Fleiri fréttir Pfister snýr aftur á bekkinn Hinn þýski Otto Pfister hefur nú hætt við að hætta að þjálfa landslið Tógó á HM og mun stýra liðinu gegn Suður-Kóreu á morgun. Pfister hætti um helgina eftir að launadeila kom upp milli leikmanna og knattspyrnusambandsins, en hefur nú snúið aftur eftir að hann fékk bréf frá forseta knattspyrnusambandsins sem bað hann að endurskoða ákvörðun sína. 12.6.2006 15:16 Frábær sigur Ástrala Ástralir unnu dramatískan sigur á Japönum í opnunarleik f-riðilsins á HM í dag. Shunsuke Yakamura kom Japan yfir í fyrri hálfleik þegar fyrirgjöf hans skoppaði í net Ástrala, en varamaðurinn Tim Cahill var hetja liðsins og skoraði tvö mörk á fimm mínútum í lokin. John Aloisi bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma. 12.6.2006 15:05 Roy Keane leggur skóna á hilluna Knattspyrnugoðsögnin Roy Keane hjá Glasgow Celtic hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla á mjöðm. Keane gerði garðinn frægan hjá Manchester United lengst af á ferlinum og vann alla titla þá titla sem knattspyrnumanni standa til boða með liðinu. Keane verður minnst sem eins af betri leikmönnum í sögu Manchester United og ensku úrvalsdeildarinnar. 12.6.2006 13:24 Leikmenn Englands óánægðir með skiptingarnar Leikmenn enska landsliðsin voru síður en svo ánægðir með skiptingarnar sem að Sven Göran Erikson gerði í leiknum gegn Paragvæ á föstudaginn. Leikmennirnir voru bæði hissa og ráðvilltir yfir ákvörðunum Sven Görans og sást það greinilega í andlitum þeirra þegar skiptingarnar áttu sér stað. 12.6.2006 12:45 Keane leggur skóna á hilluna Roy Keane hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann hefur átt í erfiðleikum með að hrista af sér meiðsli á mjöðm sem hafa verið að hrjá hann á undanförnu tímabili. 12.6.2006 12:41 Athyglisverðir leikir á dagskrá Þrír leikir eru á dagskrá á HM í dag. Ástralía spilar við Japan klukkan 13.00. Klukkan 16.00 mætast svo Tékkar og Bandaríkjamenn. Dagurinn endar svo með leik Ítalíu og Ghana klukkan 19.00. 12.6.2006 10:28 Dallas valtaði yfir Miami Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. 12.6.2006 05:41 Figo, þú sem ert á himnum Ég sé hálfvegis eftir því að hafa talað heldur illa um Louis Figo í 442 á Sýn í kvöld, reyndar ekki mjög illa, en við hverju býst maður af sjálfum Frelsaranum, sem steig upp til himna hjá Barcelona, en féll svo í neðra þegar hann fór til Real Madrid. Hann er án efa einn af þeim allra bestu. 12.6.2006 00:03 Dallas - Miami í beinni á Sýn í kvöld Annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Dallas í kvöld. Dallas vann fyrsta leikinn á fimmtudag og eftir leik kvöldsins færist einvígið til Flórída, þar sem næstu þrír leikir fara fram. Leikur kvöldsins verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. 11.6.2006 21:45 FH tapaði fyrstu stigum sínum á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn skipulögðum Blikum í Kópavogi. Daði Lárusson kom heimamönnum yfir með sjálfsmarki um miðbik leiksins, en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir gestina á 70. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundi Sævarssyni vikið af leikvelli og meistararnir töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á leiktíðinni. 11.6.2006 21:04 Portúgalar lögðu Angóla Portúgalar lögðu Angóla 1-0 í lokaleik dagsins í d-riðlinum á HM. Það var Pauleta sem skoraði markið strax í upphafi, en hafi einhver haldið að framhaldið byði upp á markasúpu, átti annað eftir að koma á daginn. Portúgalar og Mexíkóar eru því komnir með 3 stig á toppi riðilsins, en Mexíkó lagði Íran 3-1 fyrr í dag. 11.6.2006 20:51 Hollendingar hvað? Serbarnir voru hálfvolgir í seinni hálfleik, en aldrei sérlega hættulegir og því miður, þegar hægri bakvörðurinn fær gult spjald fyrir að tefja, þá er hart í ári, alger óþarfi, Hollendingar eiga að gera það sem þeir gera best, sækja, sækja, sækja, og spila. 11.6.2006 20:36 Blikar yfir gegn FH Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og FH í Landsbankadeildinni og hafa heimamenn nokkuð óvænt 1-0 forystu. Það var enginn annar en Daði Lárusson, markvörður FH, sem skoraði markið sem skilur liðin að, þegar hann sló knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu Blika. Íslandsmeistararnir hafa verið meira með knöttinn í hálfleiknum, en Blikar leika skipulagðan varnarleik. 11.6.2006 20:04 Portúgal yfir í hálfleik Portúgalar hafa yfir 1-0 gegn Angóla þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í d-riðlinum á HM. Það var Pauleta sem skoraði mark portúgalska liðsins strax á 4. mínútu, en Portúgalarnir hafa verið mun sterkari í hálfleiknum. 11.6.2006 19:48 Powell jafnaði heimsmetstímann Spretthlauparinn Asafa Powell jafnaði heimsmet sitt og Justin Gatlin í 100 metra hlaupi í Gateshead á Englandi í dag þegar hann hljóp vegalengdina á 9,77 sekúndum. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Powell nær þessum tíma og er einvígi þeirra tveggja þann 28. júlí nk því beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. 11.6.2006 19:22 Portúgalskt mark eftir aðeins fjórar mínútur Það stefnir í langt og erfitt kvöld fyrir Angólamenn því Portúgalar eru komnir í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur í leik þjóðanna í D-riðli HM í knattspyrnu. Markið skoraði Pauleta eftir frábæran undirbúning Luis Figo en Pauleta var líka kominn einn í gegn eftir aðeins 15 sekúndur. Portúgalir eru líklegir til þess að skora mörg mörk í þessum leik haldi þeir áfram af sama krafti það sem eftir er leiksins. 11.6.2006 19:03 Þórður Þorgeirsson sigraði A flokk gæðinga á úrtökumóti Geysis Þórður Þorgeirsson sigraði A flokk gæðinga á úrtökumóti Geysis, Sindra, Smára og Loga sem fram fór um helgina með 8,60 í einkunn. Ævar Örn Guðjónsson varð í öðru sæti á Bergþóri frá Feti með 8,48. Ísleifur Jónasson sigraði B flokk á Röðli frá Kálfholti með 8,78 og Árni Björn Pálsson hafnaði í öðru sæti á Tign frá Teigi ll með einkunina 8,59. Maríanna Magnúsdóttir sigraði Ungmennaflokk með einkunina 8,43 á Tý frá Þúfu og Helga Björk Helgadóttir varð í öðru sæti á Eydísi frá Djúpadal með 8,43. 11.6.2006 18:39 Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram? Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína. 11.6.2006 18:35 Nauðsynlegt að vinna fyrsta leikinn Portúgalar taka á móti Angóla í lokaleik dagsins á HM í Þýskalandi. Þetta er seinni leikur dagsins í D-riðli en Mexíkó vann Íran 3-1 fyrr í dag í sama riðli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Sýn. Þjálfari Portúgala Luis Felipe Scolari segir nauðsynlegt að liðið vinni fyrsta leikinn. 11.6.2006 18:26 Ennþá ósigraðir undir stjórn Marco Van Basten Hollendingar hafa ekki tapað alvöru landsleik undir stjórn Marco Van Basten. Hollenska liðið sem vann Serbíu og Svartfjallaland 1-0 í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi, hefur nú spilað 13 leiki undir stjórn Van Basten í undan- og úrslitakeppni HM, unnið 11 og gert 2 jafntefli. Markatalan í þessum 13 leikjum er 28-3 Hollendingunum í vil. 11.6.2006 18:02 Mexíkóbúar unnu Írani með tveimur mörkum Mexíkó vann Íran 3-1 í fyrsta leik D-riðils á HM í Þýskalandi en Mexíkóbúar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu 15 mínútum leiksins. Omar Bravo skoraði tvö marka Mexíkó í leiknum og var valinn maður leiksins en varamaðurinn Antonio Zinha átti þó mikinn þátt í sigrinum því hann kom inn á í hálfleik, lagði upp seinna mark Bravo og skoraði síðan þriðja markið sem innsiglaði sigurinn. 11.6.2006 17:52 Vorum búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur "Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. 11.6.2006 17:46 Á eftir að ráðast á síðustu mínútunum í Höllinni "Þetta var frábært og ég er mjög sáttur. Vörnin var frábær, Birkir í markinu var líka flottur og nýtingin í sókninni var góð og það gekk eigilega allt upp hjá okkur," sagði fyrirliðinn Ólafur Stefánsson fyrir íslenska handboltalandsliðsins í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir leik. Ísland vann glæsilegan fjögurra marka sigur, 32-28, og er í góðum málum fyrir seinni leikinn um næstu helgi. 11.6.2006 17:22 Tölfræðin úr sigrinum glæsilega á Svíum Íslenska landsliðið vann stórglæsilegan fjögurra marka sigur á Svíum, 32-28, í Globen í dag en þetta var fyrri umspilsleikur þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Íslenska landsliðið vann síðustu ellefu mínútur leiksins 8-2 þar sem Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur af sex mörkum sínum í leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk þar af 5 úr vítum. 11.6.2006 17:01 Frábær sigur á Svíum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann frækinn sigur á Svíum á útivelli í dag 32-28 og er því komið í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn sem verður hér heima á þjóðhátíðardaginn. Sigurvegarinn í einvígi liðanna tryggir sér sæti á HM í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk. 11.6.2006 16:38 Nadal lagði Federer í úrslitum Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal sigraði Roger Federer í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag 1-6, 6-1, 6-4 og 7-6 og eyðilagði þar með draum Federer um að hreppa alla fjóra stóru titlana. Nadal hefur því unnið alla 14 leikina sem hann hefur spilað á Roland Garros á ferlinum. 11.6.2006 16:26 Aftur frestað í Eyjum Leik ÍBV og KR í Landsbankadeild karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í dag, hefur enn á ný verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn hefur verið færður þangað til annað kvöld klukkan 19:15. 11.6.2006 16:21 KR-ingar á eftir fyrsta deildarsigrinum í Eyjum síðan 1997 Leikur ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem var frestað í gær vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Vestmannaeyja, hefur verið settur á klukkan 19:15 á morgun á Hásteinsvellinum. KR-ingar hafa ekki unnið deildarleik í Eyjum síðan 1997 og Eyjamenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbankadeildinni. 11.6.2006 16:00 Jafnt í hálfleik Globen Staðan í fyrri leik Íslendinga og Svía um laust sæti á HM í handbolta er jöfn 13-13 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Globen í Stokkhólmi. Svíar höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn, en þrátt fyrir nokkuð mótlæti tókst íslensku stráknum að jafna í blálokin með miklu harðfylgi. 11.6.2006 15:47 Mexíkó - Íran hefst klukkan 16 Næsti leikur á dagskrá á HM er viðureign Mexíkóa og Írana í d-riðli mótsins. Byrjunarliðin eru klár og þar ber hæst að markvörðurinn Oswaldo Sanchez stendur í marki Mexíkóa, en hann flaug aftur til heimalands síns á fimmtudaginn vegna andláts föður síns. 11.6.2006 15:32 Auðvelt hjá Alonso Heimsmeistarinn Fernando Alonso heldur sínu striki á toppi stigakeppni ökumanna í formúlu 1, en í dag vann hann yfirburðasigur í breska kappakstrinum á Silverstone-brautinni. Alonso var í leiddi keppnina alla hringina utan einn og hefur náð 23 stiga forskoti á næsta mann Michael Schumacher, sem hafnaði í öðru sæti í dag. 11.6.2006 15:17 Hollendingar lögðu Serba Hollendingar byrja heimsmeistaramótið í knattspyrnu ágætlega og í dag vann liðið opnunarleik sinn í hinum magnaða c-riðli gegn Serbum og Svartfellingum 1-0. Það var hinn magnaði Arjen Robben sem skoraði sigurmark liðsins á 17. mínútu. Robben var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins og fékk að leika lausum hala á vængnum hjá Hollendingum. 11.6.2006 14:49 Böðullinn hættir á toppnum Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. 11.6.2006 14:03 "Sýnum hvað við getum og vinnum þessa keppni" Steven Gerrard, leikmaður enska landsliðsins segir að enska liðið eigi að sýna úr hverju það er gert og fara fulla á ferð áfram og vinna heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi í sumar. 11.6.2006 13:55 42 ár liðin síðan við unnum Svía í alvörulandsleik Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð að vinna Svía í stórmóti eða undankeppnum þeirra. Hér er verið að tala um Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Ólympíuleika. Eini sigurinn kom á HM í Tékkóslóvakíu fyrir 42 árum síðan þegar íslenska liðið vann 12-10 í riðlakeppninni. Íslensku strákarnir hafa nú tapað 9 "alvöruleikjum" í röð fyrir sænska landsliðinu. Íslenska landsliðið mætir Svíum í Globen í fyrri leik liðanna í undankeppni HM 2007 klukkan 15.00 í dag. 11.6.2006 13:49 Miðjumenn Brasilíu hrósa ensku miðjunni Brasilíumennirnir Kaka og Emerson gáfu það út eftir fyrsta leik Englendinga í Þýskalandi að þeir teldu liðið hafa eina bestu miðju á að skipa í mótinu. 11.6.2006 13:48 Holland yfir í hálfleik Hollendingar hafa yfir 1-0 gegn Serbum í leik þjóðanna í c-riðli HM. Arjen Robben, leikmaður Chelsea, skoraði markið eftir 17 mínútna leik og hefur verið frábær í fyrri hálfleiknum. 11.6.2006 13:47 Scolari búinn að skrifa undir nýjan samning Þjálfarinn Luiz Felipe Scolari sem gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum árið 2002 hefur framlengt samning sinn við portúgalska knattspyrnusambandið til ársins 2008. 11.6.2006 13:39 Hollendingar komnir yfir Arjen Robben er búinn að koma Hollendingum yfir gegn Serbum og Svartfellingum í fyrsta leik dagsins á HM. Markið kom á 17. mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið þjóðanna í leiknum. 11.6.2006 13:22 Fótbolti er skemmtilegur Það er svo geðveikt hreinlega að sjá Fílabeinstrendinga, líktog einhver kallaði þá í dag, samanber Skagstrendinga, baráttulið og héngu í sterkum Argentínumönnum. Ég hef ekki verið mikill aðdáandi Drogba, en mikið andskoti er maðurinn duglegur á vellinum, og allt liðið raunar, sterkir, leiknir og áræðnir í meira lagi, þeir eiga mikið hrós skilið fyrir að gera þriðja leikinn í kvöld að stórkostlegri skemmtun lengstum. 11.6.2006 02:24 Argentína lagði Fílabeinsstrendinga Argentínumenn lögðu Fílabeinsstrendinga 2-1 í opnunarleik c-riðilsins á HM í kvöld. Argentína var yfir 2-0 í hálfleik eftir að Hernan Crespo og Javier Saviola skoruðu sitt hvort markið, en Didier Drogba minnkaði muninn 10 mínútum fyrir leikslok og setti mikla spennu í leikinn. Lengra komst Afríkuliðið þó ekki að þessu sinni, en ljóst er að lið Fílabeinsstrandarinnar er sýnd veiði en ekki gefin í mótinu. 10.6.2006 20:55 Ólæti heima á Englandi Litlum sögum hefur farið af því á HM enn sem komið er að stuðningsmenn enska landsliðsins hafi verið til vandræða í Þýskalandi. Í dag kom hinsvegar til óláta heima í Lundúnum og í Liverpool þar sem nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman á torgum og fylgst með leik enska liðsins á risaskjá. 10.6.2006 20:20 Svíar ekki sigursælir í opnunarleikjum sínum Sænska landsliðið í knattspyrnu hefur ætið verið hið frambærilegasta en ef sagan er skoðuð, má sjá að gengi liðsins í opnunarleikjum á HM hefur ekki verið sérlega gott. Liðinu mistókst í dag að leggja lægra skrifað lið Trinidad og Tobago og hafa Svíarnir því ekki unnið opnunarleik sinn á HM síðan árið 1958 þegar keppnin var haldin í Svíþjóð. 10.6.2006 20:05 Fullt hús hjá Valsstúlkum Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig. 10.6.2006 19:53 Argentína 2-0 yfir í hálfleik Argentínumenn byrja þessa heimsmeistarakeppni sannarlega betur en þá síðustu, en liðið hefur 2-0 forystu gegn spræku liði Fílabeinsstrandarinnar þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í C-riðlinum. Hernan Crespo kom Argentínu á bragðið og Javier Saviola bætti við öðru marki skömmu fyrir leikhlé. Það var Juan Riquelme sem var arkítektinn að báðum mörkum liðsins. 10.6.2006 19:44 Sjá næstu 50 fréttir
Pfister snýr aftur á bekkinn Hinn þýski Otto Pfister hefur nú hætt við að hætta að þjálfa landslið Tógó á HM og mun stýra liðinu gegn Suður-Kóreu á morgun. Pfister hætti um helgina eftir að launadeila kom upp milli leikmanna og knattspyrnusambandsins, en hefur nú snúið aftur eftir að hann fékk bréf frá forseta knattspyrnusambandsins sem bað hann að endurskoða ákvörðun sína. 12.6.2006 15:16
Frábær sigur Ástrala Ástralir unnu dramatískan sigur á Japönum í opnunarleik f-riðilsins á HM í dag. Shunsuke Yakamura kom Japan yfir í fyrri hálfleik þegar fyrirgjöf hans skoppaði í net Ástrala, en varamaðurinn Tim Cahill var hetja liðsins og skoraði tvö mörk á fimm mínútum í lokin. John Aloisi bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma. 12.6.2006 15:05
Roy Keane leggur skóna á hilluna Knattspyrnugoðsögnin Roy Keane hjá Glasgow Celtic hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla á mjöðm. Keane gerði garðinn frægan hjá Manchester United lengst af á ferlinum og vann alla titla þá titla sem knattspyrnumanni standa til boða með liðinu. Keane verður minnst sem eins af betri leikmönnum í sögu Manchester United og ensku úrvalsdeildarinnar. 12.6.2006 13:24
Leikmenn Englands óánægðir með skiptingarnar Leikmenn enska landsliðsin voru síður en svo ánægðir með skiptingarnar sem að Sven Göran Erikson gerði í leiknum gegn Paragvæ á föstudaginn. Leikmennirnir voru bæði hissa og ráðvilltir yfir ákvörðunum Sven Görans og sást það greinilega í andlitum þeirra þegar skiptingarnar áttu sér stað. 12.6.2006 12:45
Keane leggur skóna á hilluna Roy Keane hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann hefur átt í erfiðleikum með að hrista af sér meiðsli á mjöðm sem hafa verið að hrjá hann á undanförnu tímabili. 12.6.2006 12:41
Athyglisverðir leikir á dagskrá Þrír leikir eru á dagskrá á HM í dag. Ástralía spilar við Japan klukkan 13.00. Klukkan 16.00 mætast svo Tékkar og Bandaríkjamenn. Dagurinn endar svo með leik Ítalíu og Ghana klukkan 19.00. 12.6.2006 10:28
Dallas valtaði yfir Miami Flestir bjuggust við að annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í úrslitarimmu NBA deildarinnar yrði æsispennandi, en annað átti sannarlega eftir að koma á daginn. Dallas-liðið var betra á öllum sviðum leiksins í nótt og vann auðveldan 99-85 sigur og hefur náð 2-0 forystu í einvíginu. 12.6.2006 05:41
Figo, þú sem ert á himnum Ég sé hálfvegis eftir því að hafa talað heldur illa um Louis Figo í 442 á Sýn í kvöld, reyndar ekki mjög illa, en við hverju býst maður af sjálfum Frelsaranum, sem steig upp til himna hjá Barcelona, en féll svo í neðra þegar hann fór til Real Madrid. Hann er án efa einn af þeim allra bestu. 12.6.2006 00:03
Dallas - Miami í beinni á Sýn í kvöld Annar leikur Dallas Mavericks og Miami Heat í lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Dallas í kvöld. Dallas vann fyrsta leikinn á fimmtudag og eftir leik kvöldsins færist einvígið til Flórída, þar sem næstu þrír leikir fara fram. Leikur kvöldsins verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. 11.6.2006 21:45
FH tapaði fyrstu stigum sínum á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að gera sér að góðu 1-1 jafntefli gegn skipulögðum Blikum í Kópavogi. Daði Lárusson kom heimamönnum yfir með sjálfsmarki um miðbik leiksins, en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir gestina á 70. mínútu. Skömmu síðar var Guðmundi Sævarssyni vikið af leikvelli og meistararnir töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á leiktíðinni. 11.6.2006 21:04
Portúgalar lögðu Angóla Portúgalar lögðu Angóla 1-0 í lokaleik dagsins í d-riðlinum á HM. Það var Pauleta sem skoraði markið strax í upphafi, en hafi einhver haldið að framhaldið byði upp á markasúpu, átti annað eftir að koma á daginn. Portúgalar og Mexíkóar eru því komnir með 3 stig á toppi riðilsins, en Mexíkó lagði Íran 3-1 fyrr í dag. 11.6.2006 20:51
Hollendingar hvað? Serbarnir voru hálfvolgir í seinni hálfleik, en aldrei sérlega hættulegir og því miður, þegar hægri bakvörðurinn fær gult spjald fyrir að tefja, þá er hart í ári, alger óþarfi, Hollendingar eiga að gera það sem þeir gera best, sækja, sækja, sækja, og spila. 11.6.2006 20:36
Blikar yfir gegn FH Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og FH í Landsbankadeildinni og hafa heimamenn nokkuð óvænt 1-0 forystu. Það var enginn annar en Daði Lárusson, markvörður FH, sem skoraði markið sem skilur liðin að, þegar hann sló knöttinn í eigið net eftir hornspyrnu Blika. Íslandsmeistararnir hafa verið meira með knöttinn í hálfleiknum, en Blikar leika skipulagðan varnarleik. 11.6.2006 20:04
Portúgal yfir í hálfleik Portúgalar hafa yfir 1-0 gegn Angóla þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í d-riðlinum á HM. Það var Pauleta sem skoraði mark portúgalska liðsins strax á 4. mínútu, en Portúgalarnir hafa verið mun sterkari í hálfleiknum. 11.6.2006 19:48
Powell jafnaði heimsmetstímann Spretthlauparinn Asafa Powell jafnaði heimsmet sitt og Justin Gatlin í 100 metra hlaupi í Gateshead á Englandi í dag þegar hann hljóp vegalengdina á 9,77 sekúndum. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Powell nær þessum tíma og er einvígi þeirra tveggja þann 28. júlí nk því beðið með gríðarlegri eftirvæntingu. 11.6.2006 19:22
Portúgalskt mark eftir aðeins fjórar mínútur Það stefnir í langt og erfitt kvöld fyrir Angólamenn því Portúgalar eru komnir í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur í leik þjóðanna í D-riðli HM í knattspyrnu. Markið skoraði Pauleta eftir frábæran undirbúning Luis Figo en Pauleta var líka kominn einn í gegn eftir aðeins 15 sekúndur. Portúgalir eru líklegir til þess að skora mörg mörk í þessum leik haldi þeir áfram af sama krafti það sem eftir er leiksins. 11.6.2006 19:03
Þórður Þorgeirsson sigraði A flokk gæðinga á úrtökumóti Geysis Þórður Þorgeirsson sigraði A flokk gæðinga á úrtökumóti Geysis, Sindra, Smára og Loga sem fram fór um helgina með 8,60 í einkunn. Ævar Örn Guðjónsson varð í öðru sæti á Bergþóri frá Feti með 8,48. Ísleifur Jónasson sigraði B flokk á Röðli frá Kálfholti með 8,78 og Árni Björn Pálsson hafnaði í öðru sæti á Tign frá Teigi ll með einkunina 8,59. Maríanna Magnúsdóttir sigraði Ungmennaflokk með einkunina 8,43 á Tý frá Þúfu og Helga Björk Helgadóttir varð í öðru sæti á Eydísi frá Djúpadal með 8,43. 11.6.2006 18:39
Heldur sigurganga Íslandsmeistara FH áfram? Íslandsmeistarar FH mæta nýliðum Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 19.15 í sjöttu umferð Landsbankadeild karla og geta með sigri náð átta stiga forustu á toppi deildarinnar. Með sigri mun FH-liðið, fyrst allra liða í sögu tíu liða efstu deildar karla, ná annað árið í röð 18 stigum af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðum Íslandsmósins. Blikar reyna hinsvegar að enda þriggja leikja taphrinu sína. 11.6.2006 18:35
Nauðsynlegt að vinna fyrsta leikinn Portúgalar taka á móti Angóla í lokaleik dagsins á HM í Þýskalandi. Þetta er seinni leikur dagsins í D-riðli en Mexíkó vann Íran 3-1 fyrr í dag í sama riðli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Sýn. Þjálfari Portúgala Luis Felipe Scolari segir nauðsynlegt að liðið vinni fyrsta leikinn. 11.6.2006 18:26
Ennþá ósigraðir undir stjórn Marco Van Basten Hollendingar hafa ekki tapað alvöru landsleik undir stjórn Marco Van Basten. Hollenska liðið sem vann Serbíu og Svartfjallaland 1-0 í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi, hefur nú spilað 13 leiki undir stjórn Van Basten í undan- og úrslitakeppni HM, unnið 11 og gert 2 jafntefli. Markatalan í þessum 13 leikjum er 28-3 Hollendingunum í vil. 11.6.2006 18:02
Mexíkóbúar unnu Írani með tveimur mörkum Mexíkó vann Íran 3-1 í fyrsta leik D-riðils á HM í Þýskalandi en Mexíkóbúar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu 15 mínútum leiksins. Omar Bravo skoraði tvö marka Mexíkó í leiknum og var valinn maður leiksins en varamaðurinn Antonio Zinha átti þó mikinn þátt í sigrinum því hann kom inn á í hálfleik, lagði upp seinna mark Bravo og skoraði síðan þriðja markið sem innsiglaði sigurinn. 11.6.2006 17:52
Vorum búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur "Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. 11.6.2006 17:46
Á eftir að ráðast á síðustu mínútunum í Höllinni "Þetta var frábært og ég er mjög sáttur. Vörnin var frábær, Birkir í markinu var líka flottur og nýtingin í sókninni var góð og það gekk eigilega allt upp hjá okkur," sagði fyrirliðinn Ólafur Stefánsson fyrir íslenska handboltalandsliðsins í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir leik. Ísland vann glæsilegan fjögurra marka sigur, 32-28, og er í góðum málum fyrir seinni leikinn um næstu helgi. 11.6.2006 17:22
Tölfræðin úr sigrinum glæsilega á Svíum Íslenska landsliðið vann stórglæsilegan fjögurra marka sigur á Svíum, 32-28, í Globen í dag en þetta var fyrri umspilsleikur þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. Íslenska landsliðið vann síðustu ellefu mínútur leiksins 8-2 þar sem Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur af sex mörkum sínum í leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk þar af 5 úr vítum. 11.6.2006 17:01
Frábær sigur á Svíum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann frækinn sigur á Svíum á útivelli í dag 32-28 og er því komið í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn sem verður hér heima á þjóðhátíðardaginn. Sigurvegarinn í einvígi liðanna tryggir sér sæti á HM í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur með 7 mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk. 11.6.2006 16:38
Nadal lagði Federer í úrslitum Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal sigraði Roger Federer í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag 1-6, 6-1, 6-4 og 7-6 og eyðilagði þar með draum Federer um að hreppa alla fjóra stóru titlana. Nadal hefur því unnið alla 14 leikina sem hann hefur spilað á Roland Garros á ferlinum. 11.6.2006 16:26
Aftur frestað í Eyjum Leik ÍBV og KR í Landsbankadeild karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í dag, hefur enn á ný verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn hefur verið færður þangað til annað kvöld klukkan 19:15. 11.6.2006 16:21
KR-ingar á eftir fyrsta deildarsigrinum í Eyjum síðan 1997 Leikur ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem var frestað í gær vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Vestmannaeyja, hefur verið settur á klukkan 19:15 á morgun á Hásteinsvellinum. KR-ingar hafa ekki unnið deildarleik í Eyjum síðan 1997 og Eyjamenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbankadeildinni. 11.6.2006 16:00
Jafnt í hálfleik Globen Staðan í fyrri leik Íslendinga og Svía um laust sæti á HM í handbolta er jöfn 13-13 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Globen í Stokkhólmi. Svíar höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn, en þrátt fyrir nokkuð mótlæti tókst íslensku stráknum að jafna í blálokin með miklu harðfylgi. 11.6.2006 15:47
Mexíkó - Íran hefst klukkan 16 Næsti leikur á dagskrá á HM er viðureign Mexíkóa og Írana í d-riðli mótsins. Byrjunarliðin eru klár og þar ber hæst að markvörðurinn Oswaldo Sanchez stendur í marki Mexíkóa, en hann flaug aftur til heimalands síns á fimmtudaginn vegna andláts föður síns. 11.6.2006 15:32
Auðvelt hjá Alonso Heimsmeistarinn Fernando Alonso heldur sínu striki á toppi stigakeppni ökumanna í formúlu 1, en í dag vann hann yfirburðasigur í breska kappakstrinum á Silverstone-brautinni. Alonso var í leiddi keppnina alla hringina utan einn og hefur náð 23 stiga forskoti á næsta mann Michael Schumacher, sem hafnaði í öðru sæti í dag. 11.6.2006 15:17
Hollendingar lögðu Serba Hollendingar byrja heimsmeistaramótið í knattspyrnu ágætlega og í dag vann liðið opnunarleik sinn í hinum magnaða c-riðli gegn Serbum og Svartfellingum 1-0. Það var hinn magnaði Arjen Robben sem skoraði sigurmark liðsins á 17. mínútu. Robben var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins og fékk að leika lausum hala á vængnum hjá Hollendingum. 11.6.2006 14:49
Böðullinn hættir á toppnum Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. 11.6.2006 14:03
"Sýnum hvað við getum og vinnum þessa keppni" Steven Gerrard, leikmaður enska landsliðsins segir að enska liðið eigi að sýna úr hverju það er gert og fara fulla á ferð áfram og vinna heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi í sumar. 11.6.2006 13:55
42 ár liðin síðan við unnum Svía í alvörulandsleik Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð að vinna Svía í stórmóti eða undankeppnum þeirra. Hér er verið að tala um Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Ólympíuleika. Eini sigurinn kom á HM í Tékkóslóvakíu fyrir 42 árum síðan þegar íslenska liðið vann 12-10 í riðlakeppninni. Íslensku strákarnir hafa nú tapað 9 "alvöruleikjum" í röð fyrir sænska landsliðinu. Íslenska landsliðið mætir Svíum í Globen í fyrri leik liðanna í undankeppni HM 2007 klukkan 15.00 í dag. 11.6.2006 13:49
Miðjumenn Brasilíu hrósa ensku miðjunni Brasilíumennirnir Kaka og Emerson gáfu það út eftir fyrsta leik Englendinga í Þýskalandi að þeir teldu liðið hafa eina bestu miðju á að skipa í mótinu. 11.6.2006 13:48
Holland yfir í hálfleik Hollendingar hafa yfir 1-0 gegn Serbum í leik þjóðanna í c-riðli HM. Arjen Robben, leikmaður Chelsea, skoraði markið eftir 17 mínútna leik og hefur verið frábær í fyrri hálfleiknum. 11.6.2006 13:47
Scolari búinn að skrifa undir nýjan samning Þjálfarinn Luiz Felipe Scolari sem gerði Brasilíumenn að heimsmeisturum árið 2002 hefur framlengt samning sinn við portúgalska knattspyrnusambandið til ársins 2008. 11.6.2006 13:39
Hollendingar komnir yfir Arjen Robben er búinn að koma Hollendingum yfir gegn Serbum og Svartfellingum í fyrsta leik dagsins á HM. Markið kom á 17. mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið þjóðanna í leiknum. 11.6.2006 13:22
Fótbolti er skemmtilegur Það er svo geðveikt hreinlega að sjá Fílabeinstrendinga, líktog einhver kallaði þá í dag, samanber Skagstrendinga, baráttulið og héngu í sterkum Argentínumönnum. Ég hef ekki verið mikill aðdáandi Drogba, en mikið andskoti er maðurinn duglegur á vellinum, og allt liðið raunar, sterkir, leiknir og áræðnir í meira lagi, þeir eiga mikið hrós skilið fyrir að gera þriðja leikinn í kvöld að stórkostlegri skemmtun lengstum. 11.6.2006 02:24
Argentína lagði Fílabeinsstrendinga Argentínumenn lögðu Fílabeinsstrendinga 2-1 í opnunarleik c-riðilsins á HM í kvöld. Argentína var yfir 2-0 í hálfleik eftir að Hernan Crespo og Javier Saviola skoruðu sitt hvort markið, en Didier Drogba minnkaði muninn 10 mínútum fyrir leikslok og setti mikla spennu í leikinn. Lengra komst Afríkuliðið þó ekki að þessu sinni, en ljóst er að lið Fílabeinsstrandarinnar er sýnd veiði en ekki gefin í mótinu. 10.6.2006 20:55
Ólæti heima á Englandi Litlum sögum hefur farið af því á HM enn sem komið er að stuðningsmenn enska landsliðsins hafi verið til vandræða í Þýskalandi. Í dag kom hinsvegar til óláta heima í Lundúnum og í Liverpool þar sem nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman á torgum og fylgst með leik enska liðsins á risaskjá. 10.6.2006 20:20
Svíar ekki sigursælir í opnunarleikjum sínum Sænska landsliðið í knattspyrnu hefur ætið verið hið frambærilegasta en ef sagan er skoðuð, má sjá að gengi liðsins í opnunarleikjum á HM hefur ekki verið sérlega gott. Liðinu mistókst í dag að leggja lægra skrifað lið Trinidad og Tobago og hafa Svíarnir því ekki unnið opnunarleik sinn á HM síðan árið 1958 þegar keppnin var haldin í Svíþjóð. 10.6.2006 20:05
Fullt hús hjá Valsstúlkum Valsstúlkur eru enn með fullt hús stiga í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eftir 3-2 útisigur á KR í dag í hörkuleik. Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar, þar sem Valur trjónir á toppnum með 15 stig eftir 5 leiki og markatöluna 29-3. KR er í 4. sætinu með 6 stig. 10.6.2006 19:53
Argentína 2-0 yfir í hálfleik Argentínumenn byrja þessa heimsmeistarakeppni sannarlega betur en þá síðustu, en liðið hefur 2-0 forystu gegn spræku liði Fílabeinsstrandarinnar þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í C-riðlinum. Hernan Crespo kom Argentínu á bragðið og Javier Saviola bætti við öðru marki skömmu fyrir leikhlé. Það var Juan Riquelme sem var arkítektinn að báðum mörkum liðsins. 10.6.2006 19:44