin mótherji stokkið nógu hátt“. 13.6.2006 23:00 Brasilía lagði Króatíu Heimsmeistarar Brasilíu sigruðu Króata 1-0 í F-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld með glæsimarki frá Kaka skömmu fyrir leikhlé. Lið Króata sýndi hetjulega baráttu og vel skipulagðan varnarleik, en glæsilegt einstaklingsframtak Kaka gerði gæfumuninn í kvöld. Þetta var áttundi sigur Brasilíumanna í röð á HM og það er afrek sem ekkert lið hefur áður náð í sögu keppninnar. 13.6.2006 22:25 Brasilía er yfir 1-0 í hálfleik Brasilíumenn leiða í hálfleik í leiknum gegn Króatíu á HM í Þýskalandi. Það var snillingurinn Kaka sem skoraði markið á 44. mínútu með hnitmiðuðu skoti fyrir utan vítateig. Króatar sem hafa leikið vel í leiknum urðu fyrir áfalli þegar Nico Kovac þurfti að fara meiddur af leikvelli. 13.6.2006 19:56 Brassar stíga senn á dansgólfið Nú styttist í leik Brasilíu og Króatíu á HM. Það ríkir mikil eftirvænting eftir því að sjá "Sambakóngana" í brasilíska liðinu stíga inn á það dansgólf sem HM er fyrir þá. Liðin eru þannig skipuð. 13.6.2006 18:44 Leikur Brasilíu og Króatíu að hefjast Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir á HM, því heimsmeistarar Brasilíu spila sinn fyrsta leik nú klukkan 19 þegar þeir mæta Króötum í H-riðli. Brassar tefla fram sókndjörfu liði með þá Ronaldo, Adriano, Kaka og Ronaldinho í fararbroddi. 13.6.2006 18:39 Eiður í háttinn fyrir ellefu Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans. 13.6.2006 18:00 Markalaust hjá Frökkum og Svisslendingum Frakkar og Svisslendingar gerðu markalaust jafntefli í leik sínum í g-riðli sem lauk nú fyrir stundu. Franska liðið, sem fyrirfram var álitið sigurstranglegra, virkaði hugmyndasnautt í leiknum og hefur eflaust rifjað upp slæmar minningar fyrir stuðningsmenn sína frá síðasta HM - þar sem liðið sat eftir í riðlakeppninni án þess að skora mark. 13.6.2006 17:51 Cafu á leið í fangelsi? Cafu gæti verið á leiðinni í 10 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa ranglega útvegað sér ítalskt vegabréf. Ítalsur saksóknari vill að Cafu og eiginkona hans verði ákærð og dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með ólöglegt vegabréf. 13.6.2006 17:33 Hönd Guðs eða andskotans? Það er nóg komið, af þessu hlutlæga mati, hvenær hönd fer í bolta eða bolti í hönd, fót eða maga, nú síðast undir lok fyrri hálfleiks í Frakkar - Svisslendingaleiknum, Henry setur hann í hendina á varnarmanni Svissara. Hvernig getur dómari leiksins, Ivanov Valentin ekki séð þetta 13.6.2006 17:29 Viktor Bjarki bestur Víkingsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson var í dag útnefndur besti leikmaður fyrstu sex umferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en það eru íþróttafréttamenn og fulltrúar Landsbankans sem standa að valinu. Þá var einnig valið úrvalslið umferðanna, besti þjálfarinn og besti dómarinn. 13.6.2006 17:28 Jafnt hjá Frökkum og Svisslendingum í hálfleik Staðan í leik Frakka og Svisslendingum er enn markalaus þegar flautað hefur verið til leikhlés. Frakkar hafa verið betri aðilinn í leiknum, sem er enn nokkuð daufur. Svisslendingar áttu þó stangarskot í hálfleiknum og Frakkarnir áttu klárlega að fá vítaspyrnu undir lokin þegar Thierry Henry boltanum í hönd eins varnarmanna svissneska liðsins, en ekkert var dæmt. 13.6.2006 16:51 Fær formlegt leyfi frá Chelsea til að ræða við Barcelona Chelsea hefur gefið Eiði Smára Guðjohnsen formlegt leyfi til að hefja samningaviðræður við spænsku meistarana Barcelona, en fréttatilkynning þess efnis var að birtast á heimasíðu félagsins. Það er því ljóst að landsliðsfyrirliðinn er kominn langt á veg með að ganga til liðs við Evrópumeistaranna. 13.6.2006 16:34 Jón Eðvaldsson tekur við kvennaliði Keflavíkur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið Jón Halldór Eðvaldsson sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins. Samningurinn er til tveggja ára og honum til aðstoðar verður Agnar Mál Gunnarsson. Jón hefur áður verið við þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. 13.6.2006 16:27 Larsson getur komist í metabækurnar Framherjinn sterki Henrik Larsson í sænska landsliðinu getur heldur betur skráð nafn sitt í sænskar sögubækur á fimmtudaginn þegar liðið mætir Paragvæ í b-riðlinum. Larsson mun að öllum líkindum jafna sænska landsleikjametið á HM þegar hann spilar sinn 11. leik fyrir Svía á þeim vettvangi og skori hann í leiknum, jafnar hann met Kennet Andersson yfir flest mörk skoruð á HM. Anderson skoraði 5 mörk á sínum tíma en Larsson og fimm aðrir leikmenn hafa skorað 4 mörk á HM. 13.6.2006 16:15 Góðar líkur á að Eiður Smári fari til Barcelona Arnór Guðjónssen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjónsen, er nú á leið til Barcelona til fundar við forráðamenn Barcelona. Samkvæmt heimildum NFS eru góðar líkur á að samningar séu um það bil að takst um það að Eiður Smári spili á næstu leiktíð fyrir Barcelona. 13.6.2006 15:34 Leikur Frakka og Svisslendinga að hefjast Nú styttist í að leikur Frakka og Svisslendinga í G-riðli HM fari að hefjast og er hann í beinni útsendingu á Sýn eins og allir aðrir leikir í keppninni. Fabien Barthez stendur í marki Frakka og Thierry Henry er einn í framlínunni, en hann nýtur góðs stuðnings frá þeim Zidane, Ribery og Wiltord á miðjunni. 13.6.2006 15:30 Peter Taylor tekur við Palace Crystal Palace hefur ráðið Peter Taylor sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en Taylor er þjálfari U-21 árs liðs Englendinga og stýrði áður liði Hull City. Talið er að Taylor hafi orðið fyrir valinu eftir að Graeme Souness dró sig til baka úr viðræðum við félagið, en Mike Newell hjá Luton hafði einnig verið orðaður við starfið. Taylor tekur því við Palace af Ian Dowie sem er tekinn við Charlton í úrvalsdeildinni. 13.6.2006 15:13 Suður-Kórea lagði Tógó Suður-Kóreumenn lögðu Tógó 2-1 í leik liðanna í g-riðli HM í dag. Tógó hafði yfir í hálfleik með marki frá Mohammed Kadar, en Kóreumennirnir skoruðu tvívegis í þeim síðari gegn aðeins 10 leikmönnum Afríkuliðsins. 13.6.2006 15:01 Þriðji leikur Miami og Dallas í kvöld Þriðji leikur Miami Heat og Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn verður á dagskrá Sýnar klukkan eitt efir miðnætti í nótt. Framherjinn Udonis Haslem hjá Miami verður líklega í byrjunarliði Miami, en óvíst var talið að hann gæti spilað eftir að hann meiddist illa á öxl í síðasta leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum, en næstu leikir fara fram í Miami. 13.6.2006 14:45 Stjóri McLaren ánægður með Alonso Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist gríðarlega ánægður með frábæran árangur heimsmeistarans undir merkjum Renault það sem af er tímabili, en Alonso hefur sem kunnugt er gert samning við McLaren frá og með næsta keppnistímabili. 13.6.2006 14:15 Tógó yfir í hálfleik Spútniklið Tógó hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Suður-Kóreu í viðureign liðanna í g-riðli sem hófst klukkan 13 og er í beinni á Sýn. Það var Mohammed Kader sem skoraði markið á 31. mínútu með glæsilegri afgreiðslu, en Kóreumennirnir virðast vera á hælunum og þurfa að endurskoða sinn leik ef þeir ætla að ná í stig í dag. 13.6.2006 13:52 Verðum að stöðva Dwight Yorke David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að helsta markmið félaga sinna í leiknum gegn Trinidad og Tobago á fimmtudaginn verði að halda aftur af fyrrum félaga hans hjá Manchester United, hinum magnaða Dwight Yorke. 13.6.2006 13:34 Ólíklegt að Rooney spili gegn Trinidad Nú þykir frekar ólíklegt að Wayne Rooney snúi aftur í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Trinidad á fimmtudaginn eins og talað hefur verið um í gær og í morgun. Forráðamönnum enska liðsins þykir ekki heppilegt að taka þá áhættu í leik gegn liði sem Englendingar ættu vel að geta unnið án hans. Læknum Manchester United hefur verið lofað að fá að skoða Rooney áður en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir landsliðið. 13.6.2006 13:26 Mourinho ber ekki virðingu fyrir Robben Serbneski landsliðsmaðurinn Mateja Kezman gagnrýnir fyrrum stjóra sinn hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að láta hollenska vængmanninn Arjen Robben ekki spila meira hjá Chelsea. Kezman lét hafa þetta eftir sér eftir að Robben fór illa með Serbana í viðureign liðanna á HM á dögunum. 13.6.2006 13:19 Meiðslin ekki jafn alvarleg og óttast var Nú er útlit fyrir að framherjinn stóri Jan Koller í liði Tékka gæti jafnvel spilað meira með liðinu á HM eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í gær eru ekki eins alvarleg og óttast var. Koller meiddist á læri eftir að hafa skorað fyrsta mark Tékka í sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær og óttast var að hann missti af restinni af mótinu, en nú er komið í ljós að hann gæti náð sér á um viku. 13.6.2006 13:09 Beðið eftir staðfestum fréttum Breskir fjölmiðlar eru uppfullir af því í dag að nú sé aðeins tímaspursmál hvenær íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Barcelona, en enn sem fyrr hefur ekkert fengist staðfest í þeim efnum. Spænskir fjölmiðlar eru þó löngu búnir að fullyrða að félagaskiptin séu allt nema frágengin. 13.6.2006 13:03 Suður-Kórea - Tógó að hefjast Leikur Suður-Kóreu og Tógó í G-riðli á HM er að hefjast nú klukkan 13 og er í beinni útsendingu á Sýn. Otto Pfister stýrir liði Tógó í dag, en hefur snúið aftur eftir að hafa sagt starfi sínu lausu um helgina. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. 13.6.2006 12:45 Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. 13.6.2006 11:54 Ítalir taplausir í 19 leikjum Sigur Ítala á Gana í gær markaði 19. leikinn í röð sem liðið spilar án þess að tapa. Aðeins einu sinni áður í sögu ítalska landsliðsins hefur það spilað fleiri leiki í röð án þess að tapa, en það var fyrir 70 árum síðan. 13.6.2006 11:40 Ballack verður með á morgun Michael Ballack, fyrirliði þjóðverja mun verða með liði sínum á morgun er það spilar við Pólverja í 2 umferðinni á HM. Ballack var ekki með liði sínum í opnunarleiknum við Kosta Ríka á föstudaginn þar sem hann hafði ekki náð sér að fullu af meiðslum. 13.6.2006 11:33 Vidic gæti misst af HM Varnarmaðurinn Nemanja Vidic frá Manchester United gæti misst af heimsmeistaramótinu eftir að hann meiddist illa á hné á æfingu serbneska landsliðsins í gær. Vidic tók út leikbann í fyrsta leik Serba á mótinu og því er útlit fyrir að hann nái ekki að spila einn einasta leik í keppninni. 13.6.2006 11:30 Ekki ánægður með að hafa verið skipt útaf Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals var ekki sáttur er hann var tekinn af velli í leiknum við Angóla á sunnudaginn en Portúgalar unnu þessa fyrrum nýlendu sína 1-0. Fyrirfram var búist við mun stærri sigri Portúgala. Ronaldo náði ekki að setja sitt mark á þennan leik og uppskar til að mynda gult spjald. 13.6.2006 11:27 Ósáttir við reykingar þjálfara Mexico Forráðamenn FIFA eru ekki ánægðir með Ricardo Lavolpe, þjálfara Mexico en hann fékk sér sígarettu á meðan leik liðsins stóð gegn Íran á sunnudagskvöldið. 13.6.2006 11:17 Sjá næstu 50 fréttir
Risatilboð í Torres í vændum? Breska blaðið Manchester Evening News hefur greint frá því að Manchester United sé að undirbúa risatilboð í spænska framherjann Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Blaðið heldur því fram að enska liðið muni bjóða 25 milljónir punda í spænska landsliðsmanninn fljótlega, en hann var einmitt einn af markaskorurum liðsins í sigrinum á Úkraínumönnum á HM í dag og hefur verið einn eftirsóttasti framherji heimsins í nokkur ár. 14.6.2006 15:27
Dökkt útlit hjá Baros Tékkneski framherjinn Milan Baros er ekki mjög bjartsýnn á að geta leikið með liðinu á HM eftir að hann reyndi fyrir sér á æfingu í dag, en þurfti að hætta eftir aðeins 30 mínútur. Baros var sprautaður með verkjalyfjum, en allt kom fyrir ekki. Það er því ljóst að tékkneska liðið er í bullandi vandræðum með framherja sína á mótinu, en Jan Koller er meiddur á læri og verður frá í að minnsta kosti eina viku í viðbót. 14.6.2006 15:21
Auðvelt hjá Spánverjum Spánverjar burstuðu Úkraínumenn 4-0 í H-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Mörk Spánverja skoruðu þeir Xabi Alonso, Fernando Torres og David Villa skoraði tvö mörk. Úkraínumenn léku manni færri frá því í upphafi síðari hálfleiks. Ljóst er að Spánverjar eru til alls líklegir í keppninni. 14.6.2006 14:48
Það er auðvelt að dekka Ronaldo Robert Kovac, miðvörður króatíska landsliðsins í knattspyrnu, sagði að það hefði verið auðvelt að dekka brasilíska framherjann Ronaldo í leiknum í gærkvöldi og sagði að Ronaldo hefði verið fjarri sínu besta. 14.6.2006 14:40
Stóðst læknisskoðun hjá Barcelona Nú styttist í að haldinn verði blaðamannafundur hjá spænska liðinu Barcelona þar sem tilkynnt verða kaup félagsins á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifar undir fjögurra ára samning nú innan stundar. 14.6.2006 14:27
Spánverjar komnir í 3-0 gegn Úkraínu Spánverjar eru komnir langt með að vinna sigur í sínum fyrsta leik í H-riðlinum á HM, en liðið hefur náð 3-0 forystu gegn Úkraínu eftir aðeins 50 mínútur og leika manni fleiri. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir og David Villa er búinn að skora tvö mörk, annað úr aukaspyrnu og hitt úr víti. Vladislav Vashchuk hefur verið vikið af leikvelli hjá Úkraínu. 14.6.2006 14:07
Leikir dagsins Þrír leikir er á dagskrá á HM í dag. Klukkan 13.00 er athyglisverður leikur á milli Spánar og Úkraínu. Klukkan 16.00 er svo leikur Túnis og Sádí Arabíu. Kvöldleikurinn er svo leikur nágrannaþjóðanna Þýskalands og Póllands. Allt þetta og miklu meira á Sýn í dag. 14.6.2006 10:45
Ótrúlegur sigur Miami Miami Heat forðaði sér naumlega frá því að lenda undir 3-0 í lokaúrslitum NBA í nótt þegar liðið vann afar dramatískan sigur á Dallas Mavericks á heimavelli sínum 98-96. Svo virtist sem lið Miami væri heillum horfið í gær, en liðið var á kafla 13 stigum undir í fjórða leikhluta. Dwyane Wade bar sína menn á herðum sér og skoraði 42 stig og hirti 13 fráköst fyrir Miami. 14.6.2006 04:32
Stór Kaka Markið sem Kaka leikmaður AC Milan skoraði undir lok fyrri hálfleiks, fer í sögubækur, hreint ótrúlega yfirvegaður leikmaður, skotið hnitmiðað, í hornið fjær, einfalt, stílhreint, og hann einn besti maður liðsins, kannski sá eini sem stóð undir þessum geggjuðu kröfum sem gerðar eru til drengjanna í gulu peysunum. 14.6.2006 00:15
Santos meiddur og al-Jaber tæpur Túnis leikur án Francileudo Santos í sínum fyrsta leik í riðlinum. Framherjinn meiddist á fæti í æfingaleik. Sádarnir eiga í vandræðum með að ná fyrirliða sínum Sami al-Jaber góðum fyrir leikinn en hann hefur átt við lærmeiðsli að stríða. 13.6.2006 23:59
Úrslit í úrtöku hjá Sleipni, Ljúf, Háfeta og Trausta Sigurður Vignir Matthíasson sigraði í A flokki gæðinga í úrtöku hjá Sleipni, Ljúf, Háfeta og Trausta sem lauk nú í kvöld á Kvist frá Hvolsvelli með 8,59. Þórður Þorgeirsson lenti í öðru sæti á Snædísi frá Selfossi með 8,55 og Elsa Magnúsdóttir húsfreyja á Sólvangi endaði í því þriðja á Þyt frá Kálfhóli með 8,51 en þessi þrjú kepptu fyrir Sleipni. 13.6.2006 23:42
Raul úti, Shevchenko inni Raul hefur leikið illa í vetur og allt bendir til þess að hann verði settur út í kuldann fyrir leikinn við Úkraínu. Búist er við að Fernando Torres og David Villa sem báðir hafa hins vegar leikið vel haldi gulldregnum úti. 13.6.2006 23:24
Beckham róar félaga sína David Beckham segir að hann sem fyrirliði þurfi að fylgjast með því sem gerist á vellinum. „Ég sagði við Crouchy (Peter Crouch) að hann ætti ekki að stökkva með olbogana úti, það gæti engin mótherji stokkið nógu hátt“. 13.6.2006 23:00
Brasilía lagði Króatíu Heimsmeistarar Brasilíu sigruðu Króata 1-0 í F-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld með glæsimarki frá Kaka skömmu fyrir leikhlé. Lið Króata sýndi hetjulega baráttu og vel skipulagðan varnarleik, en glæsilegt einstaklingsframtak Kaka gerði gæfumuninn í kvöld. Þetta var áttundi sigur Brasilíumanna í röð á HM og það er afrek sem ekkert lið hefur áður náð í sögu keppninnar. 13.6.2006 22:25
Brasilía er yfir 1-0 í hálfleik Brasilíumenn leiða í hálfleik í leiknum gegn Króatíu á HM í Þýskalandi. Það var snillingurinn Kaka sem skoraði markið á 44. mínútu með hnitmiðuðu skoti fyrir utan vítateig. Króatar sem hafa leikið vel í leiknum urðu fyrir áfalli þegar Nico Kovac þurfti að fara meiddur af leikvelli. 13.6.2006 19:56
Brassar stíga senn á dansgólfið Nú styttist í leik Brasilíu og Króatíu á HM. Það ríkir mikil eftirvænting eftir því að sjá "Sambakóngana" í brasilíska liðinu stíga inn á það dansgólf sem HM er fyrir þá. Liðin eru þannig skipuð. 13.6.2006 18:44
Leikur Brasilíu og Króatíu að hefjast Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir á HM, því heimsmeistarar Brasilíu spila sinn fyrsta leik nú klukkan 19 þegar þeir mæta Króötum í H-riðli. Brassar tefla fram sókndjörfu liði með þá Ronaldo, Adriano, Kaka og Ronaldinho í fararbroddi. 13.6.2006 18:39
Eiður í háttinn fyrir ellefu Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans. 13.6.2006 18:00
Markalaust hjá Frökkum og Svisslendingum Frakkar og Svisslendingar gerðu markalaust jafntefli í leik sínum í g-riðli sem lauk nú fyrir stundu. Franska liðið, sem fyrirfram var álitið sigurstranglegra, virkaði hugmyndasnautt í leiknum og hefur eflaust rifjað upp slæmar minningar fyrir stuðningsmenn sína frá síðasta HM - þar sem liðið sat eftir í riðlakeppninni án þess að skora mark. 13.6.2006 17:51
Cafu á leið í fangelsi? Cafu gæti verið á leiðinni í 10 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa ranglega útvegað sér ítalskt vegabréf. Ítalsur saksóknari vill að Cafu og eiginkona hans verði ákærð og dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með ólöglegt vegabréf. 13.6.2006 17:33
Hönd Guðs eða andskotans? Það er nóg komið, af þessu hlutlæga mati, hvenær hönd fer í bolta eða bolti í hönd, fót eða maga, nú síðast undir lok fyrri hálfleiks í Frakkar - Svisslendingaleiknum, Henry setur hann í hendina á varnarmanni Svissara. Hvernig getur dómari leiksins, Ivanov Valentin ekki séð þetta 13.6.2006 17:29
Viktor Bjarki bestur Víkingsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson var í dag útnefndur besti leikmaður fyrstu sex umferðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en það eru íþróttafréttamenn og fulltrúar Landsbankans sem standa að valinu. Þá var einnig valið úrvalslið umferðanna, besti þjálfarinn og besti dómarinn. 13.6.2006 17:28
Jafnt hjá Frökkum og Svisslendingum í hálfleik Staðan í leik Frakka og Svisslendingum er enn markalaus þegar flautað hefur verið til leikhlés. Frakkar hafa verið betri aðilinn í leiknum, sem er enn nokkuð daufur. Svisslendingar áttu þó stangarskot í hálfleiknum og Frakkarnir áttu klárlega að fá vítaspyrnu undir lokin þegar Thierry Henry boltanum í hönd eins varnarmanna svissneska liðsins, en ekkert var dæmt. 13.6.2006 16:51
Fær formlegt leyfi frá Chelsea til að ræða við Barcelona Chelsea hefur gefið Eiði Smára Guðjohnsen formlegt leyfi til að hefja samningaviðræður við spænsku meistarana Barcelona, en fréttatilkynning þess efnis var að birtast á heimasíðu félagsins. Það er því ljóst að landsliðsfyrirliðinn er kominn langt á veg með að ganga til liðs við Evrópumeistaranna. 13.6.2006 16:34
Jón Eðvaldsson tekur við kvennaliði Keflavíkur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ráðið Jón Halldór Eðvaldsson sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins. Samningurinn er til tveggja ára og honum til aðstoðar verður Agnar Mál Gunnarsson. Jón hefur áður verið við þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. 13.6.2006 16:27
Larsson getur komist í metabækurnar Framherjinn sterki Henrik Larsson í sænska landsliðinu getur heldur betur skráð nafn sitt í sænskar sögubækur á fimmtudaginn þegar liðið mætir Paragvæ í b-riðlinum. Larsson mun að öllum líkindum jafna sænska landsleikjametið á HM þegar hann spilar sinn 11. leik fyrir Svía á þeim vettvangi og skori hann í leiknum, jafnar hann met Kennet Andersson yfir flest mörk skoruð á HM. Anderson skoraði 5 mörk á sínum tíma en Larsson og fimm aðrir leikmenn hafa skorað 4 mörk á HM. 13.6.2006 16:15
Góðar líkur á að Eiður Smári fari til Barcelona Arnór Guðjónssen, umboðsmaður Eiðs Smára Guðjónsen, er nú á leið til Barcelona til fundar við forráðamenn Barcelona. Samkvæmt heimildum NFS eru góðar líkur á að samningar séu um það bil að takst um það að Eiður Smári spili á næstu leiktíð fyrir Barcelona. 13.6.2006 15:34
Leikur Frakka og Svisslendinga að hefjast Nú styttist í að leikur Frakka og Svisslendinga í G-riðli HM fari að hefjast og er hann í beinni útsendingu á Sýn eins og allir aðrir leikir í keppninni. Fabien Barthez stendur í marki Frakka og Thierry Henry er einn í framlínunni, en hann nýtur góðs stuðnings frá þeim Zidane, Ribery og Wiltord á miðjunni. 13.6.2006 15:30
Peter Taylor tekur við Palace Crystal Palace hefur ráðið Peter Taylor sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en Taylor er þjálfari U-21 árs liðs Englendinga og stýrði áður liði Hull City. Talið er að Taylor hafi orðið fyrir valinu eftir að Graeme Souness dró sig til baka úr viðræðum við félagið, en Mike Newell hjá Luton hafði einnig verið orðaður við starfið. Taylor tekur því við Palace af Ian Dowie sem er tekinn við Charlton í úrvalsdeildinni. 13.6.2006 15:13
Suður-Kórea lagði Tógó Suður-Kóreumenn lögðu Tógó 2-1 í leik liðanna í g-riðli HM í dag. Tógó hafði yfir í hálfleik með marki frá Mohammed Kadar, en Kóreumennirnir skoruðu tvívegis í þeim síðari gegn aðeins 10 leikmönnum Afríkuliðsins. 13.6.2006 15:01
Þriðji leikur Miami og Dallas í kvöld Þriðji leikur Miami Heat og Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn verður á dagskrá Sýnar klukkan eitt efir miðnætti í nótt. Framherjinn Udonis Haslem hjá Miami verður líklega í byrjunarliði Miami, en óvíst var talið að hann gæti spilað eftir að hann meiddist illa á öxl í síðasta leik. Dallas vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum, en næstu leikir fara fram í Miami. 13.6.2006 14:45
Stjóri McLaren ánægður með Alonso Martin Whitmarsh, stjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist gríðarlega ánægður með frábæran árangur heimsmeistarans undir merkjum Renault það sem af er tímabili, en Alonso hefur sem kunnugt er gert samning við McLaren frá og með næsta keppnistímabili. 13.6.2006 14:15
Tógó yfir í hálfleik Spútniklið Tógó hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Suður-Kóreu í viðureign liðanna í g-riðli sem hófst klukkan 13 og er í beinni á Sýn. Það var Mohammed Kader sem skoraði markið á 31. mínútu með glæsilegri afgreiðslu, en Kóreumennirnir virðast vera á hælunum og þurfa að endurskoða sinn leik ef þeir ætla að ná í stig í dag. 13.6.2006 13:52
Verðum að stöðva Dwight Yorke David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að helsta markmið félaga sinna í leiknum gegn Trinidad og Tobago á fimmtudaginn verði að halda aftur af fyrrum félaga hans hjá Manchester United, hinum magnaða Dwight Yorke. 13.6.2006 13:34
Ólíklegt að Rooney spili gegn Trinidad Nú þykir frekar ólíklegt að Wayne Rooney snúi aftur í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Trinidad á fimmtudaginn eins og talað hefur verið um í gær og í morgun. Forráðamönnum enska liðsins þykir ekki heppilegt að taka þá áhættu í leik gegn liði sem Englendingar ættu vel að geta unnið án hans. Læknum Manchester United hefur verið lofað að fá að skoða Rooney áður en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir landsliðið. 13.6.2006 13:26
Mourinho ber ekki virðingu fyrir Robben Serbneski landsliðsmaðurinn Mateja Kezman gagnrýnir fyrrum stjóra sinn hjá Chelsea, Jose Mourinho, fyrir að láta hollenska vængmanninn Arjen Robben ekki spila meira hjá Chelsea. Kezman lét hafa þetta eftir sér eftir að Robben fór illa með Serbana í viðureign liðanna á HM á dögunum. 13.6.2006 13:19
Meiðslin ekki jafn alvarleg og óttast var Nú er útlit fyrir að framherjinn stóri Jan Koller í liði Tékka gæti jafnvel spilað meira með liðinu á HM eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í gær eru ekki eins alvarleg og óttast var. Koller meiddist á læri eftir að hafa skorað fyrsta mark Tékka í sigrinum á Bandaríkjamönnum í gær og óttast var að hann missti af restinni af mótinu, en nú er komið í ljós að hann gæti náð sér á um viku. 13.6.2006 13:09
Beðið eftir staðfestum fréttum Breskir fjölmiðlar eru uppfullir af því í dag að nú sé aðeins tímaspursmál hvenær íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Barcelona, en enn sem fyrr hefur ekkert fengist staðfest í þeim efnum. Spænskir fjölmiðlar eru þó löngu búnir að fullyrða að félagaskiptin séu allt nema frágengin. 13.6.2006 13:03
Suður-Kórea - Tógó að hefjast Leikur Suður-Kóreu og Tógó í G-riðli á HM er að hefjast nú klukkan 13 og er í beinni útsendingu á Sýn. Otto Pfister stýrir liði Tógó í dag, en hefur snúið aftur eftir að hafa sagt starfi sínu lausu um helgina. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan. 13.6.2006 12:45
Cannavaro þriðji leikreyndasti landsliðsmaðurinn Fabio Cannavaro náði þeim áfanga í leiknum við Gana í gær að verða þriðji leikjahæsti ítalski landsliðsmaðurinn frá upphafi þegar hann spilaði sinn 94. leik á ferlinum og var jafnframt fyrirliði liðsins. Aðeins Paolo Maldini (126) og markvörðurinn Dino Zoff (112) hafa spilað fleiri landsleiki en Cannavaro, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir þá bláu árið 1997. 13.6.2006 11:54
Ítalir taplausir í 19 leikjum Sigur Ítala á Gana í gær markaði 19. leikinn í röð sem liðið spilar án þess að tapa. Aðeins einu sinni áður í sögu ítalska landsliðsins hefur það spilað fleiri leiki í röð án þess að tapa, en það var fyrir 70 árum síðan. 13.6.2006 11:40
Ballack verður með á morgun Michael Ballack, fyrirliði þjóðverja mun verða með liði sínum á morgun er það spilar við Pólverja í 2 umferðinni á HM. Ballack var ekki með liði sínum í opnunarleiknum við Kosta Ríka á föstudaginn þar sem hann hafði ekki náð sér að fullu af meiðslum. 13.6.2006 11:33
Vidic gæti misst af HM Varnarmaðurinn Nemanja Vidic frá Manchester United gæti misst af heimsmeistaramótinu eftir að hann meiddist illa á hné á æfingu serbneska landsliðsins í gær. Vidic tók út leikbann í fyrsta leik Serba á mótinu og því er útlit fyrir að hann nái ekki að spila einn einasta leik í keppninni. 13.6.2006 11:30
Ekki ánægður með að hafa verið skipt útaf Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals var ekki sáttur er hann var tekinn af velli í leiknum við Angóla á sunnudaginn en Portúgalar unnu þessa fyrrum nýlendu sína 1-0. Fyrirfram var búist við mun stærri sigri Portúgala. Ronaldo náði ekki að setja sitt mark á þennan leik og uppskar til að mynda gult spjald. 13.6.2006 11:27
Ósáttir við reykingar þjálfara Mexico Forráðamenn FIFA eru ekki ánægðir með Ricardo Lavolpe, þjálfara Mexico en hann fékk sér sígarettu á meðan leik liðsins stóð gegn Íran á sunnudagskvöldið. 13.6.2006 11:17