Fleiri fréttir Khan ætlar ekki að misstíga sig Hinn 19 ára gamla vonarstjarna Breta í hnefaleikum, Amir Khan, ætlar að láta vandræði þeirra Scott Harrison og Prince Naseem Hamed verða sér víti til varnaðar í framtíðinni, en þeir hafa báðir lent í miklum erfiðleikum utan hringsins og bardaga Harrison sama kvöld hefur verið frestað eftir að hann ákvað að fara í áfengismeðferð. 18.5.2006 17:30 Hrósaði Arsenal í hástert Frank Rijkaard komst í einstakan hóp manna í knattspyrnusögunni þegar hann varð aðeins fimmti maðurinn til að verða Evrópumeistari bæði sem leikmaður og þjálfari. Rijkaard hrósaði leikmönnum Arsenal fyrir baráttu sína í úrslitaleiknum í gær og sagðist hafa gert sér grein fyrir að yrði gríðarlega erfitt að brjóta vörn þeirra á bak aftur. 18.5.2006 16:45 Lögregla réðist inn á skrifstofur Juventus Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar greindi frá því í dag að ítalskar lögreglusveitir hefðu í dag ráðist til inngöngu á skrifstofur knattspyrnufélagsins Juventus og lagt þar hendur á gögn sem tengjast meðal annars leikmannakaupum Ítalíumeistaranna. 18.5.2006 16:05 Gaf vísbendingar um framtíðina Thierry Henry þótti gefa vísbendingar um að hann ætlaði að vera áfram í herbúðum Arsenal á næsta ári þegar hann ávarpaði félaga sína í flugvélinni á leið frá París. 18.5.2006 16:00 Hafnaði tilboði frá Manchester United Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov, sem gengur í raðir Tottenham á næstu vikum fái hann atvinnuleyfi á Englandi, segir að honum hafi borist tilboð frá Manchester United sem hann hafi hafnað. 18.5.2006 15:22 Heiðar Davíð í vandræðum Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik, náði sér alls ekki á strik á öðrum keppnisdeginum í sænsku mótaröðinni í golfi í dag. Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari í gær, spilaði hann annan hringinn á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari. 18.5.2006 15:13 Birgir á höggi yfir pari í Belgíu Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari eða 73 höggum á áskorendamóti sem haldið er í Belgíu. Birgir Leifur byrjaði frekar illa og átti erfitt uppdráttar á fyrstu holunum, en náði að rétta hlut sinn á lokasprettinum. 18.5.2006 15:09 Góð byrjun hjá Ólöfu Ólöf María Jónsdóttir byrjar mjög vel á Deutsche Bank mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum eða 70 höggum. Hún á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun ef hún heldur uppteknum hætti. 18.5.2006 15:04 Þurfum á Henry að halda Arsene Wenger segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort franski framherjinn Thierry Henry verði áfram hjá Arsenal eða ekki, en bendir á að hann sé vongóður um að halda honum. Hann segir jafnframt að Henry sé algjör lykilmaður í framtíð félagsins. 18.5.2006 14:55 Hauge sér eftir ákvörðun sinni Norski dómarinn Terje Hauge segist sjá nokkuð eftir ákvörðun sinni að senda Jens Lehmann af leikvelli með rautt spjald í upphafi úrslitaleiksins í meistaradeildinni í gær og viðurkennir að hann hefði átt að bíða aðeins lengur með að taka ákvörðun sína. 18.5.2006 13:47 Skeiðleikar Skeiðfélagsins Skeiðfélagið hélt sínar fyrstu kappreiðar í gærkvöldi á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum á Selfossi. Vegna bilunar í tímatökubúnaði dróst dagskrá aðeins en þegar búnaðarinn var kominn í lag gekk allt að óskum. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur og var örlítill mótvindur. 18.5.2006 13:21 Meistararnir gefast ekki upp Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. 18.5.2006 08:45 Cleveland að takast hið ómögulega? Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. 18.5.2006 08:00 Barcelona Evrópumeistari Spænska liðið Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu árið 2006 eftir 2-1 sigur á Arsenal í úrslitaleik í París. Sol Campbell kom enska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en þeir Samuel Eto´o og Juliano Belletti tryggðu Barcelona sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla undir lokin. 17.5.2006 20:42 James fékk flest atkvæði í lið ársins Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers fékk flest atkvæði allra í valinu á úrvalsliði ársins í deildarkeppni NBA í vetur, en niðurstöðurnar voru birtar nú í kvöld. Kobe Bryant hjá LA Lakers fékk næst flest atkvæði og þriðji kom svo verðmætasti leikmaður ársins, Steve Nash hjá Phoenix. 17.5.2006 22:30 Harmi sleginn eftir rauða spjaldið Þýski markvörðurinn Jens Lehmann var að vonum daufur í dálkinn eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 20 mínútna leik og setti það stórt strik í reikninginn fyrir lið Arsenal. 17.5.2006 22:18 Verður Gerrard framherji? Sven-Göran Eriksson segir vel koma til greina að Steven Gerrard verði færður í framlínu enska landsliðsins á HM ef svo fer að Wayne Rooney nái sér ekki af meiðslum sínum í tæka tíð. 17.5.2006 22:15 Sætt að sigra gegn gömlu félögunum Giovanni van Bronchorst, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Arsenal, sagði það hafa verið sætt að leggja gömlu félagana í úrslitaleiknum í meistaradeildinni í kvöld. 17.5.2006 22:10 Jöfnunarmarkið var rangstaða Arsene Wenger var að vonum ósáttur við tapið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, en hann var þó ánægður með leik sinna manna á miðað við aðstæður. Hann sagði að jöfnunarmark Katalóníumannanna hefði alls ekki átt að standa því þar hefði verið um rangstöðu að ræða. 17.5.2006 21:28 Dómgæslan var hræðileg Thierry Henry var ekki sáttur við meðferðina sem hann fékk hjá varnarmönnum Barcelona í úrslitaleiknum í kvöld og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar. 17.5.2006 21:13 Barcelona komið yfir Barcelona er komið í 2-1 gegn Arsenal í úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Samuel Eto´o jafnaði leikinn fyrir Barcelona á 76. mínútu leiksins og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Beletti sitt fyrsta mark fyrir félagið á ferlinum og kom Börsungum í vænlega stöðu gegn aðeins tíu leikmönnum Arsenal. 17.5.2006 20:29 Arsenal leiðir í hálfleik Arsenal er yfir 1-0 gegn Barcelona þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Það var Sol Campbell sem skoraði markið sem skilur liðin að á 37. mínútu, en Arsenal hefur leikið manni færra frá 19. mínútu þegar Jens Lehmann var vikið af leikvelli. 17.5.2006 19:36 Campbell kemur Arsenal yfir Sol Campbell hefur komið Arsenal yfir gegn Barcelona á 37. mínútu með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu. Barcelona hefur verið heldur sterkari aðilinn eftir að Arsenal missti mann af velli með rautt spjald, en nú verður spænska liðið greinilega að spýta í lófana. 17.5.2006 19:23 Lehmann rekinn útaf Dramatíkin er strax byrjuð í úrslitaleik Barcelona og Arsenal í meistaradeildinni, en Jens Lehmann markvörður Arsenal var rétt í þessu rekinn af leikvelli með rautt spjald eftir að hann felldi Samuel Eto´o sem var kominn á auðan sjó fyrir framan mark Arsenal. Manuel Almunia er því kominn í mark Arsenal og Robert Pires var tekinn af velli í hans stað. Skelfileg byrjun á úrslitaleiknum fyrir Arsenal. 17.5.2006 19:05 Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld síðari æfingaleik sínum við Hollendinga í Ásgarði 25-21. Ísland hafði yfir í hálfleik 13-12, en hollensku stúlkurnar voru sterkari í síðari hálfleiknum og unnu sannfærandi sigur. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk og Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 5 mörk. 17.5.2006 18:55 Byrjunarliðin klár Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu sem er að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. 17.5.2006 18:04 Ísland yfir í hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur yfir 13-12 í hálfleik gegn Hollendingum í síðari æfingaleik þjóðanna á tveimur dögum. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hófst klukkan 17. 17.5.2006 17:37 Berbatov ætlar sér stóra hluti Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem gekk í raðir Tottenham í dag, segist ekki geta beðið eftir því að hitta nýju félagana á fyrstu æfingunni og er staðráðinn í að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til hans eftir að hann var keyptur á tæpar 11 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. 17.5.2006 16:53 Chelsea vill fá mig Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid heldur því fram í samtali við spænska dagblaðið Marca í dag að Chelsea hafi áhuga á að fá sig til Englands. 17.5.2006 16:45 Campell væntanlega í byrjunarliðinu Nú styttist óðum í úrslitaleik Arsenal og Barcelona í meistaradeildinni sem sýndur verður beint á Sýn í kvöld klukkan 18. Reiknað er með að Sol Campbell verði í byrjunarliði Arsenal, en Arsene Wenger stendur í langan tíma frammi fyrir því að geta valið úr mönnum í nokkrar stöður á vellinum. 17.5.2006 16:06 Syngur Hasselhoff í sturtu Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur vakið mikla athygli fyrir að sýna stáltaugar á vítalínunni undir lok síðustu leikja Dallas gegn San Antonio í úrslitakeppninni. Hann segir að leyndarmálið sé að ná að slaka vel á og það segist hann gera með því að syngja gamla slagara með strandverðinum David Hasselhoff í sturtunni. 17.5.2006 15:33 Cole hefur áður lent í Ronaldinho Bakvörðurinn Ashley Cole segist búast við því að viðureign varnarmanna Arsenal við Ronaldinho hjá Barcelona muni draga fram það besta í þeim í leiknum í kvöld, en Cole hefur áður lent í vandræðum með brasilíska töframanninn. 17.5.2006 14:45 Heimsmetið tekið af Gatlin Glæsilegt heimsmet Bandaríkjamannsins Justin Gatlin í 100 metra hlaupi frá því fyrir nokkrum dögum hefur nú verið gert ógilt. Við rannsókn kom í ljós að tímatökubúnaður á brautinni í Katar virkaði ekki sem skildi og því hefur mettími Gatlin verið færður úr 9,76 sekúndum í 9,77 sekúndur og það er því aðeins heimsmetsjöfnun. 17.5.2006 14:30 Fer til Villarreal í næstu viku Fernando Roig, forseti spænska knattspyrnufélagsins Villarreal, hélt því fram í sjónvarpsviðtali að franski leikmaðurinn Robert Pires hjá Arsenal myndi ganga í raðir Villarreal í næstu viku. 17.5.2006 14:23 Berbatov til Tottenham Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham gekk í dag frá kaupum á búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov frá Bayer Leverkusen fyrir tæpar 11 milljónir punda. Berbatov mun skrifa undir samning þann 1. júlí næstkomandi. Berbatov var næst markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og er 25 ára gamall. 17.5.2006 14:19 Borgvardt með 4 mörk í 7 leikjum Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sem sló í gegn tvö tímabil með Íslandsmeisturum FH, er nú að gera góða hluti með norska 1. deildarliðinu Bryne. 17.5.2006 10:15 Phoenix lagði Clippers í tvíframlengdum leik Fimmti leikur Phoenix Suns og LA Clippers í nótt var í meira lagi sögulegur, en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og svo fór að heimamenn í Phoenix höfðu betur 125-118. Phoenix leiðir því 3-2 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Los Angeles. 17.5.2006 07:45 Miami kláraði dæmið Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar annað árið í röð þegar liðið vann nauman sigur á baráttuglöðu liði New Jersey Nets á heimavelli sínum 106-105. 17.5.2006 07:30 Wenger sigurviss Arsene Wenger hefur fulla trú á sigri sinna manna þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld, en leikurinn verður að sjálfssögðu í beinni útsendingu á Sýn. 16.5.2006 22:30 Rijkaard kallar á auðmýkt Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að leikmenn sínir láti það ekki hafa áhrif á sig þó þeim sé almennt spáð sigri í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld og bendir á að það sé óréttlátt að stilla hlutunum þannig upp. 16.5.2006 22:00 Góður sigur á Hollendingum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann í kvöld góðan 29-28 sigur á hollenska landsliðinu í Laugardalshöllinni, en þetta var fyrri æfingaleikur liðanna á tveimur dögum. Íslenska liðið átti á brattann að sækja þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en náði að snúa við dæminu á lokasprettinum. 16.5.2006 21:36 Auðvelt hjá Blikastúlkum Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja leiktíðina með glæsibrag í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, en í kvöld vann liðið öruggan 4-0 sigur á KR á Kópavogsvelli. Á sama tíma burstuðu Valsstúlkur Stjörnuna 6-0, Þór/KA vann FH 4-2 fyrir norðan og Keflavíkurstúlkur lögðu Fylki í Árbænum 2-0. 16.5.2006 21:26 Real hélt öðru sætinu þrátt fyrir tap Real Madrid tryggði sér í kvöld annað sætið í spænsku deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-3 tap fyrir Sevilla á útivelli í frábærum leik sem sýndur var beint á Sýn. Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane spilaði sinn síðasta leik fyrir Real í kvöld og skoraði mark, en það nægði liðinu ekki til sigurs. 16.5.2006 21:16 Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru lykilmenn í liði Brann í kvöld þegar liðið lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann í kvöld og Kristján átti einni fínan leik í liði Brann. 16.5.2006 20:26 Aðstoðardómaranum kippt út fyrir aulamistök Norska aðstoðardómaranum Ole Hermann Borgan var tilkynnt það nú fyrir stundu að hann yrði ekki á hliðarlínunni í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld eins og til stóð, eftir að mynd birtist af honum í Barcelona-treyju í norsku dagblaði í gær. 16.5.2006 20:01 Sjá næstu 50 fréttir
Khan ætlar ekki að misstíga sig Hinn 19 ára gamla vonarstjarna Breta í hnefaleikum, Amir Khan, ætlar að láta vandræði þeirra Scott Harrison og Prince Naseem Hamed verða sér víti til varnaðar í framtíðinni, en þeir hafa báðir lent í miklum erfiðleikum utan hringsins og bardaga Harrison sama kvöld hefur verið frestað eftir að hann ákvað að fara í áfengismeðferð. 18.5.2006 17:30
Hrósaði Arsenal í hástert Frank Rijkaard komst í einstakan hóp manna í knattspyrnusögunni þegar hann varð aðeins fimmti maðurinn til að verða Evrópumeistari bæði sem leikmaður og þjálfari. Rijkaard hrósaði leikmönnum Arsenal fyrir baráttu sína í úrslitaleiknum í gær og sagðist hafa gert sér grein fyrir að yrði gríðarlega erfitt að brjóta vörn þeirra á bak aftur. 18.5.2006 16:45
Lögregla réðist inn á skrifstofur Juventus Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar greindi frá því í dag að ítalskar lögreglusveitir hefðu í dag ráðist til inngöngu á skrifstofur knattspyrnufélagsins Juventus og lagt þar hendur á gögn sem tengjast meðal annars leikmannakaupum Ítalíumeistaranna. 18.5.2006 16:05
Gaf vísbendingar um framtíðina Thierry Henry þótti gefa vísbendingar um að hann ætlaði að vera áfram í herbúðum Arsenal á næsta ári þegar hann ávarpaði félaga sína í flugvélinni á leið frá París. 18.5.2006 16:00
Hafnaði tilboði frá Manchester United Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov, sem gengur í raðir Tottenham á næstu vikum fái hann atvinnuleyfi á Englandi, segir að honum hafi borist tilboð frá Manchester United sem hann hafi hafnað. 18.5.2006 15:22
Heiðar Davíð í vandræðum Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik, náði sér alls ekki á strik á öðrum keppnisdeginum í sænsku mótaröðinni í golfi í dag. Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari í gær, spilaði hann annan hringinn á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari. 18.5.2006 15:13
Birgir á höggi yfir pari í Belgíu Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari eða 73 höggum á áskorendamóti sem haldið er í Belgíu. Birgir Leifur byrjaði frekar illa og átti erfitt uppdráttar á fyrstu holunum, en náði að rétta hlut sinn á lokasprettinum. 18.5.2006 15:09
Góð byrjun hjá Ólöfu Ólöf María Jónsdóttir byrjar mjög vel á Deutsche Bank mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum eða 70 höggum. Hún á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun ef hún heldur uppteknum hætti. 18.5.2006 15:04
Þurfum á Henry að halda Arsene Wenger segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort franski framherjinn Thierry Henry verði áfram hjá Arsenal eða ekki, en bendir á að hann sé vongóður um að halda honum. Hann segir jafnframt að Henry sé algjör lykilmaður í framtíð félagsins. 18.5.2006 14:55
Hauge sér eftir ákvörðun sinni Norski dómarinn Terje Hauge segist sjá nokkuð eftir ákvörðun sinni að senda Jens Lehmann af leikvelli með rautt spjald í upphafi úrslitaleiksins í meistaradeildinni í gær og viðurkennir að hann hefði átt að bíða aðeins lengur með að taka ákvörðun sína. 18.5.2006 13:47
Skeiðleikar Skeiðfélagsins Skeiðfélagið hélt sínar fyrstu kappreiðar í gærkvöldi á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum á Selfossi. Vegna bilunar í tímatökubúnaði dróst dagskrá aðeins en þegar búnaðarinn var kominn í lag gekk allt að óskum. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur og var örlítill mótvindur. 18.5.2006 13:21
Meistararnir gefast ekki upp Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. 18.5.2006 08:45
Cleveland að takast hið ómögulega? Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. 18.5.2006 08:00
Barcelona Evrópumeistari Spænska liðið Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu árið 2006 eftir 2-1 sigur á Arsenal í úrslitaleik í París. Sol Campbell kom enska liðinu yfir í fyrri hálfleik, en þeir Samuel Eto´o og Juliano Belletti tryggðu Barcelona sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla undir lokin. 17.5.2006 20:42
James fékk flest atkvæði í lið ársins Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers fékk flest atkvæði allra í valinu á úrvalsliði ársins í deildarkeppni NBA í vetur, en niðurstöðurnar voru birtar nú í kvöld. Kobe Bryant hjá LA Lakers fékk næst flest atkvæði og þriðji kom svo verðmætasti leikmaður ársins, Steve Nash hjá Phoenix. 17.5.2006 22:30
Harmi sleginn eftir rauða spjaldið Þýski markvörðurinn Jens Lehmann var að vonum daufur í dálkinn eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins 20 mínútna leik og setti það stórt strik í reikninginn fyrir lið Arsenal. 17.5.2006 22:18
Verður Gerrard framherji? Sven-Göran Eriksson segir vel koma til greina að Steven Gerrard verði færður í framlínu enska landsliðsins á HM ef svo fer að Wayne Rooney nái sér ekki af meiðslum sínum í tæka tíð. 17.5.2006 22:15
Sætt að sigra gegn gömlu félögunum Giovanni van Bronchorst, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Arsenal, sagði það hafa verið sætt að leggja gömlu félagana í úrslitaleiknum í meistaradeildinni í kvöld. 17.5.2006 22:10
Jöfnunarmarkið var rangstaða Arsene Wenger var að vonum ósáttur við tapið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í kvöld, en hann var þó ánægður með leik sinna manna á miðað við aðstæður. Hann sagði að jöfnunarmark Katalóníumannanna hefði alls ekki átt að standa því þar hefði verið um rangstöðu að ræða. 17.5.2006 21:28
Dómgæslan var hræðileg Thierry Henry var ekki sáttur við meðferðina sem hann fékk hjá varnarmönnum Barcelona í úrslitaleiknum í kvöld og vandaði dómara leiksins ekki kveðjurnar. 17.5.2006 21:13
Barcelona komið yfir Barcelona er komið í 2-1 gegn Arsenal í úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Samuel Eto´o jafnaði leikinn fyrir Barcelona á 76. mínútu leiksins og aðeins fjórum mínútum síðar skoraði varamaðurinn Beletti sitt fyrsta mark fyrir félagið á ferlinum og kom Börsungum í vænlega stöðu gegn aðeins tíu leikmönnum Arsenal. 17.5.2006 20:29
Arsenal leiðir í hálfleik Arsenal er yfir 1-0 gegn Barcelona þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Það var Sol Campbell sem skoraði markið sem skilur liðin að á 37. mínútu, en Arsenal hefur leikið manni færra frá 19. mínútu þegar Jens Lehmann var vikið af leikvelli. 17.5.2006 19:36
Campbell kemur Arsenal yfir Sol Campbell hefur komið Arsenal yfir gegn Barcelona á 37. mínútu með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu. Barcelona hefur verið heldur sterkari aðilinn eftir að Arsenal missti mann af velli með rautt spjald, en nú verður spænska liðið greinilega að spýta í lófana. 17.5.2006 19:23
Lehmann rekinn útaf Dramatíkin er strax byrjuð í úrslitaleik Barcelona og Arsenal í meistaradeildinni, en Jens Lehmann markvörður Arsenal var rétt í þessu rekinn af leikvelli með rautt spjald eftir að hann felldi Samuel Eto´o sem var kominn á auðan sjó fyrir framan mark Arsenal. Manuel Almunia er því kominn í mark Arsenal og Robert Pires var tekinn af velli í hans stað. Skelfileg byrjun á úrslitaleiknum fyrir Arsenal. 17.5.2006 19:05
Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld síðari æfingaleik sínum við Hollendinga í Ásgarði 25-21. Ísland hafði yfir í hálfleik 13-12, en hollensku stúlkurnar voru sterkari í síðari hálfleiknum og unnu sannfærandi sigur. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk og Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 5 mörk. 17.5.2006 18:55
Byrjunarliðin klár Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu sem er að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. 17.5.2006 18:04
Ísland yfir í hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur yfir 13-12 í hálfleik gegn Hollendingum í síðari æfingaleik þjóðanna á tveimur dögum. Leikurinn fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hófst klukkan 17. 17.5.2006 17:37
Berbatov ætlar sér stóra hluti Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem gekk í raðir Tottenham í dag, segist ekki geta beðið eftir því að hitta nýju félagana á fyrstu æfingunni og er staðráðinn í að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til hans eftir að hann var keyptur á tæpar 11 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. 17.5.2006 16:53
Chelsea vill fá mig Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid heldur því fram í samtali við spænska dagblaðið Marca í dag að Chelsea hafi áhuga á að fá sig til Englands. 17.5.2006 16:45
Campell væntanlega í byrjunarliðinu Nú styttist óðum í úrslitaleik Arsenal og Barcelona í meistaradeildinni sem sýndur verður beint á Sýn í kvöld klukkan 18. Reiknað er með að Sol Campbell verði í byrjunarliði Arsenal, en Arsene Wenger stendur í langan tíma frammi fyrir því að geta valið úr mönnum í nokkrar stöður á vellinum. 17.5.2006 16:06
Syngur Hasselhoff í sturtu Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur vakið mikla athygli fyrir að sýna stáltaugar á vítalínunni undir lok síðustu leikja Dallas gegn San Antonio í úrslitakeppninni. Hann segir að leyndarmálið sé að ná að slaka vel á og það segist hann gera með því að syngja gamla slagara með strandverðinum David Hasselhoff í sturtunni. 17.5.2006 15:33
Cole hefur áður lent í Ronaldinho Bakvörðurinn Ashley Cole segist búast við því að viðureign varnarmanna Arsenal við Ronaldinho hjá Barcelona muni draga fram það besta í þeim í leiknum í kvöld, en Cole hefur áður lent í vandræðum með brasilíska töframanninn. 17.5.2006 14:45
Heimsmetið tekið af Gatlin Glæsilegt heimsmet Bandaríkjamannsins Justin Gatlin í 100 metra hlaupi frá því fyrir nokkrum dögum hefur nú verið gert ógilt. Við rannsókn kom í ljós að tímatökubúnaður á brautinni í Katar virkaði ekki sem skildi og því hefur mettími Gatlin verið færður úr 9,76 sekúndum í 9,77 sekúndur og það er því aðeins heimsmetsjöfnun. 17.5.2006 14:30
Fer til Villarreal í næstu viku Fernando Roig, forseti spænska knattspyrnufélagsins Villarreal, hélt því fram í sjónvarpsviðtali að franski leikmaðurinn Robert Pires hjá Arsenal myndi ganga í raðir Villarreal í næstu viku. 17.5.2006 14:23
Berbatov til Tottenham Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham gekk í dag frá kaupum á búlgarska framherjanum Dimitar Berbatov frá Bayer Leverkusen fyrir tæpar 11 milljónir punda. Berbatov mun skrifa undir samning þann 1. júlí næstkomandi. Berbatov var næst markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og er 25 ára gamall. 17.5.2006 14:19
Borgvardt með 4 mörk í 7 leikjum Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sem sló í gegn tvö tímabil með Íslandsmeisturum FH, er nú að gera góða hluti með norska 1. deildarliðinu Bryne. 17.5.2006 10:15
Phoenix lagði Clippers í tvíframlengdum leik Fimmti leikur Phoenix Suns og LA Clippers í nótt var í meira lagi sögulegur, en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og svo fór að heimamenn í Phoenix höfðu betur 125-118. Phoenix leiðir því 3-2 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Los Angeles. 17.5.2006 07:45
Miami kláraði dæmið Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar annað árið í röð þegar liðið vann nauman sigur á baráttuglöðu liði New Jersey Nets á heimavelli sínum 106-105. 17.5.2006 07:30
Wenger sigurviss Arsene Wenger hefur fulla trú á sigri sinna manna þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld, en leikurinn verður að sjálfssögðu í beinni útsendingu á Sýn. 16.5.2006 22:30
Rijkaard kallar á auðmýkt Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að leikmenn sínir láti það ekki hafa áhrif á sig þó þeim sé almennt spáð sigri í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld og bendir á að það sé óréttlátt að stilla hlutunum þannig upp. 16.5.2006 22:00
Góður sigur á Hollendingum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann í kvöld góðan 29-28 sigur á hollenska landsliðinu í Laugardalshöllinni, en þetta var fyrri æfingaleikur liðanna á tveimur dögum. Íslenska liðið átti á brattann að sækja þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en náði að snúa við dæminu á lokasprettinum. 16.5.2006 21:36
Auðvelt hjá Blikastúlkum Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja leiktíðina með glæsibrag í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, en í kvöld vann liðið öruggan 4-0 sigur á KR á Kópavogsvelli. Á sama tíma burstuðu Valsstúlkur Stjörnuna 6-0, Þór/KA vann FH 4-2 fyrir norðan og Keflavíkurstúlkur lögðu Fylki í Árbænum 2-0. 16.5.2006 21:26
Real hélt öðru sætinu þrátt fyrir tap Real Madrid tryggði sér í kvöld annað sætið í spænsku deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-3 tap fyrir Sevilla á útivelli í frábærum leik sem sýndur var beint á Sýn. Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane spilaði sinn síðasta leik fyrir Real í kvöld og skoraði mark, en það nægði liðinu ekki til sigurs. 16.5.2006 21:16
Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru lykilmenn í liði Brann í kvöld þegar liðið lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur Örn skoraði sigurmark Brann í kvöld og Kristján átti einni fínan leik í liði Brann. 16.5.2006 20:26
Aðstoðardómaranum kippt út fyrir aulamistök Norska aðstoðardómaranum Ole Hermann Borgan var tilkynnt það nú fyrir stundu að hann yrði ekki á hliðarlínunni í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld eins og til stóð, eftir að mynd birtist af honum í Barcelona-treyju í norsku dagblaði í gær. 16.5.2006 20:01