Fleiri fréttir Spilar knattspyrnu með Þór í sumar Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. 2.6.2006 00:01 Michael Ballack gagnrýnir Jurgen Klinsmann Michael Ballack, leikmaður Chelsea og Þýska landsliðsins hefur nú gagnrýnt Jurgen Klinsmann þjálfar Þýskalands. Ballack sagði að þetta gæti ekki gengið svona lengur að spila eins og þeir gerðu á móti Japan. 1.6.2006 22:00 Gary Neville missti af æfingu á þriðjudag Meiðsli í hásin hafa verið að hrjá hann. Neville var tekinn útaf í seinni hálfleik á móti Ungverjum, á Old Trafford á þriðjudag, og kom Jamie Carragher inná í stað Neville. Talsmaður Enska knattspyrnusambandsins sagði „þetta er ekki alvarleg meiðsl, að taka hann útaf var aðeins varúðarráðstöfun“. Neville var eini leikmaður Enska liðsins sem að ekki var á æfingu með liðinu í dag. 1.6.2006 21:30 Hart tekist á í Vetrargarðinum Aflaunasambandið IFSA-Ísland stendur um helgina fyrir keppninni IFSA sterkasti maður Íslands og fer hún fram í Vetrargarðinum í Smáralind. Á meðal keppenda verða Benedikt "Tarfur" Magnússon, Stefán Sölvi Pétursson, Georg Ögmundsson, Guðmundur Otri Sigurðsson, Sigfús Fossdal og Jón Valgeir Williams. 1.6.2006 21:07 Joe Cole dreymir um að lyfta styttunni góðu Joe Cole hefur sagt að hans draumur frá því að hann hóf að horfa á fótbolta hafi verið að lyfta Heimsmeistarabikarnum. „Mín heitasta ósk og minn metnaður núna er að halda á bikarnum. Síðan að ég horfði á HM, á Ítalíu 1990, og sá okkur komast svo nálægt takmarkinu, þá hefur það verið minn draumur að halda á bikarnum,“ sagði Cole. 1.6.2006 21:00 Corrales og Castillo berjast til þrautar Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. 1.6.2006 20:43 Cisse flýgur fugla hæst Úrslitin í síðustu æfingaleikjum fyrir HM eru umhugsunarefni, sérstaklega er skrýtið hvað Sven Göran Eriksson var ánægður eftir leik Englendinga við Unghverja á þriðjudagskvöldi. Þeir unnu 3-1, fínt, tvö mörk úr föstum leikatriðum, Beckham með stórkostlegar aukaspyrnur, og skakki turninn Peter Crouch með það þriðja. 1.6.2006 20:30 „Ég tek vítin“ Frank Lampard leikmaður Enska landsliðsins segir að hann muni áfram taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa mistekist af vítapunktinum í vináttuleik Englendinga og Ungverja. 1.6.2006 20:30 Naumur sigur á Andorra Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri lagði Andorra 2-0 á Skipaskaga í kvöld og er því komið í milliriðil fyrir Evrópumótið í sumar. Þar leikur íslenska liðið við Ítali og Austurríkismenn. Það voru Emil Hallfreðsson og Rúrik Gíslason sem skoruðu mörk íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins í kvöld. 1.6.2006 20:21 Dallas - Phoenix í beinni á Sýn Fimmti leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu í Sýn klukkan 0:30 í nótt. Staðan er 2-2 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar og leikur kvöldsins fer fram í Dallas. 1.6.2006 19:32 Markalaust á Skaganum í hálfleik Staðan í leik Íslands og Andorra í umspilsleik þjóðanna um sæti í lokakeppni EM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Akranesi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, en íslenska liðinu hefur enn ekki tekist að brjóta ísinn í kvöld þrátt fyrir talsverða yfirburði. 1.6.2006 19:17 Brasilíumenn ósáttir við nýja HM boltann Heimsmeistarar Brasilíu hafa átt erfitt með að venjast nýja HM boltanum sem notaður verður á HM í Þýskalandi og hafa látið óánægju sína í ljós við yfirmenn keppninnar. 1.6.2006 18:44 „Við getum unnið HM“ Cesc Fabregas, miðjumaður Arsenal, hefur mikla trú á að spænska landsliðið geti náð langt á HM. Búist er við því að þessi snjalli miðjumaður, sem að átti stórkostlega leiktíð fyrir Arsenal þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall, hefji leik fyrir Spánverja þegar þeir taka á móti Úkraínu í sínum fyrsta leik á HM 14. júní. 1.6.2006 18:30 Peter Crouch vonast eftir sæti í byrjunarliði Englendinga Peter Crouch, framherji Liverpool, vonast til þess að fá tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsins í æfingaleiknum gegn Jamaica á laugardaginn. 1.6.2006 18:21 Lyon hefur áhuga á Cisse Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður frönsku meistaranna í Lyon, útilokar ekki að félagið muni reyna að fá til sín franska framherjann Djibril Cisse frá Liverpool. Cisse er ósáttur í herbúðum Liverpool og hefur óskað eftir því að fá að ganga til liðs við Gerard Houllier og félaga í Lyon, jafnvel þó hann þurfi að taka á sig launalækkun. Það var einmitt Houllier sem fékk Cisse til Liverpool á sínum tíma þegar hann var knattspyrnustjóri í Bítlaborginni. 1.6.2006 18:15 Ribery er ekki til sölu Franska liðið Marseille hefur sent liðum sem eru á höttunum eftir kantmanninum Franck Ribery skýr skilaboð og segja að ekki komi til greina að selja hann. Frönsku meistararnir í Lyon hafa verið hrifnir af leikmanninum og sömu sögu er að segja af Manchester United en Pape Diouf, stjórnarformaður Marseille segir að hann verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. 1.6.2006 17:30 Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2006 Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 14.-16. júlí nk. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum og stefna Gustarar að því að halda glæsilegt mót. Hin þekktu listahjón Baltasar og Kristjana Samper hafa hannað glæsilega verðlaunagripi sem veittir verða fyrir efstu sætin, en þeir eru sannkölluð listaverk og verða aðeins framleiddir í takmörkuðu magni. 1.6.2006 16:51 Arsenal borið þungum sökum Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hafið opinbera rannsókn eftir að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sakað um að hafa dælt peningum í smálið í Belgíu með það fyrir augum að láta það ala upp fyrir sig afríska leikmenn. Ef Arsenal verður fundið sekt um peningaþvott af þessu tagi má reikna með að félaginu yrði jafnvel vísað úr meistaradeildinni á næstu leiktíð. 1.6.2006 16:49 Líður eins og dauðadæmdum manni Larry Brown, þjálfari New York Knicks í NBA, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann stýrir nú æfingabúðum liðsins í borginni og undirbýr það fyrir næsta tímabil, en þegar hann hitti blaðamenn að máli í byrjun vikunnar var ekki gott hljóð í honum. 1.6.2006 16:30 Rossi framlengir við Yamaha Mótorhjólagoðsögnin Valentino Rossi hefur framlengt samning sinn við Yamaha-lið sitt um eitt ár og tekur þar með af allan vafa um framtíð sína á kappakstursbrautinni. Rossi hefur lengi verið orðaður við Ferrari-liðið í Formúlu 1, en nú er ljóst að hinn 27 ára, sjöfaldi heimsmeistari verður áfram á mótorhjóli. 1.6.2006 16:15 Messi ánægður með batann Argentínski miðjumaðurinn Lionel Messi segist vera fullur sjálftrausts er Heimsmeistarakeppnin í Þýskalandi nálgast óðfluga og gefur í skyn að að hann sé að ná góðum bata á meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarna mánuði. 1.6.2006 15:59 Hilario að lenda hjá Chelsea Portúgalski markvörðurinn Hilario á nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea. Hilario spilaði áður undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto, en þessi þrítugi leikmaður á að verða varamarkvörður þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini. 1.6.2006 15:45 Smicer verður ekki með Tékkum á HM Læknar tékkneska landsliðsins fundu blóðköggul í læri leikmannsins Vladimir Smicer. Þessi 33 ára fyrrverandi leikmaður Liverpool leikur núna í Frakklandi hjá Bordeaux. 1.6.2006 14:52 Neville missti af æfingu Gary Neville, leikmaður Manchester United og enska landsliðsin var ekki á æfingu með landsliðinu í morgun. Leikmaðurinn meiddist lítillega í leiknum við Ungverja á þriðjudaginn. Það er nárinn sem er að angra leikmanninn en læknar enska liðsins segja þetta ekki alvarlegt. 1.6.2006 14:44 Everton að landa Lescott Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur fengið kauptilboð sitt í miðvörðinn unga Joelon Lescott hjá Wolves samþykkt og að öllu óbreyttu gengur hann til liðs við þá bláu fljótlega. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 23 ára gamli leikmaður hefur verið metinn á um 5,5 milljónir punda. 1.6.2006 14:33 Fortune í viðræðum við Celtic Suður-Afríkumaðurinn Quinton Fortune er nú staddur í Glasgow þar sem hann er í viðræðum við meistara Celtic. Fortune var á dögunum látinn fara frá Manchester United, en þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur átt við þrálát meiðsli að stríða að undanförnu. Fortune segist hafa verið nokkuð hrifinn eftir heimsóknina, þar sem hann hitti meðal annars fyrir gamla félaga sinn hjá United, Roy Keane. 1.6.2006 14:27 Boateng semur við Boro Hollenski miðjumaðurinn George Boateng hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Middlesbrough og verður því samningsbundinn liðinu til ársins 2009. Boateng er þrítugur og hefði orðið samningslaus í næsta mánuði. 1.6.2006 14:09 Eriksson telur að enska liðið fari alla leið Þjálfari Enska Landsliðsins Sven-Goran Eriksson, segir að hugsun sín sé skýr og sjálfstraust enska liðsins sé mikið. Eriksson sagði að síðasta tilraun sín hefði tekist vel, enda vannst leikurinn 3-1, gegn Ungverjum. 1.6.2006 09:02 Detroit tórir enn Leikmenn Detroit Pistons hafa ekki sagt sitt síðasta í einvígi sínu við Miami Heat en í nótt vann liðið 91-78 heimasigur í fimmtu viðureign liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og forðaði sér þar með frá því að fara snemma í sumarfrí. 1.6.2006 05:04 Við þorum ekki að lofa neinu Yfirmenn á Wembley þora ekki að lofa því að nýji leikvangurinn verði orðinn fullbúinn fyrir úrslitaleik FA bikarsins í Englandi 2007. Upphaflega átti að vera hægt að leika á vellinum þegar úrslitaleikur keppninnar milli West Ham og Liverpool fór fram fyrir stuttu síðan. 1.6.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Spilar knattspyrnu með Þór í sumar Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. 2.6.2006 00:01
Michael Ballack gagnrýnir Jurgen Klinsmann Michael Ballack, leikmaður Chelsea og Þýska landsliðsins hefur nú gagnrýnt Jurgen Klinsmann þjálfar Þýskalands. Ballack sagði að þetta gæti ekki gengið svona lengur að spila eins og þeir gerðu á móti Japan. 1.6.2006 22:00
Gary Neville missti af æfingu á þriðjudag Meiðsli í hásin hafa verið að hrjá hann. Neville var tekinn útaf í seinni hálfleik á móti Ungverjum, á Old Trafford á þriðjudag, og kom Jamie Carragher inná í stað Neville. Talsmaður Enska knattspyrnusambandsins sagði „þetta er ekki alvarleg meiðsl, að taka hann útaf var aðeins varúðarráðstöfun“. Neville var eini leikmaður Enska liðsins sem að ekki var á æfingu með liðinu í dag. 1.6.2006 21:30
Hart tekist á í Vetrargarðinum Aflaunasambandið IFSA-Ísland stendur um helgina fyrir keppninni IFSA sterkasti maður Íslands og fer hún fram í Vetrargarðinum í Smáralind. Á meðal keppenda verða Benedikt "Tarfur" Magnússon, Stefán Sölvi Pétursson, Georg Ögmundsson, Guðmundur Otri Sigurðsson, Sigfús Fossdal og Jón Valgeir Williams. 1.6.2006 21:07
Joe Cole dreymir um að lyfta styttunni góðu Joe Cole hefur sagt að hans draumur frá því að hann hóf að horfa á fótbolta hafi verið að lyfta Heimsmeistarabikarnum. „Mín heitasta ósk og minn metnaður núna er að halda á bikarnum. Síðan að ég horfði á HM, á Ítalíu 1990, og sá okkur komast svo nálægt takmarkinu, þá hefur það verið minn draumur að halda á bikarnum,“ sagði Cole. 1.6.2006 21:00
Corrales og Castillo berjast til þrautar Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. 1.6.2006 20:43
Cisse flýgur fugla hæst Úrslitin í síðustu æfingaleikjum fyrir HM eru umhugsunarefni, sérstaklega er skrýtið hvað Sven Göran Eriksson var ánægður eftir leik Englendinga við Unghverja á þriðjudagskvöldi. Þeir unnu 3-1, fínt, tvö mörk úr föstum leikatriðum, Beckham með stórkostlegar aukaspyrnur, og skakki turninn Peter Crouch með það þriðja. 1.6.2006 20:30
„Ég tek vítin“ Frank Lampard leikmaður Enska landsliðsins segir að hann muni áfram taka vítaspyrnur liðsins þrátt fyrir að hafa mistekist af vítapunktinum í vináttuleik Englendinga og Ungverja. 1.6.2006 20:30
Naumur sigur á Andorra Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri lagði Andorra 2-0 á Skipaskaga í kvöld og er því komið í milliriðil fyrir Evrópumótið í sumar. Þar leikur íslenska liðið við Ítali og Austurríkismenn. Það voru Emil Hallfreðsson og Rúrik Gíslason sem skoruðu mörk íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins í kvöld. 1.6.2006 20:21
Dallas - Phoenix í beinni á Sýn Fimmti leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu í Sýn klukkan 0:30 í nótt. Staðan er 2-2 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar og leikur kvöldsins fer fram í Dallas. 1.6.2006 19:32
Markalaust á Skaganum í hálfleik Staðan í leik Íslands og Andorra í umspilsleik þjóðanna um sæti í lokakeppni EM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Akranesi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, en íslenska liðinu hefur enn ekki tekist að brjóta ísinn í kvöld þrátt fyrir talsverða yfirburði. 1.6.2006 19:17
Brasilíumenn ósáttir við nýja HM boltann Heimsmeistarar Brasilíu hafa átt erfitt með að venjast nýja HM boltanum sem notaður verður á HM í Þýskalandi og hafa látið óánægju sína í ljós við yfirmenn keppninnar. 1.6.2006 18:44
„Við getum unnið HM“ Cesc Fabregas, miðjumaður Arsenal, hefur mikla trú á að spænska landsliðið geti náð langt á HM. Búist er við því að þessi snjalli miðjumaður, sem að átti stórkostlega leiktíð fyrir Arsenal þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall, hefji leik fyrir Spánverja þegar þeir taka á móti Úkraínu í sínum fyrsta leik á HM 14. júní. 1.6.2006 18:30
Peter Crouch vonast eftir sæti í byrjunarliði Englendinga Peter Crouch, framherji Liverpool, vonast til þess að fá tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsins í æfingaleiknum gegn Jamaica á laugardaginn. 1.6.2006 18:21
Lyon hefur áhuga á Cisse Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður frönsku meistaranna í Lyon, útilokar ekki að félagið muni reyna að fá til sín franska framherjann Djibril Cisse frá Liverpool. Cisse er ósáttur í herbúðum Liverpool og hefur óskað eftir því að fá að ganga til liðs við Gerard Houllier og félaga í Lyon, jafnvel þó hann þurfi að taka á sig launalækkun. Það var einmitt Houllier sem fékk Cisse til Liverpool á sínum tíma þegar hann var knattspyrnustjóri í Bítlaborginni. 1.6.2006 18:15
Ribery er ekki til sölu Franska liðið Marseille hefur sent liðum sem eru á höttunum eftir kantmanninum Franck Ribery skýr skilaboð og segja að ekki komi til greina að selja hann. Frönsku meistararnir í Lyon hafa verið hrifnir af leikmanninum og sömu sögu er að segja af Manchester United en Pape Diouf, stjórnarformaður Marseille segir að hann verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. 1.6.2006 17:30
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2006 Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 14.-16. júlí nk. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum og stefna Gustarar að því að halda glæsilegt mót. Hin þekktu listahjón Baltasar og Kristjana Samper hafa hannað glæsilega verðlaunagripi sem veittir verða fyrir efstu sætin, en þeir eru sannkölluð listaverk og verða aðeins framleiddir í takmörkuðu magni. 1.6.2006 16:51
Arsenal borið þungum sökum Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hafið opinbera rannsókn eftir að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sakað um að hafa dælt peningum í smálið í Belgíu með það fyrir augum að láta það ala upp fyrir sig afríska leikmenn. Ef Arsenal verður fundið sekt um peningaþvott af þessu tagi má reikna með að félaginu yrði jafnvel vísað úr meistaradeildinni á næstu leiktíð. 1.6.2006 16:49
Líður eins og dauðadæmdum manni Larry Brown, þjálfari New York Knicks í NBA, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann stýrir nú æfingabúðum liðsins í borginni og undirbýr það fyrir næsta tímabil, en þegar hann hitti blaðamenn að máli í byrjun vikunnar var ekki gott hljóð í honum. 1.6.2006 16:30
Rossi framlengir við Yamaha Mótorhjólagoðsögnin Valentino Rossi hefur framlengt samning sinn við Yamaha-lið sitt um eitt ár og tekur þar með af allan vafa um framtíð sína á kappakstursbrautinni. Rossi hefur lengi verið orðaður við Ferrari-liðið í Formúlu 1, en nú er ljóst að hinn 27 ára, sjöfaldi heimsmeistari verður áfram á mótorhjóli. 1.6.2006 16:15
Messi ánægður með batann Argentínski miðjumaðurinn Lionel Messi segist vera fullur sjálftrausts er Heimsmeistarakeppnin í Þýskalandi nálgast óðfluga og gefur í skyn að að hann sé að ná góðum bata á meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarna mánuði. 1.6.2006 15:59
Hilario að lenda hjá Chelsea Portúgalski markvörðurinn Hilario á nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea. Hilario spilaði áður undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto, en þessi þrítugi leikmaður á að verða varamarkvörður þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini. 1.6.2006 15:45
Smicer verður ekki með Tékkum á HM Læknar tékkneska landsliðsins fundu blóðköggul í læri leikmannsins Vladimir Smicer. Þessi 33 ára fyrrverandi leikmaður Liverpool leikur núna í Frakklandi hjá Bordeaux. 1.6.2006 14:52
Neville missti af æfingu Gary Neville, leikmaður Manchester United og enska landsliðsin var ekki á æfingu með landsliðinu í morgun. Leikmaðurinn meiddist lítillega í leiknum við Ungverja á þriðjudaginn. Það er nárinn sem er að angra leikmanninn en læknar enska liðsins segja þetta ekki alvarlegt. 1.6.2006 14:44
Everton að landa Lescott Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur fengið kauptilboð sitt í miðvörðinn unga Joelon Lescott hjá Wolves samþykkt og að öllu óbreyttu gengur hann til liðs við þá bláu fljótlega. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 23 ára gamli leikmaður hefur verið metinn á um 5,5 milljónir punda. 1.6.2006 14:33
Fortune í viðræðum við Celtic Suður-Afríkumaðurinn Quinton Fortune er nú staddur í Glasgow þar sem hann er í viðræðum við meistara Celtic. Fortune var á dögunum látinn fara frá Manchester United, en þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur átt við þrálát meiðsli að stríða að undanförnu. Fortune segist hafa verið nokkuð hrifinn eftir heimsóknina, þar sem hann hitti meðal annars fyrir gamla félaga sinn hjá United, Roy Keane. 1.6.2006 14:27
Boateng semur við Boro Hollenski miðjumaðurinn George Boateng hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Middlesbrough og verður því samningsbundinn liðinu til ársins 2009. Boateng er þrítugur og hefði orðið samningslaus í næsta mánuði. 1.6.2006 14:09
Eriksson telur að enska liðið fari alla leið Þjálfari Enska Landsliðsins Sven-Goran Eriksson, segir að hugsun sín sé skýr og sjálfstraust enska liðsins sé mikið. Eriksson sagði að síðasta tilraun sín hefði tekist vel, enda vannst leikurinn 3-1, gegn Ungverjum. 1.6.2006 09:02
Detroit tórir enn Leikmenn Detroit Pistons hafa ekki sagt sitt síðasta í einvígi sínu við Miami Heat en í nótt vann liðið 91-78 heimasigur í fimmtu viðureign liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og forðaði sér þar með frá því að fara snemma í sumarfrí. 1.6.2006 05:04
Við þorum ekki að lofa neinu Yfirmenn á Wembley þora ekki að lofa því að nýji leikvangurinn verði orðinn fullbúinn fyrir úrslitaleik FA bikarsins í Englandi 2007. Upphaflega átti að vera hægt að leika á vellinum þegar úrslitaleikur keppninnar milli West Ham og Liverpool fór fram fyrir stuttu síðan. 1.6.2006 00:01