Fleiri fréttir Christie til Dallas Doug Christie er genginn til lið við Dallas Maveriks í NBA deildinni í körfubolta. Christie, 35 ára, hefur komið víða við á ferli sínum m.a. hjá Los Angeles Lakers, New York Knicks og Sacramento, þar sem hann lék með liði sínu í úrslitum Vesturdeildarinnar. 22.8.2005 00:01 Rúrik aftur til Charlton Rúrík Gíslason, leikmaður fyrstu deildarliðs HK fór í gær til reynslu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Charlton Athletic í annað skipti. Hann mun æfa með aðalliði félagsins en fyrir hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður. Rúrik, 17 ára hefur leikið 11 deildaleiki í framlínu HK en á þó enn eftir að gera mark. 22.8.2005 00:01 Íslandsbikarinn afhentur 11.sept Eins og kunnugt er tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla með glæsibrag um liðna helgi, annað árið í röð. Ákveðið hefur verið að Íslandsbikarinn verði afhentur í Kaplakrika 11. september næstkomandi, en þá tekur FH á móti Fylki í næst síðustu umferð Landsbankadeildarinnar og er það síðasti heimaleikur Íslandsmeista..... 22.8.2005 00:01 Lið helgarinnar að mati BBC BBC hefur valið lið helgarinnar í enska boltanum. Liðið er skipað.... 22.8.2005 00:01 Fylkissigur í Laugardalnum Fylkir sigraði Fram 2-1 í kvöld í Landsbankadeild karla. Öll mörkin í leiknum komu á lokamínútum leiksins. Með sigrinum eru Fylkismenn komnir í fimmta sætið en Fram er sem fyrr í sjöunda sæti. 22.8.2005 00:01 Tryggvi dansaði Rækjudansinn Þegar blaðamenn hópuðust að Tryggva Guðmundssyni eftir að sigur FH var í höfn á sunnudaginn, hafði kappinn lítið að segja og virtist í mikilli sigurvímu. Hann lét þó ekki sitt eftir liggja í fagnaðarlátunum eftir leikinn og dansaði hinn svokallaða rækjudans fyrir káta stuðningsmenn FH sem ærðust af fögnuði. 22.8.2005 00:01 Vonbrigði í Ungverjalandi Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. 22.8.2005 00:01 Skjern vann sigur á Barcelona Danska handknattleiksliðið Skjern, sem Vignir Svavarsson, Vilhjálmur Halldórsson og Jón Jóhannesson leika með og Aron Kristjánsson þjálfar, bar sigurorð af spænsku Evrópumeisturunum Barcelona í æfingleik á sunnudagskvöldinu með einu marki, 29 - 28. Vignir skoraði fimm mörk, Vilhjálmur tvö og Jón eitt. 22.8.2005 00:01 Breiðablik og KS skildu jöfn Einn leikur var í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Breiðablik og KS gerðu 1-1 jafntefli. Hans Fróði Hansson skoraði mark Breiðabliks í fyrri hálfleik en Agnar Þór Sveinsson, fyrirliði KS, jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks. Breiðablik er með 39 stig í fyrsta sæti en KS er í tíunda og neðsta sæti með 12 stig. 21.8.2005 00:01 Tryggir FH sér titilinn í dag? FH getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en klukkan 18 mæta FH-ingar Valsmönnum og verður leikurinn í Kaplakrika í Hafnarfirði. FH-ingar hafa unnið alla 14 leiki sína í deildinni og eru með 11 stiga forystu á Valsmenn. FH hefur ekki tapað leik frá því 22. maí í fyrra en þá sigraði Fylkir liðið 1-0. 21.8.2005 00:01 Sigurður og Ísak Íslandsmeistarar Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitshubishi Lancer tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri þegar þeir sigruðu í 26. alþjóðlega Reykjavíkurrallinu. Þeir urðu 8 mínútum og 22 sekúndum á undan Guðmundi Guðmundssyni og Jóni Bergssyni á Subaru Impreza. 21.8.2005 00:01 Urðu aftur strandblaksmeistarar Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson urðu í gær Íslandsmeistarar í strandblaki annað árið í röð. Þær Karen Gunnarsdóttir og Birna Baldursdóttir endurtóku einnig leikinn frá því í fyrra og vörðu Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki. 21.8.2005 00:01 Woods og Perry efstir á NEC-mótinu Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Kenny Perry hafa forystu fyrir lokahringinn á NEC-mótinu í golfi í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á sjö höggum undir pari. Vegna rigningar var keppni stöðvuð í þrjár klukkustundir og síðan var henni frestað. Enn hafa því ekki allir kylfingarnir lokið þriðja hring. 21.8.2005 00:01 Barcelona vann Konungsbikarinn Real Betis sigraði Barcelona með tveimur mörkum gegn einu í seinni leik liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og því 4-2 samtals. Samuel Eto´o skoraði fyrsta markið á 15. mínútu en Dani skoraði síðan tvívegis á fimm mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. 21.8.2005 00:01 Inter meistari meistaranna Internazionale í Mílano sigraði Juventus í framlengdum leik í ítölsku meistarakeppninni. Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron skoraði sigurmarkið á 6. mínútu í framlengingu. Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. 21.8.2005 00:01 Ajax lagði Roosendaal Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar, sem lék með landsliði sínu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á miðvikudag, skoraði fyrra mark Ajax sem sigraði Roosendaal 2-0 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Svíinn Markus Roosenberg skoraði seinna markið. Þetta var fyrsti leikur Ajax í deildinni 21.8.2005 00:01 Lyon efst í Frakklandi Olympique Lyon hefur forystu í frönsku 1. deildinni eftir 1-0 sigur á Nancy í gærkvöldi. Claudio Cacapa skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lyon er með 10 stig eftir fjórar umferðir en Lens, Bordeaux og Paris St. Germain eru með 9 stig. Parísarmenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og mæta Troyes í kvöld og geta þá endurheimt fyrsta sætið. 21.8.2005 00:01 Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum Nú klukkan 14 hófst á Laugardalsvelli leikur Íslands og Hvíta Rússlands í undankeppni HM 2007 í knattspyrnu kvenna og hefur Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið Íslands en Ásthildur Helgadóttir er snúin til baka eftir erfið meiðsli og er hún fyrirliði liðsins í dag. 21.8.2005 00:01 Everton lagði Bolton Marcus Bent tryggði Everton 0-1 útisigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurmarkið skoraði hann á 52. mínútu og dugði Everton til að næla í sín fyrstu stig í deildinni á tímabilinu en liðið er með 3 stig eftir tvo leiki. Kl. 15:00 hefst stórleikur Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge í London. 21.8.2005 00:01 Ísland komið yfir í Laugardalnum Dóra María Lárusdóttir hefur komið Íslandi yfir gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli þar sem staðan er orðin 1-0. Mark Dóru kom á 31. mínútu eftir sendingu frá Ólínu Viðarsdóttur. Leikurinn hófst kl. 14:00 og hefur íslenska liðið verið með meiri yfirburði þó Hvít Rússarnir hafi átt skot í neðanverða þverslá íslenska marksins snemma í leiknum. 21.8.2005 00:01 Eiður byrjar inni á gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Arsenal í dag kl. 15 og leikur hann á miðjunni ásamt Frank Lampard og Claude Makelele. Nýjasti leikmaður félagsins og sá dýrasti, Mickael Essien er á varamannabekknum en hann var í vikunni keyptur frá Lyon í Frakklandi fyrir 26 milljónir punda. 21.8.2005 00:01 Margét Lára kemur Íslandi í 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir hefur komið Íslandi í 2-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli. Markið sem kom á 56. mínútu var einstaklega gæsilegt og er tólfta mark Margrétar í 16 leikjum með landsliðinu. 21.8.2005 00:01 Mörkunum rignir í Laugardalnum Dóra María Lárusdóttir var að koma Íslandi í 3-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli, aðeins 2 mínútum efir mark Margrétar Láru. Dóra er þar með búin að skora tvívegis í leiknum. Yfirburðir Íslands eru algerir og ráða stelpurnar auðveldlega gangi leiksins. 21.8.2005 00:01 Schumacher ver ekki titilinn McLaren ökumaðurinn finnski, Kimi Raikkonen bar sigur úr bítum í Formúlu 1 kappakstrinum í Tyrklandi í dag og er þetta fimmti sigur hans á tímabilinu. Eftir úrslit dagsins er ljóst að sjöfaldur heimsmeistarinn, Michael Schumacher tekst ekki að verja heimsmeistaratitilinn. 21.8.2005 00:01 Auðveldur sigur á Hvít-Rússum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann auðveldan 3-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM2007. Dóra María Lárusdóttir skoraði tvívegis í dag og Margét Lára Viðarsdóttir eitt. Næsti leikur Íslands verður á sunnudaginn gegn Svíum ytra en þær eru taldar vera með sterkasta liðið í riðlinum. 21.8.2005 00:01 Eiður út fyrir Essien Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið skipt af velli fyrir nýliðann Michael Essien í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Essien sem kom frá Lyon á 26 milljónir punda er að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið og var skipt inn fyrir Eið á 59. mínútu. Staðan í leinum sem hófst kl. 15 er ennþá markalaus. 21.8.2005 00:01 Drogba kemur Chelsea yfir Didier Drogba hefur komið Chelsea yfir gegn Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið kom á 73. mínútu og var þó nokkur heppnisstimpill yfir því. 21.8.2005 00:01 Chelsea hafði sigur gegn Arsenal Chelsea vann Arsenal 1-0 í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og skoraði Didier Drogba sigurmarkið á 73. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt út af á 59. mínútu fyrir nýliðann Michael Essien sem þótti sýna mjög góðan leik. 21.8.2005 00:01 Fylgstu með á Boltavaktinni Nú klukkan 18 hefjast fjórir leikir í Landsbankadeild karla og verður þeim öllum lýst á Boltavakt Vísir.is. Margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá en hæst ber þó stórleikur FH og Vals í Kaplakrika, enda geta FH-ingar með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Aðstæður í Hafnarfirði eru ekkert sérstaklega góðar, rok og rigning. 21.8.2005 00:01 Kári kom inn á hjá Djurgården Kári Árnason lék síðustu 8 mínúturnar í liði Djurgården sem endurheimti toppsætið með sigri á Kalmar, 3-1 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad sem steinlá fyrir Gefle, 1-4. 21.8.2005 00:01 Carvalho skilinn eftir í stúkunni Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var skilinn útundan og ekki hafður í 16 manna leikmannahópi Chelsea gegn Arsenal í dag. Jose Mourinho knattspyrnustjóri er ekki þekktur fyrir að taka hlutina neinum vettlingatökum og notaði tækifærið í dag og útskyrði fjarveru varnarmannsins í ræðu sinni fyrir leikinn í dag. 21.8.2005 00:01 Ólafur Jóhannesson kátur Ólafur Jóhannesson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara FH var sigurreifur eftir sigur FH á Val í Kaplakrika í gær og þessi annars hægláti maður dansaði og trallaði með stuðningsmönnum liðsins þegar ljóst var að titillinn væri í höfn, annað árið í röð. 21.8.2005 00:01 Aldrei fleiri í Reykjavíkurmarþoni Klukkan tíu hófst Reykjavíkurmaraþonið í Lækjargötu. Klukkan ellefu verður ræst út í skemmtiskokkið en fólk getur enn skráð sig í það í Íslandsbanka í Lækjargötu. Hálfmaraþonið hefst svo klukkan hálftólf. Aldrei hafa fleiri erlendir hlauparar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið eða yfir 600 manns sem hlaupa mismunandi vegalengdir. Þá er gert ráð fyrir að met verði slegið í maraþoninu sem hófst núna klukkan tíu en þar hlaupa yfir 300 manns 42 kílómetra. 20.8.2005 00:01 Markalaust í hálfleik hjá Man Utd Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Manchester United og Aston Villa sem nú stendur yfir á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hálfleikur stendur nú yfir og staðan því 0-0 en leikurinn hófst kl. 11:45. 20.8.2005 00:01 Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna. 20.8.2005 00:01 Man Utd lagði Aston Villa Man Utd vann 1-0 sigur á Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmarkið á 66. mínútu eftir skalla frá Olof Mellberg varnarmanni Villa sem ætlaði að hreinsa boltann frá eftir sendingu inn í teig frá Christiano Ronaldo. Man Utd hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. 20.8.2005 00:01 Höiom sigraði annað árið í röð Svíinn Måns Höiom sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu annað árið í röð en hann hljóp kílómetrana 42 á tveimur klukkustundum, 29 mínútum og 10 sekúndum. Bryndís Ernstdóttir sigraði hins vegar í kvennaflokki á tímanum 2 klukkustundum, 55 mínútum og 39 sekúndum. 20.8.2005 00:01 Sigurður og Ísak juku forystu sína Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson juku í morgun forystu sína í 22. Reykjavíkurrallinu. Forysta þeirra á þá Guðmund Guðmundsson og Jón Bergsson var eftir tvær sérleiðir í morgun 5 mínútur og 18 sekúndur. Þeir Sigurður Bragi og Ísak voru hálfri mínútu á undan þeim að aka Uxahryggjaleið og náðu síðan tveimur og hálfri mínútu á þá Guðmund og Jón á Kaldadal. 20.8.2005 00:01 Leikið gegn Þjóðverjum í dag Íslendingar mæta Þjóðverjum í dag á heimsmeistaramótinu í handknattleik leikmanna 21 árs og yngri. Íslenska liðið tapaði með eins marks mun fyrir Spánverjum í gær. Eyjamaðurinn Kári Kristjánsson, sem leikur með Haukum á næstu leiktíð, var markahæstur í íslenska liðinu, skoraði 11 mörk og var valinn maður leiksins. 20.8.2005 00:01 Tindastóll lagði Fjarðabyggð Í 2. deild karla í knattspyrnu sigraði Tindastóll Fjarðbyggð 1-0. Tindastóll komst þar með í sjöunda sætið, er með 15 stig en Fjarðabyggð er í 4. sæti með 23 stig. 20.8.2005 00:01 Fylkir efstur í A-riðli 1. deildar Fylkir tryggði sér í gærkvöldi sigur í A-riðli 1. deildar kvenna þegar liðið sigraði Þrótt 4-0. Fylkir fékk 28 stig en Haukar sem mæta Víði í dag eru í öðru sæti með 23 stig og geta ekki náð Fylki að stigum. Í B-riðli hefur sameiginlegt lið Þórs, KA og KS fyrir löngu tryggt sér sigur. Liðið hefur unnið alla 11 leiki sína og spilar á morgun síðasta leik sinn í riðlinum við Sindra. 20.8.2005 00:01 Gylfi í byrjunarliði Leeds Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikir dagsins á Englandi hefjast kl 14. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem heimsækir Blackburn. Þá vekur athygli að Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Wolves í ensku 1. deildinni. 20.8.2005 00:01 Donald og Woods efstir í Akron Englendingurinn Luke Donald og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hafa foryrstu þegar keppni er hálfnuð á NEC Invitational-mótinu í golfi í Akron í Ohio. Báðir eru á fjórum höggum undir pari. Woods tapaði tveimur höggum á síðustu holunni í gærkvöldi þegar hann skaut boltanum beint í tré. 20.8.2005 00:01 Á ein von um gullpottinn Rússneska stúlkan Tatjana Lebedeva sigraði í þrístökki á gullmótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í gærkvöldi. Lebedeva, sem keppti ekki á heimsmeistaramótinu í Finnlandi fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, stökk 14 metra og 94 sentímetra. Hún er eini íþróttamaðurinn sem enn þá á von um að vinna eina milljón dollara en það er upphæðin sem þeir íþróttmenn skipta með sér takist þeim að vinna öll sex gullmót keppnistíðarinnar. 20.8.2005 00:01 Stjarnan á toppinn í 2. deild Stjarnan laumaði sér á topp 2. deildar karla í fótbolta í dag þegar Garðabæjarliðið sótti 3-5 útisigur til Seyðisfjarðar gegn Hugin. Stjarnan er nú komin í 30 stig með tveggja stiga forskot á Leikni sem reyndar á leik til góða gegn botnliði Leiftri/Dalvík í dag kl. 16. 20.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Christie til Dallas Doug Christie er genginn til lið við Dallas Maveriks í NBA deildinni í körfubolta. Christie, 35 ára, hefur komið víða við á ferli sínum m.a. hjá Los Angeles Lakers, New York Knicks og Sacramento, þar sem hann lék með liði sínu í úrslitum Vesturdeildarinnar. 22.8.2005 00:01
Rúrik aftur til Charlton Rúrík Gíslason, leikmaður fyrstu deildarliðs HK fór í gær til reynslu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Charlton Athletic í annað skipti. Hann mun æfa með aðalliði félagsins en fyrir hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður. Rúrik, 17 ára hefur leikið 11 deildaleiki í framlínu HK en á þó enn eftir að gera mark. 22.8.2005 00:01
Íslandsbikarinn afhentur 11.sept Eins og kunnugt er tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla með glæsibrag um liðna helgi, annað árið í röð. Ákveðið hefur verið að Íslandsbikarinn verði afhentur í Kaplakrika 11. september næstkomandi, en þá tekur FH á móti Fylki í næst síðustu umferð Landsbankadeildarinnar og er það síðasti heimaleikur Íslandsmeista..... 22.8.2005 00:01
Lið helgarinnar að mati BBC BBC hefur valið lið helgarinnar í enska boltanum. Liðið er skipað.... 22.8.2005 00:01
Fylkissigur í Laugardalnum Fylkir sigraði Fram 2-1 í kvöld í Landsbankadeild karla. Öll mörkin í leiknum komu á lokamínútum leiksins. Með sigrinum eru Fylkismenn komnir í fimmta sætið en Fram er sem fyrr í sjöunda sæti. 22.8.2005 00:01
Tryggvi dansaði Rækjudansinn Þegar blaðamenn hópuðust að Tryggva Guðmundssyni eftir að sigur FH var í höfn á sunnudaginn, hafði kappinn lítið að segja og virtist í mikilli sigurvímu. Hann lét þó ekki sitt eftir liggja í fagnaðarlátunum eftir leikinn og dansaði hinn svokallaða rækjudans fyrir káta stuðningsmenn FH sem ærðust af fögnuði. 22.8.2005 00:01
Vonbrigði í Ungverjalandi Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25. 22.8.2005 00:01
Skjern vann sigur á Barcelona Danska handknattleiksliðið Skjern, sem Vignir Svavarsson, Vilhjálmur Halldórsson og Jón Jóhannesson leika með og Aron Kristjánsson þjálfar, bar sigurorð af spænsku Evrópumeisturunum Barcelona í æfingleik á sunnudagskvöldinu með einu marki, 29 - 28. Vignir skoraði fimm mörk, Vilhjálmur tvö og Jón eitt. 22.8.2005 00:01
Breiðablik og KS skildu jöfn Einn leikur var í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Breiðablik og KS gerðu 1-1 jafntefli. Hans Fróði Hansson skoraði mark Breiðabliks í fyrri hálfleik en Agnar Þór Sveinsson, fyrirliði KS, jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks. Breiðablik er með 39 stig í fyrsta sæti en KS er í tíunda og neðsta sæti með 12 stig. 21.8.2005 00:01
Tryggir FH sér titilinn í dag? FH getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en klukkan 18 mæta FH-ingar Valsmönnum og verður leikurinn í Kaplakrika í Hafnarfirði. FH-ingar hafa unnið alla 14 leiki sína í deildinni og eru með 11 stiga forystu á Valsmenn. FH hefur ekki tapað leik frá því 22. maí í fyrra en þá sigraði Fylkir liðið 1-0. 21.8.2005 00:01
Sigurður og Ísak Íslandsmeistarar Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Mitshubishi Lancer tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri þegar þeir sigruðu í 26. alþjóðlega Reykjavíkurrallinu. Þeir urðu 8 mínútum og 22 sekúndum á undan Guðmundi Guðmundssyni og Jóni Bergssyni á Subaru Impreza. 21.8.2005 00:01
Urðu aftur strandblaksmeistarar Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson urðu í gær Íslandsmeistarar í strandblaki annað árið í röð. Þær Karen Gunnarsdóttir og Birna Baldursdóttir endurtóku einnig leikinn frá því í fyrra og vörðu Íslandsmeistaratitil sinn í kvennaflokki. 21.8.2005 00:01
Woods og Perry efstir á NEC-mótinu Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Kenny Perry hafa forystu fyrir lokahringinn á NEC-mótinu í golfi í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á sjö höggum undir pari. Vegna rigningar var keppni stöðvuð í þrjár klukkustundir og síðan var henni frestað. Enn hafa því ekki allir kylfingarnir lokið þriðja hring. 21.8.2005 00:01
Barcelona vann Konungsbikarinn Real Betis sigraði Barcelona með tveimur mörkum gegn einu í seinni leik liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og því 4-2 samtals. Samuel Eto´o skoraði fyrsta markið á 15. mínútu en Dani skoraði síðan tvívegis á fimm mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. 21.8.2005 00:01
Inter meistari meistaranna Internazionale í Mílano sigraði Juventus í framlengdum leik í ítölsku meistarakeppninni. Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron skoraði sigurmarkið á 6. mínútu í framlengingu. Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi. 21.8.2005 00:01
Ajax lagði Roosendaal Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar, sem lék með landsliði sínu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á miðvikudag, skoraði fyrra mark Ajax sem sigraði Roosendaal 2-0 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Svíinn Markus Roosenberg skoraði seinna markið. Þetta var fyrsti leikur Ajax í deildinni 21.8.2005 00:01
Lyon efst í Frakklandi Olympique Lyon hefur forystu í frönsku 1. deildinni eftir 1-0 sigur á Nancy í gærkvöldi. Claudio Cacapa skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lyon er með 10 stig eftir fjórar umferðir en Lens, Bordeaux og Paris St. Germain eru með 9 stig. Parísarmenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og mæta Troyes í kvöld og geta þá endurheimt fyrsta sætið. 21.8.2005 00:01
Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum Nú klukkan 14 hófst á Laugardalsvelli leikur Íslands og Hvíta Rússlands í undankeppni HM 2007 í knattspyrnu kvenna og hefur Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið Íslands en Ásthildur Helgadóttir er snúin til baka eftir erfið meiðsli og er hún fyrirliði liðsins í dag. 21.8.2005 00:01
Everton lagði Bolton Marcus Bent tryggði Everton 0-1 útisigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurmarkið skoraði hann á 52. mínútu og dugði Everton til að næla í sín fyrstu stig í deildinni á tímabilinu en liðið er með 3 stig eftir tvo leiki. Kl. 15:00 hefst stórleikur Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge í London. 21.8.2005 00:01
Ísland komið yfir í Laugardalnum Dóra María Lárusdóttir hefur komið Íslandi yfir gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli þar sem staðan er orðin 1-0. Mark Dóru kom á 31. mínútu eftir sendingu frá Ólínu Viðarsdóttur. Leikurinn hófst kl. 14:00 og hefur íslenska liðið verið með meiri yfirburði þó Hvít Rússarnir hafi átt skot í neðanverða þverslá íslenska marksins snemma í leiknum. 21.8.2005 00:01
Eiður byrjar inni á gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Arsenal í dag kl. 15 og leikur hann á miðjunni ásamt Frank Lampard og Claude Makelele. Nýjasti leikmaður félagsins og sá dýrasti, Mickael Essien er á varamannabekknum en hann var í vikunni keyptur frá Lyon í Frakklandi fyrir 26 milljónir punda. 21.8.2005 00:01
Margét Lára kemur Íslandi í 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir hefur komið Íslandi í 2-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli. Markið sem kom á 56. mínútu var einstaklega gæsilegt og er tólfta mark Margrétar í 16 leikjum með landsliðinu. 21.8.2005 00:01
Mörkunum rignir í Laugardalnum Dóra María Lárusdóttir var að koma Íslandi í 3-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli, aðeins 2 mínútum efir mark Margrétar Láru. Dóra er þar með búin að skora tvívegis í leiknum. Yfirburðir Íslands eru algerir og ráða stelpurnar auðveldlega gangi leiksins. 21.8.2005 00:01
Schumacher ver ekki titilinn McLaren ökumaðurinn finnski, Kimi Raikkonen bar sigur úr bítum í Formúlu 1 kappakstrinum í Tyrklandi í dag og er þetta fimmti sigur hans á tímabilinu. Eftir úrslit dagsins er ljóst að sjöfaldur heimsmeistarinn, Michael Schumacher tekst ekki að verja heimsmeistaratitilinn. 21.8.2005 00:01
Auðveldur sigur á Hvít-Rússum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann auðveldan 3-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM2007. Dóra María Lárusdóttir skoraði tvívegis í dag og Margét Lára Viðarsdóttir eitt. Næsti leikur Íslands verður á sunnudaginn gegn Svíum ytra en þær eru taldar vera með sterkasta liðið í riðlinum. 21.8.2005 00:01
Eiður út fyrir Essien Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið skipt af velli fyrir nýliðann Michael Essien í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Essien sem kom frá Lyon á 26 milljónir punda er að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið og var skipt inn fyrir Eið á 59. mínútu. Staðan í leinum sem hófst kl. 15 er ennþá markalaus. 21.8.2005 00:01
Drogba kemur Chelsea yfir Didier Drogba hefur komið Chelsea yfir gegn Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið kom á 73. mínútu og var þó nokkur heppnisstimpill yfir því. 21.8.2005 00:01
Chelsea hafði sigur gegn Arsenal Chelsea vann Arsenal 1-0 í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og skoraði Didier Drogba sigurmarkið á 73. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt út af á 59. mínútu fyrir nýliðann Michael Essien sem þótti sýna mjög góðan leik. 21.8.2005 00:01
Fylgstu með á Boltavaktinni Nú klukkan 18 hefjast fjórir leikir í Landsbankadeild karla og verður þeim öllum lýst á Boltavakt Vísir.is. Margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá en hæst ber þó stórleikur FH og Vals í Kaplakrika, enda geta FH-ingar með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Aðstæður í Hafnarfirði eru ekkert sérstaklega góðar, rok og rigning. 21.8.2005 00:01
Kári kom inn á hjá Djurgården Kári Árnason lék síðustu 8 mínúturnar í liði Djurgården sem endurheimti toppsætið með sigri á Kalmar, 3-1 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad sem steinlá fyrir Gefle, 1-4. 21.8.2005 00:01
Carvalho skilinn eftir í stúkunni Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var skilinn útundan og ekki hafður í 16 manna leikmannahópi Chelsea gegn Arsenal í dag. Jose Mourinho knattspyrnustjóri er ekki þekktur fyrir að taka hlutina neinum vettlingatökum og notaði tækifærið í dag og útskyrði fjarveru varnarmannsins í ræðu sinni fyrir leikinn í dag. 21.8.2005 00:01
Ólafur Jóhannesson kátur Ólafur Jóhannesson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara FH var sigurreifur eftir sigur FH á Val í Kaplakrika í gær og þessi annars hægláti maður dansaði og trallaði með stuðningsmönnum liðsins þegar ljóst var að titillinn væri í höfn, annað árið í röð. 21.8.2005 00:01
Aldrei fleiri í Reykjavíkurmarþoni Klukkan tíu hófst Reykjavíkurmaraþonið í Lækjargötu. Klukkan ellefu verður ræst út í skemmtiskokkið en fólk getur enn skráð sig í það í Íslandsbanka í Lækjargötu. Hálfmaraþonið hefst svo klukkan hálftólf. Aldrei hafa fleiri erlendir hlauparar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið eða yfir 600 manns sem hlaupa mismunandi vegalengdir. Þá er gert ráð fyrir að met verði slegið í maraþoninu sem hófst núna klukkan tíu en þar hlaupa yfir 300 manns 42 kílómetra. 20.8.2005 00:01
Markalaust í hálfleik hjá Man Utd Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Manchester United og Aston Villa sem nú stendur yfir á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hálfleikur stendur nú yfir og staðan því 0-0 en leikurinn hófst kl. 11:45. 20.8.2005 00:01
Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna. 20.8.2005 00:01
Man Utd lagði Aston Villa Man Utd vann 1-0 sigur á Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmarkið á 66. mínútu eftir skalla frá Olof Mellberg varnarmanni Villa sem ætlaði að hreinsa boltann frá eftir sendingu inn í teig frá Christiano Ronaldo. Man Utd hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. 20.8.2005 00:01
Höiom sigraði annað árið í röð Svíinn Måns Höiom sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu annað árið í röð en hann hljóp kílómetrana 42 á tveimur klukkustundum, 29 mínútum og 10 sekúndum. Bryndís Ernstdóttir sigraði hins vegar í kvennaflokki á tímanum 2 klukkustundum, 55 mínútum og 39 sekúndum. 20.8.2005 00:01
Sigurður og Ísak juku forystu sína Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson juku í morgun forystu sína í 22. Reykjavíkurrallinu. Forysta þeirra á þá Guðmund Guðmundsson og Jón Bergsson var eftir tvær sérleiðir í morgun 5 mínútur og 18 sekúndur. Þeir Sigurður Bragi og Ísak voru hálfri mínútu á undan þeim að aka Uxahryggjaleið og náðu síðan tveimur og hálfri mínútu á þá Guðmund og Jón á Kaldadal. 20.8.2005 00:01
Leikið gegn Þjóðverjum í dag Íslendingar mæta Þjóðverjum í dag á heimsmeistaramótinu í handknattleik leikmanna 21 árs og yngri. Íslenska liðið tapaði með eins marks mun fyrir Spánverjum í gær. Eyjamaðurinn Kári Kristjánsson, sem leikur með Haukum á næstu leiktíð, var markahæstur í íslenska liðinu, skoraði 11 mörk og var valinn maður leiksins. 20.8.2005 00:01
Tindastóll lagði Fjarðabyggð Í 2. deild karla í knattspyrnu sigraði Tindastóll Fjarðbyggð 1-0. Tindastóll komst þar með í sjöunda sætið, er með 15 stig en Fjarðabyggð er í 4. sæti með 23 stig. 20.8.2005 00:01
Fylkir efstur í A-riðli 1. deildar Fylkir tryggði sér í gærkvöldi sigur í A-riðli 1. deildar kvenna þegar liðið sigraði Þrótt 4-0. Fylkir fékk 28 stig en Haukar sem mæta Víði í dag eru í öðru sæti með 23 stig og geta ekki náð Fylki að stigum. Í B-riðli hefur sameiginlegt lið Þórs, KA og KS fyrir löngu tryggt sér sigur. Liðið hefur unnið alla 11 leiki sína og spilar á morgun síðasta leik sinn í riðlinum við Sindra. 20.8.2005 00:01
Gylfi í byrjunarliði Leeds Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikir dagsins á Englandi hefjast kl 14. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem heimsækir Blackburn. Þá vekur athygli að Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Wolves í ensku 1. deildinni. 20.8.2005 00:01
Donald og Woods efstir í Akron Englendingurinn Luke Donald og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hafa foryrstu þegar keppni er hálfnuð á NEC Invitational-mótinu í golfi í Akron í Ohio. Báðir eru á fjórum höggum undir pari. Woods tapaði tveimur höggum á síðustu holunni í gærkvöldi þegar hann skaut boltanum beint í tré. 20.8.2005 00:01
Á ein von um gullpottinn Rússneska stúlkan Tatjana Lebedeva sigraði í þrístökki á gullmótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í gærkvöldi. Lebedeva, sem keppti ekki á heimsmeistaramótinu í Finnlandi fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, stökk 14 metra og 94 sentímetra. Hún er eini íþróttamaðurinn sem enn þá á von um að vinna eina milljón dollara en það er upphæðin sem þeir íþróttmenn skipta með sér takist þeim að vinna öll sex gullmót keppnistíðarinnar. 20.8.2005 00:01
Stjarnan á toppinn í 2. deild Stjarnan laumaði sér á topp 2. deildar karla í fótbolta í dag þegar Garðabæjarliðið sótti 3-5 útisigur til Seyðisfjarðar gegn Hugin. Stjarnan er nú komin í 30 stig með tveggja stiga forskot á Leikni sem reyndar á leik til góða gegn botnliði Leiftri/Dalvík í dag kl. 16. 20.8.2005 00:01