Fleiri fréttir Æfingaleikir fyrir HM Fjölmargir æfingaleikir fóru fram í dag, en nú eru aðeins 12 dagar í að Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu hefjist í Þýskalandi. Þjóðverjar unnu Lúxemborg auðveldlega 7-0 og Frakkar unnu Mexíkó 1-0. 27.5.2006 23:45 Schumacher sendur aftast í rásröðina Michael Schumacher hjá Ferrari þarf að ræsa aftastur í rásröðinni í Mónakókappakstrinum á morgun eftir að hann var fundinn sekur um að hafa viljandi reynt að hindra aðra keppendur á lokahringnum í tímatökum í dag. Það verður því heimsmeistarinn Fernando Alonso sem ræsir fyrstur og á um leið mjög góða möguleika á sínum fyrsta sigri á brautinni á ferlinum. 27.5.2006 21:15 Messi ekki með í opnunarleiknum Undrabarnið Lionel Messi verður líklega ekki með í opnunarleik Argentínumanna á HM í næsta mánuði, en hann er enn að jafna sig af meiðslum á læri. Hann spilaði 15 mínútur fyrir Argentínu í æfingaleik í heimalandinu á dögunum, en á ekki von á að koma við sögu þegar Argentína mætir Fílabeinsströndinni í opnunarleik sínum í C-riðli á HM. 27.5.2006 21:15 Sigfús kvaddi heimavöllinn með stæl Magdeburg komst í kvöld upp að hlið Lemgo í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið lagði nýkrýnda meistara Kiel 37-36 í hörkuleik. Sigfús Sigurðsson átti sinn besta leik fyrir Magdeburg í langan tíma og skoraði 6 mörk í sínum síðasta heimaleik fyrir félagið. Tap Kiel kom í veg fyrir að liðið setti stigamet í úrvalsdeildinni. 27.5.2006 20:39 Huth meiddur Varnarmaðurinn Robert Huth hjá Chelsea meiddist á ökkla í leik Þjóðverja og Lúxemburg í dag og óttast menn að meiðslin gætu reynst nokkuð alvarleg. Huth verður skoðaður betur af læknum þýska liðsins og fer í myndatöku á morgun. Þýska liðið er með æfingabúðir í Sviss og þar verður skorið úr því hvort Huth verður lengi frá vegna meiðslanna, en Michael Ballack gat heldur ekki leikið í dag vegna ökklameiðsla. 27.5.2006 20:15 Haukar lögðu Þór Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Haukar lögðu Þór 1-0 að Ásvöllum í uppgjöri botnliðanna og þá gerðu Leiknir og Víkingur Ólafsvík 3-3 jafntefli í Breiðholtinu. Fram og Fjölnir deila með sér toppsætinu í deildinni að loknum þremur umferðum. 27.5.2006 19:45 Carlton Cole á leið til Tottenham Nú er útlit fyrir að framherjinn ungi Carlton Cole hjá Chelsea gangi í raðir grannliðsins Tottenham á næstu dögum, en hann ræddi við forráðamenn liðsins í gær. Cole er á sölulista hjá Chelsea og talið er að Tottenham muni borga um 2 milljónir punda fyrir hann og bjóða honum fjögurra ára samning. 27.5.2006 19:15 Auðveldur sigur Þjóðverja Þjóðverjar burstuðu Luxemburg 7-0 í æfingaleik þjóðanna í knattspyrnu í Freiburg í dag, en leikurinn var sá fyrsti af þremur í lokaundirbúningi gestgjafanna á HM í sumar. Lukas Podolski, Miroslav Klose og Oliver Neuville skoruðu tvö mörk hver og Torsten Frings skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. 27.5.2006 18:45 Drykkfeldar mæður stjörnuleikmanna til vandræða Mæður stjörnuleikmannanna LeBron James hjá Cleveland og Amare Stoudemire hjá Phoenix eru sonum sínum ekki góðar fyrirmyndir, en þær hlutu báðar dóma fyrir óspektir og ölvunarakstur fyrir helgina. Móðir James slapp með sekt og félagsþjónustu, en móðir Stoudemire þarf að dúsa í fangelsi í þrjú ár eftir ítrekaðan ölvunarakstur. 27.5.2006 17:50 Birgir Leifur í vandræðum í dag Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á þriðja degi áskorendamótsins í Marokkó í dag. Birgir lék á fimm höggum yfir pari í dag og er því á fjórum höggum yfir pari samanlagt á mótinu. 27.5.2006 17:30 Guðjón Valur fór á kostum Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir lið sitt Gummersbach í dag þegar liðið gerði jafntefli 31-31 við Flensburg. Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach í leiknum, en liðið er í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. 27.5.2006 16:50 England mætir heimsliðinu Góðgerðaleikur til styrktar Barnahjálp Sameinuðuþjóðanna verður sýndur í beinni á Sýn klukkan 18:15 í kvöld. Þar mætast úrvalslið Englands og heimsins og í sviðsljósinu verða menn á borð við Maradona, Lothar Matthaus og popparann Robbie Williams. 27.5.2006 16:27 Samningur Boateng tilbúinn Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough bíður nú aðeins eftir því að miðjumaðurinn sterki George Boateng undirriti nýjan samning sem liggur á borðinu fyrir hann. Talið er víst að hinn þrítugi hollenski leikmaður skrifi undir samninginn á næstunni, en núverandi samningur hans rennur út í sumar. Samningaviðræðurnar hafa gengið erfiðlega fram til þessa, en nú vonast félagið til að landa undirskrift hans innan skamms. 27.5.2006 16:15 Ráðist inn á æfingasvæði Brassa Fimm stuðningsmenn brasilíska landsliðsins í knattspyrnu ruddust inn á æfingasvæði liðsins þar sem það er við æfingar í Sviss í gær. Þeir voru fljótlega handsamaðir eftir að hafa fengið faðmlag frá stórstjörnunni Ronaldinho, en landsliðsþjálfarinn Parreira hafði daginn áður hrósað stuðningsmönnunum fyrir prúðmannlega framkomu á meðan á æfingum liðsins stóð. 27.5.2006 16:08 Ungur Belgi á leið til Tottenham Forráðamenn Tottenham Hotspur eru nú nálægt því að ganga frá kaupum á hinum 18 ára gamla varnarmanni Sven Verdonck frá Genk í Belgíu. Viðræður félaganna hafa staðið yfir í rúman mánuð, en leikmaðurinn hafnaði tækifæri til að fara til Englands fyrir nokkrum mánuðum. Talið er víst að Verdonck muni ganga í raðir Tottenham innan tíðar, en stefna Tottenham hefur verið að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum. 27.5.2006 16:00 Morientes semur við Valencia Spænski framherjinn Fernando Morientes hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við forráðamenn Valencia og er því formlega orðinn leikmaður liðsins. Morientes var keyptur frá Liverpool á dögunum og var kaupverðið sagt vera um 3 milljónir punda. 27.5.2006 15:58 Chelsea í viðræðum við Feyenoord Englandsmeistarar Chelsea eru nú í viðræðum við hollenska liðið Feyenoord um hugsanleg kaup á hinum tvítuga sóknarmanni Salomon Kalou frá Fílabeinsströndinni. Forráðamenn hollenska liðsins gáfu Chelsea grænt ljós á að ræða við leikmanninn, en nokkuð ku vera í land með að samningar náist milli félaganna um kaup á Kalou. 27.5.2006 15:38 Umdeildur ráspóll hjá Schumacher Michael Schumacher varð hlutskarpastur í tímatökum fyrir Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 í dag, en sigur hans var mjög umdeildur. Schumacher er sakaður um að hafa viljandi snúið bíl sínum á brautinni í síðasta hringnum til að hindra Fernando Alonso og fleiri sem voru að reyna að bæta tíma hans og rannsókn er hafin á atvikinu. 27.5.2006 15:29 Baros á skotskónum Milan Baros var á skotskónum er Tékkland hitaði upp fyrir Heimsmeistarekeppnina. Tékkar sigruðu Sádí Arabíu 2 - 0. Allar þær þjóðir sem hafa tryggt sér sæti á Heimsmeistarakeppninni hafa spilað nokkra vináttuleiki undanfarið til að slípa allt saman fyrir lokaátökin. 27.5.2006 13:18 AC Milan vill Gallas Að því er fréttir herma þá vilja AC Milan menn fá William Gallas upp í Andriy Schechenko. Talið er að vermiðinn á Schechenko sé um 35 milljónir punda, og er það nokkuð víst að nóg er til í gullkistu Abramovich til þess að reiða þá upphæð fram. 27.5.2006 13:14 Aaron Lennon segist geta orðið leynivopn Englendinga Aaron Lennon segir að hann geti orðið leynivopn Englendinga á HM í Þýskalandi, með því að umturna leiknum er hann kemur inná sem varamaður. 27.5.2006 13:11 Rooney verður að vera þolinmóður segir Ferguson Alex Ferguson hefur sagt Wayne Rooney að hann þurfi að vera varkár nú á meðan að hann reynir að ná fullum bata svo hann geti spilað á HM í næsta mánuði. Rooney mun örugglega missa af riðlakeppninni HM, eftir að skönnun leiddi í ljós að hann getur ekki hafið æfingar fyrr en eftir þrjár vikur í það minnsta. 27.5.2006 13:06 Töltmótaröð Freyfaxa Hans Kjerúlf og Júpíter frá Egilsstaðabæ eu efstir með 20 stig í opnu töltmótaröð Freyfaxa eftir tvö mót af þremur, Sigurður Sveinbjörnsson er í öðru sæti með 13. stig. 27.5.2006 08:07 Forkeppni í A-flokki hjá Fáki Sigurbjörn Bárðarson og Kolskeggur frá Oddhóli hafa nauma forustu eftir forkeppnina í A- flokki gæðinga á MEST gæðingamóti Fáks í gær. 27.5.2006 08:05 Dallas jafnaði gegn Phoenix Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. 27.5.2006 03:53 Ákveður sig eftir HM Hinn magnaði framherji Dirk Kuyt gaf það út í dag að hann tæki ákvörðun um framtíð sína ekki fyrr en eftir HM í sumar. Kuyt er mjög eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni, en hann segist feginn því að vera kominn úr sviðsljósinu og í æfingabúðir hollenska landsliðsins. 26.5.2006 22:15 Stoudemire fetar í fótspor Bryant Framherjinn öflugi Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns þarf að sætta sig við að sitja á bekknum spariklæddur þegar félagar hans spila í úrslitum Vesturdeildarinnar þessa dagana, en þessi efnilegi leikmaður hefur verið meiddur á hné í allan vetur. 26.5.2006 21:30 Andriy Shevchenko fer frá Milan AC Milan mun hefja viðræður við Chelsea eftir að Andriy Shevchenko staðfesti að hann myndi fara frá Milan. Shevchenko hitti forseta Milan, Adriano Galliani, í dag til þess að ræða framtíð sína. Eftir fundinn sagði Shevchenko, "Ég er að fara vegna fjölskylduaðstæðna, þetta er ekki vegna neinna annarra vandamála og ekki vegna peningamála." 26.5.2006 21:28 Zidane segir Frakka geta náð langt á HM Zinedine Zidane segir að Frakkar geti náð langt á HM í næsta mánuði. "Við getum náð langt," sagði Zidane sem mun leika sinn 100. leik fyrir Frakka á móti Mexíkó á laugardag. 26.5.2006 21:22 Kelly framlengir Írski bakvörðurinn Stephen Kelly hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham um eitt ár. Kelly lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íra fyrir skömmu, en talið var líklegt að hann færi frá félaginu í sumar eftir að samningi hans lyki. Kelly getur spilað báðar bakvarðarstöðurnar á vellinum og hefur staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifæri með aðalliði félagsins. 26.5.2006 21:15 Kauptilboð Wigan í Robert Huth samþykkt Fréttavefur BBC greinir frá því nú síðdegis að Englandsmeistarar Chelsea hafi samþykkt 5,5 milljón punda tilboð Wigan í þýska varnarmainninn Robert Huth. Leikmaðurinn er búinn að fá nóg af því að sitja á varamannabekknum hjá Chelsea og vill sjálfur fara til annars liðs á Englandi eða snúa aftur til heimalandsins. Jose Mourinho segir að framtíð hans komist ekki á hreint fyrr en eftir HM í sumar. 26.5.2006 20:15 Everton hækkar tilboð sitt í Johnson Everton hefur nú fetað í fótspor Bolton og Wigan með því að leggja fram 8,5 milljón punda kauptilboð í framherjann Andy Johnson hjá Crystal Palace. Tilboð Everton er þó sagt háð frammistöðu leikmannsins að einhverju leiti og því frábrugðið beinum tilboðum Bolton og Wigan, en ljóst er að baráttan um framherjann er að harðna verulega. Forráðamenn Palace hafa enn ekki samþykkt tilboðið, en hafa þegar samþykkt tilboð hinna tveggja liðanna. 26.5.2006 19:42 Nýr stjóri tilkynntur hjá Charlton eftir helgi Forráðamenn úrvalsdeildarliðs Charlton ætla að tilkynna nýjan knattspyrnustjóra og þjálfarateymi hans þann 30. maí næstkomandi. Fjöldi stjóra hafa nú mætt í viðtal til félagsins og eins og staðan er í dag þykir líklegast að Ian Dowie, fyrrum stjóri Crystal Palace, verði næsti stjóri Lundúnaliðsins. 26.5.2006 19:30 Ólöf úr leik í Frakklandi Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á franska meistaramótinu í golfi eftir að hún leik annan hringinn í dag á 8 höggum yfir pari. Hún var því samtals á 11 höggum yfir pari á mótinu og komst ekki í gegn um niðurskurðinn. 26.5.2006 19:16 Heiðar Davíð náði fjórða sætinu Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hafnaði í fjórða til sjötta sæti á Kinnaborg-mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í dag. Heiðar lék lokadaginn á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á einu höggi undir pari. 26.5.2006 19:11 Morientes ekki orðinn leikmaður Valencia Yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia tók það fram í dag að þó félagið hefði náð samkomulagi við Liverpool um kaup á spænska framherjanum Fernando Morientes, sé hann ekki orðinn leikmaður Valencia ennþá, því enn sé nokkuð í land með að semja um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. 26.5.2006 18:45 Mido fer frá Tottenham Tottenham hefur ákveðið að festa ekki kaup á framherjanum Mido sem verið hefur í láni hjá félaginu frá Roma í rúmt ár. Mido byrjaði vel hjá Tottenham og var orðinn algjör lykilmaður í liðinu áður en hann lenti í erfiðum meiðslum í lok leiktíðar. 26.5.2006 18:01 Staðfestir brottför sína frá Milan Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum. 26.5.2006 17:53 Kveður Arsenal með söknuði Franski miðjumaðurinn Robert Pires, sem leikið hefur með Arsenal síðustu ár en hefur nú gengið til liðs við spænska liðið Villarreal, segist eiga eftir að sakna andrúmsloftsins hjá Arsenal. 26.5.2006 17:30 Rooney ekki með í riðlakeppninni Eftir að hafa látið skanna á sér ökklann í gær hefur komið í ljós að Wayne Rooney getur ekki byrjað að æfa fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 vikur. Þetta þýðir að hann mun að minnsta kosti missa af fyrstu þremur leikjum Englands í keppninni sem eru í riðlakeppninni. Skanna á ökkla Rooney´s á ný 14. júní og þá kemur í ljós hvort hann getur verið með. 26.5.2006 16:52 Áhyggjur af formi Ronaldo´s Brasilía krossleggur fingurna í von um að Ronaldo verði orðinn 100% leikfær fyrir HM. Ronaldo hefur verið að finna fyrir vöðvaverkjum á æfingum Brasilíska liðsins, en Ronaldo segir að smá verkir séu ekki nóg til að stöðva hann í að leggja sig allan fram fyrir landsliðið. 26.5.2006 16:49 Dirk Kuyt ætlar ekki að ákveða sig fyrr en eftir HM Dirk Kuyt sem er eftirsóttur af Liverpool, Newcastle og Tottenham ætlar ekki að ákveða hvert hann mun fara eða hvort hann fari fyrr en eftir HM. Kuyt vill einbeita sér að HM með hollenska landsliðinu og ætlar ekki að láta vangaveltur um framtíð sína spilla fyrir því verkefni. 26.5.2006 16:47 Benites stefnir á að halda Luis Garcia Rafa Benítez kann að hafa selt Fernando Morientes aftur til Spánar og minnkað þar með hóp hinna spænsku leikmanna hjá Liverpool, en hann stefnir á að halda Luis Garcia þrátt fyrir yfirlýsingar spænskra fjölmiðla um að Luis Garcia muni fylgja Morientes til Spánar og verða næsti spænski leikmaðurinn sem Benítez ætli að losa sig við. 26.5.2006 16:45 Richard Dunne semur við City Miðvörðurinn Richard Dunne hefur gert nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Dunne gekk til liðs við félagið árið 2000 og hefur verið lykilmaður þess allar götur síðan. Hann er 27 ára gamall og er í írska landsliðinu. 26.5.2006 16:15 Fyrsti stöðulisti í tölti fyrir LM 2006 Fyrsti stöðulisti vegna þátttökuréttar í tölti á LM 2006 birtist hér. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um breytingar og hann er eingöngu byggður á þeim mótum sem skilað hefur verið inn í tölvukerfið Mótafeng. 26.5.2006 15:47 Sjá næstu 50 fréttir
Æfingaleikir fyrir HM Fjölmargir æfingaleikir fóru fram í dag, en nú eru aðeins 12 dagar í að Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu hefjist í Þýskalandi. Þjóðverjar unnu Lúxemborg auðveldlega 7-0 og Frakkar unnu Mexíkó 1-0. 27.5.2006 23:45
Schumacher sendur aftast í rásröðina Michael Schumacher hjá Ferrari þarf að ræsa aftastur í rásröðinni í Mónakókappakstrinum á morgun eftir að hann var fundinn sekur um að hafa viljandi reynt að hindra aðra keppendur á lokahringnum í tímatökum í dag. Það verður því heimsmeistarinn Fernando Alonso sem ræsir fyrstur og á um leið mjög góða möguleika á sínum fyrsta sigri á brautinni á ferlinum. 27.5.2006 21:15
Messi ekki með í opnunarleiknum Undrabarnið Lionel Messi verður líklega ekki með í opnunarleik Argentínumanna á HM í næsta mánuði, en hann er enn að jafna sig af meiðslum á læri. Hann spilaði 15 mínútur fyrir Argentínu í æfingaleik í heimalandinu á dögunum, en á ekki von á að koma við sögu þegar Argentína mætir Fílabeinsströndinni í opnunarleik sínum í C-riðli á HM. 27.5.2006 21:15
Sigfús kvaddi heimavöllinn með stæl Magdeburg komst í kvöld upp að hlið Lemgo í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið lagði nýkrýnda meistara Kiel 37-36 í hörkuleik. Sigfús Sigurðsson átti sinn besta leik fyrir Magdeburg í langan tíma og skoraði 6 mörk í sínum síðasta heimaleik fyrir félagið. Tap Kiel kom í veg fyrir að liðið setti stigamet í úrvalsdeildinni. 27.5.2006 20:39
Huth meiddur Varnarmaðurinn Robert Huth hjá Chelsea meiddist á ökkla í leik Þjóðverja og Lúxemburg í dag og óttast menn að meiðslin gætu reynst nokkuð alvarleg. Huth verður skoðaður betur af læknum þýska liðsins og fer í myndatöku á morgun. Þýska liðið er með æfingabúðir í Sviss og þar verður skorið úr því hvort Huth verður lengi frá vegna meiðslanna, en Michael Ballack gat heldur ekki leikið í dag vegna ökklameiðsla. 27.5.2006 20:15
Haukar lögðu Þór Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Haukar lögðu Þór 1-0 að Ásvöllum í uppgjöri botnliðanna og þá gerðu Leiknir og Víkingur Ólafsvík 3-3 jafntefli í Breiðholtinu. Fram og Fjölnir deila með sér toppsætinu í deildinni að loknum þremur umferðum. 27.5.2006 19:45
Carlton Cole á leið til Tottenham Nú er útlit fyrir að framherjinn ungi Carlton Cole hjá Chelsea gangi í raðir grannliðsins Tottenham á næstu dögum, en hann ræddi við forráðamenn liðsins í gær. Cole er á sölulista hjá Chelsea og talið er að Tottenham muni borga um 2 milljónir punda fyrir hann og bjóða honum fjögurra ára samning. 27.5.2006 19:15
Auðveldur sigur Þjóðverja Þjóðverjar burstuðu Luxemburg 7-0 í æfingaleik þjóðanna í knattspyrnu í Freiburg í dag, en leikurinn var sá fyrsti af þremur í lokaundirbúningi gestgjafanna á HM í sumar. Lukas Podolski, Miroslav Klose og Oliver Neuville skoruðu tvö mörk hver og Torsten Frings skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. 27.5.2006 18:45
Drykkfeldar mæður stjörnuleikmanna til vandræða Mæður stjörnuleikmannanna LeBron James hjá Cleveland og Amare Stoudemire hjá Phoenix eru sonum sínum ekki góðar fyrirmyndir, en þær hlutu báðar dóma fyrir óspektir og ölvunarakstur fyrir helgina. Móðir James slapp með sekt og félagsþjónustu, en móðir Stoudemire þarf að dúsa í fangelsi í þrjú ár eftir ítrekaðan ölvunarakstur. 27.5.2006 17:50
Birgir Leifur í vandræðum í dag Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á þriðja degi áskorendamótsins í Marokkó í dag. Birgir lék á fimm höggum yfir pari í dag og er því á fjórum höggum yfir pari samanlagt á mótinu. 27.5.2006 17:30
Guðjón Valur fór á kostum Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir lið sitt Gummersbach í dag þegar liðið gerði jafntefli 31-31 við Flensburg. Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach í leiknum, en liðið er í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. 27.5.2006 16:50
England mætir heimsliðinu Góðgerðaleikur til styrktar Barnahjálp Sameinuðuþjóðanna verður sýndur í beinni á Sýn klukkan 18:15 í kvöld. Þar mætast úrvalslið Englands og heimsins og í sviðsljósinu verða menn á borð við Maradona, Lothar Matthaus og popparann Robbie Williams. 27.5.2006 16:27
Samningur Boateng tilbúinn Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough bíður nú aðeins eftir því að miðjumaðurinn sterki George Boateng undirriti nýjan samning sem liggur á borðinu fyrir hann. Talið er víst að hinn þrítugi hollenski leikmaður skrifi undir samninginn á næstunni, en núverandi samningur hans rennur út í sumar. Samningaviðræðurnar hafa gengið erfiðlega fram til þessa, en nú vonast félagið til að landa undirskrift hans innan skamms. 27.5.2006 16:15
Ráðist inn á æfingasvæði Brassa Fimm stuðningsmenn brasilíska landsliðsins í knattspyrnu ruddust inn á æfingasvæði liðsins þar sem það er við æfingar í Sviss í gær. Þeir voru fljótlega handsamaðir eftir að hafa fengið faðmlag frá stórstjörnunni Ronaldinho, en landsliðsþjálfarinn Parreira hafði daginn áður hrósað stuðningsmönnunum fyrir prúðmannlega framkomu á meðan á æfingum liðsins stóð. 27.5.2006 16:08
Ungur Belgi á leið til Tottenham Forráðamenn Tottenham Hotspur eru nú nálægt því að ganga frá kaupum á hinum 18 ára gamla varnarmanni Sven Verdonck frá Genk í Belgíu. Viðræður félaganna hafa staðið yfir í rúman mánuð, en leikmaðurinn hafnaði tækifæri til að fara til Englands fyrir nokkrum mánuðum. Talið er víst að Verdonck muni ganga í raðir Tottenham innan tíðar, en stefna Tottenham hefur verið að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum. 27.5.2006 16:00
Morientes semur við Valencia Spænski framherjinn Fernando Morientes hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við forráðamenn Valencia og er því formlega orðinn leikmaður liðsins. Morientes var keyptur frá Liverpool á dögunum og var kaupverðið sagt vera um 3 milljónir punda. 27.5.2006 15:58
Chelsea í viðræðum við Feyenoord Englandsmeistarar Chelsea eru nú í viðræðum við hollenska liðið Feyenoord um hugsanleg kaup á hinum tvítuga sóknarmanni Salomon Kalou frá Fílabeinsströndinni. Forráðamenn hollenska liðsins gáfu Chelsea grænt ljós á að ræða við leikmanninn, en nokkuð ku vera í land með að samningar náist milli félaganna um kaup á Kalou. 27.5.2006 15:38
Umdeildur ráspóll hjá Schumacher Michael Schumacher varð hlutskarpastur í tímatökum fyrir Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 í dag, en sigur hans var mjög umdeildur. Schumacher er sakaður um að hafa viljandi snúið bíl sínum á brautinni í síðasta hringnum til að hindra Fernando Alonso og fleiri sem voru að reyna að bæta tíma hans og rannsókn er hafin á atvikinu. 27.5.2006 15:29
Baros á skotskónum Milan Baros var á skotskónum er Tékkland hitaði upp fyrir Heimsmeistarekeppnina. Tékkar sigruðu Sádí Arabíu 2 - 0. Allar þær þjóðir sem hafa tryggt sér sæti á Heimsmeistarakeppninni hafa spilað nokkra vináttuleiki undanfarið til að slípa allt saman fyrir lokaátökin. 27.5.2006 13:18
AC Milan vill Gallas Að því er fréttir herma þá vilja AC Milan menn fá William Gallas upp í Andriy Schechenko. Talið er að vermiðinn á Schechenko sé um 35 milljónir punda, og er það nokkuð víst að nóg er til í gullkistu Abramovich til þess að reiða þá upphæð fram. 27.5.2006 13:14
Aaron Lennon segist geta orðið leynivopn Englendinga Aaron Lennon segir að hann geti orðið leynivopn Englendinga á HM í Þýskalandi, með því að umturna leiknum er hann kemur inná sem varamaður. 27.5.2006 13:11
Rooney verður að vera þolinmóður segir Ferguson Alex Ferguson hefur sagt Wayne Rooney að hann þurfi að vera varkár nú á meðan að hann reynir að ná fullum bata svo hann geti spilað á HM í næsta mánuði. Rooney mun örugglega missa af riðlakeppninni HM, eftir að skönnun leiddi í ljós að hann getur ekki hafið æfingar fyrr en eftir þrjár vikur í það minnsta. 27.5.2006 13:06
Töltmótaröð Freyfaxa Hans Kjerúlf og Júpíter frá Egilsstaðabæ eu efstir með 20 stig í opnu töltmótaröð Freyfaxa eftir tvö mót af þremur, Sigurður Sveinbjörnsson er í öðru sæti með 13. stig. 27.5.2006 08:07
Forkeppni í A-flokki hjá Fáki Sigurbjörn Bárðarson og Kolskeggur frá Oddhóli hafa nauma forustu eftir forkeppnina í A- flokki gæðinga á MEST gæðingamóti Fáks í gær. 27.5.2006 08:05
Dallas jafnaði gegn Phoenix Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. 27.5.2006 03:53
Ákveður sig eftir HM Hinn magnaði framherji Dirk Kuyt gaf það út í dag að hann tæki ákvörðun um framtíð sína ekki fyrr en eftir HM í sumar. Kuyt er mjög eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni, en hann segist feginn því að vera kominn úr sviðsljósinu og í æfingabúðir hollenska landsliðsins. 26.5.2006 22:15
Stoudemire fetar í fótspor Bryant Framherjinn öflugi Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns þarf að sætta sig við að sitja á bekknum spariklæddur þegar félagar hans spila í úrslitum Vesturdeildarinnar þessa dagana, en þessi efnilegi leikmaður hefur verið meiddur á hné í allan vetur. 26.5.2006 21:30
Andriy Shevchenko fer frá Milan AC Milan mun hefja viðræður við Chelsea eftir að Andriy Shevchenko staðfesti að hann myndi fara frá Milan. Shevchenko hitti forseta Milan, Adriano Galliani, í dag til þess að ræða framtíð sína. Eftir fundinn sagði Shevchenko, "Ég er að fara vegna fjölskylduaðstæðna, þetta er ekki vegna neinna annarra vandamála og ekki vegna peningamála." 26.5.2006 21:28
Zidane segir Frakka geta náð langt á HM Zinedine Zidane segir að Frakkar geti náð langt á HM í næsta mánuði. "Við getum náð langt," sagði Zidane sem mun leika sinn 100. leik fyrir Frakka á móti Mexíkó á laugardag. 26.5.2006 21:22
Kelly framlengir Írski bakvörðurinn Stephen Kelly hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham um eitt ár. Kelly lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íra fyrir skömmu, en talið var líklegt að hann færi frá félaginu í sumar eftir að samningi hans lyki. Kelly getur spilað báðar bakvarðarstöðurnar á vellinum og hefur staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifæri með aðalliði félagsins. 26.5.2006 21:15
Kauptilboð Wigan í Robert Huth samþykkt Fréttavefur BBC greinir frá því nú síðdegis að Englandsmeistarar Chelsea hafi samþykkt 5,5 milljón punda tilboð Wigan í þýska varnarmainninn Robert Huth. Leikmaðurinn er búinn að fá nóg af því að sitja á varamannabekknum hjá Chelsea og vill sjálfur fara til annars liðs á Englandi eða snúa aftur til heimalandsins. Jose Mourinho segir að framtíð hans komist ekki á hreint fyrr en eftir HM í sumar. 26.5.2006 20:15
Everton hækkar tilboð sitt í Johnson Everton hefur nú fetað í fótspor Bolton og Wigan með því að leggja fram 8,5 milljón punda kauptilboð í framherjann Andy Johnson hjá Crystal Palace. Tilboð Everton er þó sagt háð frammistöðu leikmannsins að einhverju leiti og því frábrugðið beinum tilboðum Bolton og Wigan, en ljóst er að baráttan um framherjann er að harðna verulega. Forráðamenn Palace hafa enn ekki samþykkt tilboðið, en hafa þegar samþykkt tilboð hinna tveggja liðanna. 26.5.2006 19:42
Nýr stjóri tilkynntur hjá Charlton eftir helgi Forráðamenn úrvalsdeildarliðs Charlton ætla að tilkynna nýjan knattspyrnustjóra og þjálfarateymi hans þann 30. maí næstkomandi. Fjöldi stjóra hafa nú mætt í viðtal til félagsins og eins og staðan er í dag þykir líklegast að Ian Dowie, fyrrum stjóri Crystal Palace, verði næsti stjóri Lundúnaliðsins. 26.5.2006 19:30
Ólöf úr leik í Frakklandi Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á franska meistaramótinu í golfi eftir að hún leik annan hringinn í dag á 8 höggum yfir pari. Hún var því samtals á 11 höggum yfir pari á mótinu og komst ekki í gegn um niðurskurðinn. 26.5.2006 19:16
Heiðar Davíð náði fjórða sætinu Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hafnaði í fjórða til sjötta sæti á Kinnaborg-mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í dag. Heiðar lék lokadaginn á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á einu höggi undir pari. 26.5.2006 19:11
Morientes ekki orðinn leikmaður Valencia Yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia tók það fram í dag að þó félagið hefði náð samkomulagi við Liverpool um kaup á spænska framherjanum Fernando Morientes, sé hann ekki orðinn leikmaður Valencia ennþá, því enn sé nokkuð í land með að semja um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan. 26.5.2006 18:45
Mido fer frá Tottenham Tottenham hefur ákveðið að festa ekki kaup á framherjanum Mido sem verið hefur í láni hjá félaginu frá Roma í rúmt ár. Mido byrjaði vel hjá Tottenham og var orðinn algjör lykilmaður í liðinu áður en hann lenti í erfiðum meiðslum í lok leiktíðar. 26.5.2006 18:01
Staðfestir brottför sína frá Milan Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko staðfesti í dag að hann færi frá liði AC Milan á Ítalíu af fjölskylduástæðum sem hann hafði greint frá fyrir nokkru og mun hann því væntanlega fara á fullu í viðræður við Englandsmeistara Chelsea á næstu dögum. 26.5.2006 17:53
Kveður Arsenal með söknuði Franski miðjumaðurinn Robert Pires, sem leikið hefur með Arsenal síðustu ár en hefur nú gengið til liðs við spænska liðið Villarreal, segist eiga eftir að sakna andrúmsloftsins hjá Arsenal. 26.5.2006 17:30
Rooney ekki með í riðlakeppninni Eftir að hafa látið skanna á sér ökklann í gær hefur komið í ljós að Wayne Rooney getur ekki byrjað að æfa fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 vikur. Þetta þýðir að hann mun að minnsta kosti missa af fyrstu þremur leikjum Englands í keppninni sem eru í riðlakeppninni. Skanna á ökkla Rooney´s á ný 14. júní og þá kemur í ljós hvort hann getur verið með. 26.5.2006 16:52
Áhyggjur af formi Ronaldo´s Brasilía krossleggur fingurna í von um að Ronaldo verði orðinn 100% leikfær fyrir HM. Ronaldo hefur verið að finna fyrir vöðvaverkjum á æfingum Brasilíska liðsins, en Ronaldo segir að smá verkir séu ekki nóg til að stöðva hann í að leggja sig allan fram fyrir landsliðið. 26.5.2006 16:49
Dirk Kuyt ætlar ekki að ákveða sig fyrr en eftir HM Dirk Kuyt sem er eftirsóttur af Liverpool, Newcastle og Tottenham ætlar ekki að ákveða hvert hann mun fara eða hvort hann fari fyrr en eftir HM. Kuyt vill einbeita sér að HM með hollenska landsliðinu og ætlar ekki að láta vangaveltur um framtíð sína spilla fyrir því verkefni. 26.5.2006 16:47
Benites stefnir á að halda Luis Garcia Rafa Benítez kann að hafa selt Fernando Morientes aftur til Spánar og minnkað þar með hóp hinna spænsku leikmanna hjá Liverpool, en hann stefnir á að halda Luis Garcia þrátt fyrir yfirlýsingar spænskra fjölmiðla um að Luis Garcia muni fylgja Morientes til Spánar og verða næsti spænski leikmaðurinn sem Benítez ætli að losa sig við. 26.5.2006 16:45
Richard Dunne semur við City Miðvörðurinn Richard Dunne hefur gert nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City. Dunne gekk til liðs við félagið árið 2000 og hefur verið lykilmaður þess allar götur síðan. Hann er 27 ára gamall og er í írska landsliðinu. 26.5.2006 16:15
Fyrsti stöðulisti í tölti fyrir LM 2006 Fyrsti stöðulisti vegna þátttökuréttar í tölti á LM 2006 birtist hér. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um breytingar og hann er eingöngu byggður á þeim mótum sem skilað hefur verið inn í tölvukerfið Mótafeng. 26.5.2006 15:47
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti